Dagblaðið - 28.02.1980, Síða 2

Dagblaðið - 28.02.1980, Síða 2
2 /* DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980. ListiðnaðarsýninginKjarvalsstöðum: Falleg sýning Jóhanna Guðmundsdóttir, Austur- brún 4, skrifar: Mikið fannst mér gaman á Kjar- valsstöðum núna um daginn þegar ég skoðaði listiðnaðarsýninguna sem ’þar stóð yfir á vegum Bandalags kvenna i Reykjavík. f>etta er fallegasta sýning sem ég hef séð þar og svo ánaegjulegt hvað allt hefur tekizt vel, allir fallegu mun- irnir nutu sin svo vcl og það var bjarl vl'ir salnum. Það var enginn hasar- svipur vl'ir þessari sýningu sem svo ofl vill verða þegar ullarvinna, út- saumur og annað slíkt er sýnt. Hönnuðurinn, Gunnar Bjarnason, hefur unnið frábært starf og Banda- lag kvenna í Reykjavík hefur brotið upp á nýmæli sem verður að gera að föstum lið í starfi bandalagsins á komandi árum. Bandalagi kvenna i Reykjavik óska ég til hamingju með sýninguna. Hljómsveitin The Clash. Kampútseu-hljómleikamir: Lagið Police and Thieves er ekki eftir The Clash Rockville-herstöðin á Miðnesheiði. Lykt af Rockville- frétt útvarpsins? Dagmar Gunnlaugsdóttir hringdi: - „í hádegisútvarpinu í dag (þriðju- dag) var þrisvar eða fjórum sinnum lesin frétt þess efnis að tveir hermenn suður í Rockville hefðu miðað hlöðnum byssum á íslend- inga sem þar voru að vinna. Ég hef aldrei heyrt það áður í frétt- um, hvorki af flugvélaránum eða öðru, að menn hafi miðað hlöðnum byssum á einhvern. Mér fannst lykt af þessari frétt. Ég er sannfærð um að ef þessi atburður hefði átt sér stað á einhverjum öðrum stað en Rockville þá hefði ekki verið minnzt á að byssan hafi verið hlaðin. Hvernig gátu þeir líka vitað að byssan hafi verið hlaðin? Mér finnst eins og þessi frétt sé frá kommúnist- um komin. Ég hef heyrt að mikið sé af þeim á rikisfjölmiðlunum.” Nýbylgjurokkari skrifar: í DB 19. feb. sl. fjallar Helgi Briem um Kampútseu-hljómleikana í Austurbæjarbíói. Er ekki nema gott eittt um það að segja. Þó vil ég leið- rétta tvær missagnir sem fram koma í umfjöllun Helga: Hann segir að Fræbbblarnir hafi flutt „lagið Police And Thieves eftir Clash”. Rétt er að Fræbbblarnir fluttu Police And Thieves. En þetta stórgóða lag er bara ekki eftir Clash. Það er eftir Junior Murvin, gitarleikara í hljóm- sveit Bob Marleys, The Wailers. Þess má geta að Police And Thieves er af mörgum talið vera eitt af 10 beztu lögum allra tíma. Er það því ósjaldan nefnt í sömu andrá og Imagine (eftir John Lennon), No Woman No Cry (eftir Bob Marley) og slík snilldarverk. Enda hafa margir flutt Police And Thieves inn á plötur. M.a. hefur Clash tekið þetta ágæta lag upp á sína arma og flutt það á þann hátt sem þeim einum er lagið. Helgi segir að ljóðin, sem Þursa- flokkurinn spann í kringum á hljóm- leikunum, hafi verið samin á staðnum af Agli Ólafssyni. Hið rétta er að ljóð þessi eru eftir Ara Jósefs- son. Anzi skemmtileg Ijóð. í tilefni framlags söngsveitarinnar Kjarabótar langar mig svo til að benda meðlimum sveitarinnar á eftir- farandi: Ef þið viljið ná til fólksins þá þýðir ekki að bjóða upp á 25 ára gamlar útsetningar. Þið virðist hafa gott efni til að moða úr. Því ekki að poppa það svolítið upp, gera það aðgengilegra ungu fólki sem hafnar algjörlega tónlist í anda Bing Crosby og Frank Sinatra. Hvernig væri að pæla svolítið í plötum Clash, Bob Marley & The Wailers og Þursa- flokksins með nútímalegri útsetn- ingar í huga? VIUA STOFNA FÉLAG UM BJÓR- INNFLUTNING 1870-7578 hríngdi: Á döfinni er að stofna áhuga- mannafélag um bjórinnflutning. í bréfi sem birt verður i Röddum lesenda á næstunni verður gerð nánari grein fyrir félaginu. Mig langar líka til að þakka Davíð Scheving Thorsteinssyni fyrir stór- kostlega framtakssemi i bjórmálum. Hver á íslandsmetið í plötusnúningi?: „VIÐSPILUBUM í 52 TIUA” — segir enn einn aðilinn sem gerir kröf u til að teljast íslandsmejstari í plötusnúningi Gunnar Gunnarsson, Skaftahliö 29 Reykjavík, skrifar: Ég vildi gjarnan vekja athygli á þvi að það eru fleiri sem geta sagzt eiga Islandsmet í plötusnúningi heldur en Villi í Klúbbnum, Logi Dýrfjörð og Valdimar í Dynheimum á Akureyri. Eftir því sem ég bezt veit var fyrsta fslandsmetið í plötusnúningi sett i Klúbbnum árið 1978 og var það Villi sem þá spilaði í litla 13 tíma. Stuttu seinna var sagt frá þvi í dag- blöðunum að Þorsteinn og Gunni nokkur Smith hefðu spilað í 26 tíma. Villi vildi ckki viðurkenna þetta sem íslandsmet og getur verið að hann hafi rétt fyrir sér i því, þar sem þeir voru tveir er þeir spiluðu helmingi lengur en hann. Þetta var reyndar ekki á opinberum skemmtistað en aðstaðan og tækin voru ekki líkt þvi eins góð að vinna við eins og á fullkomnu eða góðu, opinberu diskóteki. Eftir þetta datt mér í hug að reyna að slá þetta óopinbera met því 13 tíma met var ekkert til að keppa að, fannst mér. En þá vantaði stað og stund og var ég með þetta i huga í nokkurn tíma. Frétti ég þá að strákur að nafni Emi! Bjarnason hefði það sáma í hyggju og ég. Ákváðum við því að spila saman í skátaheimili Dalbúa við Leirulæk. Byrjuðum við að spila kl. 10 að morgni á föstudegi 22. des. 1978 og sátum síðan við plötuspilarana stanz- laust fram á sunnudag 24. des. kl. 2 e.h. og vorum þá búnir að spila i 52 klst. Þetta átti ekki að \erða opinbert og blöðin áttu ekki að frétía af þessu. En svo vildi til að blaðamenn frá Morgunblaðinu, sem voru að skemmta sér í Klúbbnum, fréttu af þessu og komu þeir á staðinn einhvern tíma eftir miðnætti á laugardag og Vilhjálmur Ástráðsson, einn þeirra fjölmörgu aðila sem að undanförnu hafa lýst þvi yfir að þeir séu tslandsmeistarar i plötusnúningi. birtu síðan frétt um þetta í blaðinu, sem ætti aðsanna mál mitt. Eftir þetta heyrðum við að ein- hverjir strákar úr Keflavik hafi ætlað að slá þetta óopinbera met en ekki veit ég hvað varð úr því. 27.—28. okt. 1979 spilar Logi Dýr- fjörð í 26 klst. og 48 min. í Saltvík og sefeist eiga íslandsmetið (Dagblaðið 14. febr. 1980) og Villi i Klúbbnum (Vilhjálmur Ástráðsson) spilar fyrir maraþondanskeppendur í 20 tíma og segist einnig vera íslandsmeistari í plötusnúningi. Þá er það Valdimar Pálsson á Akureyri sem segist vera íslandsmethafi í plötusnúningi. Hann spilaði í 30 tima samfleytt í æskulýðs- heimilinu Dynheimum fyrir mara- þondanskeppendur. Að endingu vil ég benda á að ég er tilbúinn til að spila einn opinberlega fyrir dansandi fólk hvenær sem er í a.m.k. 60 klst. ef einhver skemmti- staður hefði áhuga á þvi. / Vi

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.