Dagblaðið - 28.02.1980, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980.
4
%
DB á ne ytendamarkaði
Af 1.713 kr.
rakkremi
tekur ríkið
nærri 800 kr.
Það er ekki ofsögum sagl af því
hve mikinn hluta af útsöluverði varn-
ings íslenzka ríkið tekur i sinn hlut.
Það hrifsar til sín í opinber gjöld
langtum hærri upphæð en framleið-
andi vörunnar fær. — Vera má að
þetta sé réttlætanlegt ef um er að
ræða „lúxus-vörur” sem ekki eru
beinlínis nauðsynlegar, en þetta á
ekki siður við um bráðnauðsynlegan
varning.
Nefna má rakkrem. Það er öllum
mönnum nauðsynlegt að nota og
flokkast undir eina af frumþörfum
mannsins. Tökum dæmi af 216 gr
túpu. Hún kostar í útsölu 1.713 kr.
og þar af fara hvorki meira né minna
en 792 kr. beint í ríkishítina.
Ríkið fœr meira en
tvöfalt innkaupsverð
Við skulum kryfja verðið á þessari
rakkremstúpu til mergjar. Innkaups-
verð hennar er 320 kr., tollur er kr.
483, flutningsgjald og vátrygging 48
kr., bankakostnaður og vextir 33 kr.,
heildsöluálagning 119 kr., smásölu-
álagning 401 kr., söluskatturinn er
309 kr. í prósentum er skiptingin
þessi:
Innkaupsverð.............18,7%
Tollur og vörugj.........28,2%
Flutn.,vátr.............. 2,8%
Bankakostnaður........... 1,9%
Heildsöluálagning...... 7 %
Smásöluálagning..........23,4%
Söluskattur............18 %
Samtals 100%
Hlutur ríkisins í rakkremstúpunni
er 46,2% af útsöluverðinu eða sam-
tals 792 kr. Þetta er nokkuð gróft
dæmi, en við munum birta fleiri slík
næstudaga. -A.Bj.
Þórhlldur Karlsdóttlr, verzlunarstjóri 1 Snyrtivöruverzlunlnni I Glæsibæ, selur viðskiptavinum sínum m.a. hlð nauðsyn-
lega rakkrem, sem rikið stórgræðir á. DB-mynd Bjarnleifur.
Smyrjið steypujámspottana
með feiti eftir hverja notkun
Furðulegt að ekki skuli gefnar leiðbeiningar um meðhöndlun þar sem pottarnir eru seldir
,,Ég er búin að eiga járnpotta frá
Kokkum í Sviþjóö nú í ein tuttugu og
tvö ár og hefur aldrei borið á ryði í
þeim,” sagði Kristín Ágústsdóttir í
símtali við DB.
„Það máaldrei, ekki undir neinum
kringumstæðum, nota vírbursta á
járnpotta, aðeins plastskrúbbur. Ég
hef alltaf gert það. Síðan læt ég
pottinn þorna mjög vel á litið heitri
plötu. Og því næst smyr ég feiti á
pottinn. Járniö verður að fá fitu eftir
hverja notkun.
Annars nota ég ekki járnpottana
mína til þess að sjóða í, aðeins til þess
að steikja í þeim. Ég hef alltaf gætt
þess vandlega að smyrja þá vel með
fitu, enda eru þeir alveg skinandi og
kolsvartir, eins og þeir eiga að vera.”
Kristín sagöi ennfremur að vel gæti
verið að þeir steypujárnspottar sem
framleiddir eru í dag væru e.t.v. úr
lélegra efni en sams konar pottar sem
framleiddir voru fyrir nokkrum
árum. Sviar hafa löngum verið
þekktir fyrir vandaða pottafram-
leiðslu, svo vera má að pottar sem
framleiddir eru hjá Kokkkum í Sví-
þjóðséu þar að auki enn vandaðrien
almennt gerist.
Hins vegar er greinilegt að eina
ráðið til þess að losna við ryð úr
pottunum sé að smyrja þá vandlega
með feiti, annaðhvort matarolíu eða
smjörlíki, eins og áður hefur verið
greint frá hér á síðunni.
Vonandi lesa þeir sem selja slíka
potta þessar ráðleggingar til þess að
geta haft upplýsingar um meðferð
söluvöru sinnar á reiðum höndum
fyrir viðskiptavini sína. Má það
teljast næsta furðulegt að ekki skuli
vera hægt að fá réttar leiðbeiningar
um meðferð dýrra potta þar sem þeir
eru seldir. Meira að segja voru
gefnar rangar upplýsingar um með-
ferðina í einni verzluninni. Viðskipta-
vini var ráðlagt að skrúbba pottana
með vírbursta.
Nú hefur komiö í ljós að það er
einmitt það sem má alls ekki gera!
A.Bj.
✓