Dagblaðið - 28.02.1980, Síða 10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR28. FEBRUAR 1980.
HÆSBIABIB
frjálst, úháð dagblað
Utgefandi: Dagblaðið hf.
Framk vaamdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Fróttastjórí: ómar Valdimarsson.
Skrífstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal.
(þróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrít: Asgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson.
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson;. Brag>r
Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur
Geirsson, Sigurður Sverrisson.
Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjarnlerfur Bjarnlerfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs-
son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson.
Skrífstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorlerfsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing
arstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Sfðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11.
Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Ifnur).
Setning og umbrot: Dagblaöið hf., Sfðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sfðumúla 12. Prentun
Árvakur hf., Skorfunni 10.
Áskríftarverð á mánuði kr. 4500. Verð í lausasölu kr. 230 eintakið.
Meiríhluti villþátttöku
Meirihluti landsmanna hefur tekið þá /3
afstöðu, að íslendingar eigi að taka þátt
í ólympíuleikunum í Moskvu þrátt
fyrir framferði Sovétríkjanna á stjórn-
málasviðinu að undanförnu. Þetta kom
í ljós í skoðanakönnun Dagblaðsins.
Þar lýstu tæplega sextíu og tveir af
hundraði yfir stuðningi við þátttöku í leikunum. Tæp
tuttugu prósent voru andvíg þátttöku og tæp nítján
prósent óákveðin. Ef aðeins eru teknir þeir, sem taka
afstöðu, reynast um þrír fjórðu þeirra vera hlynntir
þátttöku í leikunum.
í svörum fólksins kemur fram, að menn fordæma
iftnrás Sovétmanna í Afganistan og athæfi þeirra gagn-
vart vísinda- og andófsmanninum Sakharoff.
En meirihlutinn segir, að ekki megi „blanda saman
íþróttum og pólitík”. Því skuli ekki hætta við þátttöku
í leikunum í Moskvu.
Margir segja sem er, að pólitíkin komi of víða við
sögu í afstöðu manna til annarra mála.
Raunar er það svo um íþróttir, að erfitt hefur reynzt
og oft ókleift að halda þeim ,,utan við pólitík”.
Algeng skoðun er, að það sé íþróttahreyfingarinnar
en ekki stjórnvalda að taka afstöðu um, hvort íslend-
ingar taki þátt í ólympíuleikunum eða ekki.
Vafalaust hefur afstaða íslenzku ólympíunefndar-
innar, sem hallast að þátttöku í leikunum, haft sín
áhrif á skoðanir fólks í þessari könnun.
Ennfremur taka margir fram, að það verði að vera
komið undir hverjum einstökum íþróttamanni, sem á
kost á að vera með í Moskvu, hvort hann, samvizku
sinnar vegna, fer eða ekki.
Sú afstaða er góðra gjalda verð að vilja halda
íþróttum aðskildum frá stjórnmálum. Vissulega er það
mikill ljóður, hversu mikil áhrif stjórnmálin hafa
gjarnan á íþróttir.
í reyndinni er það svo, að pólitíkin blandast íþrótt-
um, sérstaklega þegar um væntanlega Moskvuleika er
aðræða.
Ólympíuleikar eða heimsmeistarakeppni, svo að
dæmi séu nefnd, sem er haldin á vegum einræðis-
stjórna, hefur jafnan orðið verkfæri í höndum þeirra
til að auka hag sinn, bæði innanlands og utan.
Enginn mun mótmæla þeirri kenningu, að Adolf
Hitfer hafi notað ólympíuleikana í Berlín 1936 skefja-
laust stjórn sinni til styrktar, til að treysta hana í sessi
innanlands og efla útþenslustefnu hennar.
Berlínarleikarnir voru í þann tíð einn meginþáttur
Hitlerismans, og nasistar nutu lengi góðs af þeirri
skrautsýningu, sem renndi stoðum undir kenningar
þeirra um mikilleik „þriðja ríkisins” og var fylgt eftir
með útþenslu ríkisins og landvinningum.
Á sama hátt eru aðstæður nú þær, eftir innrás Sovét-
ríkjanna í Afganistan, almenna útþenslustefnu þeirra
og hugsanlega landvinninga í öðrum áttum og kúgun á
andófsmöhnum innanlands, að Moskvuleikarnir munu
verða býsna hentugir Kremlstjórninni, bæði innan-
lands og utan.
Þeir verða fullkomlega sambærilegir við Berlínar-
leika Adolfs Hitlers á sínum tíma.
Eins og fram kemur af skoðanakönnun Dagblaðsins
telur meirihluti landsmanna á hinn bóginn unnt að
vonast til, að halda megi íþróttum og stjórnmálum
aðskildum. Þess vegna, segir meirihlutinn, eigum við
ekki að láta það ráða afstöðu okkar, þótt risaveldið í
austri hafi sýnt einstakan yfirgang að undanförnu.
Hætt er við, að reynslan muni leiðaannað í ljós,. ....
Uganda:
Vonir glæðast um
bjartari framtíð
— stjórn landsins í Kampala stendur uppi í hárinu
á Tansaníuvaldinu og þeim sem vilja Obote, gamla
harðstjórann, aftur til valda
Hinn 9. febrúar síðastliðinn var
Paulo Muwanga, innanríkisráðherra
Uganda, settur úr embætti og í stað
þess skipaður fulltrúi lands sins hjá
Sameinuðu þjóðunum í Genf.
Muwanga hafði verið áhrifamikill i
embætti innanrikisráðherra og sagt
er að með því að setja hann úr
því hafi verið komið í veg fyrir að
Uganda félli aftur i gryfju
harðstjórnarinnar.
Fyrir nærri ári steyptu landsmenn
þar harðstjóranum Idi Amin með
aðstoð granna sinna í Tansaníu. Spár
um að harðstjórn yrði endurreist i
Uganda hafa hingað til ekki rætzt.
Pingið, sem skipað er 127 þing-
mönnum og situr i Kampala, kallar
sig þjóðlega ráðgjafarþingið og hefur
oft á tíðum sýnt verulegt hugrekki
þegar það hefur gripið i taumana og
stöðvað þróun í átt til sliks stjórn-
kerfis. Athyglisvert er að á þinginu
sitja margir prófessorar, lögmenn og
aðrir sérfræðingar.
Kunnugir telja nú jafnvel ekki
útilokað að koma á lýðræði aftur í
Uganda eftir að kosningar hafi farið
þar fram í júni á næsta ári. Þinginu
hefur að því er .virðist haldizt uppi að
snúast gegn hefðbundinni kynþátta-
pólitík i landinu. Einnig hefur tekizt
bærilega, í það minnsta hingað til, að
standa uppi í hárinu á áhrifavaldi
Tansaníumanna sem þó voru
öflugastir i að sleypa Idi Amin af
stóli.
Hið síðastnefnda verður ekki gert
nema vegna óvenjulcgrar dirfsku.
Þegar Idi Amin fór frá voru aðeins
þrjú þúsund af fimmtán þúsund
manna lögregluliði landsins enn á lífi
og í búningum. Her landsins hafði
algjörlega verið þurrkaður út og
verður nú að byggja hann upp á
grunni fyrrum skæruliða og nýrra
herntanna. Á mej)an svo er ástatt
verður rikisstjórnin og þingið i
Kampala algjörlega að treysta á
stuðning tuttugu þúsund manna her-
liðs frá Tansaníu og það í landi þar
sem allt var í raun orðið stjórnlaust
og mjög margir óbreyttra ibúa hafa
vopn undir höndum.
Þessar hersveitir frá Tansaníu eru
auðvitað ef á reynir undir æðstu
stjórn Juliusar Nyerere, forseta
Tansaniu. Einn nánustu vina hans er
Milton Obote fyrrum forseti Uganda,
sem hefur verið heiðursgestur hans
síðan Idi Antin steypti honum af
stóli. Stefna Obote er svipuð stefnu
Nyereres, einhvers konar blanda af
afrískum sósíalisma og velviljuðu
einræði. Sagt er að Tansaníuforseti
mundi fagna því mjög ef Obote fengi
tækifæri til að setjast aftur í valda-
stól i Uganda.
Vandinn er aðeins sá, að Uganda-
nienn sjálfir hafa langflestir engan
áhuga á að fá Obote aftur til valda.
Fyrri stjórn Obotes var raunveruleg
harðstjórn sem nær eingöngu byggð-
ist á Lango- og Acholi-ættflokkunum
i norðurhluta landsins, ættmönnunr
Obotes sjálfs. Sannleikurinn er sá, að
vegna óvinsælda Obotes á sínunt
tíma fögnuðu flestir Ugandamenn
byltingu Idi Antins árið 1971. Julius
Nyerere forseti gerir sér þetta ntjög
vel ljóst og því er Obote enn i
Tansaniu.
Helzti stuðningsmaður Obotes
fyrrunt forseta innan núverandi rikis-
stjórnar í Uganda var til skamms
tima Paulo Muwanga innanríkis-
ráðherra. í þessari stjórn Itafa verið
fulltrúar allra pólitískra skoðana og
ættflokka. Muwanga naut stuðnings
Tansaniumanna auk þcss sem hann
átti góðan bakhjarl í tólf þúsund
tnanna vopnuðum sveitum, sem tveir
fyrrum herforingjar í Ugandaher
hafa haldið í noröurhéruöunum. Þeir
V.
LÆKNIR ER
LÍKNARHÖND
Ekki fyrir löngu gerðist það við
Hrauneyjafoss að vinur minn einn
féll úr stiga og slasaðist. Þegar þetta
gerðist varð tuttugu til þrjátíu
mínútna bið cftir sjúkrabíl vinnu-
staðarins, samkvæmt frásögn vinnu-
félaga. Nær sanni mun að biðin hafi
verið fimmtán til tuttugu mínútur en
hjúkrunarkona staðarins var sótt og
var á slysstað fimm til sjö minútum
eftir slysið.
Það sem mér finnst umhugsunar-
vert er að í kaffitíma, eftir slysið,
komu fram raddir starfsfélaga, sem
töldu algerlega til skammar að
sjúkrabíll staðarins, sem var í aðeins
eins kílómetra fjarlægð, skyldi þurfa
tuttugu mínútur til hálftíma til þéss
að komast á slysstað. Mönnunum við
Hrauneyjafoss fannst með öðrum
orðum sjálfsagt og eðlilegt að
sjúklingurinn kæmist án tafar í
sjúkrabíl og með honum á skömmum
tíma undir læknishendur.
Skoðun almennings er sú að sjálf-
sagt og eðlilegt sé að sjúklingur
komist á skömmum tíma frá slysstað
í læknishendur. Menntakerfi okkar
hefur vissulega gefið af sér þann
fjölda lækna að þessi krafa eða ósk
almennings virðist ekki óraunsæ.
Fjöldi útskrifaðra lækna frá
íslenskum menntastofnunum er sá að
enginn fslendingur ætti að þurfa að
bíða lengi eftir líknandi læknishönd-
um.
Við höfum vissulega byggt háskóla
og þennan háskóla byggði þjóðin til
þess að njóta siðan menntunar þess
gæfusama fólks sem þar nyti
lærdóms og menningar.
Nokkuð virðist Ijóst að nóg sé um
t.d. lögfræðingana (margir kannast
við þessa sjö hjá vesalings Sjálf-
stæðisfiokknum) („íslands óham-
ingju verður flest að gagni,” sagði
Andrés Kristjánsson rétt i þessu i út-
varpinu). Þetta gæfusama fólk úr
Háskóla íslands fullnægir þörfum
þjóðar sinnar í flestu. Einn er þó sá
hópur sem ekki virðist nógu stór, það
eru læknanemarnir. Sá hópur sem
ekki fullnægir þörfum þjóðar sinnar
er læknarnir, þeir eru vissulega nógu
margir til þess, en því miður, rætnar
tungur myndu segja að vegna
aumingjaskapar og fégræðgi ung-
lækna búa landsmenn nú við það að
lækning er lúxus.
Peningapungarnir
Ekki er langt síðan eitthvað sem
kallað er „félag ungra lækna” gaf út
þá yfirlýsingu að nær útilokað væri
að vera læknir úti á landi, I hinum
litlu læknishéruðum.
Hver er ástæðan sem hinir vösku
menn í félagi ungra lækna gefa? Jú,
ástæðan er sögð sú að ekki sé hægt
að vera læknir í hinum litlu læknis-
héruðum úti á landi vegna þess að þar
séu þeir einangraðir og ekki aðeins
það (og þá kemur brandarinn) heldur
séu þeir settir í þá aðstöðu að dvöl úti
á landi sé röskun á heimilishögum.
Peningapungarnir í félagi ungra
lækna telja sem sé að starf i t.d. sex
mánuði í litlu læknishéraði úti á landi
sé „röskun á heimilishögum.”
„Félag ungra lækna”? Hvernig i
ósköpunum stendur á þvi að læknar
skuli þurfa að vera i tveim félögum,
félagi ungra lækna og þá væntanlega
félagi aldraðra lækna?
í félagi ungra lækna eru væntan-