Dagblaðið - 28.02.1980, Page 11

Dagblaðið - 28.02.1980, Page 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980. 11 eru báðir ættaðir þaðan og Obote fyrrum forseti einnig. Áslandið versnaði skyndilega hinn 20. janúar siðastliðinn. Þá stálu nokkrir hermenn frá Tansaníu þrjá- tíu kössum af bjór úr þorpi einu skammt austur af höfuðborginni Kampala. Reiðir þorpsbúar grýttu þrjá hermannanna til dauða. Fullskipuð herdeild Tansaníumanna kom til þorpsins sömu nótt. Hand- tóku hermennirnir og börðu alla þá fjögur hundruð karlmenn sem þeir fundu þar. Þrir þeirra voru siðan skotnir til bana. Hinir voru reknir með harðri hendi gangandi hina 25 km leið til höfuðborgarinnar. Er skýrt var frá þessum atburðum í Uganda Times, sem er blað i eigu stjórnarinnar, gerði Muwanga innan- rikisráðherra sér lítið fyrir og hand- tók ritstjórann og lét stinga honum i fangelsi. Hér er það aftur á móti sem sögunni hættir að svipa til svo margra svipaðra atburða i Afriku. Innan þriggja vikna var ritstjórinn, Ben-Bella llakut, frjáls maður en innanrikisráðherrann var sendur með fyrstu flugvél til Genf i Svisslandi til að gegna mun áhrifaminna embætti en áður. Vandamál Uganda eru síður en svo öll að baki. Verulegs óróa og of- beldis gætir enn i afskekktum þorpum. Herlið undir stjórn her- foringja sem eru trúir Obote fyrrum forseta fer enn með stjórn í norðurhluta landsins. Efnahagslifið er algjörlega í rúst enda hrundi það gjörsamlega til grunna i stjórnartið Idi Amins. Rétt eftir að honum var steypt af stóli var áætlað að einn milljarður dollara mundi varla duga til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl aftur. Samsvarar það nærri 500 milljörðum íslenzkra króna. Tæplega er hægt að segja að neins at-þessum dollaramilljarði sé farið að verða vart i Uganda, nú nærri einu ári eftir að Amin féll. Hinu er aftur á móti ekki að leyna að allar tilraunir einstakra kynflokka til að ná til sín völdum í rikinu hafa verið barðar niður hingað til. Fullvíst má einnig telja að samkvæmt vinnubrögðum og venjum Nyerere forseta Tansaníu vilji hann ekki setja Obote vin sinn aftur til valda í Uganda nema því aðeins að einhvers fylgis við hann verði vart í landinu sjálfu. Ef þingmönnum á þjóðlega ráðgjafarþinginu í Kampala tekst að halda hugrekki sínu og ró nokkru lengur getur vel verið að við eigum eftir að sjá nýtt Uganda, sjálfstætt ríki með einhvers konar lýðræði og með bjarta framtíð. Fólkið i þvi landi á það sannarlega skilið. Með íslenzkum augum í Ameríku: Heimur á krossgötum j Ég minnist þess að fyrir nokkrum árum er ég var i lífræðitima i Verzló að kennarinn útbýtti yfirliti yfir stöðu heimsins með tilliti til hráefna- magns og fólksfjölda jarðarinnar. Ég man að útlitið var málað anzi svart, svo svart að með áframhaldandi hraða í fólksfjölgun var tiltölulega stuttur tími þar til að hver maður hafði sem svarar til 1 ferm af þurru landi til umráða. Að sama skapi var stuttur tími þar til að öll helztu hrá- efni væru uppurin. í næsta tíma færðum við skelkaðir nemendur þetta í tal við hagfræðikennarann sem okkur til mikils léttis sveiaði við öllu þessu. Verðbólga, afleiðing auðlindaskorts? Nú ca 5 árum seinna, staddur í Bandarikjunum, finnst mér sem ég lifi líffræðitimann upp á nýtt og nú með hagfræðiviðauka er ég les umsagnir um skýrslur eina sem gefin er út af „Worldwatch Institute”. Skýrslan er samin af Robert nokkrum Fuller og ber nafnið „Iflation, The rising cost of living on a small planet” sem útleggst „Verðbólga, aukinn framfærslu- kostnaður á lítilli plánetu”. Robert Fuller segir i þessari skýrslu að verðbólgan í heiminum sé ekki lengur af innri ástæðum, heldur stafi af minnkandi auðlindum jarðar, allt frá fæðu til oliu, og kynt sé undir verð- bólgunni með risaaukningu í eyðslu til hermála, of mikilli viðskiptavernd og allt of ntikilli neyzlu sem keyrð er áfram með auglýsingaflóði, og of mikilli áherzlu á ráðgjöf sérhæfðra' manna. Það er sagt í þessari skýrslu að þjóðfélög geti ekki lengur einfald- lega aukið framboð til að anna Kjallarinn Sigurbergur Bjömsson aukinni eftirspurn, því við erum að ná hámarki framleiðslunnar á mörgum sviðum. Sem dæmi má taka að þrátt fyrir stórkostlegar fjár- festingari fiskiskipastól i heiminum frá 1970 hafi heildar fiskveiði minnkað. A sama tíma virðist svo sem að framleiðsla á viði, olíu, korni og flestum tegundum af kjöti hafi náð hámarki nú þegar. Verð á þessum vörum fer nú hækkandi og verðbólga er að verða landlæg í hag- kerfum heimsins. Aðhætta að fleygja f ötum Fuller bendir á ýmsar leiðir til úr- lausnar og bera þær keim af menntun hans sem eðlisfræðings ig hlutleysis stofnunarinnar sem hann vinnur fyrir. Vill hann stjórna meira i gegn- um venjur fólks heldur en í gegnum peningamagn og vexti. í því sambandi gagnrýnir hann harðlega auglýsingaiðnaðinn fyrir að stofna til óþarfa eyðslu svo sem að kaupa sífellt ný föt og skipta um bíl árlega, svo eitthvað sé nefnt. Hann segir: „Til að ráða við verðbólguna þurfum við að breyta háttum okkar, frá neyzluþjóðfélagi til hlutlægrar skiptingar ágæðum jarðarinnar.” Venjuleg kreppa eða hvað? í Bandaríkjunum er verðbólgan um 13% sem er hærra en hefur verið í lengri tíma. Telja verður olíukreppuna aðalorsökina en einmitt það rennir stoðurn undir kenningar Fullers, vegna þess að olíukreppan er tilkomin vegna þess að framleiðsla annar ekki eftirspurn. Ennfremur er það stefna arabarikja að draga heldur saman olíuútflutning heldur en hitt. Eitt enn styður kenningar Fullers en það er hækkun sú á gullverði sem átt hefur sér stað síði itu mánuði, sem líklega stafar að hluta af því að traust á pteningum og þar með á aukningu í þjóðar- Iramleiðslu fer dvínandi. Fólk óttast almennt langdregna verðbólgu og dvinandi verðgildi peninga. Peningar eru ekki verðtryggðir eins og kunnugt er heldur er hagkerfinu velt áfram og stjórnað í gegnum framboð þeirra. Ýmislegt hefur verið reynt til að vinna bug á verðbólgunni í Banda- ríkjunum, þar á meðal byltingar- kennd tilraun sem felst i þvi að hækka lánsfjárvexti cn slíkt hefur mikil áhrif á verðbréfamarkaðinn i Wall Street og varð verðhrt i bar • október sem afieiðing iyrt netndj i ■ ráðstöfunar. Ennþá er verðbólgan tiltölulega nýtt fyrirbrigði i Banda- ríkjunum og eru margir áhyggjulausir, halda að þetta sé hættulaust og muni vara stutt. Aðrir eru svartsýnir og þykjast sjá fyrir breytta lifnaðarhætti og halda jafnvel að millistéttin muni þurrkast út með áframhaldandi orkukreppu. T.d. hafa yfir 25% af vinnufærum mönnum beint eða óbeint atvinnu sína af bilaiðnaðinum. Ennþá aðrir hafa lagt til að peningakerfinu verði gjörbreytt þannig að innlánsbinding verði 100% og þar með gjörbreyta útlánakerfinu í heild. Þetta mundi færa Bandaríkin ennþá hraðari skrefum i áf að sósíalisku ríki, en n gum linnst sú þróun Hegar nógu hro ÞiÁ sem icr heiui veHð drepið á sýnir. ■ s^iir iS ráll fyrir allt sofa menn tkki alveg rólegir vegna verðbólgunnar, og verið gæti að þetta sé úrslitaorrustan, nú finnist annaðhvort einhver undraleið út úr vandanum eða þá að allt hrynur. Sigurhergur Björnsson. - .........— - V lega strákarnir og stelpurnar sem eru að losna út úr skóla, þeim skóla sem fiskikellingar og -kallar hafa greitt fyrir þetta pakk eða hyski. Ég kalla það pakk og hyski sem ekki getur endurgoldið þjóð sinni í öðru en ríku- lega launuðu starfi á Stór-Reykja- vikursvæðinu. Röskun á heimilishögum Landlæknir, Ólafur Ólafsson, er skemmtilegur maður og ekki nóg með það, hann er sá voðamaður að láta sér detta í hug að félagar i „félagi ungra lækna” starfi hver um sig sem svarar sex mánuðum við röskun á heimilishögum í einhverjum ömurlegum fiskiplássum úti á landi. Hvilík ósvífni! Hvernig getur land- læknirinn ætlast til þess að , ,við ungu læknarnir” förum að vinna í einangrun og ekki nóg með það heldur i fámennum læknishéruðum úti á landi? Röskun á heimilishögum er vissu- lega sterk röksemd á pappírnum og hana þarf vissulega að meta hátt í launum. Því er dæmið þannig nú að „unglæknir” sem fer til starfa i litlu læknishéraði úti á landi, hann fær i öllum tilfellum lúxusíbúð búna öllum húsgögnum, hann fær gjarnan fritt fæði, hann fær frían sima, frítt rafmagn og frían hitunarkostnað. Komi viðkomandi „unglæknir” með fjölskyldu sína á staðinn er hugsan- legt að hann greiði sjálfur fæðis- kostnað, en ef hann skilur fjölskyld- una (ef hann á þá slíkt) eftir heima en situr einn við störf í hinu ömurlega læknishéraði er trúlegast að auk alls þess sem hann hefur frítt og áður er nefnt sé fæðiskostnaður hans lika ókeypis. Kjallarinn Krístinn Snæland Allt það sem fram hefur komið hjá „ungum læknum” sem rök gegn þvi að annast litlu læknishéruðin úti á landi, hvort sem um sjálfstæða ákvörðun eða skyldustarf væri að ræða, er léttvægt og ómerkilegt og þeim til skammar. Iðnaðarmennirnir Vegna afstöðu þeirra liðleskja sem kalla sig „unglækna” hef ég gert nokkrar fyrirspurnir til iðnaðar- manna. Þær fyrirspurnir hafa verið á þann veg að ég hef spurt, ef einhver staður úti á landi gæfi út þá yfirlýs- ingu að enginn rafsuðumaður, tré- smiður eða t.d. múrari væri á staðnum og í óefni væri komið verk- efnum er slíkir menn skyldu leysa af hendi.hvaðmynduð þið þá gera? Svar þessara manna var á einn veg: Við myndum að sjálfsögðu mæta á staðinn og leysa verkefnin. Liðleskj- unum sem kalla sig „unga lækna” skal jafnframt tjáð að þessir hópar iðnaðarmanna setja sig ekki á háan hest ef vantar iðnaðarmann, þá mætir hann og þrátt fyrir slæma aðstöðu, léleg verkfæri og skort á leiðbeiningum frá arkitektum eða verkfræðingum þá leysir iðnaðar- maðurinn verkefni sitt. Þannig er í rauninni ljóst að allar stéttir þjóð- félagsins mæta réttmætum þörfum landansutan „unglæknarpir”. í sjálfsævisögu eins stórbrotnari athafnamanna landsins eru menn flokkaðir i menn og liðleskjur. Svo lengi sem íslenzkir „unglæknar” láta eitt læknishérað ósetið vegna „röskunar á heimilishögum” eða lítilla tekna, þá muriu þessir hæst- launuðu þegnarþjóðfélagsinsverðaað una þvi að ég mun að minnstá kosti dæma þá duglausar, vanþakklátar liðleskjur. Undantekningar eru til Vissulega eru þær undantekningar til að „unglæknar” starfi úti á landi einir síns liðs en frekar eru það þó „gamlir” læknar sem annast eins manns læknishéruðin. Læknislaust væri nú á fjörðunum milli Patreks- fjarðar og Isafjarðar ef Kristbjörn Tryggvason prófessor hefði ekki hlaupið í skarðið og tekið að sér Flateyrarlæknishérað og liklega Þingeyrarhérað með, ef að líkum lætur. Til fróðleiks má geta þess að Kristbjörn er kominn á eftirlaun (hefur lokið skyldustörfum), hann er fjölskyldumaður og loks má geta þess að hann er sjálfur ekki heill heilsu. Þegar Kristbirni var boðið að búa i ibúð fjarri læknastofunni, til þess að draga úr ónæði, þá sagðist hann ekki líta á það sem ónæði þótt fólk leitaði sér lækninga. Þess má og geta að „unglæknar” sem við var rætt töldu ibúð fjarri lækningastofu kost, því það minnkaði óþarfa kvabb. Kristbjörn mun áreiðanlega kunna mér litlar þakkir fyrir að geta sín i þessu sambandi, en sá góði maður verður að gjalda þess að hann sýnir starfsbræðrum sínum fagurt for- dæmi sem þeir þó hvorki fara eftir né kunna honum neinar þakkir fyrir. Þakklæti fær Kristbjörn hjá því fólki sem hann þjónar nú og væri ella læknislaust. Læknishérað án læknis er læknastéttinni til skammar, sú skömm er þó ekki sök „gömlu” læknanna. Flugslys Að lokum hugleiðingar í tilefni flugslyssins á Mosfellsheiði nýlega. I þvi tilfelli komust læknar á slysstað mjög fijótlega og þrátt fyrir að slysið varð nærri Reykjavík tók allangan tima uns allir voru komnir til byggða, skal ekki fjölyrt nánar um þetta slys. Setjum hins vegar svo að farþega- flugvél í áætlunarflugi um Vestfirði nauðlenti t. d. í Dynjandisheiði í byl og slæmu veðri. Til þess að komast þar á slysstað kæmu til greina vél- sleðar frá næstu byggðum og t.d. snjóbíll frá Flateyri, en enginn snjó- bíll mun vera til nær. Vegna „rösk- unar á heimilishögum” er svo liklegt að lækni i förina þyrfti að sækja til ísafjarðar eða Patreksfjarðar. Þessir læknar þyrftu þá að fara tvær til þrjár heiðar til að komast að Dynjandisheiði. Það þarf vitanlega ekki að fara fleiri orðum um hve í raun ægilegt ástand er að læknislaust skuli vera á öllu þessu svæði. Þegar svo deilur rísa í blöðum um það hvort sjúkra- bíll, lögregla eða slökkvibill hafi verið 7, 8, 9 eða 10 mínútur á vett- vang í Breiðholti, þá verður manni stundum hugsað til þess að margar klukkustundir og jafnvel daga gæti tekið að koma stórslösuðu fólki undir læknishendur úr byggðunum sem mynda hin litlu, tekjurýru læknishéruð sem valda „röskun á heimilishögum”. Að lokum,,það skyldi þó aldrei vera að það sé röskun á heimilishögum að vera sjó- maðuráíslandi? Kristinn Snæland „Setjum svo aö farþegaflugvél í áætlunar- flugi um Vestfíröi nauðlenti t. d. á Dynj- andisheiöi í byl og slæmu veöri...”

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.