Dagblaðið - 28.02.1980, Síða 12

Dagblaðið - 28.02.1980, Síða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980. Það geta komið upp þannig stöður að menn þurfi að hugsa" „Þetta er jafnteflisfjandisagði lngvar Ásmundsson, þegar hann var að skýra skák þeirra Vasjukov og Margeirs á Loftleiðahótelinu í gær- kvöldi. Það var eins og hendi veifað. Upp var settur borði með jafnteflis- tilkynningu. Þá höfðu þeir Torre og Miles samið um jafntefli, sem og Byrnc og Schiissler, og loks Browne og Jón L. ,,Það er vitlaust gefið,” sagði einn áhorfenda, „við látum gefa aftur.” Það verður of seint fyrir þig,” var svarað. „Orð Ingvars eru nefnilega lög á Hótel Loftleiðum,” segir í skemmti- legu spjalli af vettvangi í 3. tölublaði af aukaútgáfu timaritsins Skákar sem kemur daglega út vegna Reykja vikurmótsins. Þar er meðal annars sagt frá þvi að meistari Benóný, sem nú er fjarri góðu gamni, telji nýja tímakerfið ekki samboðið skákmönnum, ,,þv það geta kontið upp þannig stöður að menn þurfi að hugsa.” Meðal áhorfenda í gærkvöldi má —segir Benóný um „nýja tímann” nefna þessa: Ólaf P. Stephensen tannlækni, Steinar Ó. Stephensen nema, Áslaugu Kristinsdóttur, Ragnar Halldórsson, frkvstj. Isal, Sigmund Böðvarsson lögmann, Frið- rik Ólafsson skákmeistara, Þóri Oddsson vararannsóknarlögreglu- stjóra, Sæmund Pálsson lögreglu- mann, Pétur Árnason framkvstj., Guðmund G. Þórarinsson alþm., Gunnar Gunnarsson, alþjóðl. dóm- ara m.m., Hjört Jónsson kaupmann, Áka Jónsson tölvufræðing, Sigurkarl Stefánsson menntaskólakennara, Ellert Sölvason verzlm., Árna Jakobsson, Sigurjón Pétursson borgarfulltrúa, Kristján Ómar Krist- jánsson frkvstj., Þórhall Björnsson stórkaupm., Högna ísleifsson, deildarstj. Hagstofunni, Þórhall Þor- steinsson verzlm., Bernharð Guð- mundsson kjötiðnaðarmann, Leif Eiríksson kjötiðnaðarmann, Egil Valgeirsson hárskerameistara, Har- ald Sveinbjörnsson verkamann, auk fjölda annarra áhorfenda. - BS Þrátt fyrir fimm jafntefli á Loftleiöa- hótelinu í gærkvöld voru þar að vanda gífurleg átök, bæði milli kepp- enda og meðal áhorfenda. ...en heimarannsóknir Guðmundar brugðust Eguene Torre — Anthony Miles 1/2:1/2 Stórmeistarajafntefli varð upp á teningnum eftir aðeins fimmtán leiki. Torre byrjaði með g2—g3 en náði engu frani gcgn traustri vörn Eng- lendingsins. Það er ekki þar með sagt að staðan væri möguleikalaus þegar þeir sömdUí öðru nær, ekki var annað að sjá en gífurleg átök væru framunda. Viktor Kupreitshik — Guðmundur Sig- urjónsson 1:0 Þeir Guðmundur og Rússinn tefidu upp, að því er talið var, gamla skák, sem Guðmundur hafði teflt gegn Austur-Þjóðverjanum Malich í Telex ólympíukeppninni 1977. Sá munur var þó á að nú stýrði Guðmundur svörtu mönnunum en var með þá hvitu gegn Þjóðverjanum! Við skul- um nú lita nánar á þessa skák. Hvitt: Kupreitshik. Svart: Guðmundur. Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rc3 e6 3. Rf3 d6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Rf6 6. f4 Be7 7. Be3 0-0 8. I)f3 Það er vel þekkt meðal skákfræð- inga að svartur nær góðu tafli eftir 8. Bc2 a6 9. 0-0 Rbd7! 8. — e5! 9. Rf5 9. Rb3 var varfærnislegri leikur cn vart var við þvi að búast af hinum sókndjarfa Rússa. 9. — Bxf5 10. exf5 Da5 11. 0-0-0 e4 12.1)h3 Hc8! Hótar skiptantunarfórn niðri á c3. Nú kemur í Ijós hversu sókn svarts á drottningarvæng vegur þyngra en aðgerðir hvíts hinum megin. 13. Bd4 Rc6 14. Bc4 Að öðrum kosti stendur hvíti kóngur- inn berskjaldaður fyrir árás svarts. 14. —Db4! Þvingar fram atburðarásina svörtum í hag. 15. Bxf6 Bxf6 16. Bb3 Rd4 17. Rd5 Þvingað þar sem hótun svarts var cnn á ný skiptamunarfórn á c3 17. —Hxc2 + ! Ef ég man rétl hafnnði Malich þessari fórn i fyrrnefndri skák og Guðmundur slapp með skrekkinn og vann skákina um síðir. 18. Kbl Þvingað, þvi eftir 18. Bxc2 Re2 + 19. Kbl Dxb2 er hvítur mát. 18. — Rxb3! Drottningarfórn! en hana má að sjálfsögðu ekki taka: 19. Rxb4? Hxb2 mát. 19. Rxf6+ gxf6 20. Kxc2 Eftir 20. Dxb3 Dxb3 21. axb3 Hxg2 er svarta staðan unninn. 20. — Hc8+ 21. Kbl Rd2+ 22. Kal Hc2 23. Da3 Siðustu leikir hafa allir verið þvingaðir. Upp er nú kominn staða þar sem svartur hefur gefið skipta- mun en hefur þessi staða tvö sam- stæð frípeð og öfiugt frumkvæði. E.t.v. hefur Guðmundur treysl of mikið á heimarannsóknir sinar sínar þvi eins og kemur i Ijós stendur hann brátt höllum fæti. 23. — Dxa3? Ótimabær uppskipti. Eftir einfald- lega 23. — Dd4 á hvitur úr vöndu að ráða t.d. 24. Hcl Hxcl 25. e3 og svartur heldur enn frumkvæðinu. Nú má hann þakka fyrir ef hann nær jafntefii. 24. axb3d5 Svörtu frípeðin virðast ógnandi en málið er að þau verða stöðvuð i tæka tið. 25. Hcl Hxcl 26. Hxcl d4? 26. — Kf8 var nauðsynlegt. 27. Kb2 b5 Leikið i þeim tilgangi að koma riddaranum til c4 Frekari framrás fri- peðanna gengur ekki t.d. ef 27. —e3 þá 28. Hc8 + ásamt 29. Kc2. 28. Hc8 + Kg7 29. Hd,8 Rc4+ 30. Kc2d3+ 31. Kc3 Rxa3 Það var lóðið svartur hefur sjálfsgt gert sér grein fyrir þvi nú að 31—d2 gengur ekki vegna 32. Hxd2 og hvitur vinnur peðsendataflið! 32. Kd4 Rbl 33. Kxé4 Rc3 34. Kxd3 Rxa2 35. Kd4 b4 36. Kc4 a5 37. Ha8 Rc3 38. Hx5 Rdl Bæði peð svarts falla nú á drottn- ingarvæng hann gripur þvi til örþrifaráða til þess að gera usla í peðastöðu hvíts hinum megin en allt kemur fyrir ekki. 39. Kd3 h5 40. Hb5Rf2+ 41. Kd4 h4 42. h3 Rhl 43. Hxb4 Rg3 44. Hb5 Kh6 45. Ke3Kh5 46. Kf3 Rfl 47. Hb8 Hótar niáli og svartur gafst upp. Eugenio Vasjúkov — Margeir Péturs- son 1/2:1/2 Margeir beitti að þessu sinni byrjun fátæka mannsins Caró kan vörninni. Hún þykir vera traust og upplögð fyrir þann sem er fullkom- lega sáttur við skiptan hlut. Vasjúkov reyndi af fremsta megni að knésetja hinn unga andstæðing sinn en hvorki gekk né rak. Hann vann að vísu peð en Margeir náði að blokkera stöðuna þannig að Vasjúkov komst ekki áfram. Vel af sér vikið hjá Margeiri. Walter Browne — Jón L. Árnason 1/2:1/2 Ekki tókst Browne frekar en Vasjúkov að vinna sinn unga and- stæðing. Jón beitti nú í fyrsta sinn á ævinni hinni gömlu og góðu slavn- esku vörn. Sjálfsagt heldur ekki i sið- asta skipti því Amerikaninn komst ekkert áfram og varð að sætta sig við jafntefli í drottningarendatafii sem sumir töldu þó betra fyrir Jón. Haukur — Helgi 0:1 Þeir Helgi og Haukur tefldu nú sína fyrstu skák síðan Helgi vann Hauk i einvigi þeirra um íslands- meistaratitilinn fyrir tæpum tveim árum. Helgi vann það einvígi 3 1/2:2 1/2 og þvi var stund hefndarinnar runnin upp. Haukur skákaði á bS með biskup i Sikileyjarvörninni, leikur sem reyndist svo vel gegn Mil- kunnugur — hefur sjálfsagt búist við skákinni. Hann sneri tafiinu fljótlega sér i hag en miðtaflið var þó þrungið af fiækjum og möguleikum á báða bóga. Haukur gaf m.a. drottninguna fyrir tvo hróka en Helgi náði að koma einu peða sinna niður á g2. Þetta peð reyndist síðan örlagavaldur skákarinnar því Helga tókst að not- færa sér það til hins ítrasta. Robert Byrne — Harry Schússler 1/2:1/2 Eins og við sáum i Dagblaðinu i gær vann Byrne Sosonko örugglega í endatafli. Hætt er við að sú skák hafi eitthvað setið í kappanum því ekki voru liðnir meir en sjö leikir í skák hans við Schússler þegar hann bauð fram drottningarkaup. Schussler sem tefidi Petroffs jafnteflisbyrjun sína var auðvitað ekki lengi að skipta upp og hélt sér síðan fast þannig að Byrne komst ekkert áfram. Jafntefli voru því sanngjörn úrslit. Gennandí Sosonko — Knud Jöran Helmers 1:0 Mál manna á Loftleiðum var að hér leiddu saman hesta sina tveir mestu „teoriuhestar” mótsins. Það kom því ekki á óvart að upp á teningnum varð nýjasta tískuaf- brigðið af drottningarindverskri vörn þar sem svartur leikur Ba6 í stað hins hefðbundna Bb7. Skák þeirra varð því einskonar barátta um það hvor þeirra kynni meira en þegar eftirfar- andi staða kom upp var orðið Ijóst mál að Hollendingurinn Sosonko hafði unnið þá baráttu: Sosonko sem hafði hvítt fórnaði nú drottningunni á ansi laglegan hátt oglék: 24. Dxf6 og eftir 24. — gxf6 25. Hxe8+ Kh7 gafst Helmers upp því framhaldið liggur Ijóst fyrir; 26. He7 D ad libitum 27. Hxb7 Dxb7 28. Rxd6 fráskák og drottningin fellur. Sleppi svartur því hins vegar að drepa aftur á b7 i 27. leik þá hefur hvitur algera liðsyfirburði fyrir drottning- una. Biðskákin var jaf ntef li Eins og kom fram i þættinum í gær átti Jón L. ívið betri biðskák gegn Kupreitshik. Það kom þó á daginn að jafntefli i henni voru einu rökréttu úrslitin. Þáer Jón búinn að gera jafn- tefli við báða Rússana og hafa skák- irnar verið svipaðar um margt. Jón hefur haft þrjú peð gegn tveimur í hróksendatafli gegn þeim báðum. Eftir að biðskákinni við Kupreitshik var lokið i gær sagðist Jón vel hafa getað sætt sig við að hafa haft jafnt á peðum á móti öðrum en þá tveim meira gegn hinum! Við skulum nú skoða hvernig biðskákin gekk fyrir sig. 54. Ke2 (biðleikur Jóns) h5 55. gxh5+ KxhS 56. Kd2 Kh4 57. Kc2 Hc8 + 58. Kd3 Hd8 + 59. Kc3 Hc8 + 60. Kb2 Hb8 61. Hf3 Hb7 62. Kc3 Hc7 + 63. Kd4 Hb7 64. Kc4 Hc7 + 65. Kd5 Hb7 66. Kc5 Hc7+ 67. Kd6 Hb7 68. Ke5 He7+ 69. Kb6 Hc2 70. b4 Hh2 71. b5 Hxh3 72. Hxh3 Kxh3 73. Kc6 g4 74. b6 Hér bauð rússinn svo jafntefii sem Jón þáði. Peðin koma jafnt upp og verða að drottningum. Úrslit 4. umferðar Torre — Miles 1/2—1/2 Haukur — Helgi 0—1 Vasjúkov — Margeir 1/2—1/2 Kupreitshik — Guðmundur I —0 Browne — JónL. 1/2—1/2 Byme — Schússler 1/2—1/2 Sosonko — Helmers 1 —0 /

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.