Dagblaðið - 28.02.1980, Side 19
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980.
19
Menningarverðlaun DB:
Mikill fjöldi at-
kvæða hefur borizt
Þeir Friðrik Þ. Friðriksson og Þorleifur Friðriksson taka við Menningarverðlaunum
DB fyrir myndlist úr hendi Aðalsteins Ingðlfssonar, menningarritstjóra DB. Verð-
launin hlutu þeir fyrir rekstur Gallcrí Suðurgötu 7 og blaðaútgáfu, „sem hvorutvcggja
hafa hrint af stað umræðum um eðli og gildi myndlistar i nútimasamfélagi” eins og
sagði I áliti dómnefndar.
Nú fer að styttast i afhendingu
Menningarverðlauna DB, en hún fer
fram föstudaginn 14. marz I Hótel
Holti að viðstöddum fulltrúum hinna
ýmsu listafélaga landsins og öðrum
góðum gestum. Jónas Kristjánsson rit-
stjóri DB og valinkunnir matsveinar
staðarins munu velja saman sérstakan
matseðil og vín. Skilafrestur í atkvæða-
greiðslunni vegna Menningarverðlaun-
anna rennur út 5. marz, en þó verður
tekið á móti seðlum sem póstiagðir eru
þann dag. Þegar hefur borizt mikill
fjöldi atkvæðaseðla og vonum við að
sem flestir noti tækifærið og láti í ljós
skoðun sina á afreksfólki innan is-
lenzkrar menningar. Dómnefndir
starfa nú af fullum krafti og vilja
gjarnan fá eins margar ábendingar og
kostur er á. Það skal ítrekað að ekki er
nauðsynlegt að fylla út alla seðlana,
nema fólk hafi á því áhuga. Nóg er að Seðlarnir verða svo prentaðir í síðasta
senda einn seðil fyrir þá grein sem les- sinn mánudaginn 3. marz.
andinn telur sig hafa mestan áhuga á. -AI
t fyrra hannaði Jónína Guðnadóttir ieirkerasmiður verðlaunagripi DB, en I ár tók Haukur Dór að sér það verk. Eins og sjá
má eru þetta veglegustu grípir. Meðan Jónína hélt sig við skálarformið afréð Haukur Dór aö vinna sérstaka veggskúlptúra
og getur hér að líta einn þeirra.
UM SÓLINA,
VORIÐ 0G...
Tónleikar Tónlistarfólagsins ( Austurbœjarbiói
23. febrúar.
Flytjendur: Sigriður Ella Magnúsdóttir söng-
kona og dr. Erik Werba píanóleikari.
Á efnisskrá: lög eftir Mozart, Schubert, Schu-
mann, Mendolssohn, Brahms, Grieg og
Dvorák.
Tónleikar þessir voru á skránni
fyrr í vetur en þar eð Sigríður Ella var
löglega forfölluð á þeim tíma urðu
þeir ekki haldnir fyrr en nú. Ekki er
mér grunlaust um að þessi frestun
hafi verið jákvæð, að minnsta kosti
ef litið er á lagavalið. Öllu vorlegri
dagskrá getur vart að heyra, nema ef
til vill i Rikisútvarpinu á sumardag-
inn fyrsta.
Sem hver maður
kann
Þarna ómuðu þau hvert af öðru
vorljóðin, Komm lieber Mai,
Fruhlingsglaube, Im Frúnling, Erstes
Grún Frúhlingslied og svo fi mve>íis.
Þetta var Sigríði Ellu likt, að velja er
öll þessi vorljóð. Og svo eru þetta allt
saman lög sem allur almenningur
kann og syngur, meira að segja við ís-
lensk ljóð og telur jafnvel þjóðlög.
Nú mætti spyrja sem svo, hvað er
hún að vilja með að syngja, á opin-
berum hljómleikum, lög sem hvert
skólabarn er látið læra, og þykir ekki
mikill vandi að komast skammlaust í
gegnum? Hvað ræður sliku vali? —
Ég held að þetta hafi allt komið af
sjálfu sér. í fyrsta lagi fær hún til liðs
við sig einhvern mesta meistara smá-
lagsins, sem til er, dr. Erik Werba. í
öðru lagi þekkir dr. Werba vel til getu
Sigríðar Ellu og treystir henni sem
sagt til að flytja með sér svo við-
kvæma söngskrá.
Virðingarvottur
Það felst í þvi ákveðinn virðingar-
vottur við söngvara að fá dr. Werba
sem undirleikara en í þvi felst tvöföld
virðing að fá hann til að flytja með
sér efnisskrá hins makalausa einfald-
leika, eins og þessa.
En hver varð svo útkoman úr öllu
þessu? — Jú, hér gat að hlýða ein
hverja þá Ijúfustu söngskemmtun
sem heyrst hefur á landinu á þessari
vertíð að minnsta kosti. Sigriður Ella
sýndi, svo um munaði, að ekki þarf
að velja sér verkefni sem einungis eru
á meðfæri lærðra söngvara til þess að
bjóða upp ágóðan söng. Hún fer ein-
staklega vel með texta og radd- og
tónöryggi hennar er harla gott.
Hvernig getur söngvari annars
annað en sungið vel, þegar hann
hefur annan eins undirleikara og dr.
Werba? — Þegar dr. Werba er sestur
við píanóið eru hann og hljóðfærið
eitt og manni flýgur í hug hvort hann
hefi yfirleitt stigið upp af pianóstóln-
um síðustu áratugina. Maðurinn
hefur líka þessa makalausu náttúru
að laga leik sinn að þeim sem hann
leikur með og að fá fram allar bestu
hliðar söngvarans.
Nýir strengir
Þau Sigríður Ella og dr. Werba
slógu á nýja strengi í sumum laganna,
einkum í Jeg elsker dig, eftir Grieg.
Við erum orðin svo vön þvi að heyra
þetta lag flutt af yfirhlöðnum suð-
rænum tilfinningahita að það var
næstum eins og að hlýða á nýtt lag að
heyra það sungið með hreinum nor-
rænum trega og þeim, nánast
óvænta, einfaldleik sem þau gæddu
þetta vinsæla lag Griegs.
Eitt vantaði þó
En eitt fannst mér illilega vanta á
söngskránni, nefnilega islenskt lag.
Sigríður Ella hefur ætíð verið
ófeimin við að syngja lög sinnar ætt-
jarðar á erlendri grund. Hví skyldi
hún vera feimin við að syngja þau
heima? En við þessu sá öðlingurinn
dr. Werba. Hann hundsaði, með
réttu, óskir utan úr sal og valdi
sjálfur sin eigin óskalög. Og fram
streymdu þau, Draumalandið hans
Bjarna, Nótt Sigfúsar, Vorvindar
Kaldalóns og síðast en ekki síst, Litla
kvæðið um litlu hjónin. Ég minnist
þess vart að hafa heyrt þetta smellna
lag Páls, við kvæði Davíðs, flutt af
jafn mikilli kankvisi. Aukalagasyrp-
unni lauk svo með Zueignung
Richards Strauss og þar með settu
þau punktinn aftan við þessa stór-
kostlegu tónleika. Mér flaug hún svo
i itug.þ gar cg gekk ánægður út, þessi
hending úr visunni um söngvarann:
,,Um sólina vorið og . . .
- EM
BÓKMENNTIR
Höf:.........
Bók:.........
Skýringar:
Nafnnúmer
sendanda:............
Sendist:
Menningarverðlaun
DB-1980
Dagblaðið Síðumúla 12.
Fyrir 5. mars.
TÓNLIST
Tónlistarmaður/
menn:.......
Skýringar:
Nafnnúmer
sendanda:............
Sendist:
Menningarverðlaun
DB-1980
Dagblaðið Siðumúla 12.
Fyrir 5. mars.
LEIKLIST Listamaður/ menn: Leikverk MYNDLIST Listamaður/ hópur: BYGGINGARLIST Arkitekt/ arkitektastofa:
starfsemi: Bvnninn:
Skýringar: Skýringar:
Skýringar
•
Nafnnúmer Nafnnúmer Nafnnúmer
sendanda: sendanda: sendanda:
Sendist: Sendist: Sendist:
Menningarverðlaun Menningarverðlaun Menningarverðlaun
DB-1980 DB-1980 DB-1980
Dagblaðið Síðumúla 12. Dagblaðið Síðumúla 12. Dagblaðið Siðumúla 12.
Fyrir 5. mars. Fyrir 5. mars. Fyrir 5. mars.