Dagblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980. DB á ne ytendamarkaði Stórsnidugt að fá heimilis tæki í stað matarúttektar „Mér finnsl alveg stórsniðugt að breyta verðlaununum í eitthvert heimilistæki, í stað þess að hafa mánaðarúttekt. Matinn verður ntaður alltaf að kaupa en það getur verið gaman að fá svona eitthvert heimilistæki sem maður hefði ella ekki tækifæri til að eignast,” sagði Sigurborg Magnúsdóttir hjúkrunar- fræðingur er blm. Neytendasíðunnar færði henni rafmagnskvörnina frá Moulinex. Sigurborg var svo Ijón- heppin að hennar nafn var dregið út úr upplýsingaseðlunum fyrir janúar- mánuð og hreppti hún hnossiö, stór- sniðuga rafmagnskvörn sem vinnur bæði fljótt og vel. Sigurborg er gift Jóni Óskarssyni simritara og eiga þau tvítuga dótlur sent gifti sig um jólin og aðra átta ára og tvo drengi, átján ára og sextán ára. Þau eru búsett i Hafnarfirði þar sent þau hal'a búið síðan gaus i Vest- mannaeyjum '73. Þau höfðu búið í Eyjum í nokkur ár en flúðu i land gosnóttina. ,,Það var ntikil reynsla að lenda i gosinu,” sagði Sigurborg. „Maður gerði sér ekki raunverulega grein fyrir þvi hve hræðilegt þetta var fyrr en á eftir.” Hús þeirra hjóna i Eyjunt var eitt af þeim sem lenti undir hrauni, var það grafið upp en var dæntl ónothæft af Viðlagasjóði. Sigurborg sem er fædd og uppalin á Seyðisfirði er hjúkrunarfræðingur að mennt og vinnur 60% vinnu á Sólvangi i Hafnarfirði. -A.Bj. u Vinningshafínn, Sigurborg Magnús- dóttir, tekur við janúarvinningnum og blm. Neytendasiðunnar útskýrir leyndardóma rafmagnskvarnarinnar frá Moulinex. Sigurborg var mjög ánægð, eins og að likum lætur. Hún sagði að þetta ýtti undir að hún yrði duglegri við búreikningshaldið i framtfðinni, en stundum hafa fallið úr hjá henni tirnabil. Hún sagðist vera fullviss um að búreikningshaldið stuðlaði að auknum sparnaði i heimilishaldinu. DB-ntyndir Hörður Vilhjálmsson. Steypujámspottar sem ryðga ekki llangir pottar, tilvaldir tii þess að steikja i lamhalæri eða búa til ofnrétti I. Sá efri kostar 25.750 og sá neðri 34.800 kr. Tilvalið er að bera pottrétti fram I sjálfum pottinum, maturinn helzt ótrúlcga lengi heitur i þessum stcypujárnspottum. DB-myndir: Bjarnlcifur. í eina tvo klukkutíma," sagði Hjörný. Maturinn bragðast sérlega vel Eigendum Kúnígúndar kont saman um að maturinn bragðaðist sérlega vel úr steypujárnspottum, þó sögðust þær ekki ntæla með þvi að elda mjólkurmat cins og hrisgrjónagraut eða velling i slíkum pottum. Þeim kom einnig saman um að heilmikill rafmagnssparnaður væri að því að nota steypujárnspotta. Þegar slíkir pottar eru orðnir heitir þarl' ekki nema örlítinn straum til þess að maturinn eldist. — Þær sögðust reyndar vera fullvissar um að það væri almennt sem of mikill hiti væri notaður þegar maturinn er eldaður hér.Það þyrfti alls ekki að bullsjóða i pottunum. Steypujárnspottana á að hreinsa með venjulegum uppþvottabursta og að sjálfsögðu er ekki heppilegt að láta þá i uppþvoltavél og alls ekki nota á pottana vírbursta. Enda sögðu þær að matarleifar næðust vel úr pottunum með því að láta standa i þeim vatn svolitla stund. — Bentu þær á að ef sjóða ætti fisk i steypu- járnspotti væri ágætt ráð að smyrja pottinn fyrst að innan með feiti. Þá Þrjár stærdir eru til af pottum, sá efsti kostar 15.000,1 miðið 27,550 og sá neðsti 33.500 kr. „Við urðum alveg logandi hrædd- ar þegar við lásum á Neytendasið- unni um steypujárnspotta sem höfðu ryðgað. Það gal þó ekki verið að þar væri um að ræða potta frá okkur, því þeir ryðga alls ekki. Við veitum viðskiptavinum okkar líka leiðbein- ingar unt hvernig á að fara mcð pottana,” sagði Hjörný Friðriks- dóttir, sem er annar cigandi verzlunarinnar Kúnigúnd i Halnar- stræti, i samtali við DB. Hinn eigandi verzlunarinnar cr Sonja Johansen. Þar sem löluver! hefur verið skrifað um steypujárns- eða pott- potta, eins og þeir eru gjarnan kall- aðir i daglegu tali, á Neytendasíð- unni, töldum við rétt að skoða pottanaí Kúnígúnd. Danskir með húð Þeir pottar sem þar eru á boðstól- um eru fluttir hingað til lands frá Danmörku. Þeir eru allir meðhöndl- aðir með einhvers konar húð sem er brennd inn í pottana áður en þeir eru settir á markaðinn. Poltarnir eru því með gljáandi ál'erð og kolsvartir á lil. Hjörný sýndi okkur lítinn pott sem hún sagði að hefði fengið eins ranga meðferð og hægt væri að hugsa sér, notaður sem kartöflupottur í ein fjögur ár. Potturinn var dálílið grá- leitur að innan, cn ekki vottur af ryðntyndun. Að utan var hann alveg eins og nýju pottarnir og einnig lokið. Hún sagði að ef hún jóðlaði olíu eða feiti innan i pottinn yrði hann alveg eins og nýr. „Við höfðunt einu sinni á boðstól- um ómeðhöndlaða norska steypu- járnspotta. Þá þurfti að mcðhöndla á sérstakan hátt, annars var hætta á að þeir ryðguðu. Þá potta átti að jóðla i matarolíu og brenna þá i heitum ofni festast ekki efni úr fiskinum innan í pottinn. Þetta á sennilega við aðra potta alveg jafnt, en allir senr soðið hafa fisk i venjulegum potti kannast við hve erfitt getur verið að hreinsa slíka potta. Steypujárnspotlarnir verða að vera vel þurrir (einnig að neðan) áður en gengið er frá þeim inni i skáp. Verðið á pottunum i Kúnígúnd er frá 9.600 kr. upp í 35 þúsund fyrir slærsta poltinn (7,5 lítra pottur). Einnig er hægl að fá litla potta, skaftpotta og litlar pönnur á lægra verði en stóru pottarnir. Við sáum t.d. eina litla pönnu á þremur löppum, sem kostaði 5.500 kr. Steikarpönnur voru ekki til en væntanlegar. Til voru tvær stærðir af grillpönnum, sú stærri kostaði 15.100 kr. ogsúminni 10.500 kr. -A.Bj. RYÐGUÐ STEYPU- JÁRNSPANNA ÆTT- UÐ FRÁ TAIWAN „Ég er ein af þeim sem er að striða við ryðgaða steypujárnspönnu,” sagði kona nokkur er hringdi til okkar. Hún keypti pönnuna fyrir rúniu ári hjá Þorsteini Bergmann á rúmar 9 þúsund kr. Hún sagðist aldrei hafa nolað hana til annars en að steikja í henni og aldrei þvegið liana nema með venjulegum uppþvottabursta. Pannan cr ekki lcngur svörl á litinn heldur ryðbrún. Enginn leiðarvisir fylgdi er pannan var keypt og á henni slendur ekki annað en „Taiwan”. — Langflestir sem hal'a haft samband við okkur vegna ryðgaðra steypujárnspotta hafa keypt þá hjá Þorsteini Bergmann. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.