Dagblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 24
RE'YKíJMIKjJR mwoTiio! „Við munum laka skýrslu Karls fyrir i meirihluta bæjarstjórnar strax eftir helgi og síðar í bæjarstjórn. Það verður reynt að hraða afgreiðslu málsins eftir því sem hægt er,” sagði Björn Ólafsson, forseti bæjar- stjórnar Kópavogs, við Dagblaðið i gær. Björn hefur fengið í hendur skýrslu um ferð Karls Árnasonar, forstöðumanns Strætisvagna Kópa- vogs, til Ungverjalands, þar sem hann skoðaði og kynnti sér strætis- vagna af gerðinni Ikarus. Eftir þvi sent næst verður kornizt ntælir Karl með ungversku vögnun- unt sem heppilegunt valkosti fyrir Strætisvagna Kópavogs með tilliti til gæða þeirra og hins lága verðs. Telur hann að Ikarus séu sambærilegir við dýrari vagna af öðrum gerðum. Vagn af þeirri gerð sent hér um ræðir fékk gullverðlaun á alþjóðlegri bíla- sýningu í Frakklandi fyrir nýtízku- lega hönnunm og góða tæknilega byggingu. Ikarus-verksmiðjurnar eru þær stærstu sinnar tegundar í Evrópu. Þar eru framleiddir 13000— 14000 bilar árlega. Flestir eru seldir i Austur-Evrópuríkjum. Til dæntis kaupa Sovétntenn flota af Ikarus- vögnunt til að hafa i ferðunt í kringum ólympíuleikjahaldið í Ef áf því verður að yfirvöld í Kópavogi kaupa vagna frá Ikarus munu verksntiðjurnar senda hingað til lands sérfræðinga til að leiðbeina ökuntönnum og viðgerðarmönnum. Hugmyndir eru unt að kaupa 2—3 nýja strætisvagna í Kópavogi. Tilboð Ikarus til Reykjavikurborear í 20 vagna hljóðar upp á 45 milljónir fyrir hvern vagn. Næsta tilboð er frá Volvo, 67 milljónir fyrir hvern vagn. Ef Reykvíkingar taka ekki tilboði Ikarus, en Kópavogsmenn vilja kaupa þannig vagna, er Ijóst að verðið fyrir þá er hærra en tilboðið til Reykvíkinga hljóðar upp á. -ARH. Ungverjalandsfaramir þögulir semgröfin _sjáeinnigbls.6 Skýrsla um Ungverjalandsferð tekin fyrir eftir helgi í Kópavogi: MÆLT MEÐ UNGVERSK- UM MARUS-STRÆTÓUM —sem sagðir eru sambærilegir við mun dýrari vagna af Sðrum gerðum „K0M TIL AB SIGRA” ,,Ég er nú hérna til þess,” sagði sovézki skákmeistarinn Kupreitshik, þegar fréttamaður DB spurði hann hvort hann væri staðráðinn í að vinna þetta9. Reykjavikurskákmót. Kupreitshik var kominn röskum 10 mínútum fyrir kl. 5 inn í kepþnissal- inn á Loftleiðahótelinu. Hann setlist fyrstur allra keppenda við skák- borðið, þegar 11. umferðin hófsl. Hann settist við svörtu mennina. Hann var alveg fumlaus, mjög snyrti- lega klæddur en íburðarlaust. Þessi maður varð í 5.—7. sæli á Skákþingi Sovétrikjanna á siðasta ári. Það er eitthvert allra sterkasta mót.'sem haldið er i heiminum. Hann var með 9 1/2 vinning af 17 mögu- legurn, jafn Georgadse og Makariev. Beljavsky varð i 10. sæti, Romanishin i 13. sæti og Mikael Tal i 15. sæti. Hann er talinn sérlega hugmynda- ríkur og djarfur sóknarskákmaður. Hann dregur ekki neinn jafntellis- slóða á eftir sér. Með hvítt var á móti honum i gær Filipseyingurinn Torre. Þeir heils- uðusl með handabandi og áður en klukkan var sett i gang raðaði Torre mönnum sínum i þráðbeinar raðir þannig að þeir slóðu allir eins, þaðer að segja hver á sinum reit, nákvæm- legaá honum miðjum. Miles sat í skjóli við lausan vegg á sviðinu og beið rólegur, þar til Sosonko kom léttstígur eftir ganginum. Browne stundaði eins konar farandsölu á skákbæklingum og mótsblöðum frá ýmsum meiri háttar skákmótum hingað og þangað i veröldinni. „Tuttugu og tveir dollarar, takk,” sagði Browne, þegar einn hinna ungu skákmanna okkar hafði valið hefti, sem hann vildi kaupa. „Nei annars, þú færð 10% afslátt, 20 dollarar,” sagði Browne. Hann er satt að segja talsverður furðufugl. Miles hefur sagt okkur, að Browne sé einhver óþægilegasti maður að tefla við, sem hann þekki. Hann virðist langtímum saman alls ekki geta verið alveg kyrr. Hann er á sifelldu iði, með fæturna á ferðinni undir borðinu, ef ekki annað. Vasjúkov snaraðist inn að borðinu, þegar Browne var hættur að höndla, og þar með var hafin II. umferðin í mótinu. -BS. — segir Kupreitshik um Reykjavíkurskákmótið — Browne drýgir tekjumar með farandsölu á skákbæklingum 11. umferðina í gærkvöld. Á innfelldu myndinni má sjá Browne við farandsöluna. DB-mynd: Viktor Kupreitshik fyrir Srjálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 8, MARZ 1980. Dapurlega horfir um skíðaveður helgarinnar: Fjöldinn í Bláfjalla- lyfturnar þrefaldast —1,1 milljón manna ílyftumarífyrra „Það hefur orðið mikil fjölgun gesta í Bláfjöll,” sagði Stefán Kristjánsson íþróttafulltrúi í gær. ,,Við höfum að vísu ekki tölur yfir gesti, en hins vegar tölur yfir þá sem fara í lyftunl. Þar hefur orðið þreföldun. Stóra lyftan var tekin í notkun i janúar 1978 og það ár voru ferðir i lyftunum í Bláfjöllum um 380 þúsund. Á sl. ári voru ferðirnar í lyftunum hins vegar komnar í 1.1 milljón. „Það er i bígerð að fjölga lyftum. Skíðadeild Fram mun reisa lyftu í Blá- fjöllum næsta suniar. Hins vegar er ekki á fjárhagsáætlun Bláfjallanefndar að reisa lyftu. Aðalfjármagnið mun fara i það að koma upp húsi. Sæmilega hefur gengið að halda veginum i Bláfjöllin opnum í vetur en það hefur þó verið nokkuð erfitt vegna umhleypinganna. Það er því tals- vert dýrara að moka nú en í fyrravetur, þegar snjómoksturinn allan veturinn kostaði aðeins 12—13 milljónir kr.” Það ætti því að vera hægt að bregða sér i Bláfjöllin um helgina fyrir þá sem tækifæri hafa til. Það er að segja el veðrið verður til friðs. Spáin fyrir helgina er ekki of góð, vaxandi suð- austan átt, slydda og snjókoma og siðan hvasst og rigning. -JH. I ... ......... Slapp með skrám- urundan sendibfl Þrettán ára gantall piltur úr Kópa- vogi þótti sleppa með ólikindum vel er hann varð undir sendiferðabifreið i gær en slapp með skrámur. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi er ekki enn fullljóst, hvernig slysið bar að. Með einhverjum hætti varð piltur- inn undir sendiferðabifreiðinni sem bakkaði inn Þingholtsbraut um kl. 11.30 í gærmorgun. Bilstjórinn keyrði af vettvangi án' þess að verða piltsins var þar sem hann lá skrámugur og blóðugur. Það vildi honum til happs að hjól bifreiðarinnar fóru ekki yfir hann. Fékk pilturinn að fara heini eftir að gert hafði verið að sárum hans á Slysa- deildinni. -GAJ. LUKKUDAGAR: 7. MARZ 4842 Skáldverk Gunnars Gunnars- sonar, 14 bindi frá AB. Cr ' ■ Vinningshafar hringi í síma 33622. TÖGGUR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.