Dagblaðið - 08.03.1980, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980.
13
Slökumrstefha
við skakborðið
DB-mynd Höröur.
Hér eru fulltrúar austurs og vesturs
seztir við skákborðið og ekki annað
að sjá en að slökunarstefnan sé þar i
fullu gildi. Til vinstri er bandariski
stórmeistarinn Walter Shawn
Browne og andspænis honum situr
rússneski stórmeistarinn Evgeny
Vasjúkov.
Þeir sem fylgjast með skákinni eru
frá vinstri Richard Ericson, sendi-
herra Bandaríkjanna á íslandi;
Friðrik Ólafsson, forseti FIDE; Einar
S. Einarsson, forseti Skáksambands
Íslands og Thomas Martin, deildar-
stjóri Menningarstofnunar Banda-
ríkjanna á Íslandi.
Ekki var annað að sjá en að vel
færi á með rússnesku keppendunum
og Bandaríkjamönnunum, enda lét
Vasjúkov svo ummælt i samtali við
blaðantann að hann væri í vina hópi.
Sjálfur átti hann afmæli þennan dag
sem hófið í Menningarstofnuninni
var haldið og var af þvi tilefni sungið
Happy birthday to Vasjúkov.
-GAJ.
Lagt á ráðin
í hanastéli
Helgi Ólafsson, alþjóðlegur
meistari, ræðir við tvo af hinum fjöl-
mörgum ungu og efnilegu skák-
meisturum sem komið hafa fram á
sjónarsviðið hér á landi á síðustu
árum. í miðið er Jónas P. Erlingsson
og til vinstri er Ólafur Magnússon en
Ólafur hreppti íslandsmeistaratitilinn
í skák fyrir fáeinum árum. Myndin er
tekin i hanastéli í Menningarstofnun
Bandaríkjanna sl. miðvikudags-
kvöld.
Ekki er ósennilegt, að þeir Jónas
og Ólafur séu að leggja á ráðin með
Helga, hvernig hann geti klekkt á
andstæðingum sinum á Reykjavikur-
skákmótinu en Helga hefur ekki
gengið sem skyldi í viðureign sinni
við hina útlendu meistara fram að
þessu. Þó verður að hafa í huga, að
flestir eru hinir útlendu keppendur á
mótinu i hópi sterkustu skákmanna
heimsins og þvi til mikils mælzt að j
ætlast til þess, að hinir ungu og efni- \
legu íslenzku skákmenn leggi þá að '
velli.
-GAJ
DB-mynd Hörður.
Guömundur Ben. gengur í Kaktus:
Píanógítar- og
söngtœknir
Farið
hamförum
við
taflborðið
Það gengur ekkcrt lilið á þegar
bandariski stórmeisiarinn Waller
Shawn Browne ersci/tur við tafl-
borðið og er svo að sjá sem hann
bókstaflega hugsi með öllum likams-
hlutum, slikur er hamagangurinn.
Mörgum þykir nóg um hvernig
Browne ber sig að við taflborðið og
til dæmis sagði Antony Miles^ brezki
stórmeistarinn, í samtali við blaða-
mann DB, að það væri eiginlega
alveg vonlaust að einbeita sér að
skákinni andspænis Browne enda
mátti Miles bita i það súra cpli að
tapa fyrir honum á Reykjavíkur-
mótinu. Þar stefnir Browne nú að því
að verja titil sinn en sem kunnugt er
sigraði hann á síðasia Reykjavikur-
rnóti. Rússinn Kupreitshik gæti þó
gert þær vonir að engu og fleiri
kunna líka að sctja þar strik í
reikninginn því mótinu er engan
veginn lokið ennþá.
Browne nýtur sín aldrei betur en í
hraðskák. Það fengu menn að sjá i
hófi hjá Menningarstofnun Banda-
rikjanna sl. miðvikudagskvöld. Þar
lagði Browne hvern keppinautinn á
fætur öðrum að velli. Meðal þeirra
sem máttu sætta sig við tap gegn
honum var Pálmi Jónsson, land-
búnaðarráðherra — sern reyndist
vera mjög vel liðtækur skákmaður.
/"• A ■
,,Ég kem til með að
hljómborðs-, gítar- og
hljóntsveitinni,” sagði
Benediktsson, fyrrum
söngvari með Brimkló,
kemur i fyrsta skipti
hljómsveitinni Kaktus á
Borg i Grimsnesi.
gegna stöðu
söngtæknis i
Guðmundur
pianisti og
, sem i kvöld
fram með
heljarballi á
Guðmundur tekur sæti Björns
„Bassa” Þórarinssonar i Kaktusi, en
sú hljómsveit hefur nú starfað í hálft
sjöunda ár. Hún er gerð út frá
Selfossi — heimabæ Guðmundar —
og niun framvegis sem endranær
einkum leika fyrir austan fjall eins og
það heitir. Guðmundur er ekki
nýgræðingur í hljómsveitum þar
eystra þvi hann lék forðum daga með
„drottnurunum” Mánum frá
Selfossi — og raunar er einn gamall
félagi hans úr Mánum nú aðalspraut-
an í Kaktusi, Ólafur „Labbi”
Þórarinsson gítaristi, söngvari og
nautabóndi að Glóru i Hraungerðis-
hreppi.
,,Það er goður markaður og
traustur fyrir okkur fyrir austan,”
sagði trommari sveitarinnar, Arni
Áskelsson, þegar þeir Guðmundur
litu við á ritstjórn DB fyrir helgina.
„Við útilokum þó alls ekki að koma
t.d. til Reykjavíkur ogspila þar— né
nokkurs annars staðar.”
Fjórði maðurinn i Kaktusi er svo
Helgi Kristjánsson, bassaleikari, —
fær jazzisti og kunnur spilari í
gegnum árin. Kaktus mun verða með
tvöfalda dagskrá — aðra fyrir
árshátíðir og minni einkaparti og
hina fyrir almennu böllin, þar sem
nienn vilja heldur heyra dúndrandi
rokk og aðra lipa dansmúsik.
-ÓV.
Kaktus. Hljómsveitin verður gerð út frá Se/fossi þótt þrír af fjórum liðsmönnum hennar búi i Reykjavik. Fri
v/nstri eru Ámi Áskeisson, Guðmundur Benediktsson, Helgi Kristjinsson og Ólefur Þórerinsson.