Dagblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980. BIAÐIÐ \ltgafandi: bagblaðið hf. Framkvaemdaatiórk Svakin R. EyjóHaaon. Rhatjórl: Jónaa Kriatjáneeon. Riutjórnarf ultrúi: Haukur Hekjaaon. Fréttaatjórl: Ómar Valdimaraion. Skrifatonjatjóri rlt.gómar: Jöhannaa Raykdal. Iþróttir: Halkir Slmonaraon. Manning: Aðaltteinn IngóHaaon. Aðetooarf rettaetjori: Jonae Haraldaaon Handrit: Aegrimur Palaaon. Hönnun: Hilmar Kariaaon. Blaflamann: Anna Biamaaon, Atli Rúnar Halldóraaon, Atli Steinaraaon, Aagair TómastorC Brao', Skjurðaaon, Oöra Stafánadóttlr, Elln Aliartadóttir, Giaaur Skjuroeeon, Gunnlaugur A. Jónaaon, Ólafur Gairaaon, Skjurður Sverriaaon. Ljoamyndir: Ami Páll Jóhannaaon, BjamleHur BJamleHaaon, Horður Vllhjálmeaon, Ragnar Th. Sigurðs- aon, Svainn Þormóoaaon. Safn: Jön Sævar Baldvkiaaon. Skríf¦tofuatjóri: Ólafur EyjóHsaon. Gjaldkeri: Práinn PorleHaaon. Sokiatjóri: Ingvar Sveinsaon. DreHing. aratjori: Mar E.M. HaHdóraaon. Ritatjárn Slðumúia 12. Afgreiðsla, éskriftadaild, euglýsingar og akrifatofur Þverhohl 11._____________ Kippt í spottann Stöðva verður yfirgang varnarliðs- manna gagnvart íslendingum, áður en verra hlýzt af. Viðbrögð ríkisstjórnar- innar við atburðunum í Rockville eru rökrétt og mun einarðari en við höfum átt að venjast. Vonandi nægja þau, þannig að samskipti íslendinga og varnarliðsmanna geti orðið snurðulaus. Aiigljóst er, að taugaveiklun einstakra varnarliðs- manna hefur valdið því, að þrír alvarlegir atburðir hafa gerzt á nokkrum mánuðum í samskiptum þeirra við íslendinga. Hinn fyrsti varð, er hjón úr Keflavík voru við eggjatínslu á Miðnesheiði utan girðingar. Þau voru tekin höndum af varnarliðsmönnum og urðu fyrir óþægindum. Aftur gerðist alvarlegt atvik í vetur, þegar íslenzk fjölskylda var enn tekin höndum, í þetta sinn á Hafnaveginum, að sjálfsögðu utan girðingar. Slíkir atburðir eru fordæmanlegir. íslendingar eru sem betur fer óvanir byssum, og það er ógeðfelld lífs- reynsla að verða gripinn af vopnuðum hermönnum. í þessu sambandi upphófst snakk um, að vallar- svæðið næði út fyrir girðinguna. Hermenn hefðu þar rétt til að skipta sér af íslendingum, jafnvel á al- mennum vegi. Ekki sást frá íslenzkum stjórnvöldum, svo að vitað sé, margt annað en loðnar vangaveltur um einhver rétt- indi hermanna utan girðingar í slíkum efnum. íslenzk stjómvöld urðu í þessum tilvikum ber að aumingja- skap. Hér í Dagblaðinu hefur margoft verið Iögð áherzla á, að við þurfum að gæta sæmdar okkar og sýna fulla reisn í viðskiptum við þá erlendu gesti, sem hafast við á Keflavíkurflugvelli. Raunar eigum við að krefja bandarísk stjórnvöld um endurgjald fyrir þá aðstöðu, sem við veitum Banda- ríkjamönnum á íslenzku landi. Herstöðin á Kefla- víkurflugvelli er fyrst og fremst þáttur í varnarkerfi Bandaríkjanna sjálfra. Sumir íslenzkir forystumenn hafa jafnan talið, að okkur bæri að bugta okkur og beygja fyrir Banda- ríkjamönnum. Þetta er mikill misskilningur. Raunar mundu Banda- ríkjamenn sjálfir meta okkur meira, ef við sýndum jafnan fulla reisn í viðskiptum við þá. Þriðja atvikið gerðist nú fyrir skömmu, er tveir islenzkir starfsmenn voru teknir höndum í Rockville- stöðinni af hermönum, sem miðuðu byssum. Ríkisstjórnih brást rétt við þessu er hún mótmælti þeirri auðmýkingu, sem þessir íslendingar hafa orðið að þola. Ríkisstjórnin leggur áherzlu á, að slíkir atburðir gætu leitt til þess, að lifstjón hlytist af eða meiðsli. Slíkt mundi skaða óbætanlega samskipti varnarliðs- manna og íslendinga. Þess er óskað, að varnarliðið kanni með skjótum hætti aðferðir og reglur öryggisvarða sinna til þess að koma í veg fyrir slíka atburði. Lýst er fullri ábyrgð á hendur þeim, sem auðmýkja íslendinga með öfgafull- um viðbrögðum við ímynduð brot eða brot framin í ógáti. Jafnframt er minnt á, að varnarsvæðin þurfi að vera nægilega vel merkt. Ríkisstjórnin krefst þess, að með öllum hugsan- legum ráðum verði komið í veg fyrir endurtekningu slíkraatburða. Væntanlega fylgir ríkisstjórnin þessum mótmælum eftir og sér til þess, að íslenzkir borgarar njóti fullra réttinda í samskiptum við hermenn. Engu tali tekur, að varnarsvæði séu svo illa merkt, að ekki sé hverjum manni ljóst, hvenær hann er utan þess eða innan. Tími var til kóminn að kippa í spottann, svo að taugaveiklun varnarliðsmanna verði ekki meira böl en orðiðer. Norður-lrland: Leiðir skiljast hjá friðarkonum — Betty Williams gekk út af stormasömum stjórnarf undi þar sem hún krafðist þess að starf ið væri flutt út af skrif stof unum og aftur til fólksins á götunni Betty Williams og Mairead Corrigan, norður-írsku konurnar sem stofnuðu fyrir nokkrum árum friðarhreyfingu þar í landi hafa nú skilið að skiptum. Friðsamleg geta þau ekki talizt og munu konurnar hafa deilt um stefnumörk í friðar- sókninni auk þess sem þeim samdi ekki persónulega. Stofnun friðarsam- takanna i Norður-irlandi vakti heimsathygli á sínum tima og kveikti vonir í brjóstum fólks um að brátt færi deilum á milli kaþólskra og mót- mælenda þar að Ijúka. Friðarsam- tökin hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 1977 en árangur af starfi þeirra hefur látið meir á sér standa en margir vonuðust eftir. Báðar hafa þær Betty Williams og Mairead Corrigan sagzt ætla að vinna að friðarmálum áfram þó svo að leiðir þeirra skiljist nú. Síðustu mánuði hafði dregið mjög úr starf- semi friðarsamtakanna og litið eftir af þeim baráttuanda sem ríkti i fjöldagöngunni sem fræg er orðin og var gengin árið 1976. Vaxandi örvæntingar þykir nú gæta meðal al- mennings i Norður-írlandi og þykir mörgum að upplausnin i friðar- hreyfingunni sé aðeins enn ein sönnunin um að friður sé ekki í nánd i næstu frartitið. Það var Betty Williams sem yfirgaf samtökin í febrúar síðastliðnum. Gerðist það þannig að hún gekk af stjórnarfundi eftir miklar deilur. Nýlega gaf hún fyrstu skýringuna á brottför sinni eri það var i simaviðtali við fréttamann. Var Betty þá stödd á heimili sínu i Belfast. „Friðarhreyfingin er nú ekki orðin annað en eitl skrifstofuveldið i við- bót. Málefnið er að kafna i skjala- bunkum á skrifstofunum og á eilífum nefndafundum. Við verðum að snúa okkur meira til fólksins sjálfs og við verðum að fara aftur út á göturnar." Þannig var skýring Betty Williams á brottför sinni úr friðarhreyfingunni. Mairead Corrigan sagði minna þegar rætt var við hana. Hún er nit formaður hreyfingarinnar. „Okkur þykir leitt að Betty Willi- amsskuli hafa yfirgefiðokkur." Ciarran McKeown, þriðji stofn- andi friðarhreyfingarinnar árið 1976, er nú stjórnarformaður í hluta- félaginu Peace People — Friðarfólk — sem nú sér um framkvæmdahlið- ina á starfsemi friðarhreyfingar- innarauk fjármálasljórnarinnar. Hún sagði: „Betty er þannig manneskja að hún þarf að vera i snertingu við fólkið og fá hjá þvi uppörvun. Hún hefur ekki verið i þeirri aðstöðu alveg frá því hreyfingin fékk friðarverðlaun Nóbelsárið 1977. Margir i Norður-irlandi telja að friðarhreyfingin hafi byrjað að hrörna þegar henni voru veitt friðar- verðlaunin af norska stórþinginu. Þá komst hreyfingin og starfsemi hennar í hámæli á heimssviðinu og breytlist úr tiltölulega einföldum baráttusamtökum gegn mannskæð- um átökum á milli kaþólskra og mót- mælenda í að vera heimsfræg stofnun með mikla fjármuni handa á milli. „Nóbelsverðlaunin settu þær úl af sporinu og allir peningarnir sem slreymdu inn gerðu lítið til að bæla árangur friðarbaráttunnar,"sagði einn ibúinn i Belfast i viðtali, sem fréttamaður bandariska blaðsins The New York Times átti við hann nýlega. Hefur sá fylgzt náið með starfi friðarhreyfingarinnar alveg frá byrjun og til þessa dags. Auk nóbelsverðlaunanna, sem námu 140 þúsund dollurum eða rétt um sextíu milljónum islenzkra króna á núverandi gengi, bárust friðarsam- tökunum miklir fjármunir viðs vegar að úr heiminum. Má þar meðal annars nefna að í Noregi var safnað meðal almennings hvorki meira né minna en jafnnvirði 150 milljóna islenzkra króna. Gerðist það um svipað leyti og nóbelsverðlaunum var iithlutað. Konurnar tvær, þær Belty Williams og Mairead Corrigan toku reyndar sjálfar til sín nóbelsverð- launaféð. Þær skiptu því á milli sin. Varð sii ákvörðun þeirra tilefni til verulegrar gagnrýni fólks, sem taldi að nóbelsverðlaunin hefðu verið helguð friðarhreyfingunni og baráttu samtakanna en ekki konunum tveim sem einstaklingum. Aðrir fjármunír eru hins vegar notaðir til að standa undir rekstri hreyfingarinnar. Nokkur breyting hefur orðið á baráttuaðferðum. Látið hefur verið af miklum fundahöldum og friðar- göngum þúsunda og tugþúsunda. Hins vegar aðstoðar og styrkir friðar- hreyfingin ýmsa starfsemi sem er minni i sniðum en beinist að þvi sem Ciarran McKeown sljórnarformaður hlutafélagsins vill kalla „aðgerðir til að hressa upp á andann meðal fólks og samfélaga viða um Norður-lrland, þar sem andrúmsloftið er þrúgað og erfitt". Friðarhreyfingin var stofnuð að frumkvæði kvennanna tveggja sem loks var nóg boðið þegar þrjit ung börn létust í bifreiðaslysi i Belfast árið 1976. Ökumaðurinn sem var skæruliði í írska lýðveldishernum — skæruliðasamtökum — var látinn en hann hafði rélt áður orðið fyrir skoti frá brezkum hermanni. Nýlega bárust fregnir af því að móðir barn- anna hefði ráðið sér bana þar sem hiin treysti sér ekki til að ganga í gegnum þær ógnir sem henni fannst vera að þurfa að rifja upp lát barna sinna. Réttarhöld vegna dauða þeirra áttu að fara fram. „Sorgin og erfiðleikarnir eru stöðugir fylginautar okkar hér á írlandi," sagði Betty Williams í sam- talinu við fréttamanninn. „Við eigum þó ekki annan kost en reyna að finna lausn á okkar vanda og reyna að stefna í rélta áttl. En við vitum að það verðurerfitt —mjögerfitt." Mairead Corrigan og Betty Williams ásamt eiginmönnum sfnum eftir ad þær höfðu tekið vid friðarverðlaunum Nóbels Osló. Þær skiptu verðlaunafénu, um 60 milljónum íslenzkra króna, á milli sin o« olli það mikilli gagnrýni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.