Dagblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980. 5 Þörungavinnslan á höfuðið? Endurskoða rekstrar- grundvöll frá grunni Forscndur fyrir rekstri Þörunga- vinnslunnar virðast hafa brugðizt. Skozka fyrirtækið Alginate Indu- stries telur sig ekki geta staðið við samning við Þörungavinnsluna um árleg kaup á 5000 tonnum af þangi. Þess í stað hefur verið rætt um hugsanleg kaup á I—2 þúsund tonnum á verði, sem er aðeins 60—70 prósent af því verði, sem gilt hefur síðustu tvö árin, og 50% af því verði, sem ætti að vera í ár samkvæmt samningi. Yrði verðið þá sambæri- legt við það sem nú gildir fyrir hrá- efni frá Chile. „Leita verður skaðabóta frá skozka fyrirtækinu fyrir samnings- rofin,” segir i tilkynningu frá stjórn Þörungavinnslunnar. „Samkvæmt þessu horfir nú mjög illa um rekstur Þörungavinnslunnar í bili, og verður að endurskoða rekstrargrundvöll fyrirtækisins frá grunni,” segir stjórnin. „Fyrst um sinn verður þurrkaður smáfiskur og fleira i skreið, en tilraunir með það gáfu góða raun á síðastliðnu ári. Siðar verður tekin ákvörðun um þangvinnslu fyrir sumarmánuðina, ef úr rætist um markaði. ” Þörungavinnslan gekk, sem menn munu minnast, mjög illa fyrstu árin og var rekin með gífurlegu tapi. Stjórnendur voru nú farnir að telja, að úr kynni að rætast, en annað hljóð — yfirvofandi skaðabótamál við skozku þangkaupenduma er komið i strokkinn. „Þessar aðstæður eru að sjálfsögðu mikil vonbrigði, þar sem horfur voru nú mjög góðar unt metár í framleiðslu og framlegð, sem nægði til að greiða að fullu afborganir og vexti ársins,” segir i tilkynningu stjórnar Þörunga- vinnslunnar. -HH. DB-mynd: Hörður. Erlendur Patursson flytur ræðu sina á Norðurlandaráðsþinginu i fyrradag. Færeysk aðild að Norðurlandaráði: Spuming um form og tillitssemi við Dani — segir Erlendur Patursson stofnskrá Sameinuðu þjóðanna teldi til frumréttinda þjóða heims. Erlendur flutti um klukkustundar ræðu og var æði hvass á köflum. -BS. „Það litur út eins og kraftaverk, að landaráðs i fyrradag. færeyska þjóðin skyldi ekki glata til- „Þetla er spurning um form og veru sinni og gleyma sjálfstæðis- tillitssemi við Dani,” sagði Erlendur. draumnum,” sagði Erlendur Patursson Hann kvað þessi atriði standa i vegi i ræðu, sem hann flutti á þingi Norður- fyrir þvi meðal norrænna þjóða, sem Norræn bókakynning: Bókasafn Norræna hússins og sendikennar- arnir Bent Chr. Jacobsen (D), Ros-Mari Rosenberg (F), Ingeborg Donali (N) og Lennart Áberg (S), kynna bækur af bóka- markaði Norðurlanda árið 1979 laugardag- inn 8. marz kl. 16.00. Allir velkomnir Hafnarfjörður - Norðurbær Óska eftir að kaupa 3 til 4 herb. ibúð I Hafnarfiröi, helzt Norðurbæ. Góð útborgun fyrir rétta eign. Tekið er á móti upplýsingunt á auglýsinga- þjónustu DB, simi 27022 á daginn. Eftir kl. 19.00 í síma 76863. H—49. Bifvélavirkja Bifvélavirkja eða menn vana vörubílavið- gerðum vantar strax. Uppl. sendist DB, merkt: Trúnaðarmál, fyrir 12. 3. Útbreiðsla hafíss með minna móti — f imm stórir borgarísjakar sáust f ískönnunarf lugi Útbreiðsla hafíss milli íslands og fyrradag. iskönnunarfluginu, var nýmyndaður. Grænlands er með minna móti eins Svæðið fyrir vestan 22° V var Á stað 68° 32’N og 25°V voru 5 stórir og verið hefur i vetur. Landhelgis- kannað, en líkleg lega isjaðarsins borgarísjakar. Á nyrzta hluta hins gæzlan og hafísrannsóknardeild austan við 22°V er metin eftir veður- kannaða svæðis varð vart við nokkra Veðurstofu íslands könnuðu legu tunglamyndum og vitneskju um isinn jaka úr gömlum ís, tveggja til isjaðarsins og þéttleika issins um undanfarnar vikur. fjögurraára. þessar mundir í iskönnunarflugi í Sá hluti issins, sem kannaður var í -JH. Unglingameistaramót £ Skákfélagsins Mjölnis hefst laugardaginn 8. marz kl. 13 í Fellahelli. Skákfélagið Mjölnir. SJAIST með endursKini llmferðarráð SÝN/R Sikileyjarkrossinn sssssa Hér er barizt af hörku um hverja mínútu, og það gera engir lakari en Roger Moore og Stacy Keach. íslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 5,7,9 og 11.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.