Dagblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980. 7 Ikarus, Benz eða Volvo fyrir strætó? Ungverjalandsfaramir þögulir sem gröf in — Albert heimtar pappírana á borðið — hvíslað um ágreining í borgarst jórnarf orystunni ,,ÖII lilboð eru í úrvinnslu og til þess er frestur fram að næstu ntánaða- niótuni. Ég hef ekkert að segja um bókun Alberts. Hann hefur sinn rétt til að bera fram fyrirspurnir og það er stefnt að þvi að taka málið fyrir á borgarráðsfundi á þriðjudaginn,” sagði Egili Skúli Ingibergsson borgar- stjóri við Dagblaðið í gær. Egill Skúli fór ásanit Jan Jansen yfirverkstjóra SVR og Ögmundi Einarssyni, forstöðumanni Véla- miðstöðvar borgarinnar, til Ungverja- iands fyrir skömmu að líta á strætis- vagna af gerðinni IKARUS, sem þar eru framleiddir. Þeir komu heim 23. febrúar og skýrsla um niðurstöðu ferðarinnar liggur enn ekki fyrir og borgarráðsmenn hafa ekki fengið um hana upplýsingar ennþá, eftir því sem blaðið veit bezt. Albert Guðmundsson lét bóka i borgarráði um málið og óskaði að fá upplýsingar um ferðina. ,,Hér er um að ræða fjárfestingar upp á hundruð milljóna. Ef rétt er að ung- versku vagnarnir standist skilyrði Innkaupastofnunar um útbúnað og gæði þá finnst mér að sendimenn borg- arinnar ættu að geta gefið yfirvöldum upplýsingar,” sagði Albert Guðmunds- son við DB. „Það getur skaðað stöðu okkar gagnvart öðrum fyrirtækjum sem bjóða vagna að láta ntálið dragast.” Þremenningarnir komu við i Hamborg á leiðinni til Ungverjalands. Blaðið hefur fregnað að samkvæmt upplýsingum Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar hafi þar átt að vera í notkun 300 Ikarus-vagnar. Þar mun og vera samsetningarverksmiðja fyrir Ikarus-vagna. Reyndust upplýsingar um vagnana 300 ekki á rökum reistar þegar til átti að taka og vagnar þeirrar tegundar ekki í akstri á vegum Hamborgarborgar. „Við ræddum við menn i Hamborg um vagnana, en höfðum ekki erindi sem erfiði. Tími var of nauntur til undirbúnings,” sagði Egill Skúli Ingibergsson. Karl Árnason, forstöðumaður Strætisvagna Kópavogs, fór til Hamborgar eftir að sendinefnd Reykjavikur lagði af stað og slóst í för til Ungverjalands. Hann kom heint 29. febrúar og skýrsla um ferðina hefur verið lögð fyrir yfirvöld í Kópavogi. Ýmsir viðmælendur DB töldu ekki fráleitt að ætla að óeining rikti i röðunt ráðamanna borgarinnar um Ungverja- landstilboðið. Geti það verið skýring á þeim drætti sem orðið hefur á að birta „ferðasöguna”. Benl er á að innflytjandi- Ikarus sé Samafl, Framleíðslusantvinnufélag iðnaðar- manna. Stjórnarformaður þess er Sigurður Magnússon, áhrifamaður i Alþýðubandalaginu og 6. maður á lista AB í Reykjavik í desentber- kosningunum. Útlit sé fyrir að Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar og Guðrún Ágústsdóttir stjórnarformaður SVR hallist bæði að ungverska tilboðinu en Egill Skúli og ferðafélagar hans vilji á hinn bóginn ekkert með það hafa. Guðrún Ágústsdóttir vísaði algerlega á bug slíkum „spekúla- sjónum” fyrir sína hönd: „Þetta er auðvitað út i bláinn. Málið er einfald- lega þannig vaxið að við fáum tilboð sem er mun lægra en önnur. Ég hafði aldrei heyrt minnzt á Ikarus þegar tilboð voru opnuð og fannst einhvern veginn ekki raunhæft að taka það al- varlega i fyrstu. En þegar betur var skoðað og nýjar upplýsingar lágu fyrir, sást að þetta var langt frá því að vera fjarstæða. Þegar svo lágt tilboð kemur er óverjandi annað en að skoða málið betur. Þess vegna voru mennirnir sendir úl og á meðan beðið er skýrslunnar frá þeim er þýðingarlaust að fjalla um það. Ég hef sjálf ekki myndað ntér skoðun á málinu enda skortir til þess forsendur. Ikarus er stærsta verksmiðja i Evrópu sem framleiðir strætisvagna og þeir eru vel þekkir víða. Það má spyrja hvort ekki sé eðlilegra að borgin skipti bara áfram við Volvo og Benz. Það sé betra og hagkvæmara en að bæta við nýrri tegund i bifreiðaflotann. Staðreyndin er bara sú, að verkið var boðið út og tilboð barst sem er hundruðum ntilljóna lægra en það næstlægsta. Við verðunt að kanna málið og bera lilboðin saman. Ég hef ekkert nema gott um Volvo og Benz að segja. En eruni við dænid fyrir lifstíð að kaupa bíla af þeirri gerð bara af þvi þeir eru þegar til staðar?” Ungverjar bjóða hvern vagn, alls 20 talsins, fyrir rúmlega 45' milljónir. Volvo býður hvern vagn fyrir 67 ntilljónir. Gert er ráð fyrir að Bila- sntiðjan annist yfirbyggingu þeirra vagna. Einn borgarfulltrúi benti á í samtali við DB að ekki mætti einblína á verðið í tilboðunum. Íslenzkur iðnaður kænti við sögu i tilboði Volvo. Útlendingar hirtu hins vegar „pakkann” ef gengið yrði að því ungverska. -ARH. Leikfélag Akureyrar frumsýnir Herbergi 213 eftir Jökul íkvöld: „HVERNIG SMAB0RGARINN NAUÐGAR SJÁLFUM SÉR” — segir leikstjórinn, Lárus Ýmir Óskarsson, íspjalli við Leif Þórarinsson „Hér hef ég fundið leikhóp sem getur gert flest — eða allt — sem mig langar að gera,” segir Lárus Ýmir um leikara LA. Hér eru tveir þeirra (mjög afslappaðir) á æftngu. DB-mynd: GS„ Akureyri. Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld leikrit Jökuls heitins Jakobs- sonar Herbergi 213 undir leikstjórn Lárusar Ýrnis Óskarssonar. Lárus Ýmir er kunnastur fyrir kvikmyndagerð og raunar eingöngu fyrir tvær myndir: prófverkefni hans og verðlaunamynd, gerða við Dramatiska Institutet i Stokkhólmi og fjallar um niann og fugl, og sjónvarpsmyndina sent sýnd var á annan í jólum. Leifur Þórarinsson tónskáld hefur nú samið tónlist við leikrit Jökuls Jakobssonar en við leikinn hefur til þessa engin tónlist verið. Leifur sendi okkur stutt spjall sem hann hafðiátt viðLárusÝmi: „Lárus, er ekki erfitt aðskiptaúr: kvikmynd yfir í leikhúsvinnu? Eru þetta ekki gjörólík vinnubrögð?” „Nei, maður hugsar í báðum til- fellum fyrst og fremst i myndum. En þessu svara ég auðvitað sem leikstjóri — þú sérð i hendi þér að leikarar hafa allt aðra skoðun á rnálinu.” „Hvemig er því farið?” „Kvikmyndaleikarinn er stöðugt i spenntri biðstöðu og hann bíður oft og lengi. Nær sér illa aftur. Leiksviðsleikarinn lifir allan tíntann. Hann eralltaf aðgræða.” „Nú ertu að setja upp stykki eftir Jökul, reyndar stykki sem mörgum okkar finnst vera hans bezta. Af hverju á Akureyri?” „Það er auðvitað tilviljun. Hamingjutilviljun. Hér hef ég fundið leikflokk sem getur frantkvæmt flest — eða allt — sent mig langar að gera.” „Eitt af beztu verkuni Jökuls, finnst okkur. En hvað finnur þú í þessu verki?” „Þetta verk, Herbergi 213, fjallar fyrst og frentst um það hvernig sntáborgarinn — og þá er Akurcyri auðvitað upplagður staður — er sifellt að nauðga sjálfunt sér, hvernig sntáborgararnir eru stöðugt að mis- þyrma hver öðrum. En þetta á auðvitað ekki síður við Reykjavik, Stykkishólm, Stokkhólm, London- parisnewyork. En má ég spyrja þig, Leifur, af hverju þú ert að búa til músík við þetta?” „Það er af því mig vantar prótin, kolvetni, adbce og f, vítamin, járn, zink og kopar.” Leifur Þ./ÓV. HAPPY-HÚSGÖGN eru hönnuð fyrir ungt fólk, enda sýna vinsældirþeirra að þau eru það sem unga fólkið vill. HAPPY-SVEFNBEKKUR, léttur og þægilegur með þremur púöum í baki og rúmgóða sængurfa tageymslu. Verð: 149.000. Einnig fáanlegur2ja manna. HAPPY-SKRIFBORÐIÐ tekur ekki mikiö pláss en_þjónar vel sínum tilgangi. Verð: 71.000. HAPPY-SKÁPARNIR passa alls staðar. Þeim má raða eins og hver vill. Mjög hagstætt verð. HAPPY-HÚSGÖGNIN eru einnig fáanleg úr mahogni plötum. HAPPY-HÚSGÖGNIN eru vönduð vara sem þérgetiö treyst. Fástí öllum helstu húsgagnaverslunum landsins. HÚSGAGNASÝNING Við sýnum þessi vinsælu húsgögn á húsgagnasýningu um helgina. Opið í dag kl. 9—6 og á morgun, sunnudag, kl. 1—6. Reykjavíkurvegi 78 Hafnarfirði HÚSK)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.