Dagblaðið - 30.05.1980, Side 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MAl 1980.
5
Þota með 150 manns „fórst” á
Keflavíkurflugvelli
Af slvsstaðnum. Slökkviliðið á Keflavfkurflugvelli var eldsnöggt á slysstaðinn og fljót-lega tóku að tfnast að bflar frá nálxgum slökkvistöðvum. Fólkinu var bjargað úr
flakinu á skömmum tfma. DB-myndir: Ragnar Th. Sigurðsson.
Mikil vinna var lögð f að farða hina
slösuðu, svo að flugslysið liti sem
raunverulegast út. Hér hefur einn meiðzt
Iftillega á auga.
Farþegaþota fórst á Keflavíkurflug-
velli á slaginu klukkan þrjú í gærdag.
Innanborðs voru 150 manns.
Slökkvilið og björgunarsveitir komu
þegar í stað á vettvang. Greiðlega gekk
að slökkva í þotunni og var þegar í stað
tekið til við að bjarga farþegunum út.
Þeir voru umsvifalaust fluttir i
slökkvistöð vallarins þar sem læknar
og hjúkrunarlið tóku við þeim. Þar fór
fram greining á farþegunum. Níutíu
manns voru fluttir í sjúkrahús í Kefla-
vík og Reykjavík, 45 létust, en fimmtán
reyndust ómeiddir.
Að sjálfsögðu gerðist þetta ekki í
raunveruleikanum heldur var þarna um
æfingu á viðbrögðum við flugslysi að
ræða. Að æfingunni stóðu Almanna-
varnanefnd Keflavíkurflugvallar í sam-
vinnu við nefndirnar á Reykjanesi.
Hundrað manns tóku þátt í æfingu
þessari, mest sjálfboðaliðar sem ekki
höfðu frétt af henni fyrirfram.
Björgunar- og hjálparsveitir af Reykja-
nesi og úr nágrannabyggðarlögum
skunduðu þegar í stað til hjálpar og
tóku þátt i að flytja hina slösuðu í
sjúkrahús.
þeirra hefðu brugðizt hárrétt við hefði
um raunverulegt slys verið að ræða.
Undirbúningur þessa flugslyss tók
langan tíma. Ástæðan fyrir því að ein-
mitt gærdagurinn var valinn til æfing-
arinnar er sú að hér voru staddir sjötíu
slökkviliðsstjórar af flugvöllum banda-
ríska sjóhersins á ráðstefnu. Þeir
fylgdust vandlega með björgunar-
aðgerðunum, sem lauk um fimmleytið.
Virtust þeir mjög ánægðir með störl
þeirra, sem þar komu viðsögu.
Að sögn Guðjóns Petersen fram-
kvæmdastjóra Almannavarna liðu
þrjár klukkustundir frá því að þotan
fórst þar til allir hinir slösuðu voru
komnir á sjúkrahús. Fimm voru fluttir
á sjúkrahúsið i Keflavík, fjórtán í
Landakot, 46 á Borgarspítalann og 22 i
Landspítalann. Sjúkraflutningarnir
gengu greiðlega, nema hvað nokkrar
tafir urðu á vegarkaflanum milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur vegna
mikillar umferðar.
-ÁT-
Farþegana léku dátar, skátar og fleiri sjálfboðaliðar. Sumir lifðu sig alveg inn I hlut-
verk sin eins og þessar móðursjúku stúlkur, sem allt eins hefðu getað veríð að koma
úr alvöru flugslysi.
Hópur slökkviliðsstjóra af flugvöllum bandaríska hersins voru viðstaddir æfinguna.
Hér fylgjast nokkrir þeirra með þvi er fólki var bjargað úr þotunni.
„Við erum mjög ánægðir með
viðbrögðin við þessu slysi,” sagði
Sveinn Eiriksson slökkviliðsstjóri á
Keflavíkurflugvelli að æflngunni
lokinni. ,,Viö gerðum auðvitað mistök,
ein fimmtán hundruð, en af þeim
lærum við. Við í slökkviliðinu vorum
nánast þeir einu sem vorum í vinnunni
við þessa æfingu. Flestir hinna urðu að
fara úr vinnunni til hjálpar og tapa af
þeim sökum af launum sínum þann
tíma, sem björgunin stóð yfir. Þessu
fólki erum við mjög þakklátir.”
tslenzkir læknar tóku í fyrsta skipti
þátt í flugslyssæfingu. Þeir voru ekki
alveg reiðubúnir að leika hlutverk sin
undirbúningslaust og kvörtuðu yfir þvi
að enginn í slökkvistöð flugvallarins
hefði sagt þeim hvað þeir ættu að gera.
Bandarisku læknarnir gerðu lítið úr
þessum vanda og kváðust þess
fullvissir að islenzkir starfsbræður
t slökkvistöó Keflavlkurflugvallar fór fram greining á hinum slösuðu og önnuðust
hana bandarískir og fslenzkir læknar. Þaðan var fólkið slðan flutt með sjúkra- og
hjálparsveitarbllum til Keflavikur og Reykjavikur.
Markús
Sigurður
Jönas
Ragnar
Frelsieöa
einokun!
Framsögumenn: Markús öm An-
tonsson útvarpsráðsmaður og Sig-
urður G. Ólafsson útvarps virki.
Fundarstjóri: dr. Jórtas Bjarnason,
varaformaður Neytendasamtak-
anna. Fundarritari: Ragnar Magnús-
son, frá Fólagi farstöðvaeigenda.
Borgarafundur um sjónvarpskerfi í fjölbýlishús-
um. Á ríkið að stjóma tómstundum á heimilum
fólks? Hótel Borg, laugardag 31. maf kl. 2.
Undirbúningsnefnd félags um frjálsan útvarpsrekstur.