Dagblaðið - 30.05.1980, Qupperneq 13

Dagblaðið - 30.05.1980, Qupperneq 13
Nýja þotan mun sveima yf ir Hvaleyrinni Þotukeppnin i golfi verður haldin á Hvaleyrarvell- inum um helgina og hefst kl. 9 i fyrramáiið. Þotu- keppnin er eitt af stærstu golfmótum sumarsins og setið hefur verið mikil spenna um efstu sætin. Leikn- ar verða 36 holur með og án forgjafar og ekki þarf að taka það fram að keppnin gefur stig til landsliðs. Verðlaun i keppninni eru að vanda eínkar glæsi- leg, m.a. Skotlandsferð. Er ekki að efa að giæsileg- ustu verðlaun i íþróttum hérlendis er að finna í golfinu. Þátttökutilkynningar skuii berast í siðasta lagi kl. 19 í kvöld i sima 53360 i golfskálanum. I tilefni dagsins mun nýja Flugleiðaþotan, sem kemur til landsins i fyrramálið, sveima tvo eða þrjá aukahringi yfir Hvaleyrarholtsvellinum. Teiturskoraði Gautaborg, lið Þorsteins Ólafssonar, sigraði Elfs- borg á útivelli i 1. deildinni sænsku i gærkvöldi og er nú efst i deiidinni með 13 stig eftir 8 leiki. Teitur Þórðarson, sem ekki hefur verið á skot- skónum til þessa þrátt fyrir að hann hafi sýnt góða leiki, skoraði nú loks mark og það strax á fyrstu minútu lciksins. Mark hans tryggði Öster 1—1 jafn- tefli gegn Norrköping og er Öster nú í 3. sæti með 11 stig. Landskrona, lið Árna Stefánssonar, tapaði illa á heimavelli gegn Hammarby og er nú i þriðja neðsta sæti i deildinni. Ótrúlegir yfirburðir Indónesíumanna >\ Indónesíumenn sýndu og sönnuðu yfirburði sína á heimsmeistaramótinu i badminton f Jakarta i gær. í karlaflokki voru þaö eingöngu Indónesíumenn sem komust í undanúrslit. All-England meistarinn Prakash Padukone frá Indlandi mátti lúta í lægra haldi fyrir Indónesiu- manninum Hapyianto 11—15 og 13—15. Hinir Indónesiumennirnlr sem komust í undanúrslit voru Liem Swie King sem sigraði Japanann Tsuchida með yfirburðum 15—1 og 15—2, Luis Pongoh sem lék sér að Dananum Morten Frost 15—3 og 15—5 og Rudi Hartono sem burstaði Ray Stevens, Englandi með 15—1 og 15—3. Af þessum úrslitum sést að yfirburðir Indónesíumanna í þessari grein eru hreint og beint ótrúlegir. J Lena Köppen á sigurbraut Danska badmintonstúlkan Lena Köppen, núver- andi heimsmeistari heldur sinu striki á heims- meistaramótinu f badminton i Jakarta. í gær sigraði hún Sauri Kondo frá Japan örugglega i átta kvenna úrslitum 11—4 og 11—2. Auk hennar komust i und- anúrslit þrjár stúlkur frá Indónesu, þær Ivana, Taty Sumirah og Erawaty. Köppen er nú eini erlcndi keppandinn sem getur ógnað tvöföldum sigri Tndónesiumanna á heimsmeistaramótinu. Frakkarsendaekki körfuboltalið sitt Franska ólympfunefndin hafnaði í gær boði um að senda körfuboltalið á ólympiuleikana i Moskvu í staðinn fyrir lið Bandaríkjanna og Kanada, sem munu sem kunnugt er sniðganga leikana. Franska körfuboltasambandið mótmælti haröiega þessari ákvörðun ólympfunefndarinnar frönsku. Ólympiunefndin sagði að franskt körfuboltalið yrði ekki sent á leikana þar sem það hefði ekki unnið sér rétt til þátttöku. Frakkar höfnuðu í 4. sæti í undankeppninni í sínum riðli. Aðeins þrjár efstu þjóðirnar unnu sér rétt til þátttöku i Moskvu. 2. deild íkvöld Þrír leikir fara fram í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu i kvöld. ÍBÍ og Haukar eigast við á ísa- firði. Á Akureyri mætast KA og Þróttur og á Selfossi mæta heimamenn Fylki. Allir hefjast leik- irnir kl. 20. Þá fer fram einn leikur i 3. deild. Óðinn og ÍK mætast á Melavellinum og hefst sá leikur einnig kl. 20. ÍR-ingar hyggja á stórt í Breiðholti —hafa fengið stórt svæði í Suður-Mjódd undir starfsemi sína ÍR er stórhuga félag undir forystu Þóris Lárussonar og hyggst hasla sér völl i Mjóddinni svonefndu á næstu árum og flytja alla sína starfsemi þangað. Félagið boðaði til blaða- mannafundar f „Greninu” en svo eitir samkomustaður félagsmanna í Breiðholtinu. Upphaflega var húsnæðið fyrirhugaö sem salernis- aðstaða i verzlunarmiðstöðinni við Arnarbakka, en ÍR keypti það af borginni og breytti þvi i félagsaðstöðu. Ekki er hægt að segja að rýmið þar sé neitt yfirþyrmandi en þarna hefur félagið komið sér upp notalegum sama- stað. Ekki hefur það gengið átakalaust fyrir félagið að fá svæði undir starf- semi sína þar til nú. Árið 1967 fékk ÍR landsvæði að gjöf frá borgarstjórn en félagiö átti þá 60 ára afmæli. Þegar var hafizt handa við að skipuleggja svæðið en áður en til framkvæmda kom var út- séð um aö neitt yrði úr neinu þar því borgin úthlutaði lóðum stíft í næsta ná- grenni og var farið að þrengja verulega aðsvæðinu. Síðan var áætlað að félagið fengi svæði í Breiðholti III. Þá kom Leiknir til sögunnar og fékk aðstöðu þar uppfrá. ÍR var því enn á hrakhólum með svæði en fékk loks vilyrði fyrir svæði í Suður-Mjóddinni. Var það á- kveðið í borgarráði 26. júní í fyrra. Var strax hafizt handa um að teikna upp svæðið og er því verki fyrir nokkru lokið. Blaðamenn fengu uppdrátt af svæðinu og er greinilegt að hugvitssemi og notagildi hefur verið í hávegum haft við hönnun svæðisins. Svæðið var samþykkt í byggingar- nefnd 8. maí sl. og munu framkvæmdir hefjast innan skamms. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við uppbyggingu fyrsta áfanga verði um 275 milljónir. Þar af greiðir ÍR 20% en ríki og borg 80%. í ár hafa fengizt 60 milljónir til framkvæmda og ÍR-ingar gera sér vonir um að hægt verði að vígja svæðið á 75 ára afmæli félagsins 1982. Á svæðinu er gert ráð fyrir tveimur knatt- spyrnuvöllum, malar- og grasvelli. Þá er og handknattleiksvöllur svo og körfuknattleiksvöllur. Þá er aðstaða! fyrir frjáisar íþróttir, svo og íþróttahús og búningsaðstaða. Það er því ekki með góðu móti hægt að segja annað en ÍR-ingar ætli sér' stóran hlut. Knattspyrnan hefur átt mjög vaxandi fylgi að fagna innan félagsins og er nú svo komið að sú deild er hvað virkust í leik og starfi. Sl. sumar eignaðist ÍR sina fyrstu íslands- meistara í greininni en það var 5.; flokkur félagsins sem sigraði í sinum fiokki. Aðrar deildir félagsins starfa einnig með miklum blóma, en sem fyrr hefur aðstöðuleysi verið ÍR fjötur um fót. Meö þessum framkvæmdum ætti jþó að rætast verulega þar úr og verður gaman að fylgjast með framvindu mála. -SSv. j Jens Sumarliðason: Höfum aðeins farið fram á venjulega dýrtfðaraukn- ingu. íslandsmet Helgu eini Ijösi punkturinn —slakur árangur á EÓP-mótinu Killanin bjartsýnn Killanin lávaróur formaður alþjóðlegu ólympíunefndarinnar sagöi á blaðamannafundi í Dublin i gær, að hann sæi ekki, hvers vegna ólympiuleikarnir i Moskvu gætu ekki heppnast. „Þátttökuþjóðirnar eru mun fleiri en ég átti von á,” sagði hann. Killanin sagði, að 85 þjóðir hefðu þegar gefið jákvætt svar varðandi þátttöku á leikjunum, 26 þjóðir hefðu svarað neitandi og 30 þjóðir hefðu ekki svarað, þar á meöal 10, sem hafa gefiö í skyn að þær muni ekki taka þátt i þeim. Killanin sagði að alþjóða ólympíunefndin reri nú að þvi öllum árum aö losa ólympíuleika fram- tiðarinnar undan áhrifavaldi stjórnmálanna. Þannig hefur nefndin nú til athugunar tilboð Grikkja um að ólympiuleikár framtfðarinnar verði jafnan haldnir í Grikklandi, líkt og hinir fornu leikar. „Ég væri síðastur mann til að halda því fram, að stjórnmálum og íþróttum sé ekki blandað saman. Ég vil hins vegar mótmæla þegar iþróttirnar eru notaðir i pólitískum tilgangi þegar völ er á öðrum leiðum,” sagði Killanin. Sigurður Halldórsson skorar mark f unglingalandsleiknum gegn Norðmönnum á dögunum. Með frábærri frammistöðu sinni hefur Sigurður væntanlega tryggt sér stöðu i A-landsliðinu. -DB-mynd Sigurður Þorri. • íslandsmet hinnar bráðefnilegu Helgu Halldórsdóttur úr KR í 300 metra hlaupi var eini Ijósi punkturinn á EÓP-mótinu i gærkvöldi. Helga hljóp þessa vegalengd á 40,1 sekúndu en eldra metið var 41,4 sek. Helga sigraði einnig i langstökki og 100 metra grinda- hlaupi. í langstökkinu stökk hún 5,64 metra og grindahlaupið hljóp hún á 14,2 sekúndum. íslandsmetið í 300 metra hlaupi átti áður Ingunn Einars- dóttir, hin landskunna frjálsiþrótta- kona frá Akureyri. Sigurður Einarsson náði næstbezta árangri íslendings í spjótkasti frá upp- hafi. Hann kastaði spjótinu lengst 71,66 metra. Aðeins íslandsmethafinn STÝRIÐ BR0TNAÐI 0G SIGURINN FÓR ÚT UM ÞÚHJR Laugardaginn 24. maí sl. var haldin siglingakeppni á Fossvogi á vegum Siglingasambands íslands. Keppni þessi er liður i punktakeppni SÍL. 12 bátar tóku þátt i keppninni en urðu nokkrir frá að hverfa þar sem allhvasst var og ultu nokkrir bátar. í upphafi keppninnar tóku forustu Pál Hreinsson og Guðmundur Jón Björgvinsson á Fireball, en Rúnar Steinsen fylgdí fast á eftir á Laser bát. Páll og Gunnar voru komnir með af- gerandi forustu að þvi er virtist þegar að stýrið brotnaði hjá þeim og urðu þeir að hætta keppni. Smátt og smátt saxaði Rúnar Steinsen á forskotið og kom langfyrstur i mark. Keppnin var mjög skemmtileg og spennandi brautin var lögð af Brynjari Valdimarssyni for- manni SÍL en hann var keppnisstjóri. ' Úrslit urðu þessi: Nafn Bátur tjmr.tlmi 1. Rúnar Steinsen, Vmi Laser 33,11 2. Gunnar Guðmson, Vogi Topper 33,85 3. Bjarni Hanness., Vogi Vayferrer 34,07 Óskar Jakobsson hefur kastað lengra. Sigurður er einn þeirra íslendinga er dvalið hafa við æfingar í Bandaríkjun- um i vetur og árangurinn lætur ekki á sér standa. Hinn síungi Valbjörn Þorláksson sigraði í 110 metra grindahlaupi á ágætum tíma 15,5 sek. Hins vegar ætlaði hann sér um of í stangarstökk- inu, hóf keppni á 4,35 metrum og felldi í öllum tilraunum. Sigurvegari í stangarstökki varð Kristján Gissurar- son. Hann stökk 4,20 metra. í 100 metra hlaupi sigraði Sigurður Sigurðar- son, Ármanni á 10,7 sek. Árangur í öðrum greinum var mjög slakur og fjarvera okkar beztu frjáls- íþróttamanna spillti mjög fyrir mótinu. Þorsteinn Þórsson sigraði í kringlú- kasti með 41,72 metra kasti og Magnús Haraldsson sigraði í 1500 metra hlaupi á4:27,0mínútum. Eins og DB hefur áður greint frá eru flestir af okkar beztu frjálsiþrótta- mönnum enn við æfingar í Bandaríkj- unum. Má þar nefna kúluvarparana Hrein Halldórsson og Óskar Jakobs- son, tugþrautarmennina Elias Sveins- son, Þráin Hafsteinsson og Stefán Hallgrímsson og hlauparann Gunnar Pál Jóakimsson. Von er á flestum þeirra til landsins fyrir helgina og munu þeir væntanlega verða meðal keppenda á Meistaramóti Islands í frjálsum íþróttum. ENGIN SVÖR FRA ÚTVARPINU 0G LÝSING ÞVÍ ÓSENNILEG „Við hörmum það mjög ef ekki getur orðið af þessum lýsingum. En þar er ekki við okkur að sakast,” sagði Jens Sumarliðason, varaformaður KSÍ, á fundi með fréttamönnum í gær. Þar kom fram að allt er í óvissu um hvort útvarpað og sjónvarpað verður frá landsleiknum á mánudagskvöld vegna þess að samningar hafa ekki enn tekizt milli KSÍ og ríkisútvarpsins. „Við höfum ekki farið fram á annað en venjulega dýrtíðaraukningu. Við erum ekki að biðja um neina hækkun,” sagði Jens. Á fundinum kom einnig fram gagnrýni á að erfitt hefði reynzt að fá forráðamenn út- varpsins til að ræða þetta mál. Rikisútvarpið mun hafa áhuga á að gera heildarsamning við íþróttasam- band íslands en Knattspyrnusam- bandið er ekki til viðtals um það. „Við töldum eðlilegt, að við semdum fyrir okkur sjálfa. Við höfum okkar eigin fjárhag og eigin rekstur,” sagði Jens. „Við förum aðeins fram á sanngjarnar greiðslur, og við viljum koma til móts ivið þá sem ekki geta séð landsleikina,” sagði Jens. Aðspurður sagði hann að sú upphæð sem farið væri fram á væri 600 þúsund frá útvarpinu og 2,1 milljón frá sjón- varpinu fyrir hvern leik. Þar væri um að ræða 50% hækkun frá því í fyrra. Eins og íþróttaáhugamönnum er kunnugt hefur knattspyrnuleikjum ekki verið lýst í útvarpi að undanförnu. Jens sagði að í byrjun árs hafi for- manni KSÍ verið falið að ræða við Ríkisútvarpið um þetta mál. Það hefði síðan dregizt að hægt væri að semja um málið þar til ÍSÍ var komið í spilið með ósk sína um heildarsamning við tþróttahreyfinguna. Útvarpið hafði áhuga á slíkum samningi en ekki KSf. Talsmenn KSÍ sögðu á fundinum, að ekki hefði enn fengizt skriflegt svar frá Rikisútvarpinu um þetta mál og munn- leg svör talsmanna útvarpsins væru á þá leið ,,að erfitt væri að ræða málið”. Vonir standa þó til að umræður geti farið fram á mánudag en hvort þær 'leiða til þess að útvarpað og sjónvarpað verði frá leiknum er alveg óvíst. Einn sigur ogfimmtántöp íslendingar taka nú í fjórða sinn þátt í heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu. Árið 1957 voru íslendingar i riðli með Belgum og Frökkum, árið 1972 og 73 voru íslendingar i riðli með Belgíu, Hollandi og Noregi og árin 1976 og 77 voru andstæðingar okkar manna Norður-írar, Belgar og Frakkar. Það er skemmst frá þvi að segja, að íslendingar hafa aðeins unnið einn þessara leikja, gegn Norður-írum á Laugardalsvelli 1977. Fimmtán leikir hafa tapazt og markatalan er 10 mörk gegn 67. Nú þegar íslendingar taka þátt í keppninni i fjórða sinn eru andstæð- ingar okkar ekki af lakara taginu fremur en áður. Við leikum nú í 3. riðli ásamt Tékkum, Sovétmönnum, Tyrkjum og Wales. „m EIGUM AÐ GETA UNNIÐ ÞENNAN LEIK” —sagði Guðni Kjartansson landsliðsþjálfari er landsliðshópurinn gegn Wales var tilkynntur í gær „Það er min skoðun, að við eigum að geta unnið þennan leik,” sagði Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari í hádegisverðarboði sem stjórn KSÍ boðaði blaðamenn til i gær. Á fundinum tilkynnti Helgi Daníelsson, formaður landsliðs- nefndar um val landsliðsins, sem mætir landsliði Walcs á mánudagskvöld. Þeir sexlán leikmenn er munu skipa liðið eru eftirtaldir: Þorsteinn Ólafsson, Gautaborg (13), Guðmundur Baldurs- son, Fram (0), Atli Eðvaldsson, Val (17), Arnór Guðjohnsen, Lokeren (2), Árni Sveinsson, ÍA (25), Dýri Guðmundsson, Val (4), Janus Guðlaugsson, Fortuna Köln (14), Karl Þórðarson, (La I.ouviere (9), Guðmundur Þorbjörnsson, Val (17), Pétur Pétursson, Feyenoord (9), Ólafur Júliusson, ÍBK (15), Marteinn Geirs- son, Fram (45), Sævar Jónsson, Val (0), Pétur Ormslev, Fram (1), Sigurður Sterkt landslið Wales —vann Englendinga 4-1 fyrír skömmu Landslið Wales er hingað kemur vakti mikla athygli fyrir skömmu er það lagði landslið Englendinga að velli með fjórum mörkum gegn einu, en tapaði síðan fyrir Skotum 0—1 og írum 0—1. Liðið er skipað eftirtöldum leik- mönnum: David Davies (Wrexham), Joey Jones (Wrexham), David Jones (Norwich City), Paul Price (Luton Town), Brian Flynn (Leeds United), Peter Nicholas (Crystal Palace), Terry Yorath (Tottenham), Mike Thomas fyrirliði (Man. Utd.) David Giles (Swansea City), Ian Walsh (Crystal Palace), Martin Thomas (Bristol Rovers), Leighton James (Swansea) Leighton Phillips (SwanséáJ, Byron Stevenson (Leeds), Carl Harris (Leeds) og Gordon Davies (Fulham). Samskipti íslands og Wales hafa ekki verið mikil á knattspyrnuvellinum fram að þessu. Árið 1977 léku þjóð- irnar tvo landsleiki í undankeppni Evrópukeppni unglingalandsliða (16— 18ára)og lauk þeim þannig að jafntefli varð í Reykjavík 1—1, en í Wales sigraði ísland með 1—0. Micky Thomas, Manch. Utd., er fyrir- liði velska liðsins og jafnframt kunnasti leikmaður þess. Árið 1966 kom hingað til lands áhugamannalandslið Wales og gerði jafntefli við landslið Íslands 3—3 á Laugardalsvellinum. Mörk fslands í þeim leik gerðu Hermann Gunnarsson, Jón Jóhannesson og núverandi for- maður KSÍ Ellert B. Schram. Að þessuisinni mætum við atvinnu- mönnum Wales sem flestir leika með sterkum liðum í Englandi. Halldórsson tA (0), Trausti Haralds- son, Fram (4). Valið á sextán manna hópnum jkemur ekki á óvart nema að því leyti, jað Ólafur Júlíusson skyldi valinn í stað Alberts Guðmundssonar. -Aðspurður, hvað ráðið hefði þvi vali sagði Guðni, að það hefði verið reynsla Ölafs Júlíussonar, en hann hef- jur leikið 15 landsleiki auk fjölda jEvrópuleikja með Keflavík. Tveir leikmenn sem hefðu verið isjálfsagðir í landsliðið gátu ekki leikið. Ásgeir Sigurvinsson á við meiðsli að stríða og Teitur Þórðarson fékk ekki frí frá félagi sinu öster í Svíþjóð. Ekki þarf að taka fram að fjarvera Ásgeirs hlýtur að veikja íslenzka liðið. Guðni Kjartansson vildi ekki greina frá þvi á fundinum hvaða ellefu leikmenn hefja leikinn en DB telur 'liklegast að það verði eftirtaldir 11 leikmenn: Þorsteinn, Janus, Marteinn, Sigurður, Trausti, Atli, Karl, Guðmundur, Ólafur, Pétur og Arnór. Leikaðferðin sem notuð verður i leiknum er 4—4—2 þar sem atvinnu- mennirnir ungu Pétur og Arnór verða væntanlega fremstu menn. Íslenzki landsliðshópurinn verður á æfingu i Laugardal kl. 18 i dag og á morgun kl. 14 en síðan verður haldið til Þingvalla og dvalið þar yfir helgina. Á sunnudaginn verður skotizt á Laug- iarvatn og þar haldin létt æfingkl. 14. Liðið kemur siðan til Reykjavíkur síðdegis á mánudag. -GAJ- Staðan í 1. deild Staðan i 1. deild að loknum jafn- teflísleik Vikings og FH 2—2 i fyrra- kvöld Valur 3 3 0 0 10—2 6 Fram 3 3 0 0 4—0 6 Akranes 3 2 0 1 3—3 4 Keflavik 3 111 3—3 3 Breiðablik 2 10 1 4—4 2 Þróttur 3 10 2 1—2 2 Vikingur 3 0 2 1 3—4 2 KR 3 10 2 1—4 2 FH 3 0 1 2 3—8 1 ÍBV 2 0 0 2 1—3 0 MARTEINN SETUR LANDSLEIKJAMET Marteinn Geirsson, Fram mun í iandsleiknum á mánudagskvöld setja nýtt landsleikjamet. Hann hefur þegar leikið 45 landsleiki. Það hefur Matthías Hallgrímsson einnig gert. Leiki Marteinn landsleikinn gegn Wales sem ekki er að efa verður hann fyrstur íslendinga til að leika 46 landsleiki. Aðrir sem leikið hafa yfir 30 lands- leiki eru: Guðgeir Leifsson (39), Rík- harður Jónsson (33), Jóhannes Eðvaldsson (32), Teitur Þórðarson (32) Guðni Kjartansson (31) og Ólafur Sigurvinsson (30). Flest mörk í landsleikjum hafa eflir- taldir skorað: Ríkharður Jónsson 17, Matthías Hallgrímsson 11, Þórður Þórðarson 9, Teitur Þórðarson 7, Ellert Schram 6 og Hermann Gunnars- son6. -GAJ.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.