Dagblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1980.
i"f"-, i^iofii)r^'
Sjórall 78, '79 og ’80:
ERHÐLDKARNIR GLEYMAST
ÞAB ÁNÆGJULEGA GEYMIST
Óhætl er að segja að þau tvö ár Sjórallið er ótrúlega krefjandi hafa verið sem keppt hefur verið á og
sem sjórall DB, Snarfara og FR hefur keppni og það þarf bæði þor og dug, keppt er á nú.
farið fram hafi það verið hápunktur 'hörku og ákveðni til að sigla um- Margt hefur hent í fyrri sjóröllum
viðburða þeirrar viku sem það hefur hverfis íslands á smábátum sem eru og flestir lent i einhverjum erFiðleik-
staðið. 18—23 fet á lengd, eins og bátarnir um — og sumir svo miklum að óyfir-
stiganlegir voru ,,á stundinni” eins
og þurfti í hverju tilfelli. En hjá
keppendum gleymast fljótt erfiðleik-
arnir og eftir verða aðeins ánægju-
legu minningarnar.
Hér á síðunni bregðum við upp
nokkrum svipmyndum frá fyrri röll-
unum tveimur.
- A.St.
Sjórall '80:
Sjórall ’80:
Keppnis-
leiðin
| Keppnisleið í Sjóralli 1980 er sem
Ihérsegir:
1. Laugardagur 5. júlí:
Brottför frá Reykjavik kl. 14.00.
Komið til Grindavikur kl. 17.00.
Skyldustanz 1 timi. Farið frá
Grindavík kl. 18.00 og komið til
Vestmannaeyja kl. 22.00.
2. Sunnudaguró. júli:
Brottför frá Vestmannaeyjum kl.
10.00 og komið til Hafnar i
Hornafirði kl. 22.00.
.3. Mánudagur7. júli:
Brottför frá Höfn kl. 10.00 og
komið til Neskaupstaðar kl.
15.00.
4. Þriðjudagur 8. júlí:
Brottför frá Neskaupstað kl.
10.00 og komið til Kópaskers kl.
18.00.
5. Miðvikudagur 9. júlí:
Brottför frá Kópaskeri kl. 10.00
og komið til Grimseyjar kl. 14.00.
Skyldustanz 2 tímar. Haldið frá
Grimsey kl. 16.00 og komið til
Akureyrar kl. 20.00.
6. Fimmtudagur 10. júli:
Dvalið á Akureyri.
7. Föstudagur 11. júlí:
Brottför frá Akureyri kl. 10.00 og
komið til Siglufjarðar kl. 13.00.
Skyldustanz I timi. Haldið frá
Siglufirði kl. 14.00 og komið til
ísafjarðar kl. 22.00.
8. Laugardagur 12. júlí:
Brottför frá ísafirði kl. 12.00 og
komið til Ólafsvíkur kl. 18.00.
9. Sunnudagur 13. júlí:
Brottför kl. 13.00 frá Ólafsvík og
komið til Reykjavíkur kl. 19.00.
Við útreikning á keppnisleið er gerl
ráð fyrir 15 mílna meðalhraða við
áætlun komutíma.
Bátamir skipt-
ast ítvo flokka
Allir bátar hljóta stig á hverjum áfanga sem
lokið ervið
Reglur sjórallsins í ár eru nokkuð
breyttar frá því sem verið hefur tvö
undanfarin ár er sjórall DB, Snarfara
og FR hefur farið fram. Nú ná regl-
urnar til þriggja bátastærða en eng-
inn keppandi er nú í „yfirflokki”.
Bátarnir fimrn skipast því i tvo
flokka:
A-flokkur nær til báta sem eru
með vélar sem eru 175 hestöfl eða
minni og eru 18—25 fet að stærð. í
þessum flokki verða nú Gáski frá
Hafnarfirði, sem ber einkennisheitið
04 í keppninni, og Spörri frá
^mBlABW
SNARFARI- ■
Grundarfirði sem hefur einkennis-
heitið 05.
B-flokkur nær til báta sem eru með
1-76—400 hestafla vélar og eru 18—25
fet. í þeim flokki keppa nú þrir
bátar, þ.e. Gustur frá ísaftrði með
einkennisheitið 02, Lára III frá Eski-
firði sem ber heitið 03 og Inga frá
Vestmannaeyjum sem ber einkennis-
heitið 06.
Stigin í keppninni eru reiknuð
þannig íhvorumflokki að fyrsti bátur
milli áfangastaða hlýtur 10 stig, ann-
ar bátur hlýtur 7 stig og þriðji bátur
hlýtur 5 stig.
Fulltrúar keppnisstjórnar fara
Iandleiðina nokkurn veginn samferða
bátunum en þar sem bill keppnis-
stjórnar nær ekki til áfangastaða
vegna langrar ökuleiðar verða trún-
aðarmenn FR-manna á hverjum stað
umboðsmenn keppnisstjórnar.
- A.St.
Keppendur æja i Sjóralli 19791 Egilsbúð á Neskaupstað. Frá vinstri Ólafur Skag-
vik, Gunnar Gunnarsson, Ásgeir Ásgeirsson og Bjarni Sveinsson.
Sigurvegarar i fyrsta sjórallinu, þeir Runólfur Guðjónsson og Hafsteinn Sveins-
son, við komuna til Reykjavikur. Með þeim er Gunnar Gunnarsson sem vakti
þjóðarathygli fyrir mikla keppnishörku.
Sjórall ’80:
Sjórallskappar eru
boðsgestir í Eyjum
og á Kópaskeri
Ofurhugarnir tíu, sem í dag leggja
upp í sjórallið 1980, eiga næstu sjö
nætur eftir að gista að jafnmörgum
stöðum á landinu — ef allt gengur að
óskum. Sjórallskeppendur hafa á
undanförnum árum hvarvetna mætt
hinni mestu gestrisni og ómældum
velvilja og fyrirgreiðslu.
Þegar hefur fólk á tveimur nætur-
stöðum rallsins boðið öllum hópnum
i mat og til gistingar. Er það í Vest-
mannaeyjum þar sem Páll Helgason,
er rekur Farfuglaheimili, hefur boðið
öllum til gistingar og Pálmi gestgjafi í
„Gestgjafanum” býður öllum i mat.
Það er þvi sannkallaður gestgjafi í
...Gestgjafanum”.
Á Kópaskeri hafa hjónin Alda
Vilhjálmsdóttir og Baldur
Guðmundsson skipstjóri boðið kepp-
endum heim til sin i fæði og gistingu.
Varð að flytja áningarstað rallsins I rá
Raufarhöfn til Kópaskers þvi nú er
ekkert hótel eða gististaður rekinn á
Raufarhöfn. Leysti boð Öldu og
Baldurs mikinn vanda.
Aðrir áningarstaðir í ferðinni eru í
Höfn i Hornafirði þar sem gist er og
snætt á Hótel F.ddu í Nesjaskóla. Á
Neskaupstað er gist og snælt í Hótel
Egjlsbúð. Á Akureyri er gist á Hótel
Akureyri. Á ísafirði er gist og snætt
að Hótel Mánakaffi og i Ólafsvik
dvelja keppendur i sjóbúðum. .,4 S(
Hér geysast bræðurnir Baldur og Hermann Jóhannssynir fram með ströndum landsins i fyrsta raliinu. Þeir brutu bát sinn á
Húnaflóa og máttu þvi hætta keppni á Skagaströnd. Vonandi ná allir bátar heilu og höldnu að landi þetta árið.
Jóhannes Reykdal afhendir Bjarna og Ólafi sigurlaunin i sjórallinu i fyrra. Allir
keppendur hljóta jafnan góðan minjagrip frá Dagblaðinu. t fyrra var það sjónauki
en árið áður vandað tölvuúr.