Dagblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. JÚLl 1980.
9
Tollurinn stendur sig
Þeir taka upp á ýmsu í gríni í
þættinum í Vikulokin í útvarp-
inu. Síðasta iaugardagfengu þeir
háttvirtan forseta borgar-
stjórnar, Sigurjón Pétursson, til
þess að stilla sér upp á Lækjar-
torgi með hattkúf á höfði.
Sigurjón var ákaflega ábúðar-
fullur á svipinn, þar til maður
nokkur heldur kímileitur þreif af
honum hattinn og hljóp. Sá sem
það gerði er vanur að gera hluti
upptæka á annan máta, þvi
hann er tollvörður, að nafni
Einar Torfason.
Báðir mœttu svo til Vikuloka
manna og lýstu tilfmningum
sínum og viðhorfum. Sigurjón
sagði að ef menn I opinberum
stöðum hefðu ekki kímnigáfu
vœri bezt fyrir þá að halda sig
heima, en Einar sagði að toll-
verðir yrðu að vera naskir og
snöggir til verks þyrftu þeir að
legg/a haldá hluti.
- EVI
O ji, vœni minn. Nú er ég búinn að ni honum...
Borgarstjórnarforsetinn Sigurjón
Pétursson gengur hæglátlega um
Lækjartorg með hattkúfinn á höfð-
. . . þá ber þar að mann, Einar
Torfason toHvörð, sem gerir sig
liklegan tíiað taka hattinn af höfði
Sigurjóns.
... og vertu svo blessaður! Ekki ber á öðru en að Sigurjóni sé skemmt.
DB-myndir: Sig. Þorri.
Leiklist
Hótel Borg—New York — Hótel Borg
Þær Edda Þórarinsdóttir, yfírflug-
freyja, Saga Jónsdóttir, 2. flugfreyja,
Edda Björgvinsdóttir, 3. flugfreyja
og Guðlaug Maria Bjarnadóttir, 4.
flugfreyja fara að tala tungum
óskiljanlegum. Á eftir túlkar Brynja
atriðið fyrir mig og bætir því við að
þeir séu nú fáir farþegarnir sem hafi
skilið þetta orðfæri til fulls. Enda sé
það nú ekki ætlunin.
Umgjörð verksins er býsna skraut-
leg í gyllta salnum á Hótel Borg, en
þar fara sýningar fram eins og áður
sagði. Og Brynja er óspar á að lofa
aðstæður:
„Það er eins og Hótel Borg hafi
verið byggt kringum þessa sýningu,
Allar aðstæður hér eru eins og best
verður á kosið, hér komum við Cock-
pittinu (les: flugstjórnarklefanum!)
fyrir, og aftur af þvi sitja svo far-
þegar i löngum röðum og njóta góðra
veitinga um borð i Flóka, meðan
Ciísli Rúnar Jónsson skilar þeim
örugglega heilum i flughöfn.”
Gísli Rúnar birtist í sömu andrá
með nokkra flugmiða í höndunum.
„Sérðu, þetta fá farþegarnir í
hendur fyrir brottför, áður en við
tékkum inn. Flugfreyjurnar vísa til
sætis, og svo hefjum við flugið. Þetta
er eins pottþétt og það getur
verið.”
Og Gísli Rúnar flugstjóri hverfur á
braut með bókina Lærið að fljúga i
hendinni. Flugkabarettinn er svo á
dagskrá á laugardags- og sunnudags-
kvöld kl. 22.
—létt og örugglega með júlfleikhúsinu
Undirtónn verksins er þannig alvar-
legur og I fyllsta samræmi við raun-
veruleikann, enda er verkið byggt á
vettvangsrannsóknum — sum okkar
hér i hópnum hafa m.a. reynslu af
flugfreyjustarfinu — en hins vegar er
þetta fyrst og fremst gamanleikur, og
ferðin sjálf er stöðvuð af og til í
háloftunum til að gefa rúm og tíma
fyrir dansa, söngva og látbragðs-
leik.”
Brynja kallar nú á flugfreyjur
verksins og biður þær að flytja blaða-
manni atriðið um orðmengunina, en i
því er skopast að óskiljanlegu
málfari, sem flugfreyjur og annað
starfsfólk í flugi notar sín á milli.
Kapteinninn Gísli Rúnar Jónsson og freyjur hans, Saga Jónsdóttir, Guólaug
Bjarnadóttir, Kdda Þórarinsdóttir og Kdda Bjórgvinsdóttir.
(I.jósm. Bj. Bj.)
aðstandendur sýningarinnar. Fyrst
spurði ég þau hvers konar leikur
Flugkabarett væri. Brynja Benedikts-
dóttir varð fyrst fyrir svörum:
,,( Flugkabarett er brugðið upp
svipmyndum úr starfsævi flugfreyj-
unnar, eða háloftaþjónsins, ef menn
vilja heldur, meðan á flugi stendur
frá Keflavík til New York og aftur til
Keflavíkur. Vettvangur 'leiksins er
jumbóþotan Flóki Vilgerðarson, en
farþegar eru jafnframt áhorfendur
leiksins. Ennfremur er í leiknum sagt
frá litlu félagi, sem vill verða stórt,
lítilli þjóð, sem vill verða heimsfræg.
Það er sumsé hnýtt lítillega í smá-
þjóðakomplexinn okkar.
Á leiðinni til New York og til baka
eru flugfreyjurnar auðvitað á þönum
við að sinna farþegum og þjóna
þeim, og verður þá ýmislegt skemmti-
legt uppi á teningnum í samskiptum
þeirra og farþeganna. Megináhersla
er lögð á hlutskipti flugfreyjunnar i
verkinu — það mætti ef til vill orða
það á þann hátt, að þetta sé stílfærð
saga um líf og kjör flugfreyjunnar.
Siðastliðinn fimmtudag frumsýndi
Júlíleikhúsið, sem svo er nefnt, leik-
verkið Flugkabarett í leikstjórn
Brynju Benediktsdóttur, en hún er
einnig höfundur kabarettsins ásamt
þeim Erlingi Gíslasyni og Þórunni
Sigurðardóttur. Sigurjón Jóhannsson
hannaði leikmynd og búninga, Karl
Sighvatsson samdi tónlistina, sem
hefur ekki svo lítið að segja, og Krist-
inn Daníelsson annaðist ljósahlið
kabarettsins. Flugkabarett er að
nokkru leyti breytt útgáfa af Flug-
leik, sem frumsýndur var í Wales
sumarið 1979, en síðar sama ár í
tjaldi á Kaupstefnunni '79 og að
Kjarvalsstöðum í tengslum við sýn-
ingu leikmynda- og búningateiknara
'sama ár. Flugkabarett, sem sýndur er
að Hótel Borg, er unninn í sjálfboða-
vinnu, og er framtak þeirra leikara
sem fram koma í sýningunni, en
Þjóðleikhúsið hefur lánað leikmynd
og búninga og ýmsan annan út-
búnað, sem heyrði Flugleik til.
Ég leit inn á Hótel Borg fyrir
nokkru og hitti að máli nokkra