Dagblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 24
frjálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 5. JÍJLÍ 1980. FerAalangamlr fknm, taM fré vinstri: AtU Eriendsson, formaður Karatefélags Raykjavltur, Magnús Sigþórsson, Stafán Alfraðeson, Stainar Einarsson og Ámi Einarsson. Karatemenn íausturvíking: Keppnin um Sumarmynd Dagblaðsins 1980: Til móts við gullskipið... Til móls við gullskipið heilir hún þessi, sagði einn blaðamanna DB þegar hann sá að dómnefnd i keppninni um SUMARMYND DB ’80 hafði valið (icssa fallegu mynd lil birtingar úr bunkanum yfir innsendar myndir i keppnina. Höfundur myndarinnar er Gultorm- ur Magnússon, Nökkvavogi 24. Talsvert hefur borizt af myndum i keppnina til þessa og samkvæmt gant- alli reynslu þykjumst við vita, að slraumur þeirra eigi eftir að stóraukast þegar líður á sumarið og menn fá sum- armyndir sinar úr framköllun og stækkun eftir (vænlanlega) vel heppn- uðsumarleyfi. Verðlaunin i ár eru óvenju glæsileg — frá þeim og keppninni sjálfri segjum við rækilega á bls. 14 i blaðinu í dag.ÓV Niðurgreiðslumar láta ekki að sér hæða: 100 MILUONIRINIDURGREIÐSLUR Á MAT FYRIR ERLENDA FERDAMENN —á hverju ári, samkvæmt útreikningum sem Reynir Hugason gerði fyrir DB ,,l>ella eru tæpar 100 milljónir á ári sem erlendir fcrðamenn græða á þvi að islenzki lambakjöt er greiit niður,” sagði Reynir Hugason raf- magnsvcrkfræðingur eftir að hafa skcllt dænrinu, sem við lögðum fyrir hann, i tölvu. Forsendurnar sem voru gefnar eru þessar. Árið 1979 komu hingað 76.912 þús. fcrðamenn samkvæmi upplýsingum l'rá Fcrðamálaráði. Hagvangur lél gera könnun 1978 á því meðaltali sem hver útlendingur dvelur hér lengi. Það meðaltal er að visu ekki nákvæmt, svo að talan gæii verið eitthvað hærri eða lægri, en þar er gert ráð fyrir að ferðamennirnir dvelji hér 7,7 nætur. Á hólelum er gert ráð fyrir að kjöt- skantmlur með beini sé 250 gr á mann. Þá borðar hver ferðantaður 1.925 kg yfir þcnnan linta, ef hann borðar eina lambakjötsmáltið á dag. Það gerir rúm 148 þús. kíló. Hveri kilóaf I. veröflokki af lambakjöli er greitt niður tim 669 kr. Útkoman cr þá tæpar lOOmilljónir. - KVI Keppa á Japans- mótinu fyrir eigin reikning Fimm hressir félagar úr Karaiefélagi Reykjavíkur eru nú á leið til Tókíó í vikingaferð með pilagrímsku ívafi. Þeir heita Alli Erlendsson, Magnús Sigþórs- son, Stefán Alfreðsson, Steinar Einars- son og Árni Einarsson. Atli, Magnús og Steinar munu keppa fyrir landsins hönd í opna japanska meistaramótinu í Goju-Karate en allir munti þeir ganga undir prófun og öðlast svart belti ef alli gengur að ósktim. Karatefélag Reykjavíkur er nú sjö ára gamalt en hefur búið við kennara- skorl siðustu tvö árin. Því hafa félags- menn æft undir handleiðslu kennara frá Norðurlöndum. Félagið hefur til skantms tima staðið ulan við íþrótta- bandalag Reykjavikur en hlaul nú ný- lega náð fyrir atigtim forystumanna bandalagsins. Þess vegna hefur Karale- lélagið ekki fengið neina opinbera slyrki fyrir húsaleigu eða kennslu heldur lifað á l'élagsgjöldum einúm saman. Má því til sanns vegar færa að innan félagsins hafi hinn eini og sanni iþróttaandi ráðið ríkjum á meðan aðrar greinar segja sig ört ásveitina. Fimmmenningarnir greiða allan ferðakostnað sjálfir og hafa unnið hörðum höndum l'yrir þessari hnatt-. reisu. Dagblaðið óskar sveitinni vel- farnaðar í víkingaferð um Austurlönd. - ÁHE Bankarnir tak- marka útlánin Vestmannaeyjar: Uppsagnimar enn ekki teknar aftur ,,Ég á ekki von á því að þær upp- sagnir sem boðaðar hafa verið verði teknar aflur,” sagði Einar Sigurjóns- son forsljóri ísfélags Veslmannaeyja í samtali við DB. „Það sem okkur vanlar mest er aukið geymslurými því ekkert þýðir að framleiða eí ekki er hægt að koma þvi fyrir og ekkert er hægt að flytja úl ef það selst ekki,” sagði Einar. „Annars er maóur varla farinn að gera sér grein fyrir i hverju ráðstafanirnar eru fólgnar, þær sem hoðaðar hafa verið, þær eru svo nýtilkomnar”. Frystihúsin í Eyjum boðuðu upp- sagnir um mánaðamótin júlí—ágúsi og upp úr þvi hefsl siðan þjóð- hátíðarfrí sem stendur í ca viku — 10 daga. Arnar Sigurmundsson hjá Sant- l'rosii í Vestmannaeyjum kvað það enn ekki hafa komið til tals að hælta við fyrirhugaðar uppsagnir. ,,For- sendur hafa ekki breylzt frá því ákvörðun var tekin um uppsagnirn- ar,” sagði Arnar. ,,Af þeim að- gerðum sem fyrirhugaðar eru og frétzt hefur af er óhætt að segja að mönnum þyki ekki mikið til þeirra koma en þetta er allt ennþá i svo lausu lofli að ég treysti mér ekki lil að segja til um hvaða áhrif hinar boðuðu ráðstafanir hafa.” Þær ráðstafanir sem Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráðherra hefur boðað til að greiða úr vanda frystihúsanna eru m.a. að auknar verði greiðslur úr verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins á hverja þorskblokk. — þrátt fyrir tilmæli og ráðstafanir sjávarútvegs- ráðherra Lausaskuldum fryslihúsanna verði breylt í föst lán og afurðalán hækkuð. Þessar ráðstafanir kynnti sjávarút- vegsráðherra sl. fimmtudag svo búasl má við að upplýsingar um þær berisl ekki fyrr en um og upp úr helgi til frystihúsanna úti um landið og þá verði tekin ákvörðun um hvort þær uppsagnir sem boðaðar hafa verið verði teknar aflur eða látnar koma lil framkvæmda. -BH. Lausafjárstaða bankanna er orðin svo slæm, að því er segir i frétt frá viðskiptabönkunum, að ekki verður hjá þvi komizt „að draga mjög úr útlánum næstu mánuði. Reynt verður að forðast að þessi samdráttur komi niður á reglubundnum afurða- og rekstrarlánum til atvinnuvega og á venjulegum lánum til einstaklinga sem eru í innlánsviðskiptum við bankana.” 1 Segir að bankarnir vilji gera öllum Ijóst að viðskiptamenn verði að laga sig að þessum ráðstöfunum nteð freslun framkvæmda og innkaupa og minnkun birgðahalds. Þegar aðslæður breyiist, sparnaður aukist og lausafjárslaða hatni, muni bankarnir taka útlána- stefnu sína til endurskoðunar á ný. -ÓV. tpKKUPAGSRiT 5. júlí 21548 Kodak Ektra 12 myndavél. Vinningshafar hringi ísfíha 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.