Dagblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1980. rnminwmdM<|óri: Svainn R. EyjóHsaon. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. WWHwfMfcft Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjóri rítstjómar Jóhannes Reykdal. Éþréttir. HaBur Sknonarmon. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Ilsndiit: Asgrimur Pátsson. Hönnun: Hilmar Karisson. fllaflaniann Anna Bjamason, Adi Rúnar Halldórsson, Atli Stoinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi SHgurðaaon, Oóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Erna V. IngóHsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Ófarfur Gesrsson, Sigurður S verrisson. Ljóssnyndfa: Ami Pál Jóhannsson, BjamleHur BjamleHsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs son, Svafam Pormóðsson. Sofn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrifstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkori: Práinn PoríeHsson. Sölustjórí: Ingvar Svoinsson. DreHing* arstjórc Már EJA. HaBdórsson. RHstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadoild, auglýsingar og skrHstofur Pverholti 11. Aðelsfani blaðsins er 27022 (10 linur). Satning og umbrot: Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugorð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun Arvakur hf^ Skeifunni 10. Askriftarvorð á mánuði kr. 5.000. Verð i lausasölu kr. 250 eintakið. Árangurí baráttumáli DB Dagblaðið barðist strax í upphafi ferils síns og æ síðan hart gegn því gífurlega misrétti, sem greiðendur skyldusparnaðar ungs fólks, „spari- merkjaeigendur”, hafa verið látnir sæta. Blaðið hefur margsinnis bent á, að meðferðin á þessu fólki hefur verið hreinn þjófnaður. Þegar lög um þennan skyldusparnað voru sett, var það tvímælalaust tilgangur löggjafans, að það fé, sem ungt fólk væri skuldbundið til að leggja inn á reikning hjá hiiiu’ öpinbera, skyldi ekki týna verðgildi sínu í tímans rás. Unga fólkið skyldi fá það greitt, þegar lög heimiluðu, með fullum verðbótum og vöxtum. Þetta var svikið, með því að starfsmenn í kerfinu höfðu af unga fólkinu hluta af verðtryggingu og vaxtatekjum, svo að miklum upphæðum nam hjá mörgum. Þannig voru tugir þúsunda ungmenna féflettir. Hannes Pálsson, þáverandi stjórnarmaður í Húsnæðismálastofnun, beitti sér fyrir úrbótum og taldi, að tuttugu og fimm þúsund og sex hundruð ung- menni ættu hlut að máli, samkvæmt frétt Dagblaðsins í ágúst 1976. Dagblaðið sagði í apríl 1976: ,,Það mundi kosta ríkið um einn milljarð króna að bæta eigendum skyldusparnaðar það misrétti, sem þeir hafa orðið fyrir vegna aðferða við útreikning á visitölubótum og vöxtum.” Þessi tala var byggð á mati sérfræðinga, sem höfðu skoðað málið. Talan var að sjálfsögðu miðuð við verðlag árið 1976. Ef bæta ætti misréttið, sem umrædd ungmenni höfðu þá þegar orðið fyrir, á núgildandi verðlagi, árið 1980, yrði það á sjötta milljarð króna. Auk þess hefur misréttið haldið áfram æ síðan og nýjar þúsundir ungmenna orðið að þola þann þjófnað. í félagsmálaráðherratíð Gunnars Thoroddsen veitti ríkið gjafsókn í sparimerkjamálinu, þannig að aðilar gátu sótt prófmál á hendur ríkinu sér að kostnaðar- lausu. Dæmt var í málinu í undirrétti, þar sem spari- merkjaeigendur fengu aðeins hluta af þeim bótum, sem telja má, að þeir eigi rétt á samkvæmt ,,anda” laganna um þennan skyldusparnað. Undirréttur dæmdi á grundvelli þess, sem hann taldi vera bókstaf laganna fremur en anda þeirra. Málinu var áfrýjað til hæsta- réttar, þar sem það bíður enn. Barátta Dagblaðsins bar þó meiri árangur en þetta. Þeirri skoðun jókst ört fylgi meðal ráðamanna, að þarna væri óþolandi misrétti á ferðinni, sem ráða yrði bót á. Loks nú, fyrsta júlí síðastliðinn, hafa lög tekið gildi, sem vonandí nægja til að tryggja, að núverandi eig- endur skyldusparnaðar verði ekki að þola meiri þjófnað en orðinn er. í framtíðinni verði tryggt, að þetta fé verði fyllilega verðtryggt. Skyldusparnaðurinn verður verðtryggður sam- kvæmt lánskjaravísitölu. Vextir verða verðtryggðir á sama hátt. Þetta gerðist með gildistöku nýju laganna um Húsnæðismálastofnun, sem núverandi ríkisst jórn, vinstri stjórnin síðasta og ríkisstjórn alþýðuflokks- manna hafa allar átt þátt í að semja. Enn er beðið reglugerðar og frekari útlistunar á framkvæmd nýju laganna. Þess er að vænta, að embættiskerfið komist að þessu sinni ekki upp með að spilla málinu. , Baráttan fyrir þessu máli hefur borið verulegan árangur. Enn er þó óbætt það mikla misrétti, sem áður hafði orðið um árabil. Afganistan: Sovétmenn bíða með frekari hemaðarað- gerðir fram yfir ólympíuleikana Vorið kom seint i Afganistan í ár. Hin mikla sókn sovézka hersins, sem búizt var við eftir að snjóa leysti, hefur ekki hafizt enn. Nú er talið lík- legt að hún muni ekki byrja fyrr en að ólympiuleikunum i Moskvu lokn- um. Ráðamenn þar i borg hafa meira að segja tilkynnt um nokkum brott- flutning herliðs frá Afganistan. Fremur mun þar þó um að ræða táknræna athöfn til að sýna friðar- og samningsvilja sinn en að það skipti einhverju hernaðarlegu máli. Ekki þýðir þetta þó að harðir bar- dagar geisi ekki í Afganistan. Fjöllin umhverfis sjálfa höfuðborgina Kabúl endurvarpa oft á tíðum sprengju- drununum af loftárásum sovézkra flugsveita og jafnvel þjóðvegurinn sem liggur frá Kabúl i norður að landamærum Sovétríkjanna er oft lokaður i nokkra daga i senn. Varn- armálaráðuneyti Bandaríkjanna telur að allt að átta þúsund sovézkir her- menn hafi fallið og særzt í átökum í Afganistan síðustu fjóra mánuði. Að sjálfsögðu er þetta erfitt ástand fyrir Sovétmenn sem greinilega hafa ákveðið að láta þar við sitja um hríð. Sjálfstæðir aðilar telja að herlið Sovétrikjanna telji nú um það bil eitt hundrað og tiu þúsund manns. Ekki er það þó meiri fjöldi en svo að aðeins er hægt að ráða örugglega yfir helztu borgum og meginsamgöngu- leiðum. Ef ráðamenn í Moskvu tækju þann kostinn að auka hern- aðarumsvif sín i Afganistan áður en ólympíuleikarnir verða i lok þessa mánaðar þá mundi það aðeins verða til þess að enn fleiri þjóðir drægju keppendur sína til baka frá keppni á leikunum. Að ólympiuleikunum loknum eru allar líkur hins vegar á því að Sovét- menn muni þegar gripa til harðra að- gerða gegn skæruliðum í Afganistan. Þá muni þeir auka mjög fjöldann i her sínum þar og reyna að brjóta niður andstöðu í landinu áður en vetur gengur í garð og áður en skæru- liðum tekst að koma sér upp hæfileg- um aðdráttarleiðum frá nágranna- ríkjunum. Að mati sérfræðinga mundi slík aðgerð kosta að sovézka herliðið yrði að ná tvö hundruð og fimmtiu þúsund manns og sumir Úrbætur í f lugsamgöngum við Vestfirði: Þrjár tilraun ir á Alþingi Á siðasta degi Alþingis nú í vor var samþykkt einróma tillaga til þings- ályktunar um athugun á úrbótum í flugsamgöngum við Vestfirði. Vissulega er það fagnaðarefni okkur Vestfirðingum að það tókst nú, þó seint sé, eða í þriðju lotu, að fá samþykkt Alþingis fyrir því að nauðsynlegt sé að fram fari athugun á því, hvernig bæta megi flugsam- göngur. Allt er þá þrennt er Undirritaður hefur ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Vest- fjarða tvívegis áður flutt á Alþingi tillögu efnislega samhljóða þessari um bættar flugsamgöngur við Vest- firði. Það verður að viðurkennast að undirritaður var svo barnalegur að halda, að á Alþingi ríkti sú víðsýni og réttlætiskennd að svo sjálfsagt mál sem þetta fengi skjóta og jákvæða afgreiðslu. Tók á fjórða ár Fyrst þegar málið var flutt fékkst það þá rætt, en fékk litlar sem engar undirtektir og var svæft í nefnd og kom ekki frekar til umræðu í það skiptið. V Hvers vegna fóð- urbætisskattur? Eflaust hafa margir neytendur verið undrandi á því að bændur skuli ekki mótmæla bráðabirgðalögunum um fóðurbætisskatt því það er venja að mótmæla öllum nýjum sköttum. Það hafa að vísu heyrzt frá svina- og alifuglabændum óánægjuraddir og telja þeir að skatturinn muni stefna þessum búgreinum í voða. Þeir muni ekki geta staðið undir þessari skatt- lagningu, verðið muni hækka á þess- um afurðum og verulegur samdráttur muni þvi verða á neyzlu þeirra. Mismunandi skattlagning á fóðurblöndur Þegar lagður er skattur á kjarn- fóður er nær útilokað að hafa þetta gjald mismunandi hátt eftir fóðurteg- undum. Þótt fóðurblöndur séu ætlaðar handa ákveðnum tegundum búfjár er ekkert því til fyrirstöðu að nota svína- eða hænsnafóðurblöndur handa sauðfé eða nautgripum. Bændur mundu því kaupa eingöngu þær fóðurblöndur sem væru undan- þegnar skattinum ef þær yrðu seldar án nokkurra takmarkana eða eftir- lits. Það verður því að reikna sama. gjald á allar fóðurblöndur eða erlent kiarnfóður, siðan má endurgreiða hluta af þessu gjaldi eða það allt. Einnig kemur að sjálfsögðu til greina að gefa út skömmtunarseðla sem mundu gilda sem greiðsla fyrir skatt- inum. Skömmtunarseðlarnir fengjust gegn staðfestingu á fjölda gripa eða samkvæmt afurðasölunótum. Það má slá því föstu að gjaldtaka á kjarn- fóðri verður að vera sú sama, án til- lits til þess til hvers fóðrið er notað. Síðan má, eins og áður segir, endur- greiða skattinn eða nota skömmt- unarseðla sem greiðslu fyrir öllum skattinum eða hluta af honum. Umframframleiðsla og útflutningur Þegar fékkst nær sama verð fyrir útfluttar búvörur og þær sem seldar voru hér innanlands var eðlilega uppi sú stefna að auka framleiðsluna sem mest. Á síðastliðnum 10 árum hefur bilið milli innanlandsverðsins og útflutn- ignsverðsins stöðugt aukizt. Þegar svo er komið að fyrir einstakar bú- vörur fæst aðeins vinnslukostnaður þeirra greiddut með útflutningsverð- inu þá er alls ekki lengur neinn grundvöllur fyrir útflutningi. Það er þvi aðeins um það eitt að ræða að draga saman framleiðsluna og fella hana að þörfum innlenda markaðar- ins. í mjólkurframleiðslunni er þetta erfítt því til að tryggja nægilega neyzlumjólk allt árið mun þurfa ein- hverja umframframleiðslu og einnig til að mæta sveiflum í framleiðslunni,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.