Dagblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ1980. DB á ne ytendamarkaði Heilaþvegin þvottavél Neytendasamtökin eru einmitt sá aðili sem fólk á að snúa sér til ef eitt- hvað bjátar á í viðskiptum, þ.e.a.s. ef ekki næst samkomulag á milli við- skiptaaðila. Neytendablaðið er nýlega komið út og býr yfir margs konar fróðleik, m.a. eftirfarandi kvörtun sem birtist stytt hér. (Það sem neytandinn þarf að gera til þess að fá NS í lið með sér er að fylla út eyðublað með skýrum upplýsingum um hvað er að.) Ástæðan til kvörtunarinnar var þvottavél og spýtti vélin vatni og sápu út um loftgatið sem er aftan á vélinni. Það varð að vakta hana svo hún tæmdist ekki þegar hún var aðsióða. Eigandi þvottavélarinnar átti heima úti á landi og kvartaði þegar hjá umboðsaðila og spurði hvort ástæðan fyrir bilun gæti verið sú að vatnshæðarmælir væri ónýtur. „Kemur ekki til greina,” sögðu þeir. ,,Hún þarf nýjan heila.” Og nýjan heila fékk vélin en lagaðist ekk- ert. Rætt var við umboðið. Það kann- aðist ekki við að hafa sent umboðs- aðila heila í umtalaða vél, þótt hún hefði verið á verkstæði hans vegna heilaskorts. Sérfræðingur umboðsins komst að þeirri niðurstöðu að þvottavélin fengi of mikla sápu og þvotturinn hjá neyt- andanum væri hreinlega ekki nógu drullugur. Nýr viðgerðarmaður frá umboðs- aðila kom til skjalanna. Vatnshæöar- mælirinn bilaður var niðurstaða, rannsókna hans. Ekki fékkst nýr en gert var við þann gamla. Vélin ældi ekki nema i tvö skipti á réttum mánuði. En svo var hún orðin svo' heilaþvegin, greyið, að hún fór að af- lita og eyðileggja prjónafatnað. Málinu lyktaði þannig að umboðið tók á málinu með sanngirni og var málið leyst þannig að allir gátu vel við unað. Þannig þyrfti að vera með öll slík mál. - EVl EPLALUMMUR Uppskrift dagsins er af eplalumm- um sem eru hreint lostæti. Lumm- urnar voru á dögunum bakaðar í til- raunaeldhúsi Neytendasíðunnar og þótti öllum sem á brögðuðu þær mjög góðar. 3 cggjarauOur 2 msk sykur 50 gr smjörliki 125 gr hveiti 2 1/2 dl mjólk 1/2 kg epli (má vera minna), gróft rifin örlitið af rifnum sitrónuberki 3 stifþeyttar eggjahvitur Uppskrift dagsins Eggjarauðurnar eru hrærðar vel með sykrinum. Smjörlíkið er brætt, kælt og sett saman við. Þá er hveitinu bætt í, mjólkinni og eplunum. Sitrónubörkurinn að síðustu settur saman við og hrært varlega saman við eggjahviturnar. Hitið pönnukökupönnu og bakið litlar lummur á vanalegan hátt. Þær eru góðar með sykri eða sultu. Hráefnið er ekki svo óskaplega dýrt. Vel má nota matarepli i upp- skriftina og kosta þau sáralítið þegar þau fást. En fáist þau ekki kostar kílóið af venjulegum eplum í kringum þúsund krónur. Annað hrá- efni í uppskriftina kostar um 300 krónur þannig að alls verða þetta 800 krónur. - DS F.kki var rsett um i kvörtuninni vegna þvottavélar hvada geró var um að ræða. Kn svona vél, eins og við sjáum á myndinni, kostar hátt í 1/2 milljón króna. Það er þvi orðið dýrt spaug ef þvottavélin bilar. l)B-mynd Þorri. Það er betra að hafa með sér gleraugun, þegar ver/lað er. DB-mvnd Þorri. TVEIR VERÐMIÐAR SÁ ELDRIGILDIR Augfýsing Með tilvisun til 17. og 18. gr. laga nr. 19 frá 8. maí 1964. auglýsist hérmeð breyting á staðfestu aðalskipulagi Reykjavíkur að þvi er varðar stað- greinireit 1.140.5, sem afmarkast af götunum Skólabrú. Pósthússtræti, Austurstræti og Lækjargötu, þannig: 1. Framlenging Kirkjustrætis i Lækjargötu falli niður svo og götustæðið. 2. í stað skrifstofu og verslunarbyggðar komi miðbæjarstarfscmi óg íbúðarbyggð. 3. t stað nýtingarhlutfallsins 2.0 komi 2.5 til jafnaðar. 4. Ístað4—Shæðirkomil—5hæðir. Jafnframt auglýsist skv. sömu greinum sömu laga deiliskipulag reitsins, byggt á ofangreindum breytingum á staðfestu aðalskipulagi. Breytingar jtessar voru samþykktar af Skipulagsnefnd Reykjavíkur 2. júní 1980 og af borgarráði 3. júní 1980. Uppdrættir og aðrar upplýsingar liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu Borgarskipulags, Þverholti 15, næstu 6 vikur frá birtingu þess- arar auglýsingar. Athugasemdir. ef einhverjar eru. skulu hafa borist Borgarskipulagi innan 8 vikna frá birtingu þessarar auglýsingar. eða fyrir kl. 16.15 þann 17. sept. 1980. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir breytingunni. Borgarskipuíag Reykjavíkur, Þverhottí 15, 105 Reykjavik. Sigþór Guömundsson skrlfar: Kæra Neytendasíða. Ég var staddur I verzlun um daginn og þar sem ég er orðinn dálítið fjar- sýnn þá hafði ég sem betur fer gler- augun með mér. Þá varð ég var við það að á einni vörutegundinni sem égt keypti voru tveir verðmiðar. Ég sagði við afgreiðslustúlkuna að það varðaði við lög að hækka gamlar' vörubirgðir i verzlunum. Það fór líka svo að ég þurfti ekki að borga nema það sem stóð á verðmiðanum sem límtvaryfir. Það eru eindregin tilmæli mín að fólk taki með sér gleraugu sín. Ekki eingöngu vegna þcss að það þurfi endilega að rekast á svona lagað en oft eru mikilsverðar upplýsingar á dósum eða öðrum pakkningum sem Raddir neytenda geta farið fyrir ofan garð og neðan ef Neytendasíðan tekur auðvitað ekkiervelaðgáð. undir þessi tilmæli. MEGRUN - MEGRUN A AÐ N0TA MEGR- UNARVÖRUR? Það eru ýmsar megrunarvörur á markaðnum sem líklega gefa sæmi- legan árangur meöan þær eru notaðar. — En hefur þú áhuga á að lifa-af sliku fæði allt þitt líf? Þegar þú breytir um fæði aftur hefur þú ekki breytt matarvenjum þlnum, svo að mikii hætta er á að þú þyng- ist skjótt aftur. Þess vegna eru allar megrunarvörur óþarfar. - JSB .....

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.