Dagblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980. 10 Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfuiltrúi: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjórí ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir Haliur Simonarson. Monning: Aðalstoinn Ingótfsson. Aðstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur P&lsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Erna V. Ingólfsuóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Práinn PorieHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Sotning og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskriftarverð á mánuði kr. 5.000. Verð i lausasöíu kr. 250 eintakið. Fjárlöginí vaskinn þess: ,,í samræmi við þetta er frumvarpið miðað við það, að verðhækkun frá upphafi til loka árs 1980 verði um 31 prósent og meðalhækkun verðlags 1979—1980 verði 45—46 prósent. ” Dagblaðið greindi fyrir nokkru frá ástandi og horf- um í verðlagsmálum, meðal annars því, að verðbólgan geystist nú áfram með hraða, sem svarar til yfir 50 pró- sent verðbólgu á ári. Þetta er staðfest í spá Þjóðhagsstofnunar, sem nú birtist. Þar segir, að meðalhækkun milli áranna 1979 og 1980 verði að líkindum um 58 prósent. Verðbólgan frá ársbyrjun til ársloka verði yfir 50 prósent, hugsan- lega nálægt 55 prósen . Þarna er talað um tutiugu prósentustiga meiri verð- bólgu en fjárlögin eru miðuð við. Svo fjarri hefur reynslan verið boðaðri stjórnarstefnu það, sem af er árinu. Stjórnarliðar kunna að svara því til, að breyting sé í aðsigi. Verðbólgan muni ekki verða svo mikil, þegar upp verður staðið. Efnahagsnefnd stjórnarliða muni marka nýja stefnu. Dagblaðið benti fyrir skömmu á, hversu berstrípaðir stjórnarliðar standa, þegar hugsað er til kosningalof- orða þeirra. Dæmi var tekið af framsóknarmönnum. Þeir svör- uðu í kosningabaráttunni „leiftursókn sjálfstæðis- manna með svokallaðri ,,norskri aðferð”. Verðbólgan skyldi að velli lögð ,,í áföngum”. Þá varð til hin svo- nefnda „niðurtalningaraðferð”. Smám saman skyldi dregið úr hraða verðbólgunnar. Ákveðnar tölur voru lagÁar fram í því efni. Eftir að ríkisstjórnin komst til valda, hefur annað veifið verið minnzt á „niðurtalningaraðferðina”. Hún var meðal annars efst á blaði, þegar fjárlögin voru samin. „Niðurtalningaraðferðin” er enn til á blaði á einhverju ráðherraborðinu, en hún hefur aldrei komið til framkvæmda. Það sýna síðustu spár Þjóðhagsstofnunar að sjálf- sögðu bezt. í efnahagsnefnd stjórnarliða hafa að undanförnu verið haldnir margir fundir. Þar hefur verið drepið á sitthvað, sem að gagni mætti koma við verðbólgu. En slíkt hefur oft gerzt áður, og útkoman orðið gagns- leysi. Ekki verður séð, af fenginni reynslu, að ríkisstjórnin hafi neinn dug til að takast á við verðbólguvandann. Hún hefur haldið sömu stefnu og ríkisstjórnir síð- ustu ára, hvort sem þær hafa verið kenndar við vinstri eða hægri. Afleiðingin hefur verið óðaverðbólga, sem enn er ekki lát á. Fyrstu verk efnahagsnefndarinnar lofa ekki góðu. Frá henni eru komnar tillögur um stórauknar niður- greiðslur, sem verða framkvæmdar á næstunni. Með því verður unnt að draga talsvert úr þeirri kaup- hækkun, sem stefndi í hinn 1. september. En niðurgreiðslur eru aðeins svikamylla. Vandinn er fluttur á herðar skattborgaranna. Niður- greiðslurnar falsa vísitöluna. Þær leiða til óhag- kvæmni í nýtingu framleiðsluþáttanna og gera verð- bólguvandann verri, en ekki auðveldari, þegar fram í sækir. Ólympíuleikarnir í Moskvu: Vilja hafa hönd íbagga meö fréttaflutningi — meira að segja Killanin lávarður forseti alþjóða ólympíunefndarinnar er undir eftirliti Efasemdir um að Moskva væri heppilegur staður til að halda ólympíuleika höfðu komið fram löngu áður en nokkur þjóð hafði ákveðið að hætla við þátttöku i leik- unum og sovézki herinn hafði gert innrás í Afganistan. Staðreyndin er sú að ráðamenn í Sovétríkjunum hafa ávallt verið mjög hræddir við allt sem gæti valdið því að almenn- ingur eystra kynntist hugmyndum og skoðunum sem gengju þvert á kenn- ingar kommúnista og hina opinberu stefnu sovézkra stjórnvalda. Fyrirfram var vitað að hundruð þúsunda erlendra fréttamanna mundu koma til Moskvu vegna sumarólympíuleikanna, sem hófust 19. þessa mánaðar. Ekki yrði hjá því komizt að nokkur samgangur yrði á milli ferðamannanna og heima- manna. Löngu var ljóst að ráðamenn í Sovétrikjunum ætluðu að gera sitt til að þessi samgangur yrði sem minnstur. Einnig var vitað fyrirfram að sovézkir ráðamenn mundu verða mjög á verði um þær fréttir sem þús- undir erlendra fréttamanna mundu senda frá Moskvu á meðan á leikun- um stæði. Náin kynni af sovézku þjóðlífi, sem óhjákvæmilega fylgja veru erlendu fréttamannanna í r SKERUM Öngþveiti, úrræðaleysi, vinnu- deilur, hrun og vesaldómur þjáir þjóðina þessar vikurnar. Ríkisstjórn var mynduð en svo virðist að hún hvorki geti, þori né vilji. Frystihúsin loka (nú er ekki út- flutningsbannið) og öll, eða nær öll, verkalýðsfélög eru með lausa samn- inga. Launin Almenn laun í landinu eru frum- skógur bónusa, mælinga, akkorðs, sérsamnings, ómældrar yfirvinnu, aukagreiðslna vegna verkfæra, fæðis og ferða. Þá koma vaktaálag, bak- vaktargreiðslur, greiðslur fyrir að vera edrú í frítímum og svo t.d. greiðslur fyrir 1 1/2 starf og 1 1/3 starf. Frumskógur þessara auka- r greiðslna er slíkur að vafasamt má telja að nokkur einn aðili eða stofn- un, t.d. kjararannsóknarnefnd, hendi á lofti allar staðreyndir. Launamunur fólks sem vinnur sömu störf getur því vegna auka- greiðslna verið gífurlegur. Sé ein- ungis tekið dæmi um fæðisfríðindi getur verið um það að ræða hjá verkamanni, t.d. varðandi hádegis- mat, að einn er á fríu fæði, annar fær máltíðina hjá ríki eða bæ á rúmar þúsund krónur, sá þriðji snæðir á eigin reikning í matstofu verktaka- fyrirtækis fyrir tvö þúsund og þrjú hundruð krónur og sá fjórði étur í kaffivagninum fyrir þrjú þúsund og fimm hundruð krónur máltíðina. Sé hins vegar litið beint á launa- taxtana er mismunur þar vissulega verulegur og örugglega oftast órétt- Kjallarinn Krístinn Snæland lætanlegur, sé eða væri tekið tillit til vinnuálags. Rauntekjur launþega eru svo aftur á móti allar gengnar úr skorðum þegar tillit er tekið til aukagreiðslnanna. Sem fyrr getur er nú svo komið að um gífurlegt ósamræmi getur verið að ræða á launum manna við sömu störf innan sömu stéttarfélaga. Til þess að skapa launaréttlæti (ekki launajöfnuð) er brýnt verkefni Tekst iðnríkj- unum að leysa orkuvandann? Um þessar mundir eru orkuntál ofarlega á baugi hér í Bandaríkjunum eins og i öðrum iðnrikjum heimsins. Ástæðan er augljós, hinar miklu verðhækkanir á oliu sem hafa knúið iðnríkin til að herða sultarólina næstum inn að beini og beint auknum fjármunum í rannsóknir og leitun að nýjum orkugjöfum. Fróðir menn segja að næstu 10 ár muni vera mjög varasöm fyrir iðnríkin því að á þeim tíma eru þau mjög háð olíuinnflutningi þar sem engir orkugjafar munu vera nógu þróaðir til að taka við af oliunni. Þar með eru þau á þessum tima mjög varnarlaus gegn verðhækkunum og notkun olíunnar sem pólitísku verkfæri. Þess vegna reyna þau nú að hraða þróun annarra orkugjafa, t.d. áætla Banda- ríkin að geta minnkað olíuinnflutning sinn um helming fyrir 1990. Olían á ekki langa lifdaga fyrir höndum úr þessu, en sérfræðingar áætla að hún muni duga í 55 ár ef dagleg notkun fer ekki yfir 56 milljón tunnur. Græðgi Araba eða... Það er kannski skrýtið að þrátt fyrir miklar verðhækkanir á oliu allt frá 1973 hélt olían áfram að vera bæði ódýrasti og mengunarminnsti

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.