Dagblaðið - 12.09.1980, Side 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980.
Lftrinn af gosinu á 4.737
á dansleikjum á Húsavík
Ölsalan á að greiða ræstingu, kaup afgreiðslufólksins, dúkaþvott og flösku-
og öskubakkabrot!
Mikil umræða hefur undanfarið
verið um hve vöruflutningar séu mik-
ill [láttur í hærra vöruverði úti á
landi. Ýmislegt annað getur einnig
orðið til þess að hækka þar vöruverð,
svo sent eins og íbúarnir sjálfir. í
Víkurblaðinu sem gefið er út á Húsa-
vík er sagt frá því að á dansleikjum í
Félagsheimilinu kosti ein kókflaska
900 kr. í blaðinu er reiknað út að
þarna leggi Félagsheimilið 479,%% á
hverja 19 cl flösku, miðað við að
hótelið kaupi hverja flösku á 151,83
kr. og greiði síðan af henni söluskatt.
Rætt er við Ólaf Skúlason hótel-
stjóra á Húsavík sem segir að ölsalan
hafi hingað til verið rekin með tapi!
Reiknað hafi verið út að hver maður
keypti að jafnaði tæplega eina
flösku. Segir í blaðinu að margir
blandi brennivínið með vatni og aðrir
koma með kók með sér. Ólafur sagði
ennfremur að eftir dansleikjahald
mætti gjarnan sjá mikið af tómum
gosdrykkjaflöskum i salnum.
Reiknað er með því að gosdrykkja-
salan eigi að greiða ræstingu á saln-
um, kaup afgreiðslufólksins, þvotta á
dúkum og einnig flösku- og ösku-
bakkabrot.
Læðupokaháttur og
slæm vínmenning
í Víkurblaðinu bendir Ólafur
hótelstjóri á hina slæmu vinmenn-
ingu þar sem menn eru að læðupok-
ast með drykkjarföngin. Benti hann á
að hið eina raunhæfa sé að leyfa vín-
veitingar á almennunt dansleikjum.
Víkurblaðið varpar fram þeirri
spurningu hvort hið háa gosverð
dragi ekki úr aðgangi á dansleiki i
Félagsheimilinu og hvort Félagsheim-
ilið verði hreinlega ekki af miklum
tekjum vegna þess.
,,Alla vega eru margir sem myndu
heykjast á því að borga 4.737 kr.
fyrir litrann af kóki, en það er verðið
sem greitt er fyrir það á dansleik i
Félagsheimilinu á Húsavík,” segir í
Víkurblaðinu.
-A.Bj.
Hótelstjórinn segir I greininni i Vikur-
blaðinu að ölsalan hafi verið rekin með
tapi. Menn virðast ckki aðeins smygla
áfengi inn á böllin heldur einnig gos-
drvkkjunt. Þar má jafnan finna margar
tómar gosflöskur þegar böllunum
lýkur. Væri ekki tilvalið fyrir hótelið
að koma þessum tómu flöskum i verð,
— og draga þannig úr tapinu á gos-
drykkjasölunni!
Daninn sem haldið var upp á fimm ára
afmœli Danhlaðsins á Heimilissýninn-
unni I Launardalshull með mörg þús-
und manna tertu átti umsjðnarmaður
Neytendasiðunnar einnig afmœli. Sam-
starfsfðlk I sýninyardeildinnifierði um-
sjðnarmanni fnrkunnarfayran pnstu-
linsfunl skreyttan með þurrkuðum
islenzkum jurtum, frá Binna l Blðmum
ny ávöxtum. Á myndinni eru, frá
vinstri Anna Bjarnasnn með afmœlis-
yjnfina, Halla Jðnsdóttir, Gauja
Siyriður Karísdðttir, Rósa Ólafsdðttir,
Herdls Siirensen, Dðra Stefánsdðttir
of; Erna V. Inyðlfsdðttir.
DB-mynd Bjarnleifur.
Heillaóskir Neytendasamtakanna
Formaður Neytendasamtakanna, Reynir Armannsson, kom í fimm ára afmœli Dagblaðsins sem
haldið var á sýningunni í Laugardalshöllinni. Færði hann blaðinu og umsjónarmanni Neytendasíð-
unnar hamingjuóskir í tilefni af afmælinu ásamt fallegum blómvendi. Umsjónarmaður Neytenda-
síðunnar, Anna Bjarnason, tekur hér við hamingjuóskum Reynis Ármannssonar. Þau eru um-
kringd af nokkrum starfsmönnum Dagblaðsins.
DB-mynd Bjarnleifur.
Þessi ungi snáði átti fmm ára afmœli 7. september, eins og DB. Hann heimsðtti
okkur I sýningardeild DB á heimilissýningunni. t baksýn má sjá afmœlistertuna
sem boðið var upp á. Hvorki meira né minna en á sjöunda þúsund manns fengu af
henni vœna sneið. — Því miður láðist að skrifa niður nafn þessa afmœlisbarns í
öllu afmælispatinu á sunnudaginn.
DB-mynd Bjarnlcifur.
-
jí f }
Fleirí áttu
afmæli en DB