Dagblaðið - 12.09.1980, Side 5

Dagblaðið - 12.09.1980, Side 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1980. 5 Fiskbirgðir f rystihús- anna minnka nú óðum — Tæp sex þúsund tonn af fiski til Bandaríkjanna með Hofsjökli og Brúarfossi Hofsjökull fór i fyrrakvöld með fullfermi af freðfiski áleiðis til Bandaríkjanna, alls um 4000 tonn. í gærkvöld fór Brúarfoss síðan utan með um 1750 tonn. Að sögn Eyjólfs ísfeld Eyjólfsson- ar, forstjóra Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, eru freðfiskbirgðirnar í landinu nú óðum að minnka og a.m.k. er ekki Iengur um nein pláss- vandræði að ræða eins og orðið var í frystihúsum mjög víða um land. Að því leyti til hefði ástandið mjög batn- að. Mjög víða um land var svo komið í sumar að frystihús voru að því komin að lokast þar sem allar birgðageymsl- ur voru að fyllast. Átti þetta ekki sízt rætur sínar að rekja til sölutregðu á Bandarikjamarkaði, sem kom í kjöl- far mikils framboðs af fiski. -GAJ. Hofsjökull fór í fyrrakvöld með full- fermi af freöfiski til Bandaríkjanna og Brúarfoss hélt utan i gær. DB-mynd: Sv. Þorni. Málaferli um dýraspítalann hafin: PÁLLFÉKK FRESTTIL AÐ ÚTVEGA GÖGN Mál Dýraspítalans gegn Páli Pálssyni yfirdýralækni hefur verið tekið til um- fjöllunar hjá borgardómara. Þann 4. september mættu lögmenn Dýraspítala og Páls hjá börgardómara en Páli var þá veittur frestur til 18. þessa mánaðar til að skila greinargerð. I Dýraspítalanum er ennþá starfrækt hjálparstöð þrátt fyrir að enn eina ferð- ina sé spítalinn læknislaus. Sigfrið Þórisdóttir dýrahjúkrunarkona og Edda Sigurðardóttir sjúkraliði sjá um aðhlynningu dýranna. Danski dýra- læknirinn Garbus fór hins vegar héðan af landi brott í ágústlok eins og skýrt hefur verið frá í DB. Garbus gafst upp á að vera hér eftir að íslenzkir dýra- læknar höfðu hvað eftir annað lagzt eindregið gegn dvöl hans og reynt að fá landbúnaðarráðherra til að vísa honum úr landi. Þrátt fyrir auglýsingu Dvra- spítalans í vor hefur enginn islenzkur dýralæknir viljað taka að sér fulla vinnu við spítalann. Nú stendur hins vegar til að auglýsa enn eina ferðina til þess að reyna til þrautar hvort einhver gefur sig ekki fram. -DS. Forsetaframboð Ouð- laugs Þorvaldssonar: 57 þús. kr. nagn- aður Forsetaframboð Guðlaugs Þor- valdssonar rikissáttasemjara skilaði rúmlega 57 þús. kr. hagnaði sam- kvæmt uppgjöri fjármálanefndar stuðningsmanna hans. Heildarkostnaður vegna fram- boðsins er kr. 43.364.075. Stærstu gjaldaliðirnir eru auglýsingar 14.8 milljónir og útgáfukostnaður 9.6 milljónir. Rekstur kosningaskrifsjofa kostaði Guðlaugsmenn 6.2 milljónir kr. Tekjur af happdrætti voru 22.8 milljónir og frjáls framlög námu 20.6 milljónum. Tekjuafgangurinn var sem fyrr segir 57 þús. kr. þegar upp var staðið. í fjármálanefnd Guðlaugsmanna sátu Erling Aspelund, Sigmundur Jónsson, Óskar Einarsson, Örn Mar- ínósson og Steinar Berg Björnsson. -ARH. SKIPlUTGgRB RlKISIN$j Ms. Coaster Emmy fer frá Reykjavik 16. september vestur um land til Húsavíkur og snýr þar við. m/s Baldur fer frá Reykjavik 16. september til Patreksfjarðar, Þingeyrar og Breiðafjarðarhafna. m/s Esja fer frá Revkjavík 18. september austur um land i hringferð. Viðkomur samkvæmt áætlun. NOTAÐIR VARAH LUTIR í flestar gerðir bifreiða Öpið 9-7 laugardaga kl. 10-3 Opið í hádeginu Sendum um a//t /and BÍLAPARTASALAN . . Höfðatúni 10 Sími: 11397 og 26763

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.