Dagblaðið - 12.09.1980, Side 24

Dagblaðið - 12.09.1980, Side 24
Fjárframlög í tímabundið Atlantshafsf lug Flugleiða Lausn á Flugleiðamálinu í sjónmáli: — Krafizt tryggingar á vinnufriði „Fyrir verður að liggja örugg vitn- eskja um það hverju ríkissjóður vill hætta, hvað Flugleiðamenn vilja sjálfir og hver er afstaða alls starfs- liðs fyrirtækisins,” sagði Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra í viðtali við DB í morgun. Hann var spurður að þvi hvort hann teldi sig hafa nægilegt veganesti til viðræðna við Luxemborgarmenn um vanda Flugleiða hf. Ráðherra tók því ekki fjarri að þokazt hefði i átt til lausnar vandans en ofangreinda þætti þyrfti að af- marka betur en gert hefði verið. Samkvæmt heimildum DB er talið að meira þurfi til að koma en að breyta lausaskuldum Flugleiða hf. í föst lán, auk venjubundinna lána- fyrirgreiðslna. Atlantshafsflug Flug- leiða er rekið með verulegu tapi. Nú mun svo komið að ekki er greitt meira fyrir farmiðann en sem nemur olíukostnaði eða I09dollarar á hvern farþega aðra leið. Við athugun á Flugleiðadæminu hafa samskipti við launþegasamtök komizt mjög i sviðsljósið. Vegna vinnudeilna sem stundum stafa bein- línis af innbyrðis ósamstöðu starfs- liðs Flugleiða, hefur rekstur fyrirtæk- isins ekki haft starfsfrið eitt einasta ár í allri sögu þess. Einn þeirra kosta sem rætt er um til lausnar er tímabundinn samningur um Atlantshafsflug Flugleiða. Það skilyrði yrði þó sett að með samning- um og loforði við allt starfsfólk fyrir- tækisins verði Flugleiðum tryggður vinnufriður til sama tíma. Til rök- stuðnings þessari kröfu á hendur starfsfólki er bent á vinnustöðvanir tuga launþegasamtaka þar sem verkalýðsfélög starfsmanna Flugleiða hafa verið í fararbroddi undanfarin ár, beint eða óbeint. Má þar nefna Félag Loftleiðaflugmanna, Félag ís- lenzkra atvinnuflugmanna, Flug- freyjufélagið, flugumsjónarmenn, verzlunarmannafélög, verkstjórafé- lag, Dagsbrún, Einingu á Akureyri, matreiðslumenn, járniðnaðarmenn, iðjufólk, verkakonur, rikisstarfs- menn og að ótöldum starfsmönnum gestamóttöku Loftleiðahótelsins árið 1977. -BS/ÓG. MORG ERU VITIN AÐ VARAST Mörg eru vitin aó varast og margar eru gryfjurnar sem hægt er að lenda i. Þetta við gryfjukantinn, heldur lenti bíllinn ofan i gryfjunni, eins og honum varð þangað sannaðist illilega í morgun þegar einn af viðskiptavinum smurstöðvar Shell vjð lengst komið. Talsverðar skentmdir urðu á vinstri hlið bílsins. Suðurlandsbraut tetlaði að fá bíi sinn smurðan. Hjólin fórn ekki sitt hvorum megin DB mynd Sveinn. Kjartan Gunnarsson ráðinn framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins: STIÓRN SUS fTREKAR GAGNRÝNINA Á GEIR — en lofar að vinna heils hugar með nýja framkvæmdastjoranum ,,Á stjórnarfundi í Sambandi ungra sjájfstæðisrhanna að Idkiium miðstjórnarfundi Siajrstæfjisjl’okks- ins i gær bar jjessí Jóhannsdóttir upp tiljögu um fordæmingu á ájykt'un frainkvæmdastjórnar SUS þar sem gagnrýnd var meðferð Geirs Fjaji- grímssonar á framkvæmdastjóramáJ- inu. jjjjaga gessíar var fejjd með 12 atkvæð.um gegn 1. Var síðan sam- þykkf tjfiagá u;n réttmæti jyrri álýjti- unar franijcvæ.mdastjórnar um ráðn- ingu jvjartans Gunnarssonar, en jafn- jframt lýst vfir aó stjórn SUS muni vinna áf' éiritiúg méð nýja frárti- kvæmdastjörárium,”' sagði Jón Magnússóri, formaður SUS, i morgun. ,,f májj Geirs j-jajjgrimssonar for- manns á mjð.stjórnárfundimnn var sláðjesf aþ til fárra manna var leilað unj a.ð jaka starfið að sér.” Aö sögn Jóns dreifði Geir Hall- grímsson undirskrii'tajista i lok fund- arins þar sem 15 ungir sjálfstæðis- menn höfðu skrifað nöfn sín undir og fordæmt ájyktun framkvæmda- stjórnar SUS um framkvæmdastjóra- mSjðP ■ t 3 ~ !a’ *' „9 af 15 undirskrifendum eru annáðhvort fyrrverandi eða núver- andi biaðamenn á Morgunblaðinu. Afgangurinn er nánir vinir þeirra. Mér er kunnugt um að hringt var í mjög marga menn og gengið ákveðið eftir að þeir skrifuðu undir skjalið. jafnvel verið með hótanir. Þetta er nú allur afraksturinn,” sagði Jón Magnússon. Jón sagði að hann hafi lagt á það áherzlu á miðstjórnarfundinum að miðst’jórn bæri að ræða um forystu- vandamál flokksins og finna á þeim lausn. ,,En þrátt fyrir itrekuð tilmæli var málið ekki rætt.” -ARH. frfálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 12. SEPT. 1980. Minningarmót Grigorins í Sovétríkjunum: ién L. með 2 vinninga — hefur mætt 5 ' stórmeisturum ,,Ég er með 2 vinninga og biðskák þar sem mín staða er heldur lakari eftir 5 umferðir í mótinu,” sagði Jón L. Árnason skákmaður þegar Dagblaðinu tókst loks að ná símasambandi við hann i Sovétríkjunum í gær. Mótið sem Jón tekur þátt í er haldið i borginni Sochin í minningu um skák- meistarann Grigorin. Er það í 14. sinn sem slíkt mót er haldið. Mótið er mjög vel skipað. Af 16 þátttakendum eru hvorki fleiri né færri en 13 stórmeistar- ar. Hinir þrír eru alþjóðlegir meistarar. Meðalstig keppenda eru 2520, þannig að með góðri frammistöðu á mótinu ætti Jón að eiga góða möguleika á stór- meistaratitli. Þar sem símasamband við Sovétríkin var ákaflega slæmt tókst blaðamanni DB ekki að fá upp hverjir andstæðing- ar hans í fyrstu umferðunum voru, utan það að þeir voru allir stórmeistar- ar. Torre frá Filippseyjum er efstur ásamt fleirum með 3,5 vinninga. Stiga- hæstur keppenda er Sovétmaðurinn Balashov. Mótinu lýkur 27. september. ,, Aðbúnaður er á allan hátt góður. Teflt er í stórum konsertsal og fjöl- margir áhorfendur fylgjast með tafl- inu,” sagði Jón L. að lokum. -GAJ/ARH. Sáftafundur eftir hálfs- mánaðar hlé í dag: „Innanhústil- laga” frá sáttanefnd? Samninganefndir Vinnuveitenda- sambandsins og Alþýðustunbandsins koma saman til fundar í dag kl. 16 í fyrsta sinn siðan 29. ágúst en þá slitn- aði upp úr viðræðunum um nýja kjara- samninga. Talsvert hefur þó verið um fundarhöld vegna samninganna siðustu daga, bæði innbyrðis hjá samnings- aðilum og einnig hefur sáttanefndin rætt við samninganefndir og sérsam- bönd. Flogið hefur fyrir að sáttanefndin leggi fram á fundinum í dag „innan- hústillögu” til að freista þess að leita sátta um röðum í launaflokka. Samn- ingaviðræðurnar í ágústlok strönduðu einmitt á deilum um röðun i launa- flokka. -ARH. „Vilhjálmi var boðið starfið” — segir Geir Hallgrímsson „Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni var boðið starf framkvæmdastjóra flokksins en hann taldi sig bundinn af starfi sinu hjá SÁÁ og gaf því ekki kost á sér. Ekki komu fram á fundinum upplýsingar um að kostur hafi verið á öðrum mönnum sem nefndir hafa verið,” sagði Geir Hallgrímsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, í morgun. Hann kvað Kjartan hafa verið kjörinn með samhljóða atkvæðum. -ARH. IUKKUDAGAR: 11. SEPTEMBER 13613 Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum. Vinningshafar hringi ísíma 33622.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.