Dagblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980. Uppreisnin i Kronstadt var ekki aðeins vopnuð atlaga gegn bolshe- vikum. Hún var einnig ábending til Leníns um að hann hefði gengið of langt og nú yrði hann að draga aðeins í land, ætlaði hann sér að varðveita einingu þjóðarinnar. Stefna sú, sem l.enín setti þá fram, var hin svokall- aða NEP-stefna, Nýjaefnahagsstefn- an. NEP-stefnan miðaði að þvi að halda aftur af óánægju bænda og verkalýðs, með því að koma litillega til móts við kröfur þeirra. Síðla vors 1921 lýsti Lenin NEP-stefnunni á eftirfarandi hátt: Endi verður bund- inn á korninnheimtuna og upptöku annarra landbúnaðarafurða i sveit- unum. Verzlun verður gefin frjáls. Handverksmenn fá atvinnufrelsi. Er- lendar fjárfestingar verði leyfðar i landinu. Athafnafrelsi (takmarkað) verður leyft hjá þegnum landsins. Í stað korninnheimtunnar var tekin upp skattheimta. Greiddu bændur ákveðið hlutfall af umframmagni landbúnaðarafurða sinna í skatt, en það sem el'tir var taldist þeirra eign. Eðlilega reyndu flestir bændur að selja allt umframmagn af korni og öðrum landbúnaðarafurðum og þannig varð NEP til að hleypa nýju blóði i verzlun og viðskipti innan Sovétríkjanna. NEP-stefnan var aðeins stefnu- breyting i efnahagsmálum, hvað stjórnmálafrelsi og tjáningafrelsi varðar var allt óbreytt. Hitt er þó öllu merkilegra að með NEP-stefn- unni var að nokkru komið til móts við kröfur sjóliðanna i Kronstadt. Meginkröfur verkfallsmanna i Gdansk nú eru verkfallsréttur, óháð verkalýðsfélög, afnám ritskoðunar og að pólitískum föngum verði sleppt úr haldi. Spurningin nú er sú, hvort ráðamenn i Póllandi fari ekki sömu leið og bolshevikar fyrir 59 áruni. Clerð verði litils háttar breyting á stefnunni i efnahagsmálum, en stjórnmálafrelsi og tjáningafrelsi verði lakmarkað sem fyrr. SEPTEMBER1980 Skemmtilegri er skeiðvöllurinn en ritvöllurinn, en stundum lætur maður þó eftir sér að skrifa eitthvert smáræði. Nú finnst mér vera ágætt tækifæri til að skrifa um nýlistina, þegar höfuðandstæðingur hennar sýnir að Kjarvalsstöðum ásamt fleiri ágætum listamönnum. Þessi maður heitir Valtýr Pétursson og hefur skrifað mikið um nýlistina, um að þetta sé varla réttnefni, þar sem það sé ekkert nýtt að finna í þessu, flest hafi komið fram um 1920 með Dada- mönnum. Svo talar hann um að ann- að eins og þetta komi varla til með að frelsa heiminn og sér þyki leitt að jafnvel nokkrir andans menn hafi tekið upp hanskann fyrir þetta föndur og fikt. Varla held ég að maðurinn dæmi sinar myndir út frá sömu útgangs- punktum, eða það skyldi þó aldrei vera að „Vegurinn suður” liggi suður i einhvern nýjan sannleik? Eða eiga svona stór orð bara við um unga listamenn, eins og t.d. þennan sem fann upp abstraktlistina? Ef marka má orð kritíkeranna er það nýlist, ef þeir skilja ekki lista- verkið, — efnið sem það er búið til úr eða hugmyndina. Víðtækt skal það vera. Enda kallar fólk, sem nýtur fræðslu þessara manna, það nýlist þégar Hekla fór að gjósa, og ein- hverntíma held ég að Hermann Gunnarsson íþróttafréttamaður hafi hoppað upp í loftið og kallað það gjörning (sem er eins og menn vita einn anginn af því sem kallað er ný- list). Þetta er sennilega það sama og kom upp á teninginn þegar fólk sagði um abstraktlistina, að apar og börn gætu nú gert annað eins og þetta, nema hvað nú eru það eldfjöll og íþróttafréttamenn. Það hafa sem sagt fleiri mætt mót- læti en listamenn þeir, sem eru að koma fram á sjónarsviðið nú. Reyndar er það svo, að allar liststefn- ur hafa haft sína hugmyndafræði og allar hafa þær þurft að berjast fyrir sínu. Það er kannski broslegt að hugsa til þess að impressionistarnir, með alla sína ljúfmennsku í myndun- um, hafi einhverntíma mætt hörðu mótlæti ágætra manna, sem hafa talið sig vera að forða myndlistinni frá glötun. Mikið er klifað á því, að nýlistin sé bara innflutt tískufyrirbrigði og hafi ekkert að gera hingað, þar sem allt á að vera svo þjóðlegt og settlegt. En þetta er eins og annað, — það er meira að segja hægt að klína er- lendum áhrifum á Ásgrím Jónsson, sem allir halda að sé óskeikull málari þess sem þjóðlegt er. Eitt er víst að ekki verðum við þjóðlegri með því að loka það af sem erlent er, málandi víkinga og víkinga- skip. Hins vegar sjá menn eitthvað þjóðlegt í einum ágætasta málara okkar, Svavari Guðnasyni, þó hann hafi unnið með málurum nokkurra þjóða í hóp, sem kallaður var Cobra. Sama heyrði ég i Hollandi, að þeim þótti Sigurður Guðmudnsson ekki geta verið frá öðru landi en íslandi, og þar erum við komin að manni sem flokkaður væri undir nýlist á þessum slóðum. Þetta er ekki meint þannig, að allir verði að vera þjóðlegir til að vera lismmenn, heldur sem dæmi um það, að ekki þarf að loka sig l'rá öllu sem erlent er, til að vera gjaldgengur islenskur listamaður. Hvort sem það er bara að fólk ímyndar sér að svona sé íslenskt vegna þess að það veit að Botnssúlur séðar frá Kaldadal, vatnslitamynd cftir Jón Stefánsson máluð um 1930. Greinarhöfundur segir: „Það er meira að segja hægt að klfna erlendum áhrifum á Ásgrím Jónsson, sem allir halda að sé óskeikull ntálari þess sem þjóðlegt er”. Kjallarinn Helgi Þorgils Friðjónsson maðurinn er þaðan, eða það sé um raunveruleg þjóðareinkenni að ræða. Ég þykist greina einhvern svona þjóðarmun ef á heildina er litið og þá er hægt að nefna anteríska list og evrópska, þýska list og franska, hol- lenska og ítalska o.s.frv. Enda er ekkert eðlilegra en að mismunandi þjóðfélög alj af sér mismunandi þankagang, og að t.d. íslendingur hafi uppeldið áfram inní sér þó hann flytjist úr landi. Enn eru það þessir fjarlægu dómar 'sem lagðir eru á nýlistina, þ.e.a.s. menn sem dæma án þess að grennsl- ast fyrir um hvað er að ræða. Eg hef reynt það sjálfur, að mætir menn, sem hafa talað um Dieter Roth sem niðurrifsafl í listum, breyttu um skoðun þegar þeir höfðu séð ágæta bók sem ég á, sem sýnir alla hans grafík, og fundist hann vera allur annar maður en þeir hugðu. Sem sagt, að menn, sem aldrei höfðu séð neitt eftir hann, höfðu myndað sér skoðun um list hans. Er það kannski oftar sem svona dómur fellur? Helgi Þorgils Kriðjónsson. Greinarhöfundur scgir: „Rekstur erlendra fyrirtækja á tslandi er brenndur marki pukurs. Erlend fyrirtæki sem hér starfa birta litlar sem engar upplýsingar um rekstur sinn”. Nú heyrast aftur raddir um erlenda eða hálf-erlenda stóriðju og bendir margt til þess, að stóriðjupostularnir séu þegar í nánu sambandi við er- lenda aðila vegna þessa máls. Þjóðin fær þó ekkert að heyra um þessi sam- skipti. Leynd um rekstur erlendrar stóriðju Rekstur erlendra fyrirtækja á ís- landi er einnig brenndur marki puk- urs. Erlend fyrirtæki, sem hér starfa, birta litlar sem engar upplýsingar um rekstur sinn. Jafnvel alþingismönn- um er neitað um ítarlegar rekstrar- tölur, þótt ákvarðanir alþingismanna hafi lagagildi og verði því að grund- vallast á sem bestum heimildum. Opinberar stofnanir, sem hafa marg- vislegu eftirlits- og stjórnunarhlut- verki að gegna, fá annaðhvort ófull- komnar eða ómarktækar upplýsingar frá þessum fyrirtækjum. Þetta er reyndar ekki islenskt sérvandamál, heldur almennt vandamál, sem opin- berir aðilar viða um heim glíma við, þegar þeir takast á við fjölþjóða fyrirtæki. Dæmi um þá leynd, sem virðist fylgja fjölþjóða fyrirtækjum, er sú staðreynd, að hvergi er til marktækt og sæmilega sundurliðað yfirlit yfir greiðslur [SAL til íslenska samfélags- ins. Annað dæmi er frétt sem birtist í Visi fyrir um tveim árum síðan. Aðspurður um laun forstjóra ís- lenska járnblendifélagsins, svaraði stjórnarformaðurinn, Hjörtur Torfa- son, að þetta væri algert leyndarmál. Geta skal þess að Íslenska járnblendi- félagið er að meirihluta í eigu is- lenska ríkisins. Minnihlutaeign Elkem-Spigerverket í fyrirtækinu, er væntanlega notuð til þess að réttlæla leyndina. Rétt er að nefna i því sam- bandi að nefndur Hjörtur Torfason er viðriðinn starfsemi fleiri erlendra fyrirtækja á íslandi, annaðhvort sem fulltrúi ríkisins eða sem fulltrúi hins erlenda aðila. Eitt dæmi til viðbótar um þá vernd, sem er verið að veita erlendum aðilum á íslandi, er að finna í ósam- þykktu frumvarpi til laga um ,,upp- lýsingaskyldu stjórnvalda”. Þar er m.a. kveðið á, að fyrirtæki, sem eru aðeins að hluta í eigu ríkisins, skuli undanþegin ákvæðum frumvarpsins. i Ijósi þess, að rætt er um stóriðju í hlutaeign ríkisins, verður tilgangur áðurnefndrar undanþágu Ijós. Afstaða forráðamanna fsal til lýð- ræðishátta er ekki betri en að ofan greinir. Þótt ÍSAL sé stærsta iðn- fyrirtæki, sem starfar hér, virðist for- stjóri fyrirtækisins líta með ódulbún- um hroka á venjulega landsmenn. Undirritaður hefur fyrir þrem árum — löngu áður en hann hóf skrif um erlenda stóriðju — beðið ÍSAL með bréfi að gefa sér upp almennar rekstr- artölur, sem engan veginn myndu flokkast sem trúnaðarmál. Eftir fjölda símtala við aðstoðarmenn for- stjórans, var undirrituðum loksins tjáð, að fyrirtækið myndi ekki svara erindinu, hvorki neitandi né með því að veita umbeðnar upplýsingar. Sami forstjóri réðst síðar meir með per- sónulegu níði að undirrituðum á siðum ISAL-Tíðinda, en meiriaði rit- stjóra ISAL-Tiðinda að birta svarer- indi þess sem niddur var. Fleira um „vestrænt lýðræði" Geir Hallgrímsson, sem einnig mælir með erlendri stóriðju, bæði í ræðu og riti, hefur undarlegar hug- myndir um eðli „vestræns lýð- ræðis”. Á meðan hann gegndi emb- ætti forsætisráðherra fyrir nokkrum árum, fór hann til Bandaríkjanna til að sækja fund Bilderberg klúbbsins. i þessum leyniklúbbi hittast áhrifa- menn úr stjórnmála- og efnahagslifi „lýðræðisríkjanna” svonefndu, þ.m.t. eigendur og stjórnendur ein- okunarhringa. Þátttaka Geirs, for- sætisráðherra íslands, i fundi Bilder- bergs vakti að sönnu undrun og kvíða. Þvi var hann beðinn að gera grein á Alþingi fyrir þátttöku sinni þar. Hann þverneitaði að gera það á þeim forsendum, að þátttaka hans þar kæmi engum við. Þó vita allir, sem. vilja vita, að í þessum klúbbi gafst fyrrverandi forsætisráðherra tækifæri til að hitta forráðamenn stóriðjufyrirtækja, sem ágirnast is- lenskar auðlindir. Það er ekki tilviljun, að talsmenn fjölþjóða fyrirtækja skuli virða að vettugi lýðræðishætti og sjálfstætt framtak íslenskra borgara á sviði upplýsingamála. Það eru bein or- sakatengsl milli arðsemi fjölþjóða- fyrirtækja og hugmyndafræði al- ræðis, sem þau starfa samkvæmt. Fjölþjóðafyrir- tæki og alræðisvald Fjölþjóðafyrirtæki geta ekki verið rekin með tilliti til lýðræðis. Til þess að ná sem mestum gróða, verða þau að lúta miðstýrðri og samræmdri stjórn Sú stjórn er ekki kosin al slarfsmönnum fyrirtækisins né af þegnum þeirra ríkja, sem fyrirtækin starfa í. Hún er kosin á hluthafa- fundi, en alger leynd ríkir um það, hverjir séu stærstu hluthafar og hvaða aðra hagsmuni þeir kunni að hafa. Utibú og dótturfyrirtæki fjöl- þjóða fyrirtækja eru yfirleitt rekin samkvæmt langtíma áætlun, sem samin er í höfuðstöðvum samsteyp- anna. Skipan og skipulao slíkra fvrir- lækja byggist á alræðisvaldi. Fullyrð- ingar um val<IHreifingu innan Ijöl- þjóða lyrirtækja liafa það eitt að markmiði, að slá ryki i augu fólks en eiga enga stoð í raunveruleikanum. Hitt má vel vera, að dótturfyrirtækj- um fjölþjóða fyrirtækja sé leyft að ráða starfsfólk í minni háttar stöður og ákveða um smærri fjárútlát. Hið ólýðræðislega eðli fjölþjóða fyrirtækja þykir eftirsóknarvert og aðdáunarvert í augunt valdagráðugra manna viða um heim. Slikir ntenn sækja fast eftir þvi, að vinna sig upp innan þessara fyrirtækja eða gerasl milligöngumenn milli þjóða sinna og fyrirtækjanna. Það er í Ijósi þessa sem ber að skoða samstarfið milli Ijölþjóða fyrirtækja og flokksfyrir- tækja i austantjaldsríkjum. Þetta blómlega samstarf varpar skýru Ijósi á hugmyndafræðilegan skyldleika milli þessara aðila. Niðurlag Andstöðu margra Íslendinga gegn erlendri ásælni er ekki beint gegn eðlilegu alþjóðlegu samstarfi, né gegn tækniþróun og aukinni fjöl- breytni í atvinnulífinu. Andstaðan er byggð á þeirri staðreynd, að lítið samfélag, eins og okkar, þolir illa að öflugir erlendir hagsmunaaðilar, sem starfa i skjóli pukurs og alræðisvalds forstjóra, fái hér starfsaðstöðu. i kjölfar slíkrar aðstöðu, fá slíkir aðilar tækifæri til að beita áhrifum sinum á íslenska fjölmiðla, fá ítök í félagasamtökum og þrýstihópum og hafa frjálsar hendur til að kaupa sér hollustu dyggra þjóna meðal lands- manna. Um það, hvernig erlent fyrir- tæki notar aðstöðu sína hérlendis til hins ítrasta, verður fjallað í annarri grein. Klias Davíðsson. ^ .. Eitt dæmi til viðbótar um þá vernd, sem er verið að veita erlendum aðilum á íslandi, er að fínna í ósamþykktu frumvarpi til laga um „upplýsingaskyldu stjórnvalda”. Þar er m.a. kveðiö á um, að fyrirtæki, sem eru aðeins að hluta í eigu ríkisins, skuli undan- þegin ákvæðum frumvarpsins. í Ijósi þess, að rætt er um stóriðju í hlutaeign ríkisins, verður tilgangur áðurnefndrar undanþágu ljós....”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.