Dagblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13.SEPTEMBER 1980. 3 Símtalið slitið fyrirvaralaust Spurning dagsins ,,Kona i Breiðholti” hringdi: Ég var að tala mjög áríðandi símtal þegar þvi var skyndilega slitið og sím- anum lokað. Eg hringdi því úr næstu íbúð í simstöðina og bað um skýr- ingu. Var mér þá sagt að ég skuldaði símareikning upp á 70 þúsund. Þennan sama reikning hafði ég þó borgað viku áður og var ég með kvitt- unina í höndunum. Svona háttalag hjá Pósti og síma er fyrir neðan allar hellur. Starfsfólkið virðist vera heilaþvegið af þessari vit- leysu. Ég hef alltaf greitt mína sím- reikninga á réttum tima og aldrei hefur símanum hjá mér verið lokað. Síðan biðjast þeir ekki einu sinni af- sökunar heldur búa bara til einhverja sögu sem síðan er hent í mann. Ágúst Geirsson, skrifstofustjóri sím- stöðvarinnar svaraði: í umræddu til- felli var símanum ekki lokað heldur ' mun samtalið hafa rofnað vegna bil- unar í símstöðinni. Um var að ræða simtal út á land. Ég vil taka það fram að við höfum að sjálfsögðu enga löngun til að loka símanum hjá fólki sem greiðir sína reikninga. KVEDJA TIL ÚTVARPSÞULA Ásdís Kvaran skrifar: Hér með bið ég þuli ríkisútvarpsins heils hugar afsökunar á ögn hvat- skeytslegu og villandi orðalagi ntinu i þeirra garð i Dagblaðinu 8. septem- ber 1980, og vænti þess, að ég hafi ekki sært þularstéttina holund, beinund eða mergund. Um málsmekk má að eilífu deila en þar getur greinilega öllum skjátlazt. Því ber að hafa i liuga, að „smekkur- inn, senr að kemst i ker, keiminn lengi eftir ber.” Með vinsemd og virðingu. SA ALLTI EINU ALVOPNAÐAN HERMANN „Argur Breiðhyltingur" hringdi: Ég upplifði nokkuð óþægilegt í morgun er ég var að fara í vinnuna. Þegar ég var að beygja upp á Elliða- vogsbrúna sá ég skyndilega alvopn- aðan hermann. Brá mér þá svo hrottalega að ég var næstum þvi kominn aftan á næsta bíl. Vil ég beina því til lögreglunnar að hún sjái til þess að óbreyttir borgarar verði ekki fyrir svona uppákomum sem gætu valdið stórslysum. í> llermennirnir umtöluðu revndust vera herstöðvaandstæðingar i hermanna- leik. DB-mynd: Einar. / Vettlingasaumurinn: Tilvalin heimilisvinna — Æfingin skapar meistarann Móeiður Jónsdóttir hringdi: Mig langar að skýra frá minni reynslu í sambandi við vettlinga- sauminn fyrir 66° norður. Ég hef saumað vettlinga fyrir þá í 6 ár. Mín afköst eru um 20 pör á klukkustund þannig að tímakaup mitt er 2400 kr. Ég fæ verkefnið sent á hálfsmánaðar- fresti og ef ég klára yfir 400 gallalaus pör á tímabilinu fæ ég 10% bónus. Einnig útvegar fyrirtækið manni þá sérstakt áhald sem sparar 17% í vinnu. Mér finnt þetta alveg tilvalin heimilisvinna, hraðinn kemur með æfingunni og hægt er að nota flestar venjulegar saumavélar. Það tók mig um mánuð að ná upp góðum vinnu- hraða. Ég hef komizt upp í 240 pör á dag en nú orðið læt ég mér nægja 600 pör á hálfum mánuði. 120 kr. eru borgaðar fyrir parið þannig að hver og einn getur nú reiknað út hvað hægt er að hafa upp úr þessu. Auðvitað hefði ég ekkert á móti því að fá meira en það er önnur saga. MIKLATORGI Opið 9-21 - Sími 22822 Helgartilboð Afsláttur af öllum hvítum kera- mikhlómapottum. CASfO FX-ioo • Algobro og 44 visindalegir mögu- leikar. • Tvær venjulegar rafhiöður sem endast i 7.500 kkikkustundir. • Slekkur af sjálfu s6r og minniö þurrkast ekki út • Almenn brot og brotabrot • 1 árs ábyrgö og viðgerðarþjón- usta. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Bankastræti 8 — Simi 27510 Ef þór byðist vikuferð til einhverrar stórborg- ar, hvert myndir þú fara? Erla Árnadóltir húsmóðir: Til Parísar. Hulda Gústafsdótlir nemi: Til London, þar er svo margt að skoða. Margrét Jóhannesdóttir húsmóðir: Eg myndi kjósa London. Ég hef búið þar. Guðrún Óskarsdóllir kennari: Ætli ég myndi ekki vilja fara eitthvað langt, t.d. til Kína. Þórhallur Sigurjónsson vörubilstjóri: Ég færi beint til Los Angeles. Þar hef ég verið og kunni mjög vel við mig þar. Karl Sævar Jónsson tölvari: Eg færi sennilega til Hong Kong.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.