Dagblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 10
BIAÐIÐ irjálst, úháð datgblað Utgefandi: Dagblaöið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómor Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoðarf róttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrfmur Pélsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Adi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stofánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Erna V. IngóHsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnlerfsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Siguröur Þorri Sigurðsson, og Sveinn Þormóösson SkrHstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorleHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Sfðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrífstófur Þverholti 11. Aöalsfmi blaðsins er 27022 (10 Ifnur). Sotning og umbiot: Dagblaðfð hf., Síöumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sfðumúla 12. Prentun Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskríftarverö ó mónuði kr. 5.500.- Verö i lausosölu 300 kr. eintakið. Hið neikvæða vinnsluvirði Fróður maður reiknaði út fyrir nokkrum árum, að það væri neikvæð iðja að nota íslenzka kú til að breyta innfluttum fóðurbæti í mjólk, ef selja ætti mjólkina á heimsmarkaðsverði. Ódýrara væri að flytja inn mjólk og spara kúna. Margir telja offramleiðslu landbúnaðarafurða til gildis, að hún afli nokkurs gjaldeyris. Þeir segja, að einhver gjaldeyrir sé betri en enginn. Staðreyndin er hins vegar sú, að landbúnaðurinn eyðir meiri gjaldeyri en hann aflar. Á aðra vogarskálina getum við sett allt kjöt, mjólkurduft, osta, ull, teppi, lopa, band, prjónavörur, skinn og húðir. Semsagt allan útflutning afurða land- búnaðarins og búvöruiðnaðarins, að ullariðnaði meðtöldum. Hinum megin getum við sett innflutt skepnufóður, áburð, vélar og tæki, svo og eldsneytið, sem notað er í landbúnaði. Þessi innflutningur er samtals dýrari í gjaldeyri en það sem fæst í staðinn í hina vogarskálina. Ef við ímyndum okkur, að enginn landbúnaður dilkakjöts og mjólkurafurða væri hér á landi, þá mundi dæmið líta þannig út, að við spöruðum tölu- verðan gjaldeyri upp í innflutning þessara sömu afurða. Þar á ofan mundum við spara töluverða fjárfestingu og starfskrafta til margvíslegrar iðju, sem annaðhvort mundi spara gjaldeyri eða afla hans beint. Svo hláleg er staða landbúnaðarins í þjóðarbúskapnum. Þjóðhagsstöfnunin upplýsir, að á þessu ári verði sóað sextán milljörðum króna í fjármunamyndun í landbúnaði. I þessari tölu eru stvrkir hins opinbera, lán ýmissa sjóða suxnana og banka, svo og eigið fé bænda. Fjárlög upplýsa, aó a þessu áii verði sóað 33 milljörðum króna til viðbótar í uppbætur og niður- greiðslur. Þetta er herkostnaður skattgreiðenda af óhóflegri fjárfestingu í landbúnaði síðustu áratugina. Þessar tölur gera samtals 49 milljarða, en segja þó ekki alla söguna af uppihaldskostnaði landbúnaðar á íslandi. í ofanálag mundi vöruverð lækka, ef inn- fluttar vörur á borð við smjör og osta kæmu í stað íslenzkra. Dagblaðið benti á það í gær, að innflutt smjör mundi kosta neytendur og skattgreiðendur tvo millj- arða króna á ári í stað þeirra níu milljarða króna, sem innlenda smjörið kostar neytendur og skattgreiðendur nú. Hér hefur verið bent á, að ofan á allt annað böl sogar landbúnaðurinn til sín meiri gjaldeyri en hann og búvöruiðnaðurinn aflar. Allar þessar staðreyndir sýna, að þjóðin þarf að vinna að örum samdrætti land- búnaðar. Að baki ástandsins liggur hörð samkeppni vel tækni- væddra ríkja tempraða beltisins við landbúnað okkar á mörkum freðmýrabeltisins. Við ráðum ekki við land- búnað og eigum að snúa okkur að fiski, orku og iðnaði. Margt hefur orðið íslands óhamingju að vopni. Ekkert eitt atriði vegur þó þyngra en landbúnaðurinn. Hann hefur í lífskjörum dregið okkur aftur úr nágrannaþjóðunum. Hann stendur í vegi fjárfestinga í framtíðargreinum. Bændur bera sjálfir lítið úr býtum þessa Bakka- bræðraleiks. Þeir eru láglaunastétt þjóðfélagsins, sumir hverjir í botnlausum skuldum. Þeir eru meira að segja bundnir átthagafjötrum búalaga, sem meina þeim sölu jarða á sannvirði. DAGBLADIÐ. LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980. /— .................................. Krafan um óháð verkalýðsfélög ekki ný af nálinni: Sjóliðamir í Kron- stadt fyrir 59 árum Verklöllin og ölgan i Póllandi liafa vakið marga lil umhugsunar um það ásland, sem nú rikir i löndunum aust- an við járntjald. Ekki þaðaðástand- ið nú sé eitthvað frábrugðið þvi sem verið hefur undanfarna áratugi, heldur rniklu fremur hill, að krölur verklallsmanna i Gdansk eru nánast hinar sömu og sjóliðarnir i Kronstadt setlu franv, þá þeir gerðu uppreisn fyrir 59 árum. Svo virðist því, sem al- menningur i austantjaldslöndunum sé i sömu sporum nú og fyrir tæpum 60 árum, ekkerl virðist hala þoka/l i ált til betra þjóðfélags. Kronsladt er eyja skammt út al l.eningrad (sem þá hél Pétursborg) og þar var árið I92l aðalhöfn Eyslrasaltsflota Rússlands. Athygli vekur að bæði Kronstadl og Cidansk eru hafnir við Eystrasall. þótl Gdansk sé að visu töluvert veslar. Veturinn I920—21 var óvenjii erfiður Ivrir marga Rússa. Einkanlega lagðisl hann Itart á borgarbúa, sem lifðu við snlt og seyru. Malar- skömmtun var slröng, þar sem borg- arastvrjöld var nýlokið i landinu, og gekk Iterinn þvi eðlilega lyrir. Pá var lilið um kol og eldivið. Seinni hlula febrúarmánaðar Itöfðu verklöll staðið vllr i Péturs- horg. Hinn 27. þess mánaðar lýstu verkfallsmenn yl'ir þvi i samþykkt, að alger breyting væri nauðsynleg á slefnu sljórnarinnar. Í fyrsta lagi yrði að veita verkamönnum og bændum Irelsi, þar sem þeir vildu ekki búa við lög og reglur bolshevika, heldur vildu ráða örlögum sinum sjálfir. Þá var þess krafizt að allir sósíalistar og ófiokksbundnir verkamenn yrðu leystir úr haldi, að herlögum yrðu af- lélt og að lunda-, mál- og prentfrelsi vrði aftur fært i lög. l orystumenn bolshevika bjuggust sterklega við þvi að verkantennirnir i Pélursborg myndu gera uppreisn, og var hernum þvi skipað í viðbragðs- stöðu. En að það yrðu sjóliðarnir i Kronstadt, sent tækju al' skarið. Itöfðu sljórnvöld aldrei látið sér til liugar konta. Kronsladt var slolt boíshevika. Sjóliðarnir þaðan Itöfðu ávallt verið i fyl kingarbr jósti byltingarinnar. Á límum tsarsins liöfðu þeir eitt sinn gerl uppreisn, þeir hö.l'ðu átt ntikinn þátl í að konta Kerensky lil valda i júli 1917 og l.enin i valdastól i októ- ber santa ár. I borgarastyrjöldinni Itöfðu þeir varið Pélursborg fyrir herjum hvilliða, ogaðallra ntati voru þeir hollir bolshevikum og sannir byltingasinnar. Hinn I. mar/ 1921 héldu þessir sömu sjóliðar l'und, sem sóttu utn 15.000 manns. A fundinum voru eftirlarandi kröfur samþykktar: Mál- og prenlfrelsi verði aftur sett i lög, svo að pólitiskir flokkar og samtök geti notið þess. Stofnuð verði óháð verkalýðsfélög. Byltingarsinnuðum pólitískum föngunt verði sleppt úr haldi. Látið sé af opinberunt áróðri. Korninnheimtan i sveitunum verði stöðvuð og loks að handverksmenn fái fúllt alvinnufrelsi. Krölur þessar bera hvorki vitni gagnbyltingarhugmyndum né virðast þær harkalegar eða óaðgengi- legar. Þær endurómuðu kröfur verk- lallsmanna i Pétursborg, enda áttu sjóliðarnir og verkantennirnir svip- aðra Itagsmuna að gæta. í ntar/ 1918 Itöfðu bolshevikar tekið upp rit- skoðun. Litlu siðar Itófst korninn- heimtan í sveitunum, sem nauðsynleg var til að trvggja nægt frantboð á matvælum i þéttbýli. Í kjöllar borg- arastyrjaldarinnar 191 8 fylgdi hver aðgerðin á eltir annarri, sent allar miðuðu að þvi að hefla l'relsi ein- staklingsins. Aðgerðir þessar voru allar taldar ttauðsynlegar vegna liins ótrygga ástands, sem i Sovétrikjun- um rikli. En þegar borgarastyrjöld- inni lauk, leil ekki út fyrir að nein breyting ætti að konta til. Það var af þessum orsökum, sem Kronstadt- sjóliðarnir sáu sig knúða til að gera uppreisn. Uppreisnin i Kronsladt var þegar bæld niður af mikilli grimmd. Að visu voru sjóliðununt boðqir þeir afarkostir að gefast upp eða vera skotnir eins og endur á polli, eins og yfirmaður Rauða hersins Trotsky komst að orði, en uppgjöf kont aldrei lil ntála. Það tók tvær vikur að bæla uppreisnina niður og voru flestir upp- reisnarntanna drepnir I átökununt. Ijölmargir voru einnig teknir höndunt, og var verið að laka þá af lifi næstu niánuði. Þá náðu einnig nokkrir að flýja til Finnlands. r ERLEND ST0R- IÐJA Á ÍSLANDI GEGN LÝÐRÆÐI Nokkrir valdamenn hafa að nýju liafið áróður fyrir erlendum málm- iðnaði, öðru nafni stóriðju. Einkunt hala tveir einstaklingar úr röðum ís- lenskrar valdastéttar viljað verða ntilligöngumenn erlendra fyrirtækja í þessu máli: Jóhannes Nordal, Seðla- bankastjóri og stjórnarformaður Landsvirkjunar, og Geir Hallgrims- son, lörmaður Sjálfstæðisflokksins. Rétt er að geta þess, að hvorugur þessara ntanna hefur í hyggju að hætta eigin fjármagni til framdráttar hugmvndum sínunt, lieldur reyna báðir að ielja landsntenn á að veila -.er. eða fulliiúum sinunt, umboð til að lena samstarfs við erlenda einok- unarhringi. Lýðræði, hvað er það? Það er almenn skoðun, að lýðræði standi hér á traustum grunni. Full- yrða ntá, að þorri landsmanna virðir lýðræðislega þjóðfélagshætti. Gróska i félagslífi og margvisleg opinber untræða á síðum dagblaða endurspeglar m.a. þessa almennu af- stöðu. Það er því Ijóst, að i hugum manna er lýðræði ekki einungis tengt þingkosningum, heldur öllu sent lýtur að ákvörðunum er snerta satnfélagið i heild, eða einstaka þætti þess. Lýð- ræði útheimtir að þátttakendur í um- ræðu og i stefnumörkun fái réttar, tintanlegar og viðeigandi upplýsing- ar, þannig að þeir geti með sjálf- stæðum hætti gert upp sinn hug til viðkomandi ntálefna. Lýðræðið krefst þvi þess, að skipan santfélags- ins sé „gegnsæ”, þ.e. að leynd unt sameiginleg málefni sé haldið í lag- ntarki. Með fáum undantekningum Kjallarinn Elías Davíösson ættu upplýsingar um efnahagslífið, um rekstur stofnana og fyrirtækja, um opinbera samninga o.þ.h. að vera ölium aðgengilegar. Svo virðist sem bæði undirbúningi og starfrækslu erlendra stórfyrir- tækja á íslandi fylgi ólýðræðisleg málsmeðferð og mikil leynd. Ólýðræðislegur undirbúningur erlendrar stóriðju Undirbúningi að samningum við erlenda aðila hefur frá öndverðu fylgt mikil leynd. Jafnvel þeir, sem vilja fylgjast með framvindu samn- inga við erlenda aðila, eða undirbún- ingi þeirra, fá litlar sem engar upplýs- ingar. Einkum er hér átt við alþingis- menn og fulltrúa fjölmiðla. Sumir samningar eru ekki einu sinni birtir, þótt þeir skerði fullveldi Íslands (t.d. lánasamningar Landsvirkjunar við erlendar fjármálastofnanir). Og leyndin hverfur ekki þótt samn- ingarnir hafi verið gerðir, birtir og langur tími sé liðinn frá undirrilun þeirra. Undirritaður hefur t.a.m. reynt að fá að kynna sér gögn um undirbúning samninganna við ALU- SUISSE. i bréfi til iðnaðarráðuneytis frá því í april s.L, er þess farið á leit að ráðuneytið heimili undirrituðum að kynna sér gögn Stóriðjunefndar, sem starfaði upp úr 1960. Svar ráðu- neytisstjóra, Páls Flygenring, var: NEI. Ákvörðun hans var ekki byggð á neinum lagaákvæðum, heldur þeirri embættislegu hefð að neita al- menningi um upplýsingar af þessu tagi. Almenningur verður þvi enn að bíða uns allur sannleikur í þessu mjög svo umdeilda máli kemur í Ijós. Sams konar afstöðu mætir maður i Seðlabanka og í fleiri stofnunum, þegar leitað er upplýsinga um samn- inga og samskipti við erlend fyrirtæki og erlenda banka. Undirritaður liefur t.d. beðið bankastjórn Seðlabankans um heimild til að kynna sér gögn unt samskipti Seðlabankans við Alþjóða- bankann og Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn á árunum I958—1966. Á þeim árum var mótuð stóriðjustefnan, sem Seðlabankastjóri hefur beitt sér fyrir með aðstoð Alþjóðabankans. Bréf undirritaðs var sent í april s.l., en þrátt fyrir fimm simtöl við banka- stjóra Seðlabankans, hefur ekkert svar borist þaðan, né heldur er svars að vænta.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.