Dagblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 13.09.1980, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1980. 14 NÆSTUM FULLKOMINN: HELGITÓMASSON Eitt virtasta danstímarit veraldar er Ballet News sem gefið er út i Banda- ríkjunum mánaðarlega. Helgi Tómasson ballettdansari er greinilega maður júlí-mánaðar því þá helgar tímaritið honum forsíðu sína, plakat, auk þess sem um hann er skrifuð vönduð grein í timaritið. Höfundur hennar er ballettgagnrýnandinn Eric Taub og nefnist greinin ,,Just about. perfect” eða Næstum fullkominn. Ekki ónýtur vitnisburður það. Greinin fer hérá eftir: „Það eru smáatriðin í dansi Helga Tómassonar sem heilla mann mest: hvernig hann þenur út brjóstkassann þegar hann kcmur inn á sviðið i Cortége Hongrois við hlið mótdans- ara síns, spennan og stillingin í úllimum hans í Danssvitunni (úr „Dybbuk útsetningunum”) sem gefa til kynna mikla, en niðurbælda orku, fjaðurmögnuð en snögg hrynjandin i tvídansi hans úr Kermesse in Bruges og kyrrlátur þokki hans i látbragðs- leik Coppelíueða Harlequinade. Til eru margir frábærir dansarar sem eru eftirminnilegri en Helgi, séðir tvisvar eða þrisvar, en fáir dansarar gefa manni eins mikið, ár eftir ár. Núna i júlí heidur þessi 37 ára gamli dansari frá íslandi upp á það í listamiðstöðinni i Saratoga, að tiu ár eru liðin síðan hann dansaði l'yrst opinberlega með New York City ballettinum. Þau ár sem hann var með City ballettinum og síðan .loffrey og Harkness dansflokkun- urn, hefur hann kennt áhorfendum ýmislegt um tækni og dansstil, um það hvernig lækni verður að sannri list. Miðill fyrir tónlistina Dansmáti Helga er hreinlegur og án óþarfa hreyfinga og er ætið í samræmi við undirstöður hins klassiska dans og vilja danshöfunda. Hann sýnir ntanni hve mikilvægt það er að hvert einasta smáatriði sé rétl hugsað og hvernig öll smáatriðin verða að lúta heildinni á sem ein- faldastan hátt. Þannig vcrður til ægi- fagur, háklassískur dans. Helgi notar aldrei tækniþekkingu sína til að láta á sér bera sem persónu. Þegar ntaður sér hann að verki, virðist hann oft algjör andstæða nútímadansarans, þess sem virðist ævinlega dansa hlut- verk hetjunnar i örvæntingarfullri barátlu við riáttúruöfl. Þess i slað virðist hann sem miðill sem listin talar í gegnum, — andi sem borinn er ttppi af tóniist eða þyngdaraflinu sjálfu. Lýtalausar hreyfingar hans virðast taka mið af rúminu i kringum hann, eins og rúmið væri leir í mótun. Helgi virðist fullkomin ímynd hins háklassíska stils, hinnar klassísku línu í limaburði. „Þessi klassíski limaburður er honum meðfæddur. Það er ekki hægt að kenna hann.” segir David Howard sem var ballettmeistari Harkness flokksins forðum. Hófstillt fullkomnun Framkoma Helga og hin hófstillta fullkomnun í dansi hans virðist hafa góð áhrif, bæði á áhorfendur og meðdansara hans. „Hann róar mig alltaf,” segir Patricia McBride sem oftast hefur dansað á móti honum. „Stundum þegar ég er taugaóstyrk áður en dansinn hefst, þá brosir hann Plakat úr timaritinu. til mín og þá veit ég að allt verður í lagi.” Sú innri ró sem umlykur Helga á sviði, fylgir honum að dansi loknum eins og mér varð ljóst þegar við ræddum saman í búningsherbergi því sem hann hefur ásamt Jacques d’Amboise í New York Stake Theat- er. Honum liggur lágt rómur og hann talar af hreinskilni, með syngjandi hreim Norðurlandabúa, um feril sinn og dansmáta. Hversdagsföt Helga eru eins og dans hans — í fínlegum blæbrigðum mildra lita: Ijósbrún og brúnleit. Mest áberandi við hann eru stór, dökk augun og sterklegar hendurnar sem minna á að hann er ekki bara tal- inn afburða meðdansari, heldur vann hann á unglingsárum sínum á íslandi hörðum höndum upp lil sveita á sumrin. Hann er tæplega 1.68 metrar á stærð og er því i styttra lagi þegar um dansara er að ræða, en líkams- bygging hans er hins vegar i hárrétt- um hlutföllum. Samanborið við marga aðra karldansara er Helgi smágerður, bak hans og fætur eru óvenju beinir og fótaburðurinn næstum fullkominn. Þess vegna er líkami hans sem gerður fyrir hreinlegan, skýrt hannaðan dans, því hann dregur ekki athyglina frá þeim hreyfingum sem hann vill koma til skila. Að láta dans sýnast auðveldan „Ætli ég hafi ekki verið þjálfaður i því að láta dansinn sýnast auðveldan og hreinlegan, þannig að bygging dansverksins (kóreógrafían) væri öllum ljós,” segir Helgi. „Hann sóar ekki kröftum sínum. Og hann sóar ekki tíma áhorfandans, því hann kemur sér beint að efninu,” segir Howard, fyrrverandi ballettmeistari Helga. Fótfimin er undirstaða þeirra tæknilegu atriða sem Helgi fram- kvæmir manna best: snúning og fóta- slátt (batterie). Það eru engin frávik og ekkert hik að finna í hinum marg- földu pírúettum hans, — hann snýr sér á hæl eins og ekkert væri eðli- legra. Fótaburður annarra dansara er kannski kraftmeiri, hraðari og skref þeirra ákveðnari eða kvikari. Fóta- burður Helga er fínlegur, en samt gæddur meiri fullkomnun. Beinir fætur hans og skarpar hnébeygjur gera úr hverri hreyfingu læsilega Alþjóðlegt danstímarit hyllir Helga danseiningu. Vegna gamalla meiðsla í baki getur Helgi nú ekki stokkið eins hátt og áður, sem gerir ekkert til, því slík heljarstökk eru ekki hluti af stíl hans. Hringstökk hans minna mann ekki á hringekju á ofsahraða. Þess i stað virðist hann svífa rétt fyrir ofan sviðsgólfið þar sem hann markar sér rúm, — knúinn áfram af ósýnilegum hvirfilbyl. Hann drekkur I sig rýmið, yfirtekur það betur en nokkur annar dansari. Eg verðaðláta sviðið sýnast lítið „Hér höfum við stórt og rúmgott svið. Maður gæti dansað á því miðju, — og horfið sjónum. En vegna þess hve ég er lágvaxinn verð ég stöðugt að hreyfa mig. Ef ég þarf að dansa á ská yfir sviðið, þá fer ég alla leið út í horn og dansa skáhallt yfir sviðið, út í hornið á móti. Ég læt líta svo út sem sviðið sé oflítið fyrir mig.” En Helgi dansar ekki eins og eldi- brandur, því hann mótar tiibrigði dansins af meðfæddu öryggi, meðvit- aður um staðsetningu sína hverju sinni. í Donizetti Variations dansar hann sikk-sakk fram eftir sviðinu í stökk- um, jéte-coupés, og færir sig i sífellu til á meðan. Aðrir dansarar snúa þessu atriði gjarnan yfir í óregluleg hliðarstökk. Þegar Helgi á i hlut, má sjá nákvæmlega hvernig stökkin verða til. „Svona er ég,” segir Helgi þegar hann er spurður um framvindu þessa dans, „ég vil hafa hlutina nákvæma, hreina og klára. Það á að vera hægt að sjá greinilega hvernig atriði er samansett”. Kjarni dansstíls Helga er ekki tæknileg snilld hans, heldur djúp- stæð tilfinning hans fyrir tónlist og hljóðfalli hennar. Að dansa sig inn í tónlistina Hann dansar „innan í” tónlistinni, ekki sem limdur við hvern tón og forðast að snúa dansinum upp í löng atriði. „Ég hlusta á tónlistina og hugsa með mér, hvað er hún að reyna að segja mér. Þannig held ég að Balanchine semji dansa sína. Fólk segist „sjá” tónlistina þegar það horfir á dansa hans. Þannig vildi ég geta dansað,” segir Helgi. c ÞÍÓnUSta Þjónusta Þjónusta j c Viðtækjaþjónusta Sjónvarpsviðgerðir Heima eda á Verkstæði. Allar tegundir. 3ja mánaða ábyrgö. Skjárinn, Bergstaðastrati 38. Dag-, ksöld- og helgarsími 21940. Sjónvarpsloftnet. Loftnetsviðgerðir. Skipaloftnet, íslanzk framleiðsla. Uppsetningar á sjónvarps- og útvarpsloftnetum. öll vinna unnin af fagmönnum. Árs ábyrgð á efni og vinnu. SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIIM HF Siöumúla 2,105 Reykjavik. Simar: 91-3?090 verzlun — 91-39091 verkstæði. /Jk c Jarðvinna-vélaleiga ) Véla- og tækjaleiga Ragnars Guðjónssonar, Skemmuvegi 34, símar 77620, heimasími 44508 Loftpressur Hrærivélar Hitablásarar Vatnsdælur Slípirokkar Stingsagir Heftibyssur Höggborvélar Beltavélar Hjólsagir Steinskuröarvél Múrhamrar Traktorsgrafa til leigu Traktorsgrafa til leigu i stærri sem minni verk. Auðbert, Högnason, simi 44752 og 42167. Kjarnaborun! Tökum úr steyptum veggium fyrir hurðir, glugga, loftræstingu og : ýmiss konar lagnir. 2". 3". 4". 5". 6". 7" borar. Hljóðlátt og ryklaust. Fjarlægum múrbroiið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskaðer. hvar sem er á landinu. Skjót og góð þjónusta. KJARNBORUNSF. Símar: 28204 — 33882. L OFTPRESSU- LEIGA Vélaleiga HÞF. Sími52422. TEK AÐ MÉR MÚRBROT, FLEYGANIR OG BORANIR. MARGRA ÁRA REYNSLA. Traktorsgrafa til leigu Traktorsgrafa til leigu í stærri sem minni verk. Sími 72540.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.