Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.09.1980, Qupperneq 9

Dagblaðið - 17.09.1980, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980. 9 Söngvarinn John Denver og spámaðurinn Werner Erhard kyssa hér Buckminster Fuller á skallann og óska honum til hamingju með daginn. Buckminster Fuller 85 ára Hugmynda- bankiopnaður í tílefni dagsins Heimspekingurinn og hugsjóna- maðurinn R. Buckminster Fuller varð 85 ára gamall fyrir nokkru. Um leið og hann hélt upp á afmælið sitt var haldið upp á 63 ára brúðkaupsafmæli hans og Önnu konu hans og vígslu nýs hug- myndabanka í Colorado. Auk Fullers á dægurlagasöngvarinn John Denver mestan heiður af bankanum. í bankanum, sem byrjað var að reisa árið 1976, á að vera miðstöð hug- mynda um samræmi í náttúrunni í umhverfi einstaklinga, hópa og á óbyggðum svæðum. Anna Fuller sker afmælistertuna sem var skreytt með eftirlikingu af kúluhúsinu hans Fullers. Buckminster og 200 gestir afmælis- veizlunnar dáðu mjög hinn nýja banka. Eldri verk meistarans voru einnig til sýnis fyrir gestina. Frægast þeirra er líklega kúluhúsið sem byggt er úr þri- hyrningum. Slíkt hús úr tjalddúk höfðum við reyndar uppistandandi hér á landi í nokkra mánuði en húsið vestur í Bandarikjunum er úr plexí- gleri. Einnig má nefna orkusparandi bíl Fullers sem hann nefnir Dymaxion. Rikisstjóri Colorado lét svo lítið að mæta í afmælisveislu Fullers. Fuller dró hann út í horn og hélt honum langa tölu um mannfjölgun og húsnæðis- vanda. Spámaðurinn Werner Erhard gekk á meðan um á meðal gesta og predikaði sjálfsstjórn. Gestunum var einungis boðið upp á veitingar náttúru- legrar gerðar því Fuller er eindregið á móti hvers kyns kemískum efnum. Hann Ieggur áherzlu á að matur sé unninn sem minnst og þá við sem frum- stæðastar aQstæður. Undir borðum söng John Denver ljóð sem hann hafði samið í tilefni afmælisins og gestir skáluðu fyrir afmælisbarninu. Öllum virtist þykja vænt um þennan aldna en síunga speking og vita þeir íslendingar sem hlustað hafa á hann í þau tvö skipti sem hann hefur komið hingað líklega ástæðuna. Köttur lendir í þvottavél — heppilegt aö hún var stillt á mislitt en ekki suðu Flest getur skeð. Dönsk húsmóðir var að þvo af heimilisfólki sínu i vik- unni sem leið og átti sér einskis ills von. Hún var rétt búin að setja vélina I gang þegar henni fannst hún heyra úr henni einhver undarleg hljóð. Eftir nokkrar mínútur ákvað hún að stöðva vélina og líta inn í hana. Þá sá hún hvar hausinn á heimiliskettinum gægðist út innan um skyrtur og sokka, og var heldur úfinn og vesald- arlegur. Hún hafði aðeins brugðið sér frá þegar hún var búin að setja tauið í vélina og á meðan hafði kötturinn fengið þá hugmynd að hoppa upp í hana.Þegar hún kom aftur lokaði hún vélinni grandalaus og setti hana í gang. Það var þotið á næsta dýraspítala með kisu og höfðu læknarnir þar aldrei fengið hliðstætt sjúkdómstil- felli. Skoðun leiddi í ljós að það var ekkert að kettinum nema það að hann hafði fengið of mikla sápu i augun og klæjaði undan. „Það var eins gott hann lenti ekki i suðuþvotti,” sagði læknirinn. „Það bjargaði lífi hans að vélin var stillt á lágan hita og lítið vatn.” Það er líka alltaf sagt að kettir hafi níu lif! ► kannski maöur skelli sér í þurrkarann næst? Halston í heimsferðalagi með hóp af tízkusýningarstúlkum Halston, fatahönnuðurinn heims- frægi, er á hnattferð þessa dagana með tólf þekktum amerískum 'ízkusýninga- stúlkum og einum af fösiu viðskipta- vinunum sinum, — Biöncu Jagger. Fyrsti viðkomustaðurinn í ferðinni er Peking. Þangað er Halston boðið af kínversku stjórninni og stjórnendum silkiframleiðslu landsins. Halston hyggst sýna Kinverjum silki- fatnað sinn, — ekki af því tð þeir saumi ekki nógu góðar silkiflíkur, heldur því að „ég vona að ég geti gefið þeim einhverja hugmynd um hvað Bandaríkjamenn vilja,” sagði hönnuðurinn áður en hann lagði af stað frá New York. GOLDIE HA WN ER AÐ MISSA MANNINN Söngvarinn Bill Hudson hefur óskað eftir skilnaði frá eiginkonu sinni, leikkonunni Goldie Hawn. Þau hjónin hafa verið gift um nokkurra ára skeið og eiga saman tvö börn. Goldie Hawn er nú orðin 34 ára gömul. Hún varð fyrst fræg fyrir að geta flissað endalaust i sjónvarps- þættinum Laugh-ln sem naut tals- verðra vinsælda á sjöunda áratugn- um. Árið 1969 hlaut hún óskarsverð- launin fyrir beztan leik i aukahlut- verki i kvikmyndinni Kaktusblóm. Hún stjórnar nú sinni fyrstu kvik- mynd, Private Benjamin, og fer jafn- framt meðaðalhlutverkið. Bill Hudson er einn þeirra sent skipa söngsveitina Hudson Brothers. TÍMARNIR TVENNIR OG HRAÐINN ÓLÍKUR Franski flugmaðurinn Mauriee Bellonte (efst í vinstra horni) er orðinn 84 ára gamall. í síðustu viku tók hann sér far með Concorde þotu frá Air France frá París til New York. Þotan flaug með 1.350 mílna meðalhraða og vantaði fimmtán mínútur uppá að vera fjórar klukku- stundir á leiðinni. — Bellonte var aldeilis ekki að fara í fyrsta skiptið yfir Atlantshafið í flugvél. Fyrir nákvæmlega fimmtíu árum fiaug hann næstum því sömu leið sem aðstoðarflugmaður Dieudonne Costes á einshreyfilsflugvélinni Spurningarmerkið. Árið 1930 voru þeir nú lengur en fjóra klukkutíma á leiðinni. Ferðin á Spurningarmerkinu tók nefnilega 37 klukkustundir og átján mínútur. Á myndinni upp til hægri eru Costes (til vinstri) og Bellonte í búningum sínum.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.