Dagblaðið - 17.09.1980, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17.SEPTEMBER 1980.
DB á ne ytendamarkaði
„Ég skil ekki af hverju varirnar á
mer verða bláleitar þótt ég noti
hárauðan varalit,” sagði einn af þeim
sem heimsótti básinn hjá Nestu á
Heimilinu 80 í Laugardalshöll. „Það
getur verið um að ræða sýrumyndun í
HVAMMSTANGIFIKRAR SIG
í ÁTT TIL SJÁLFSTÆÐIS
„Ég vildi að ég hefði tekið með
mér sýnishorn af kartöflunum sem
eru á boðstólum á Hvammstangai
þessa dagana,” sagði gestur í Dag-
blaðsbásnum í Laugardalshöllinni.
Þetta var Hólmfríður Bjarnadóttir,
sem reyndar er umboðsmaður Dag-
blaðsinsástaðnum.
Hún sagði að kartöflurnar sem
væru nýjar íslenzkar litu hreint ekki
ilia út en væru vondar á bragðið. Af
þeim væri hið versta moldarbragð.
Ekki vissi Hólmfriður hvaðan þessar
kartöflur eru ættaðar, hvort þær eru
ræktaðar norðan eða sunnan heiða.
Leitt er til þess að vita að lands-
menn skuli ekki geta gætt sér á
nýuppteknum kartöflum um há-
uppskerutímann.
Nýtt bakarí
Hólmfríður sagði okkur almenn
tiðindi fráHvammstanga.
„Við erum alltaf að fikra okkur •
upp í að verða sjálfstæð með sem
flesta hluti. Við erum nýbúin að fá
bakari og er almenn ánægja með
það. Við höfum okkar eigin kjöt-
vinnslu þannig að nú er meira og
betra úrval af matvöru en áður var.
Ekki má gleyma mjólkursamlaginu
okkar. Þar er framleiddur allur
brauðostur með rauðu skorpunni
sem seldur er í landinu. Stundaður er
talsverður sjávarútvegur, priónastofa
er á staðnum og auk þess er mikið
um byggingavinnu á Hvammstanga
því staðurinn er í mikilli
uppbyggingu.”
Hólmfríður sagði að engir
erfiðleikar hefðu verið fyrir skólafólk
og unglinga að fá þar vinnu í sumar,
m.a. vegna hinnar miklu og hröðu
uppbyggingar á staðnum. fbúar á
Hvammstanga eru nú um 550 talsins.
Þá minntist Hólmfríður á hita-
veituna, sem hún sagði íbúana mjög
ánægða með. Hún var tengd í árslok
1972, rétt áður en aðalorkukreppan
skall á í heiminum.
Nefndi Hólmfríður sem dæmi um
kostnað við hitaveituna að það kost-
ar nú um 25 þúsund kr. á mánuði að
hita upp meðalstórt einbýlishús. Vissi
hún dæmi þess að í álíka stóru húsi á
olíukyndingarsvæði varð kyndingar-
kostnaðurinn nákvæmlega 100 þús.
kr. hærri, eða 125 þúsund kr.
Hólmfríði varð starsýnt á hið
mismunandi vöruverð í Reykjavikur-
verzlunum sem vakin er athygli á í
DB básnum. Henni fannst þó að
fljótt á litið væri verð á nauðsynjum
á Hvammstanga ekki svo ýkja mikið
hærra heldur en í höfuðborgar-
verzlunum.
Hólmfríður var nokkuð ánægð
með það sem hún hafði skoðað á
sýningunni Heimilið ’80, en þau
hjónin komu í bæinn gagngert með
þremur bömum sínum til þess að sjá
sýninguna.
-A.Bj.
Nýir íslenzkir 3VEPPIR
íslenzkir sveppir eru komnir á
markað aftur eftir að hafa ekki
fengizt lengi. Vissir erfiðleikar eru
við að rækta þá þar eð þeir ná aldrei
að gefa það mikið af sér að unnt sé að
byggja varanlega aðstöðu til
ræktunarinnar. Aðstöðuleysið veldur
svo oft slakri uppskeru eða jafnvel
uppskerubresti. Sveppirnir eru dálítið
dýrir, kosta 7314 krónur kílóið.
Lengi var verð þeirra miðað við
verð á rækjum, en eru núna 114
krónum dýrari.
En þó sveppirnir þyki dýrir má
athuga það að engin ósköp þarf til
þess að gera hversdagsmatinn að há-
tíðamat. Sveppir, kraumaðir í
söltuðu smjöri og jafnvel soðnir upp
með rjóma, eru eitt það bezta
meðlæti sem hægt er að fá með
steikinni. islenzku sveppirnir eru
mun bragðmeiri og betri en þeir út-
lendu sem við fáum í dósum eða nýja
stöku sinnum.
- DS / DB-mynd E.Ó.
-
Það kostar yfir 100 þúsund krónur
AÐ VERA SV0LÍTIÐ SÆTUR
B0RNIN HRIFIN AF
MJÓLKURVÖRUNNI
— Matur og hreinlætisvörur rúml. 53 þús. kr. á mann
„Góðan daginn og kærar þakkir
fyrir síðast!
Ég og mitt fólk vorum meðal allra
þeirra sem nutum gestrisni ykkar á
„Heimilinu ’80”.
Ég er að senda ykkur minn fyrsta
seðil, en hef þó haldið „bókhald” í
hátt áþriðjaár.
Matur og hreinlætisvörur kr.
267.465 kr. eða 53.593 kr. á mann, er
svona eins og gengur. Börnin þrjú,
tveggja, fimm og niu ára, drekka
mikla mjólk og eru hrifin af allri
mjólkurvöru. Liðurinn „annað”
finnst mér dálítið teygjanlegt hugtak.
í þessum tæplega 450 þús. kr. er
m.a. afborgun af láni, afborgun af
barnahúsgögnum, sími, tryggingar,
tannlæknir, bensín, svo og föt og
snyrtivörur. Einnig höfum við staðið
skil á afborgun vegna húsakaupa.
í þessum mánuði greiðum við svo
rafmagn og heitt vatn, þannig að
liðurinn „annað” er síbreytilegur.
Svona í lokin vil ég taka undir
með gömlu konunni sem kvartar
undan „nýju islenzku kartöflunum”.
Þær teljast varla mannamatur.
Ég vona að Neytendasiðan eflist
með stækkandi Dagblaði. Beztu
kveðjur,
Guðlaug, Mosfellssveit”.
húðinni og þú verður að prófa þig
afar vel áfram með liti þangað til þú
hittir á þann rétta,” svaraði Svan-
hildur Tors snyrtifræðingur um hæl.
Hún leiðbeindi fólki i sambandi við
snyrtingu og var með snyrtivörur frá
Biodroga. Þær er hægt að fá víðs
vegar um bæinn, m.a. í apótekum.
Einnig fást þær úti á landi.
Ung stúlka kom aðvífandi og vildi
fá að vita hvað hún ætti að gera við
unglingabólur. Svanhildur sagði að
rétt væri að leita til húðsérfræðings.
Stórhættulegt væri að kreista bóíur.
Til væri nokkuð sem héti „peeling”.
Það er duft sem blandað er með vatni
og verður eins og þykkur grautur.
Þetta er borið á bólurnar og hreinsað
síðan af. Þetta nægir oft í vægum til-
fellum með bólur.
Svanhildur sagði að nú orðið væru
snyrtifræðingar í flestum snyrtiverzl-
unum sem gæfu fólki leiðbeiningar
um snyrtingu og hvað hæfði hverjum
og einum að nota.
En hvað kostar það þá að verða
pinulítið sætur? Svanhildur sagði að
Biodroga vörurnar væru mjög góðar
vörur, gerðar úr náttúrlegum efnum
og allar ofnæmisprófaðar. Verðið á
þeim væri ekki mjög hátt, en heldur
ekki lágt. Það væri einhvers staðar
þar á milli.
Bannað að tala um
hrukkur, húðin þornar
bara soldið
Hreinsimjólk frá Biodroga kostar
kr. 3.990, rakakrem kr. 4.150, and-
litsvatn kr. 6.700, dagkrem kr. 8.840,
næturkrem kr. 19.210. Það er alveg
bannað að segja að maður sé kominn
með hrukkur heldur hefur húðin
þornað svolítið á þessum eldri en 29
ára. Þá þurfa þær augnkrem á kr.
5.790.
Þetta var nú bara undirbúningur-
inn. Nú komum við að förðuninni
„Make up” kostar kr. 7.930, púður
kostar á bilinu 3 —4000 kr. „Konur
ættu ekki að nota „make up” og
púður nema á kvöldin eða þá við sér-
stök önnur tækifæri,” sagði Svan-
hildur. Litað dagkrem kemur þarna í
staðinn og kostar kr. 7.930. Kinna-
litur kostar kr. 7.360, varalitur 4.845,
augnskuggi kr. 5.130 maskari kr.
2.000 og varalitapensill kr. 1.705.
„Málari velur sér aldrei nema góð
áhöld og pensla. Það ættu konur
heldur ekki að gera,” sagði Svanhild-
ur.
Slík áhöld og penslar kosta á milli
15 og 20 þús. Ekki er allt búið enn,
því að svo þurfum við vitanlega að
lykta vel og setjum á okkur Eau de
toilette Verlene E.T. 30 ml kosta kr.
6.870, en 60 ml kr. 9.660.
Þetta kostar þá allt saman 110.460,
ef við reiknum með lægri tölunum.
Ungar stúlkur þurfa að greiða
minna fyrir sínar snyrtivörur. Þær
vörur eru öðru vísi.
En svo verður líka að athuga að
það er ekki nóg að eiga aðeins einn lit
af varalit eða augnskugga. Varla er
hægt að komast af með færri en 2
eða 3 því að litirnir verða að vera í stil
við fötin.
Það er þó ein huggun í þessu öllu
saman. Sjaldnast eru allar þessar
vörur keyptar í einu. Oftast er
eitthvað til i snyrtiveskinu.
-EVI.
Það má vist aldrei segja frá
ekki einmitt rétti aldurinn?
aldri kvenna en hún Svanhildur Tors snyrtifræðingur hefur verið 39 ára i dálitinn tíma. Er það
DB-mynd Einar