Dagblaðið - 17.09.1980, Page 16

Dagblaðið - 17.09.1980, Page 16
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980. 16 r---------------------------------- „Happy-end” eins og hjá þeim í Hollywood: EFTIR LANGAOG ÖRVÆNTING- ARFULLA LEfT AÐ HÚSNÆDI — fékk fjölskyldan loksins leigt — en hvað um hina? í eymd minni hefði ég tekið þetta samt en ég hreppti ekki hnossið og veit ekki hver var svo lánsamur að flytja þarna inn. Fyrir nokkru var svo auglýst nýtt raðhús í Árbæjarhverfi, ófrágengið að utan. Þangað átti einnig að hringja og gerði ég það. Eigandinn tók niður nafn mitt en sagði að ekki væru möguleikar á að skoða húsið strax. Leigan ætti að vera tvö hundruð og sextíu þúsund á mánuði og hálft ár fyrirfram. Þegar ég heyrði ekki frá honum í nokkra daga gerðist ég svo frek að hrin^ja í hann aftur. Þá sagðist hann hafa fengið mörg önnur tilboð. Fólk berðist um að fá hana og hann hefði ákveðið að hækka leiguna upp í þrjú hundruð þúsund. Grandvarir húseig- endur í stökustu vand- ræðum I neyð okkar ætlum við samt að taka hana ef við eigum kost á þvi, en endanlegt svar höfum við ekki fengið enn. Þó hefur hann gefið okkur vissar vonir. Ég hef ekki þorað annað en halda áfram að leita. Og enn var auglýst hús. Þar átti fólk að koma og skoða það milli klukkan eitt og fjögur á sunnudegi. Þegar við komum á staðinn var þar múgur og marg- menni. Fólk hamaðist við að yfir- bjóða. Aumingja húseigandinn var aug- sýnilega grandvar og heiðarlegur maður. Hann hafði alls ekki átt von á þessum ósköpum og var í stökustu vandræðum. Hann virtist vera einn af þeim fáu sem ekki var að hugsa um að notfæra sér neyð samborgarans. Hann hafði ekki sett upp fast verð og sagðist ekki vita hvað væri sanngjarnt. Þetta gerðist mjög nýlega, og ég hef ekki fengið endanlegt svar. Ég bauð tvö hundruð og fimmtíu þús- und og hálft ár fyrirfram. Trúlega hafa einhverjir boðið meira, og ég er svartsýn á að ég hreppi hnossið í þetta sinn fremur en áður.” Oft hefur verið erfitt að fá leigu- ibúðir í Reykjavík, en sjaldan hefur ástandið verið eins bölvanlegt og undanfarið. DB heimsótti í gær sex manna fjölskyldu sem í marga mán- uði hafði verið að leita sér að stórri íbúð — árangurslaust. ,,í marga mánuði hef ég mænt upp i hvern gardínulausan glugga,” sagði húsmóðirin, „í von um að finna Jausa ibúð, en ekkert hefur gengið. Oft er þó frekar hægt að fá stærri íbúðir en minni, því það eru alltaf fleiri sem vantar litlar ibúðir. Ég þekki ungt kærustupar sem í hálft ár hefur svarað hverri einustu aug- lýsingu sem komið hefur í blöðunum um tveggja herbergja íbúðir. Þau hafa boðizt til að greiða hundrað þúsund á mánuði og eitthvað fyrir- l'ram, en það hel'ur ekki verið til neins. Fjögur herbergi gamlar kjallarageymslur Min reynsla er sú að ekkert þýði að senda inn skrifleg tilboð. Eina svarið sem ég hef fengið við slíku var að okkur bauðst íbúð i Hafnarfirði — í hálft ár aðeins. Loks var auglýst sjö herbergja íbúð þar sem lysthafendur áttu að hringja í ákveðið simanúmer.^ Ég reyndi það auðvitað. Fyrst var endalaust á tali. Loks þegar ég náði sambandi var mér sagt að það væri möguleiki að skoða íbúðina á tiltekn- um tíma um helgi. Hún átti að kosta tvö hundruð og fjörutíu þúsund á mánuði og óskað var eftir fyrirfram- greiðslu i átta mánuði. Ekki var hægt að fá loforð fyrir henni nema til eins árs. Ég fór samt hress af stað til að líta á íbúðina. En drottinn minn dýri! Hún var í eins lélegu ástandi og hugsazt gat. Eldhúsið og baðið mjög lélegt og óhugsandi að flytja inn án þess að mála allt fyrst. Það versta var að í Ijós kom að af herbergjunum sjö voru fjögur í kjallara og ekkert nema gamlar geymslur. Gluggarnir þar voru pínulitlar borur og steinsteypan ber á gólfinu. Hækkaði leiguna dag f rá degi Þrátt l'yrir þetta var húseigandinn með fimmtiu manns á lista sem gjarna vildu leigja efri hæðina á hundrað og sextíu þúsund og árið fyrirfram. Og ýmsir vildu gjarnan taka allt. Hann sagði að fólk reyndi að yfirbjóða en hann ætlaði þó að halda sér við sitt upphaflega verð. Þeir húsnæðislausu mæna upp f alla auða glugga — gæti verið hér ibúð til leigu? En kraftaverkin gerast jafnvel á okkar timum — þegar blaðamaðurinn var að kveðja hringdi sfminn og þau fóru himinglöð að búa sig undir að flytja. Þau höfðu fengið húsnæði! DB-myndir: Ragnar Th. En kraftaverkin gerast —jafnvel á okkar tímum. Rétt í því sem blaða- maður DB var að fara út úr dyrunum hjá fjölskyldunni hringdi síminn og húsmóðirin ljómaði eftir samtalið. Eigandi siðastnefnda hússins, sá sem henni leizt bezt á, hafði gefið fjölskyldunni jáyrði og þau fóru himinglöð að búa sig undir að flytja. En hvað um alla hina sem enn eru að leita? - IHH Sjötti landsfundur bókavarða: Bókasöfnin eiga að vera lif- andi menningarmiðstöðvar — ekki bara geymslur fyrir afþreyingar- bókmenntir Sjötti landsfundur Bókavarðafélags Islands var haldinn í Reykjavík 4.—6. september og sóttu hann um 70 bóka- verðir og sveitarstjórnarmenn. Vigdís Finnbogadóttir forseti flutti ávarp við setningu fundarins í Norræna húsinu og bauð í skemmtilegt hóf að Bessastöðum að honum loknum. Fyrirsögn fundarins var: „Bóka- safnið er upplýsingamiðstöð” og voru haldin um það fjögur framsöguerindi. Það fyrsta fiutti Greta Renborg frá Sví- þjóð en eins og Ungverjinn András Jablonkay ræddi hún um almenna upp- lýsingaþjónustu bókasafna. Þriðja erindið fiutti Helgi Bernódusson frá Vestmannaeyjum um hvernig bóka- söfnin gætu verið tengiliður og upplýs- ingamiðill milli almennings og sveitar- stjórna. Það fjórða flutti Sigrún Klara Hannesdóttir um hvernig bókasöfn gætu sparað þignmönnum og öðrum starfsmönnum hins opinbera dýrmæt- an tíma með því að leita uppi fyrir þá heimildir. Misjafnt að söfnunum búið Á eftir hverju erindi voru almennar umræður og tóku þátt I þeim auk fundarmanna þrír boðsgestir, þau Guðrún Lára Asgeirsdóttir, varoddviti í Lýtingsstaðahreppi, og alþingismenn- irnir Guðrún Helgadóttir og Birgir ís- leifur Gunnarsson. Kom þar margt fróðlegt fram og bókaverðir voru á einu máli um það að bókasafnið á ekki að vera geymsla fyrir bækur heldur Iifandi menningar- og upplýsingarmiðstöð sveitarfélagsins. Bókasöfn á landinu eru nú hálft þriðja hundrað — þar af 40 bæjar- og héraðsbókasöfn, 174 hreppsbókasöfn Bókaveröir á námskeiði um almannatengsl. Frá vinstri Jóhann Hinriksson, tsafirði, Guðmundur Jónsson á Kópsvatni, Guðný Sigurðardóttir, Reyðarfirði, Lárus Zophaniasson, Akureyri, Greta Renborg, Sviþjóð, og Helga Helgadóttir, Leirhöfn. DB-myndir: Sig. Þorri. og 35 söfn á sjúkrahúsum og vistheim- ilum. Mjög misjafnlega er að þessum söfn- um búið. Sumar sveitarstjórnir búa vel að bókasöfnum i sínu héraði en of margar hafa enn sama viðhorf og frammámaður i ónefndu sjávarþorpi sem taldi óþarft ,,að styrkja tauga- veiklaðar kellingar úr frystihúsinu til að fá léðar ástarsögur”. Húsnæðismál safnanna eru víða í megnasta ólestri. Bókaverðir fóru bjartsýnir heim Til jtess að bókasöfnin megi verða lifandi upplýsingabrunnur þurfa bóka- verðirnir að vera vel menntaðir til starfsins. Ríkisvaldið hefur tvisvar hafnað beiðni um bréfaskóla fyrir bókaverði sem starfa úti á landsbyggð- inni. I tengslum við landsfundinn voru haldin tvö námskeið. Margrét Geirsdóttir kenndi skipulagningu safn- kosts, en Greta Renborg hvernig auka mætti almannatengsl bókasafna. Þóttu námskeiðin prýðilega heppn- uð og eins var farið miklum viðurkenn- ingarorðum um Þjónustumiðstöð bókasafna, sem nú hefur starfað í tvö ár. Mestan heiður af henni eiga þær Kristín H. Pétursdóttir og Þórdis Þor- „Gott að hitta aðra bókaverði og sjá að þeir glima við hliðstæð vandamál,” sagði Gunnar Markússon frá Þorlákshöfn og Guðmundur Jónsson á Kópsvatni, sem annast safnið á Flúðum, tók I sama streng. valdsdóttir sem nota frístundir sínar til að senda starfssystkinum sínum um land allt upplýsingar og hjálpargögn. Heim af fundinum fóru bókaverðir bjartsýnir mjög og mun nú hvergi eiga lengur við brandarinn gamli sem gengið hefur í þorpi einu á Suðurnesjum um brunann í bókasafninu hjá nágrönnun- um í næsta þorpi: „Heppnir voru þeir. Það tókst að bjarga báðum bókunum og ekki búið að lita nema í aðra.” - IHH

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.