Dagblaðið - 22.09.1980, Blaðsíða 1
1
danhlall
6. ÁRG. — MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1980 — 216. TBE.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 1 l.-AÐALSlMI 27022.
Yfirvöld i
Luxemborg
vilja nýja
stjómend-
ur A tlants-
hafsflugs
- sjá bls. 6
-
Prentiðnaðardeilan:
TÆKNIMALIN
Á ODDINN
— verkfall hefst á föstudag
Samningafundur í prentaradeilunni
sl. laugardag fór út um þúfur þar sem
prentsmiðjueigendur neituðu algerlega
að ræða tillögur prentiðnaðarfólks
varðandi atvinnuöryggi og tæknimál.
Að sögn Magnúsar E. Sigurðssonar,
starfsmanns prentarafélagsins, eru
hans menn þrumulostnir yfir viðbrögð-
um prentsmiðjueigenda.
Grétar G. Nikulásson framkvæmda-
stjóri FÍP sagði að prentsmiðjueig-
endur hefðu lagt fram tillögur á fund-
inum um endurmenntun sveina. Hins
vegar virtust bókagerðarmenn setja al-
gerlega á oddinn svokölluð tæknimál
og virtust launamálin vera aukaatriði.
„Þeir virðast vera hræddir að ræðá um
aukin vinnuafköst,” sagði Grétar.
Enginn fundur hefur verið boðaður í
deiíunni en verkfall bókagerðarmanna
hefst á föstudag.
- KMU
18 ÁRA PILTUR AL-
VARLEGA SLASAÐUR
Átján ára piltur slasaðist mjög alvar- Pilturinn var fluttur í sjúkrahúsið en
lega, að því er talið var, í umferðar- þaðan beint til Reykjavíkur í flugvél og
óhappi á Húsavík í gærkvöldi. Var pilt- fylgdi læknir honum suður. Ekki var
urinn á bifhjóli og varð árekstur milli vitað um liðan piltsins í morgun.
hans og bifreiðar á mótum Héðins- -A.St.
brautar og Höfðavegar.
STÓRSKEMMDI MARGA
BÍLA í ÖLVUNARAKSTRI
Kl. 3.45 á laugardagsnóttina var til- út af vegi og stórskemmt hann og siðar
kynnt um bilþjófnað á götu á Húsavík. kom í ljós að hann hafði skemmt
Lögreglan fann nokkrú siðan bílþjóf- marga aðra bíla á akstursleiðinni.
innsemreyndistölvaður. Pilturinn er utanbæjarmaður á
Hafði hann þá ekið hinum stolna bíl Húsavík en úr sveit skammt frá. - A.St.
25 ára Reykvíkingur lét lífið í Reykjavíkurhöfn:
Ók í höfnina með
lögreglubíl í eftir-
för skammt undan
Tuttugu og fimm ára Reykvíkingur
lét lífið í Reykjavíkurhöfn um fjögur-
leytið aðfaranótt sunnudags eftir að
hafa ekið bil sínum í höfnina. Þó
björgunartilraunir hæfust strax og
Eiríkur Beck kafari lögreglunnar
færi til köfunar innan skammrar
stundar kom björgunin of seint.
Lögreglan var á eftir bíl unga
mannsins þegar óhappið varð. Hafði
athygli lögreglumanna beinzt að
aksturiagí ökumanns þessa bíls og
vildu þeir hafa tal af honum. Var
ekið á eftir honum vestur Skúlagötu
og siðan vestur eftir höfninni.
Að sögn lögregluvarðstjóra í
morgun var eiginlegur eltingaleikur
ekki hafínn, en þó var búið að setja
hljóð- og Ijósmerki á lögreglubílinn.
Hann var þó nokkuð á eftir bíl unga
mannsins er hann skyndilega beygði
út af miðbakkanum, framan við
Hafnarhúsið, skammt austan við
flotbryggju Akraborgar.
Sjólag var mitt á milli flóðs og
fjöru og er dýpi þarna í höfninni sagt
vera um 7 metrar. Kafarinn fann
bílinn um 10—15 metra frá bryggj-
unni og er að bílnum var komið voru
allar hurðir læstar. Tók því nokkurn
tíma að ná unga manninum úr
bílnum.
Ekki þurfti ýkja mikla leit að
bílnum, því lögreglumennirnir sem á
eftir bílnum komu sáu þá er bílnum
varekið fram af bryggjunni.
Ekki var hægt í morgun að birta
nafn hins látna vegna aðstandenda.
-A.St.
Fiat 128 bifreiðin sem i höfnina fór sést hér hffð á land I krana.
DB-mynd Ragnar Th.'Sig.