Dagblaðið - 22.09.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 22.09.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1980. ER MORGUNBLABB MED HER- FÖR GEGN FORMANNISUS? NLITÍIVIA jASSDAllETT Nú hefjum vift nútíma jassballett til vegs og virðing- ar hérlendis. Nýr jassballettskóli, Dansstúdíó, býður ykkur velkomin um borð, og skuldbindur sig til þess að kenna einungis það allra besta sem gerist í jassballettheiminum í dag. Áhersla er liigð á leiktimi og jassballett við nútima- tónlist auk þess sem sérstaklega verða kenndir sviðs- og sýingadansar fyrir bæði hópa og einstaklinga. INNRITUN Reykjavik: Alla virka daga ki. ld-17 í síma 75326. Keflavík: Alla virka daga kl. 9-12 í sima 92-1395. KENNSLA Kennt verður jafnt að degi sem kvöldi. 1 Reykjavík tvo daga i viku og í Keflavík aðra tvo daga. Allir aldurshópar frá 6 ára aldri. Velkomin i nýjan og ferskan jassballettskóla, sem miðlar þekkingu og reynslu undanfarinna ára við hám og kennslu á erlendum vettvangi. dANSSTÚdíÓ Sóley Jóhannsdóttir Simar 91-75326 og 92-1395 tt Ekki er ónýtt að geta í þeim efnum notið liðsstyrks 15 menninganna. Tíminn frá því að búið er að lesa Morgunblaðið og þar til það er undir- búið til prentunar þann sama dag er nokkuð stuttur til að skrifa langa svargrein. En slík grein er i Morgun- blaðinu 19. sept. Virðist það ekki ljóst að ritstjórn Morgunbl. hafi þegar leitað til 15 menninganna og afhent grein for- manns SUS áður en hún var birt til þess að láta skrifa gegn henni? Svargrein sú, sem birt er í Morgun- bl. 19. sept., er skrifuð af Einari K. Guðfinnssyni sem er einn af 15 menn- ingunum. Þar er ráðizt persónulega á formann SUS. Er ætlunin að allir hinir Mkomiáeftir? Sjálfstæðismaður skrifar: Laugardaginn 13. sept. sl. birti Morgunbl. tvær ályktanir. Önnur frá framkvæmdastjórafundi SUS 8.sept. þar sem harmað er að ekki sé ætlað að ráða Ragnar Kjartansson framkv- stj. Sjálfstæöisflokksins eins og með- mæli hafi legiö fyrir um. Hin ályktunin er frá stjórn SUS 11. sept. — eftir að samþykkt var að ráða Kjartan Gunnarsson framkvstj. Sjálfstfl. Sú ályktun lýsir yfir rétt- mæti ályktunarinnar frá 8. s.m. en jafnframt er lýst yfir að stjórn SUS muni vinna af einhug með nýráðnum framkvæmdastjóra flokksins og skorar á forustumenn Sjálfstæðis- flokksins að jafna deilur sinar sem fyrst. Ekki virtust þessar ályktanir vera að skapi ráðamanna blaðsins þvi þær voru ekki birtar einar og athuga- semdalaust. Með þeim fylgdi undir- skrift 15 ungra sjálfstæðismanna þar ' 1 Þessi mynd er ekki frá útrýmingarbúðum nasista heldur sýnir hún „afrek” Rauðu khmeranna i Kambódiu 1975. Fjær sjást hauskúpur i snyrtilegri röð. MENNTUN, STOLT OG GREIND FYRIRBYGGJA EKKIHRYLUNGINN sem þeir lýsa furðu og vanþóknun sinni á að framkvæmdastjórn ungra sjálfstæðismanna skuli leyfa sér að hafa sjálfstæða skoðun varðandi ráðningu framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflok ksins. Föstudagskvöldið 12. sept. var „Rauði zarinn” sýndur í sjónvarp- inu, í þeim þætti kom fram hvernig flokksmenn beygðu sig í duftið fyrir þeim er valdið hafði, létu ekkert tækifæri ónotað til að klappa fyrir hátigninni og hrópa um fullkomleika hennar. Ekkert var það til sem þeir voru ekki tilbúnir að framkvæma fyrir foringjann, föður Stalín. Það var þvi köld gusa að opna Morgunblaðið á laugar- dagsmorguninn og sjá undirskrift 15 ungra þægra manna. Gat það virki- lega verið aö á vissum sviðum væri ekki lengra en þetta milli Rússlands rauða zarsins og lslands í dag? En er í rauninni ástæða til að hafa áhyggjur? Ef í röðum ungra sjálf- stæðismanna finnast aðeins 15, sem hafa skapgerð til að skrifa undir hvað þaðsemaf valdhöfum er fyrir þá lagt, þá er hinn fjölmenni hópur ungra sjálfstæðismanna það vel skipaður að af þeim má þjóðin vænta hins bezta þegar þeirra tími kemur. Þegar athuguð eru nöfn 15 menn- inganna kemur i Ijós að 9 af þeim eru núverandi eða fyrrverandi starfs- menn Morgunblaðsins. Hvaðan skyldi undirskriftaplaggið vera runnið? Fimmtudaginn 18. sept. birtist í Morgunblaðinu grein frá formanni SUS — þar sem hann á mjög skil- merkilegan og hógværan hátt — gerir grein fyrir sjónarmiðum sínum varð- andi ráðningu framkvstj. Sjálf- stæðisflokksins. Það má glögglega sjá að greinar- höfundur er ekki í náðinni hjá blað- stjórninni, það sýnir sú mynd, sem fylgir greininni. Ekki er birt mynd af greinarhöf. eins og hann lítur út í dag, leitað er í myndasafni blaðsins þar til fundin er gömul mynd þegar hártízka ungra manna var önnur en er í dag. Gott er meðan ekki þarf meira til en fara í myndaleik til að hugga hrjáða ritstjórnarmenn. En myndavalið sýnir að greinarhöf undur er ekki undir verndarvæng ritstjórn- armanna, heldur í þeirra hópi sem herja skal gegn. Huldu Jensdóttir skrifar: Fimmtudaginn 11. þ.m. skrifar Helgi Geirsson í Dagblaðið um sjón- varpskvikmyndina Helförin. Meðhöndlun mannsins á efni mynd- arinnar hlýtur að vekja furðu. Helgi segir:.....eins berrassaður áróður og Helförin er, á ekkert erindi inn I islenzka fjölmiðla . . .” Hrokinn og virðingarleysið, sem flest í fyrri hluta þessarar setningar fyrir mannlegri niðurlægingu og kvöl, getur tæplega átt sinn líka, en svo gerist það undarlega, að allt i einu snýr þessi harði maður við blað- inu og er ekkert nema samúðin með tveim saklausum manneskjum, sem „voru aflífaðar á almannafæri i Saudi Arabíu,” eins og hann orðar það. Hann heldur áfram og dregur ekki af, að þarna sé sko ekki áróður á ferðinni heldur alvöruharmleikur, orðrétt: „sem íslendingar hafa rétt á Forráðamenn LMF: Pósthólfið ykkar er í Breiðholti Þorgelr Ingvason útibússtjóri hringdi: Mig langar að spyrja forráðamenn Landssamtaka mennta- og fjöl- brautaskóla einnar spurningar vegna V ................... lesendabréfs í DB 17. september: Getur það verið að þeir viti ekki af pósthólfi því sem samtökin hafa hér í póstútibúinu í Breiðholti? að kynnast.” Helgi segir áfram: ,, . . . en hún (Helförin) er einfaldur áróður fyrir einfalt fólk, sem leggur ekki á sig að leita staðreynda . . .” Aftur stingur hrokinn, miskunnar- leysið og virðingarleysið upp kollin- um, og ekki vantar sjálfsöryggið, þvi auðvitað tilheyrir Helgi Geirsson ekki þessu einfalda fólki „sem leggur ekki á sig að leita staðreynda" eða getur það hugsazt, að hann sé einmitt þetta „einfalda fólk”, sem hvorki nennir né vill leita staðreynda eða hlusta á þær, það skyldi þó aldrei vera? Mér er það mikil ráðgáta, að maður, sem getur haft svo mikla samúð með ungmennunum i Dauða prinsessu, skuli geta talað með slíkri fyrirlitningu um milljónir, sem var tortímt á hroðalegasta hátt í harmleik mun ægilegri en Helförin sýnir og hver efast um að í þeim milljónum hafi verið saklaus ástfangin ung- menni? Þessvegna get ég ekki látið hjá líða að benda Helga Geirssyni á, að hann þarf ekki svo ýkja langt að fara til að leita staðreynda, er sanna að sjónvarpskvikmyndin Helförin segir frá atburðum, sem eru sann-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.