Dagblaðið - 22.09.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 22.09.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1980. Kjallarinn Árni Gunnarsson um 3,3% af heildartekjum einstakl- inga, eða um 28,3 milljarða króna. Þetta jafngildir því, að ráðsíöfunar- tekjur einstaklinga hafa verið rýrðar um þessa fjárhæð. Eftirfarandi tafla sýnir, hvernig hin eiginlega skattbyrði beinna skatta hefuraukist frá 1977: 1977 15,7% 1978 19,0% 1979 20,1% Hlutfallið fyrir árið 1980 kemur ekki fyrr en við næstu álagningu, því lagt er á einu ári eftir tekjuöflunina. Skattbyrði síðustu álagningar er 1,1% af heildartekjunum hærri en þeirra næstseinustu. Skattbyrðin hefur þannig aukist um 6,8 milljarða króna. Rlkisstjórn og fjárlög Við afgreiðslu fjárlaga á síðasta vori ákvað ríkisstjórnin, hvað hún ætlaði að láta álagningu beinna skatta gefa í rikissjóð. Útkoman er nú öllum ljós. Álagning á fyrirtæki gaf ríkissjóði nánast sömu upphæð, og fjárlagaáætlunin gerði ráð fyrir. Hins vegar gaf álagning á einstakl- inga 2 til 2,5 milljörðum króna hærri upphæð en fjárlög gerðu ráð fyrir. Fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds, hefur margoft lýst yfir því, að hann teldi fyrirtæki á íslandi greiða alltof lága skatta. Lækka bæri skatta einstaklinga á kostnað fyrir- tækja. Fyrir nokkrum árum veifaði hann lista með nöfnum nokkurra tuga fyrirtækja, sem hann taldi skatt- laus. Þessu skyldi breytt, þeg'ar Al- þýðubandalagið kæmist til valda. Niðurstaðan hefur hins vegar orðið sú, að Ragnar getur haldið áfram að A „Fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds, ^ hefur margoft lýst yfir því, aö hann teldi fyrirtæki á íslandi greiða alltof lága skatta. Lækka bæri skatta einstaklinga á kostnað fyrirtækja. Fyrir nokkrum árum veifaði hann lista með nokkrum tugum fyrirtækja, sem hann taldi skattlaus. Þessu skyldi breytt, þegar Alþýðubandalagið kæmist til valda. Niðurstaðan hefur hins vegar orðið sú, að Ragnar getur haldið áfram að veifa listanum á kostnað launamanna. í þessu sambandi væri t.d. fróðlegt, ef fjármálaráðherra vildi skýra frá tekjusköttum íslenskra aðalverktaka, sem nú eru að reisa eitt stórhýsið enn á Ártúns- höfða í Reykjavík.” 15 veifa listanum á kostnað launa- manna. í þessu sambandi væri t.d. fróðlegt, ef fjármálaráðherra vildi skýra frá tekjusköttum íslenskra aðalverktaka, sem nú eru að reisa eitt stórhýsið enn á Ártúnshöfða í Reykjavík. Framhaldið Tölulegar staðreyndir segja eftir- farandi sögu: Ef menn vilja, að greiðslubyrði beinna skatta verði ekki meiri 1980 en hún var 1979, verður að lækka álagningu þeirra um 6 milljarða króna. Ef hins vegar menn vilja, að greiðslubyrðin 1980 verði ekki meiri en hún var á ári „sól- stöðusamninganna 1977”, verður að lækka álagninguna um 28,3 milljarða króna. Sé það ósk manna, að skattbyrðin (hlutfall beinna skatta af tekjum álagningarárs) verði hin sama 1980 og 1979, verður að lækka álagning- una um 6,8 milljarða. Eigi skattbyrð- in að vera hin sama af síðustu álagn- ingu og hún var 1977, verður lækkun álagningar 1980 að nema 30,5 millj- örðum króna. Ef menn láta sér nægja að halda við ákvörðun ríkisstjórnarinnar sam- kvæmt fjárlögum frá því í vor um álagða beina skatta einstaklinga, ber að skila aftur 2—2,5 milljörðum króna. En hvenær skyldi „ríkisstjórn launafólksins” gera það? Það er tvímælalaust orðið mjög tímabært að endurskoða þátt tekju- skatta í skattheimtunni og eðlilegast væri að fella alveg niður tekjuskatta einstaklinga, sem nú bitna harðast á lágtekjufólki. Álagðir beinir skattar á einstakl- inga 1980 voru þessir: Tekjuskattur 45,5 milljarðar kr. Eignaskattur 3,8 — — Sjúkratrgj. 8,0 — — Útsvör 54,0 — — Fasteignask. 7,4 — — Árni Gunnarsson alþingismaður „Álþýðuflokkurinn hefur lagt fram ýmsar tillögur til breytinga á þessu innheimtukerfi skatta. Hann hefur talið eðlilegt, að beinir skattar yrðu felldir niður.” Hinn nýi gjaldmiðill, en seðlar eru að verðgildi 10,50,100 og 500 krónur. \ veldur mér sem kaupmanni nokkrum áhyggjum. Sýnt er að það mun geta torveldað og tafið þjónustu í verzlun- um þegar viðskiptavinir koma með báðar myntir. Þessvegna vil ég hvetja fólk til að skipta gömlu myntinni sem mest í bönkum áður en í verzlunina kemur, til hægðarauka fyrir alla aðila. Samstaða er nauðsynleg Auðvitað verður verzlunin eftir sem áður að reyna að vera sem bezt i stakk búin til þess að skipta gamalli mynt í nýja. Trúlega þarf hún að hafa til þess sérstakan skiptikassa því ógerningur er að blanda saman gam- alli og nýrri mynt í peningakössum verzlana. Þessvegna er allra hagur að bankarnir séu notaðir sem mest til skipta á myntum, en verzlunum fremurhlíft. Það er nauðsynlegt að vera vak- andi fyrir öllum hliðum gjaldmiðils- breytingarinnar og reyna að glöggva sig á henni í tíma. Þessa dagana eru kaupmenn að funda um þetta mál og hvernig framkvæmd þess getur gengið yfir eins áfallalítið og hægt er. Landsmenn þurfa að taka höndum saman, búa sig undir breytinguna, sýna skilning og þolinmæði meðan hún er að komast á. Þá er engu að kvíða. Það er ásetningur Kaup- mannasamtaka íslands að leggja sitt af mörkum til að svo megi verða. Gunnar Snorason formaður Kaupmanna- samtaka íslands. DANSSKOLI Signröar Hákonarsonar BÖRN — UNGLINGAR — FULLORÐNIR Kenndir allir almennir dansar, svo sem: BARNADANSAR — SAMKVÆMISDANSAR — DISCODANSAR — GÖMLU DANSARNIR O. FL. BRONS-SILFUR og GULLKERFI DSf KENNSLUSTAÐIR: Reykjavík: Þróttheimar, ný og glæsileg æskulýðsmiðstöð v/Sæviðarsund Kópavogur: Félagsh. Kóp. (Kópavogsbíó). örstutt frá skiptistöð SVK. Ath. Barnakennsla laugard. í Kópavogi Innritun og allar nánari upplýsingar daglega kl. 10.00—19.00 í síma 41557 DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS DSÍ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.