Dagblaðið - 22.09.1980, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 22.09.1980, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1980. Þær héldu lífi, því þær gátu sungið og leikið á hljóðfæri: Kvennahljómsveit- in í Auschwitz — frásögn í bók og sjónvarpsmynd Vancssa Redgrave 1 sjónvarpsmyndinni „Playing for time”, sem útleggst: „Spilað til að vinna tíma” eöa eitthvað á þá leið. Allir Gyðingar voru krúnurakaðir, þegar þeir komu til fangabúðanna og gul stjarna var saumuð á föt þeirra. Það liðu þrjátíu ár frá því, að breskur þermaður bar Faniu Fenelon hálfdauða út úr fangabúðunum í Auschwitz, þangað til hún treysti sér til að skrifa um reynslu sína þar. í Auschwitz voru sem kunnugt er út- rýmingarbúðir nasista og Fania, sem var hálf frönsk, hálfur Gyðingur, hefði tvímaelalaust látið lífið i gasklefa hefði það ekki verið fyrir tónlistargáfur sínar. Nasistarnir þurftu sem vænta má að dreifa huganum frá ömurlegum störfum sinum og komu á fót kvenna- hljómsvcit, sem i voru teknir þeir fang- ar sem eitthvað kunnu fyrir sér í tónlist. Og Fania var svo heppin að valdamesta SS-koian, Frau Lagerfiihrerin Mandel. hafði mikið dálæti á söng hennai, sérstaklega túlkun hennar á ariunum úr „Madame Butterfly” eftir Puccini. „Hvað ég blessaði Puccini í huganum,” skrifar Fania. „Mér fannst ég eiga honum líf mitt aðlauna.” Arthur Miller og Vanessa Redgrave Bók hennar „Kvennahljómsveitin í Auschwitz” hlaut mikla útbreiðslu og ameríska sjónvarpsstöðin CBS keypti réttinn til að kvikmynda hana. Til að skrifa kvikmyndahandritið var ráðinn Arthur Miller, sem íslenskir leikhús- gestir þekkja af verkum eins og „Sölumaður deyr” og „Horft af brúnni”. Auk þesser hann kunnur sem einn af eiginmönnum Marilyn Monroe. Miller er Gyðingur, en sama máli gegnir ekki um leikkonuna Vanessu Redgrave, sem leikur aðalhlutverkið, Faniu Fenelon. Það sem verra er, Vanessa er yfirlýstur stuðningsmaður Palestínu-Araba og fer ekki í launkofa með vanþóknun sina á hegðun ísraels- manna gagnvart þeim. Fania Fenelon, sem nú er um sextugt, en full af baráttuþreki, er væg- ast sagt bálreið yfir því, að Vanessa skuli hafa verið valin til að leika hana, og hún er studd af mörgum Gyðingum i Bandaríkjunum. En þrátt fyrir það er næstum enginn vafi á því, að myndin verður frumsýnd í Ameriku um næstu mánaðamót. Hún er þriggja tima löng og þykir mjög áhrifamikil. Vanessa leikur af gifurlegri innlifun. Hún er miklu hávaxnari en Fania, sem er pínulítil og notar skó númer fjögur, og svo er hún fimmtán árum eldri en Fania var á fangavistarárum sínum. En tilfinningarnar, skelftnguna og ör- væntingarfulla baráttu við að halda líft í þessu helviti á jörð er hún sögð túlka mjög vel. Fyrst morð, svo músík... Þvi helvíti var það. Hundruð þúsunda kvenna, kvaldar af klæðleysi og hungri, bjuggu við ólýsanlega ógeðslegar aðstæður. Líkbrennslu- ofnanir spúðu reyk sinum yfir svæðið nótt óg dag. Og meö reglulegu millibili komu SS-menn keyrandi á vörubílum sínum, óðu inn i braggana, völdu úr fangahópnum þær sem orðnar voru horaðastar, þær sem voru veikastar, þær sem síðast höfðu móðgað einhvern fangavarðanna. . . Þessum vesalingum var hrint með byssuskeftum út I bilana og ekið i gasklefana. Ein, sem snerist til varnar og reyndi að klóra.SS-mann i andlitið, var slegin til jarðar og hinar neyddar til að ganga yftr hana, lifandi, aiblóðuga.. . Eftir siíka smölun var oftar en ekki náð I einhverjar úr kvennahljómsveit- inni til að spila og syngja og þá urðu augu SS-mannanna full af viðkvæmni, já, það kom fyrir að tárin flóðu úr augum þeirra af hrifningu yfir fegurð tónanna. En hljóðfæraleikararnir voru ekki öfundsverðir af líðan sinni. Slitinn tannbursti og gulrófa „Til að halda líft þurfti ég ekki aðeins að troða á hjartanu i brjósti mér, ég þurfti að slíta það úr mér, drepa það,” skrifar Fania í bók sinni. Og á öðrum stað: „Nasistarnir tortíma öllum mannlegum tilfinningum í föng- um sínum, þeir höfða til lægstu hvata þeirra, æsa þá hvern gegn öðrum og halda verndarhendi yfir þeim einum, sem breytast í skepnur eins og þeir sjálfir eru.. .” Æðsta ósk hennar var að eignast tannbursta. Með því að spara af örnaumum matarskammtinum tókst henni að kaupa einn með tættum hárum, notaðan. Hún bannaði sjálfri sér að hugsa um örlög eigandans. Vafa- laust hafði hann látið líf sitt í gas- klefunum. Ættingjar fanganna reyndu stund- um 'að senda þeim pakka, en mót- takandinn mátti teljast heppinn ef svo mikið sem umbúðirnar komust á leiðar- enda. Þegar ein fékk bréf frá kærastan- um sínum fengu hinar að snerta það eins og helgan dóm, sem mundi verða þeim til heilla. Þó var það gengsósa af úldinni sild, siðustu leifum af matar- sendingu, sem upphaflega hafði fylgt því, en fyrir löngu hafði verið stolið. Og á jólunum urðu þær himinglaðar yfir stórri gulrófu, sem þær komust yfir. Það var eina tilbreytnin í mat það kvöldið, en hvílik veisla! Fangabúðastýran og barnið stórir, og alltaf troðfullir. Eiminn af brenndu holdi lagði að vitum fanganna án afláts. Endalausar lestir af ógæfu- sömu fólki streymdu að, og flestra biðu sömu örlög. Einn morguninn kom stór hópur af pólskum konum og börnum frá Varsjá. Og annan morgun voru þau öll horfin, engin efaðist um hvert, öll nema lítið tveggja ára gullfallegt bláeygt barn. Frau LagerfUhrerin Mandel hafði af einhverjum ástæðum tekið ástfóstri við það. í heila viku sleppti hún varla af því hendi. Hún lék við það eins og móðir og lét klæða það I fallegustu föt, sem fundust I eftirlátnum eigum þeirra þúsunda barna, sem tekin höfðu verið af lífi á þessum ömurlega stað. Það virtist ekki valda henni neinum áhyggjum að þess rétta móðir var fyrir skömmu drepin af samstarfsmönnum hennar. „Heilarnir í Þjóðverjunum voru eins og kafbátar. Þeim var skipt niður í vatnsþétt hólf, sem voru gjör- samleg aðgreind hvert frá öðru,” skrifar Fania. Hljómsveitarstúlkurnar voru næstum því farnar að halda, að Mandel mundi vernda líf barnsins, þeg- ar hún kom vaðandi inn í skálann til þeirra, eitt kvöldið. Það var orðið mjög framorðið, og veðrið var and- styggilegt. Slagveðrið lamdi rúðurnar óhugnanlega. Mandel var náföl, með bauga undir augunum og vildi heyra eftirlætis- dúettinn sinn úr „Madame Butterfly.” Að honum loknum fór hún steinþegj- andi út. Fáránlegt og hræðilegt Daginn eftir fréttu fangarnir, að Mandel hefði sjálf leitt barnið til gas- ofnanna. Var hún brjáluð? Var það satt, að hún hefði einhvern tímann átt sér elskhuga af Gyðinga- ættum og væri endalaust að refsa sjálfri sér fyrir það? Eða hugsaði hún sem svo, að hún hefði engan rétt til að gefa hjarta sitt nokkrum öðrum en nasistaflokknum? Að rikisstjórnin, flokksstjórnin, hlyti alltaf að vita betur en hún, og hún hefði þar af leiðandi enga heimild til að vernda nokkurn fyrir gasofnunum, ekki einu sinni lítið barn, sem í trúnaðar- trausti hafði lagt litinn lófa sinn í hönd hennar? Bók Faniu Fenelon svarar engum slíkum spurningum, en hún lýsir af ein- lægni atburðum, sem eru jafn fáránleg- ir og þeir eru hræðilegir. -IHH. 1980 SUZUK11980 Höfum til afgreiðslu strax Suzuki TS 50 og GT50. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. < SUZUKI-UMBOÐIÐ Ó/afurKr. Sigurðsson hf. Tranavogi 1, Reykjavík. Símar 83484 og 83499. Líkbrennsluofnarnir voru heljar- Fania Fenelon, höfundur bókarinnar um kvenhljómsveitina I Auschwitz, og Vanessa Redgrave, sem leikur hana. En með þvi að Vanessa styður Palestfnu-Araba er Fania afskaplega litið hrifin af henni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.