Dagblaðið - 16.10.1980, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980.
Flugleiðir og Iscargo í
samkeppni
um Amster-
damflug
Útlit er fyrir harða samkeppni á
fiugleiðinni Reykjavík-Amsterdam-
Reykjavík, því um sama bil og Iscargo
fékk flugleyfi á leiðinni tilkynntu
Flugleiðir að Amsterdam-ferðir yrðu á
næstu sumaráætlun.
Iscargo leitar nú að flugvél til kaups
eða leigu í Hollandi og er útlit fyrir að
fyrir valinu verði Boeing 737-200 frá
KLM. Verður hún búin bæði til frakt-
og farþegaflugs og telja Iscargo-menn
að flugið gæti hafizt fyrir áramótin.
Flugleiðir tilkynntu að flogið yrði til
Amsterdam síðdegis á hverjum
föstudegi. Amsterdam liggur vel
miðsvæðis í Evrópu og hefur verulegur
hópur bandarískra ferðamanna árlega
hafið Evrópuferðir sínar þaðan.
-ÓV.
Karpov og
Friðrik meðal
keppenda í
Clarin-skák
mótinu í
Sigurvegarinn á Clarin-skákmótinu
í Buenos Aires i Argentinu, fær 5
þúsund dollara verðlaun, eða um það
bil tvær og hálfa milljón króna.
Stórblaðið Clarin efnir til þessa
alþjóðlega skákmóts. Margir fremstu
skáksnillingar heimsins taka þátt í
mótinu. Má þar til nefna heims-
meistarann, Anatoly Karpov, Larsen,
Anderson, Spasský, Timman, Kavalek,
Ljubojevic, Najdorf, Friðrik Ólafsson
og Panno. Aðeins 185 Elo-stig eru á
milli Karpovs, og Panno, það er að
segja þess, sem flest stig hefur og þess,
sem fæst stig hefur allra þessara meist-
ara. Auk þeirra, sem getið var, taka
þátt í mótinu þrír argentínskirskák-
meistarar. 6 Argentínumenn verða þá
meðal keppenda. Mótið hófst í gær og
stendur til 3. nóvember. -BS.
Hiibner og Kortsnoj
ídesember:
35 milljónir
króna
í verðlaun
35 milljóna króna verðlaun standa
til boða fyrir þá Húbner og Kortsnoj,
ef þeir fallast á að heyja einvígi sitt um
áskorunarréttinn gegn Karpov i
annaðhvort Merano á Ítalíu eða Velden
í Austurríki. Þetta kemur fram í
fréttum frá FIDE.
Auk áðurgreindra staða, sem til
greina koma, eru Barcelona á Spáni,
sem býður litlu lægri verðlaun, og
Dortmund og Köln í Vestur-Þýzka-
landi.
Fyrirhugað er, að þeir hefji einvígið
um miðjan desember næstkomandi. Þá
má geta þess, að þeir tefla 16 skákir.
Nægi það ekki til að skera úr um
réttinn, geta skákirnar orðið 20.
-BS.
£
SKIPAUTGCRÐ RÍKISINSj
Ms. Coaster Emmy
fer frá Reykjavik 21. þ.m. vestur
um land til Akureyrar og snýr þar
við.
Ms. Hekla
fer frá Reykjavik 23. þ.m. austur
um land til Vopnafjarðar og snýr
þar við.
Ms. Esja
fer frá Reykjavik 24. þ.m. vestur
um land I hringferð — Viðkomur
samkvæmt áætlun.
Litur: Antikþrúm
Stærðir 36—42 f
Verðkr. 49.950
Teg. 7009
LitáffAntik
irúntleðuh
trð kr. 46.670
Nýkonac/ömur
og herra
aiiwith
realleather
uppers
JSrjS*
Teg. 7008
Litur: Antikbrúnt
Postsendum
SKO VERZL UN
ÞORDAR PETURSSONAR
Laugavegi 95 — Sími 13570 — Kirkjustræti 8 v/Austurvöll — Sími 14181