Dagblaðið - 16.10.1980, Síða 14
14
ð
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980.
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16.0KTÓBER 1980.
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
I
Wales sigraði aftur 4-0
Tyrkir fcnjju sömu útreifl hjá Wales-
búum og við íslendingar fyrr á árinu, er
liflin léku I 3. riflli undankeppni HM I
knattspyrnu I Cardiff í gærkvöldi.
Wales vann 4—0 og til að bæta gráu
ofan á svart var einn Tyrkjanna, Soyak
Tuncan, rekinn af leikvelli á 77. minútu
fyrir gróft brot.
Brian Flynn náði forystunni fyrir
Wales á 18. mínútu með skoti af 20
metra færi en næstu mínútur voru
Tyrkir nærri því að jafna. Fyrst
brenndi Tuncay af fyrir opnu marki og
síðan átti Necdet skalla, er sleikti stöng
Walesmarksins. Rétt á eftir var Ian
Walsh felldur í vítateig Tyrkja og
Leigton James skoraði úr vítinu. Litlu
síðar átti David Giles skot i stöng, en í
hálfleik var staðan samt 2—0. í síðari
hálfleik skoraði Ian Walsh með skalla
eftir aukaspyrnu Flynn og sjö minútum
fyrir leikslok var Walsh enn á ferðinni,
er hann sendi góða sendingu á James
Leighton, sem skoraði sitt annað mark
í leiknum.
Staðan í riðlinum er nú þessi:
Enn sigra heimsmeistararnir
Heimsmeistarar Argentínu unnu enn
einn sigurinn á Austur-Evrópulandi,
þegar þeir sigruðu Tékka 1—0 í vin-
áttuleik í Buenos Aires í gærkvöld.
Tékkar eru í riðli með íslandi í HM-
keppninni og þeir léku vel i gær þó ekki
nægfli það gegn heimsmeisturunum.
Ramon Diaz skoraði eina mark leiksins
á 17. mín. eftir snilldarleik snillingsins
Diego Maradonna. Maradonna var
óheppinn að skora ekki sjálfur i leikn-
um — átti stangarskot auk þess, sem
tékkneski markvörðurinn varði vel frá
honum.
Wales
Sovétríkin
ísland
Tyrkland
2 2 0 0 8-
2 2 0 0 7-
4 10 3 4-
2 0 0 2 1-
Tékkóslóvakia á enn eftir að
sinn fyrsta leik í riðlinum.
-0 4
-1 4
12 2
-7 0
leika
íslandsmótið i 1. deild kvenna hófst
i Hafnarfirði i gær með leik FH og KR.
FH-stúlkurnar unnu stórsigur 22—9 og
það er meistarakjarni i liðinu. Hauka-
stúlkan skotharöa, Margrét Theódórs-
dóttir, hefur gengifl til liðs við FH og
lék sinn fyrsta leik með liðinu i gær.
Hún skoraði sex mörk en Kristjana
Aradóttir var markhæst í FH-liðinu
með 8 mörk.
42. tbl. 42. árg. 16. okt. 1980
Verð kr. 1500
ísland átti aldrei
möguleika í Moskvu
„Sovézka liflið hóf leikinn með
gífurlegum hraða og náði snemma
forustu með marki Andreyev. Hann
skallafli knöttinn i mark óáreittur eftir
hornspyrnu á niundu mín. Litlu
munaði að ísland jafnaði á 15 min.
þegar markvörflur Sovétrikjanna,
Dasayev, varði hörkuskot af 25 metra
færi. Knötturinn lenti frá honum i
markstönginni — og siðan var bjargað
á marklinu. Eftir þafl átti ísland aldrei
möguleika á að skora og Sovétrikin
unnu sannfærandi sigur”, segir i frétta-
skeyti Reuters frá Moskvu i gær.
„Oganseyan skoraði annað mark
Sovétríkjanna á 37. mín. með skoti úr
þröngu færi og hann var aftur á ferð-
inni skömmu eftir leikhléið. Andreyev,
bezti maður sovézka liðsins, skoraði
annað mark sitt á 70. mín. þegar hann
hljóp frá tveimur varnarmönnum og
lyfti knettinum síðan i markið. Þegar
Bassonov skoraði fimmta mark Sovét-
ríkjanna rétt fyrir lokin hafði íslenzka
liðið gefist upp í baráttunni,” segir
ennfremur i skeyti Reuters. Þá var sagt
i skeytinu að áhorfendur á Leninleik-
vanginum hefðu verið 40 þúsund.
Jóhannes Stefánsson skorar fyrsta
markKRaf línu i leiknum í gærkvöld.
DB-mynd Sv.Þ.
„Þetta var erfiður leikur fyrir
strákana — mótherjarnir mjög góðir —
en þeir voru þó óheppnir að tapa með
þetta miklum mun. Tvö síðustu mörk
sovézkra voru eins ólögleg og hægt er.
Leikmennirnir, sem skoruðu rang-
stæðir, þar sem þeir fengu stungubolta
inn fyrir vörn íslendinga. Það er ekki
gott að fá þessa austantjaldsdómara i
slíka leiki. Dómaratríóið frá Pól-
landi,” sagði Helgi Daníeisson, for-
maður landsliðsnefndar, í gær.
„Þetta sovézka lið, sem við lékum
við nú, var óþekkjanlegt frá leiknum
heima í Reykjavík. Mjög fljótir og mun
betri en okkar ieikmenn. Talsverðar
breytingar voru gerðar á sovézka liðinu
frá leiknum í Reykjavík. islenzka liðið
átti lengstum í vök að verjast eins og
við var að búast i útileik gegn jafn
þrautþjálfuðum leikmönnum og
sovézkir hafa yfir að ráða”, sagði
Helgi ennfremur — en hann var á því,
að ísiand hefði aldrei átt að tapa með
þetta miklum mun. Hlutdrægir
dómarar hjálpuðu ekki upp á sakirnar.
En það eru nokkuð sem smáþjóðir eins
og ísland verða víst að sætta sig við í
Evrópu- og heimsmeistaraleikjum.
íslenzka liðið í gær var skipað
þessum mönnum — eða þeim, sem
gefið var upp hér í blaðinu i gær. Þor-
steinn Bjarnason, Viðar Halldórsson,
Sigurður Halidórsson, Marteinn Geirs-
son, Trausti Haraldsson, örn Óskars-
son, Ásgeir Sigurvinsson, Albert
Guðmundsson, Guðmundur Þor-
bjömsson, Teitur Þórðarson og Arnór
Guðjohnsen. Árni Sveinsson kom í
stað Albert í síðari háifleik — Sigurlás
Þorleifsson í staða Arnórs, sem
meiddist í leiknum.
Það var Guðmundur Þorbjörnsson,
sem var nærri að skora á I5.mín. með
hörkuskotinu, sem sovézki mark-
vörðurinn varði snilldarlega. í síðari
háifleiknum átti Teitur einnig hörku-
skot, sem sá sovézki varði.
Sá þýzki réðst
til Barcelona
Vestur-þýzki landsiiðsmaðurinn i
knattspyrnunni, Bernd Schiister, Köln,
skrifaði i gær undir samning við Barce-
lona. Hann mun leika sinn fyrsta leik
með Barcelona gegn Real Sociadad á
sunnudag. Þar sem aðeins tveir útlend-
ingar mega leika með spænsku liflunum
er talið líklegt, að Daninn Alan Simon-
sen verði settur út hjá Barcelona.
Barcelona greiddi 3,7 milljónir marka
fyrir Schúster eða um 1100 milljónir
íslenzkra króna.
Skapillska varð FH
að falli gegn KR!
Dómararnir Árni Tómasson og Jón Frið-
steinsson eru hataðir menn i Hafnarfirði — það
fer ekki milli mála. En það væri þó að hengja
bakara fyrir smið eins og margir stuðningsmenn
FH vildu vera láta i gærkvöld að kenna þeim um
allar ófarir FH-liflsins gegn KR i síðari hálfleik í
leik liðanna i 1. deild i iþróttahúsinu i Hafnar-
firði _ . Afl vísu var dómgæzla þeirra
Vesturbæjarliðinu hagstæð en ekki svo að það
skipti sköpum. Þafl sem skipti sköpum var
furðuleg geðillska margra leikmanna FH — það
fór allt í taugarnar á þeim. Þó mest frábær
markvarzla Péturs Hjálmarssonar í marki KR
meðan KR-ingar þurftu aðeins að hitta markifl
hjá FH — þá var mark. Skapillska FH bitnaði
hroðalega á þeim sjálfum i siðari hálfleiknum —
það stóð ekki steinn yfir steini i leik liðsins. Rif-
izt innbyrflis, öllu mótmælt, sem hafði ekki svo
fáa brottrekstra i för með sér, og leikmennirnir
sem höföu svo oft leikið snilldarlega i fyrri hálf-
leik voru eins og áttavilltar rjúpnaskyttur í þeim
síðari. Vissu ekkert hvaðan á þá stóð veðrið —
hreint sorglegt að sjá aOar þær skyssur, sem FH-
ingum varð á. KR-ingar gengu á lagið með ágæt-
um leik — sneru töpuðu tafli i unninn leik. Sigr-
uðu 27-21 eða með sex marka mun eftir afl FH
haffli veriö fimm mörkum yfir i hálfleik, 13-8. í
síðari hálfleiknum skoruflu KR-ingar því 19
mörk gegn 8. Hvilikt og annað eins hjá jafn leik-
reyndum köppum og eru f FH-liöinu. KR-ingar
brostu i kampinn og nýttu sér skapbresti mót-
herjanna til hins ítrasta og greinilegt, að þeir
ætia sér að vera mefl i toppbaráttunni i 1. deild.
í fyrri hálfleiknum lék FH glæsilegasta hand-
knattleik, sem sézt hefur á Ísiandsmótinu hingað
til. Samvinna og samleikur þeirra Gunnars og
Geirs var hreint frábær. Glæsimörk skoruð —
en svo hættu þeir að vinna saman og árangurinn
varð svipaður og í öðrum herbúðum. KR-ingar
tóku þá heldur betur við sér en það var þó mark-
vörðurinn Pétur, sem átti öðrum fremur þátt í
þeirri breytingu, sem varð hjá KR eftir þvi, sem á
ieikinn leið. Alfreð Gíslason og Konráð Jónsson
skoruðu að vild — FH-ingar rifust.
Jafnræði var með liðunum framan af. Allar
jafnteflistöiur upp í 4-4. Síðan kom Geir Hall-
steinsson inn á og FH fór að leika snjailan hand-
knattleik. Fiéttur hans og Gunnars Einarssonar
voru frábærar — leikni þeirra félaga oft unaðs-
leg. FH skoraði hvert markið öðru glæsilegra og
KR-ingar áttu ekkert svar. Fimm marka munur í
hálfleik, 13-8, og það stefndi í stórsigur Hafn-
firðinga. Þeir voru svo miklu betri en Vesturbæ-
ingarnir i fyrri hálfleiknum. Markvarzlan var þá
svipuð hjá liðunum — Pétur varði 6 skot, Gunn-
laugur Gunnlaugsson 5. í síðari hálfleiknum var
algjör breyting — þá varði Pétur 10 skot, FH-
markverðirnir eitt, og það fór í taugarnar á FH-
ingum.
KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn vel. Skor-
uðu þrjú fyrstu mörkin, tvö úr vítum, og munur-
inn var allt í einu orðinn tvö mörk en FH breytti
fljótt stöðunni aftur i þrjú mörk, 14-11 og 15-2.
Eitthvert pat var þó komið á FH-inga, liðsstjóri
þeirra, Ragnar Jónsson, hrópaði til þeirra og
bað þá að hætta að mótmæla og rifast. Það
gerðu þeir ekki og fallið var framundan.
Mestu mistökin voru þó í stöðunni 15-12 að
fara að taka Alfreð Gíslason úr umferð, nokk-
uð, sem FH-ingar höfðu ekki gert fyrr í leiknum.
KR-ingar höfðu svar á reiðum höndum, Konráð
Jónsson fór að skora grimmt og þegar Alfreð var
kominn í gæzluna losnaði fyrst virkilega um
hann. Um miðjan hálfieikinn var staðan orðin
jöfn, 18-18,og það, sem FH sýndi síðustu 15
mínúturnar átti ekkert skylt við handknattleik.
Tveimur leikmönnum liðsins vikið af velli nær
samtímis, Geir og Guðmundi Árna — og næstu
fjögur mörk voru KR-inga, 18-22. Alfreð og
Konráð voru óstöðvandi — skoruðu sex mörk
hvor af síðustu 14 mörkum KR. Góður sigur KR
og liðið hafði sótt tvöstig í ljónagryfjuna í Hafn-
arfirði. Þaðerafrek.
Lið FH er mikið spurningarmerki eftir þennan
leik — liðið getur leikið frábæran handknattleik
— en ef skapofsinn á að ráða ríkjum er hægt að
afskrifa það í baráttunni um meistaratitilinn.
Siðari hálfleikurinn var sorglegur fyrir leikmenn
iiðsins.
KR-ingar nýttu sér vel fiumbrugang FH. Léku
mjög yfirvegað í síðar hálfleiknum eftir að hafa
ieikið aðra fiðlu allan þann fyrri. Pétur er kom-
inn í hóp okkar albeztu markvarða — Alfreð
náði sér frábærlega á strik eftir að hann var tek-
inn úr urr ferð!! — og Konráð nýtti sér vel veil-
umar í vörn FH. Varnarleikurinn var heldur
slakur framan af en eftir því, sem á leikinn leið
lagaðist hann mjög. Friðrik Þorbjörnsson þar
oft eins og herforingi. KR-liðið getur leikið
prýðilegan handknattleik og Haukur Geir-
mundsson vex með hverjum leik, og ekki má lita
af Jóhannesi Stefánssyni á línunni.
Mörk FH skoruðu Kristján Árnason 5/1,
Gunnar 4, Guðmundur Magnússon 4, Geir 2,
Valgarður Valgarðsson 2, Árni Árnason, Þórir
Gislason, Guömundur Ámi og Sæmundur Stef-
ánsson 1 hver. Mörk KR: Aifreð 10/4, Konráð
8, Jóhannes, Haukur Geirmundsson, Haukur
Ottesen og Friðrik 2 hver, Björn Pétursson 1/1.
Dómarar eins og áður segir Árni og Jón og
þeir em ekki ofarlega á vinsældalista Hafnfirð-
inga nú. FH fékk tvö viti í leiknum — Pétur
varði annað frá Kristjáni. KR fékk sjö víti.
Skoraði úr fimm. Gunnlaugur varði frá Birni
(tvívarði, Björn fékk knöttinn aftur) og Haukur
Ottesen skaut framhjá. FH-ingum var vikið af
velli í 12 mínútur, Geir tvívegis, Gunnari, Krist-
jáni, Guðmundi Mag. og Guðmundi Árna.
Þremur KR-ingum var vikið af velli í tvær
mínútur hverjum, Alfreð, Konráði og Jóhann-
esi.
- hsím.
' V
LOTUS hefur einstæða lögun, sem leiðir til fullkominnar aðlögunar að líkaman-
um, jafnvel í þrengstu flíkum.
LOTUS veitir fyllsta öryggi, vegna tveggja trefjalaga og plasthúðaðrar bakhliðar.
Á bakhliðinni er einnig límræma, sem eykur stöðugleikann.
Hverjum pakka af LOTUS fylgja 10 plastpokar.
LOTUS fæst í þremur stærðum: LOTUS mini, LOTUS futura og LOTUS maxi.
Dömubindi