Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.10.1980, Qupperneq 28

Dagblaðið - 16.10.1980, Qupperneq 28
_ l „Hreinsun” ráðgerð f þingfararkaupsnefnd þingmenn fá ekki sjálf krafa kauphækkun „Hreihsun” er ráðgerð i þingfarar- kaupsnefnd. Flestir þeir „gömlu” nefndarmenn, sem árum saman hafa ákveðið kjör þingmanna, víkja nú úr nefndinni en í staðinn koma í hana forsetar þingsins og formenn þing- flokka. Sverrir Hermannsson (S) verður þó með þessari aðferð áfram i nefndinni. Þingfararkaupsnefnd verður kosin fljótlega, hugsanlega strax í dag. Henni er a;tlað, segja þingmenn, að hsekka dagpeninga og húsaleigu- styrki en hafast annars iitið að. Þing- menn fullyrða að þeir fái nú enga sjálfkrafa hækkun á þingfararkaupi. Ákvörðun um þá hækkun síöastliðið vor var frestaö. Nú mun ætlunin að málið bíði enn. Frumvarp er væntan- legt, þar sem gert er ráð fyrir að ákvörðun um kaup þingmanna verði framvegis i höndum Kjaradóms. Tvær tillögur liggja fyrir og verður frumvarpið byggt á þeim. Annars vegar er tillaga firá Friðjóni Sigurðs- syni skrifstofusljóra Alþingis um að Kjaradómur skuli aðeins ákveða kaup þingmanna en þingfararkaups- nefnd ákveði aðrar sposlur. Hins vegar er tillaga lögmannanna Bene- dikts Sigurjónssonar og Gunnars G. Schram um að Kjaradómur ákveði bæði kaup og sposlur þingmanna. Ekki hefur verið afráðið hvor leiðin verður valin. Verði sú siðari fyrir valinu, leggst þingfararkaupsnefnd niður. -HH. Það hefur verið sagt um Sveinbjörn Beinteinsson, allsherjargoða Asatrúarmanna, að hann sé lifandi tákn söfnuðar slns. Fáir menn á Islandi skarta t.d. jafn glœsilegu skeggi og bóndinn og skáldið á Draghálsi, sem Ijósmyndari DB hitti fyrir I biðstöð SVRá Hlemmi. DB-mynd: Gunnar Örn. Flugleiðamálið rætt á þingi í dag: GEFUM RÍKISSTJÓRNINNI KOST Á AÐ SAMRÆMA MÁLFLUTNING SINN — segir málshef jandi, Friðrik Sophusson alþingismaður ,,Ég hefi i sjálfu sér ekkert á móti því að umræða verði á Alþingi um málið, enda ljóst að hún yrði ekki síðar en á þriðjudag,” sagði Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra í við- tali við DB í morgun. Hann bætti við: „Þingflokkur Alþýðuflokks hafði óskað eftir skýrslu minni um málið. Að henni er nú unnið af fullum krafti. Ég sé ekki betur en að þetta sé eitthvert kapphlaup milli Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks, þegar óskað er eftir umræðum á þingi í dag.” , .Ástæðan fyrir því að við fórum á stað með málið á þennan hátt var súað gefa ríkisstjórninni tækifæri til þess að samræma málflutning sinn í þessu máli,” sagði Friðrik Sophusson alþingismaður, sem verður málshefj- andi utan dagskrár á þingi í dag um Flugleiðamálið. „Önnur veigamikil ástæða fyrir beiðni þingflokks okkar um þessa umræðu er sú að við teljum að málið tefjist um of i meðferð rikisstjórnar- innar. Það er orðið óþolandi fyrir stóran hóp starfsmanna Flugleiða að vita ekki hver staðan er í atvinnumálum hans,” sagði Friðrik Sophusson alþingismaður í viðtali við DB. -BS. 579 nefndir störfuöu á vegum ríkisins 1979 2603 menn fengu hálfan milljarð fyrir nefndasetu 579 nefndir störfuðu á vegum ís- lenzka rikisins á árinu 1979. í þessum nefndum sátu alls 2603 nefndar- menn. Þeir fengu greiddar fyrir fundasetur samtals 469.271.156 krónur. Annar kostnaður við nefnd- irnar nam 58,55 milljónum króna og heildarkostnaður ríkisins við nefnda- hald var 527.824.984 krónur. Frá þessu er skýrt í nýútkomnum bæklingi sem ber nafnið „Stjórnir, nefndir og ráð ríkisins 1979” og sam- an er tekinn af Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun. Flestar nefndirnar störfuðu á veg- um menntamálaráðuneytisins, eða alls 135 nefndir. Næst kom heil- brigðis- og tryggingaráðuneytið með 58 nefndir, iðnaðarráðuneytið með 57 nefndir og dóms- og kirkjumála- ráðuneytið með 50 nefndir. Fæstar voru nefndirnar hjá Hagstofu íslands, aðeins ein, 6 nefndir hjá fjár- málaráðuneytinu, fjárlaga- og hag- sýslustofnun, og 12 á vegum utan- ríkisráðuneytisins. Á árinu 1979 voru settar á stofn alls 137 nýjar nefndir en 96 nefndir sem voru á skrá 1978 hafa látið af störfum. í árslok 1979 voru starfandi 479 nefndir á vegum ríkisins. - A.St. ftjólst, nháð daghlað FIMMTUDAGUR 16. OKT. 1980. Sáttatillagan ívinnudeilunum: Stjórnin ræðir lög- festingu Ráðherrar Alþýðubandalagsins í ríkisstjórninni hafa hafið máls á lög- festingu sáttatillögunnar í kjaradeilu Alþýðusambandsins og vinnuveitenda. Ríkisstjórnin ræðir nú þessa hug- mynd. Ýmsir framsóknarmenn hafa látið að því liggja að þeir gætu sætt sig við lögfestingu, ef hún yrði tengd ýmsum öðrum efnahagsráðstöfunum fyrir 1. desember. Ráðherrar Framsóknar hafa lýst þeirri skoðun opinberlega, að aðgerðir séu nauðsynlegar fyrir 1. desember, ella stefni í óefni. Hinn 1. desember á sem kunnugt er að koma til verðbótahækk- un á laun og siðan aðrar hækkanir í framhaldi af henni, eins og verið hefur. -HH. Sfldin veiðist — Loðnan treg Fimm síldarbátar hafa verið úti fyrir Austfjörðum og hafa aflað mjög þokkalega í reknet. Nótasíldin hefur verið minni og hafa þvi fleiri bátar leitað til Austfjarða. Fyrstu dagana í október höfðu veiðzt um 7000 tonn af reknetasild en ekki eru enn til tölur um veiði síðan. í gær höfðu hins vegar ekki veiðzt nema 2300 tonn af nótasildinni. Lítil veiði hefur verið í Meðallands- bugtinni. í fyrra var veiðin á öðrum stöðum eða í Meðallandsbugtinni, við Ingólfshöfða og í Lónsbugtinni. Loðnan er hins vegar mjög treg. A síðasta sólarhring tilkynntu sig 8 bátar með 5000 tonn og frá miðnætti í nótt tilkynntu sig 4 bátar með 3600 tonn. - ELA Slys um borð í Júní Alvarlegt slys varð um borð í togaranum Júní í morgun. Einn skip- verja féll þá ofan í lest og meiddist, svo að beðið var um þyrlu til að flytja manninn i hendur lækna. Björgunarþyrla varnarliðsins fór á staðinn að beiðni Slysavarnafélagsins. Lenti hún á hinum nýja þyrluvelli við Borgarspítalann. Er það í fyrsta sinn sem þyrluvöllurinn er notaður í raun- verulegum sjúkraflutningi. -A.St. Hassmál: ÞRÍR ENN í GÆZLU Rannsókn er haldið áfram á hass- málinu sem DB sagði frá i síðustu viku. Þá voru fjögur ungmenni í gæzluvarð- haldi vegna gruns um innflutning og dreifingu á talsverðu magni af hassi. Síðan hefur einum verið sleppt úr haldi og gæzluvarðhaldsúrskurður annars rennur út i dag. Ekki er þó ólíklegt, að nýr úrskurður verði kveðinn upp yfir honum. Hassið var flutt inn frá Evrópu á nokkurra mánaða tímambili. Hand- taka pilts i Keflavík á dögunum leiddi til þess að upp komst um hasssalana í Reykjavík, sem nú eru í gæzluvarð- haldi. -ÓV. LUKKUDAGAR: 16. OKTÓBER 28831 Sharp vasatölva m/klukku og vekjara. Vinningshafar hringi | ísíma 33622.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.