Dagblaðið - 01.11.1980, Side 1

Dagblaðið - 01.11.1980, Side 1
—sagði samgönguráðherra og kvaðst ekki skilja ummæli Sigurðar Helgasonar forstjóra „Ég bað Sigurð Helgason for- stjóra um svör við ákveðnum 'spurningum og að þau lægju fyrir á hádegi í gær. Ég fékk nokkru síðar svör við sumum spurninganna. Ég fékk mjög loðið svar við því, hvort ekki væri á hreinu að Flugleiðir hefðu beðið um aðstoð ríkis- stjórnarinnar til áframhaldandi Atlantshafsflugs. Svarið er svo loðið að það þarf nánari rannsóknar við svo eitthvað verði út úr því lesið. Fleiri atriði í svörum forstjórans komu mér á óvart.” Þetta mælti Steingrímur Hermannsson í stuttu viðtali við blaðamann DB. „Við munum ekki þröngva aðstoð upp á Flugleiðir. En það hefði verið betra að ráðamenn félagsins hefðu látið vita fyrr ef það var aldrei ætlun þeirra að halda Atlantshafsfluginu áfram. Skjalfest er í ráðuneytinu að beðið var um aðstoð og ríkisstjórn Luxem- borgar hefur aldrei verið tjáð annað, en að Flugleiðir hafi beðið íslenzku ríkisstjórnina um aðstoð,” sagði Steingrímur. Af þessum sökum kvaðst ráðherr- ann ekki skilja ummæli forstjóra Flugieiða í viðtali við Morgunblaðið á fimmtudaginn. „Mín fyrsta tillaga, er Flugleiðir tilkynntu að þeir ætluðu að hætta á Atlantshafinú, var að nýtt félag tæki við þeim rekstri og hlyti aðstoð. Gamlir Loftleiðastarfsmenn voru tilbúnir til slíkrar félagsstofnunar og' töldu sig geta rekið flugið hallalítið eða hallalaust að fengnum þeim styrk sem ríkisstjórnir tveggja landa hafa lýst sig reiðubúnar til að veita. Lagði Martin Petersen, fyrrum fram- kvæmdastjóri LL, fram athyglis- verðar tillögur um slíkan rekstur. Þá töldu ráðamenn Flugleiða enn að slíkur rekstur ætti að vera innan Flugleiða. Það vekur því furðu ef þeir ætla að hlaupa frá á síðustu stundu. Steingrímur kvaðst vita að stjórnarfundur yrði hjá Flugleiðum eftir helgina og þar yrðu sjálfsagt endanlegar ákvarðanir teknar. -ASt. Fjármáiaráðhetra skrifar bréf: Landsbankinn beðinn að bjarga Flugleiðum — en ríkisstjórnin vill ekkert ábyrgjast Fjármálaráðherra ritaði Lands- banka l’slands bréf í gær og lýsti i þvi vilja ríkisstjórnarinnar að bankinn veitti Flugleiðum hf. lán að þvi marki sem bankinn teldi óhjákvæmilegt fyrir fyrirtækið meðan beðið er eftir afgreiðslu Alþingis á frumvarpi um málefni félagsins. í bréfinu tekur ráðherrann jafn- framt fram að ríkisstjórnin geti ekki tekið ábyrgð á þessu láni ineðan frumvarpið hefur ekki hlotið af- greiðslu á Alþingi. Er bankanum bent á að óhjá- kvæmiiegt virðist, og jafnframt eðli- legast, að bankinn taki fullnægjandi veð fyrir þessari ábyrgð, jafnvel alls- herjarveð í öllum eignum félagsins sem máli skipta. 2,9 milljón króna tap — á rekstri Alþýðuflokksins sl. tvö ár Alþýðuflokkurinn var rekinn með góðu búi. Alþýðuflokkurinn hefði tæplega 2.9 millj. króna tapi á tíma- náigazt það markmið að vera fjár- biiinu l.sept. 1978 til 31. ágúst 1980. hagslegasjálfstæður, sagði Bjarni. Gjöld flokksins voru samtals 20.7 Bjarni ræddi fjárhagsmál milljónir, þar af voru útgjöld vegna Alþýðublaðsins og Helgarpóstsins og launa og iaunatengdra gjalda 11.2 sagði að „hvorugt blaðið gæti án milljónir. hins veriö”. Ekki væri hægt að reka Þessar upplýsingar koma fram i Alþýðublaðið ef Helgarpósturinn et'nahagsreikningi Alþýðuflokksins yrði sjálfstæð rekstrareirting en ef til sem lagður var fram í upphafi flokks- vili væri hægt að reka Helgarpóstinn þingsins á Hótel Loftleiðum í gær. í sjálfstætt. Bjarni sagði að máli Bjarna P. Magnússonar for- Alþýðublaðið myndi nú stækka í 12 manns framkvæmdastjórnar kom síður einn dag í viku. Einnig verður m.a. fram að á þeim tveimur árum, fjölgað um I blaðamann á ritstjórn. sem liðin eru frá síðasta flokksþingi Bjarni lagði þó áherzlu á að fjárhags- hefur saxazt á gamlar skuldir erfiðleikar útgáfunnar væru miklir, flokksins, þar á meðal skuldir vegna rekstrarfé skorti og tekjur skiluðu sér Alþýðublaðsins. Tæki ný fram- seint. kvæmdastjórn því við tiltölulega -ARH. ÁBC: Lögbannstrygging lögð fram „Lögbannstryggingin var lögð fram í dag,” sagði Haraldur Blöndal lögmaður ABC hf. auglýsingastofu í gær. Eins og fram hefur komið í DB er lögbannið sett á ABC barnablað sem gefið er út af Frjálsu framtaki. „Andstæðingurinn þarf nú að skila greinargerð og siðan þarf að reka staðfestingarmál. Það má búast við dómi í þvi i vor eða haust. Síðan er sex mánaða áfrýjunarfrestur og ef máiið fer fyrir Hæstarétt má búast við þvi að málarekstur taki 2—3 ár. Frjálst framtak getur því ekki gefið út blað með þessu nafni en getur að sjálfsögðu haldið áfram að gefa út sitt barnablað. Það verður bara að nefna þaö eitthvað annað, sem ekki erbrotáréttiannarra.” > ,,Við höfum ekki enn fengið svar við því hve víðtækt þetta lögbann er,” sagði Jóhann Briem fram- kvæmdastjóri Frjáls framtaks. ,,Við viljum vita hvort það nær til þeirra blaða sem þegar hafa komið út eða næsta blaðs. Við fáum ekki svar fyrr en á mánudag. Við höfum m.a. lagt fé í auglýsingakvikmynd um barna- blaðið þannig að við teljum trygging- una allt of lága fyrir hugsanlegum skaðabótum. Við munum breyta eða lagfæra nafnið á blaðinu í næstu viku þegar við vitum endanlega hvernig þeir framkvæma sínar aðgerðir. ” - JH

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.