Dagblaðið - 01.11.1980, Side 10

Dagblaðið - 01.11.1980, Side 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980. frfálst, úháð daghlað Útgefandi: Dagblaðiðhf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóMsson. Ritstjóri: Jónas KHstjánsson. Aöstoflarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn IngóMsson. Aflstoflarfrótfastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnloifur BjarnleMsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Siguröur Þorri Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaidkori: Þráinn ÞorloMsson. Auglýeingastjóri: Már E.M. HaMdórs- son. DreMingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjórn: Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskrlftadeild, auglýsingar og skrMstofur Þverholti 11. Aflalsfmi blaðsins er 27022 (10 línur). Sotning og umbrot: Dagblaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Síflumúla 12. Prentun Árvakur hf., SkeMunni 10. Askriftarverfl á mánufli kr. 6.500. Verfl í lausasölu 300 kr. eintakifl. 80 prósent verðbólga? Kvíði sækir að, þegar skoðaðir eru /2 útreikningar á, hvert stefnir í efnahags- málum eftir kjarasamningana. Hagfræðingur Verzlunarráðs hefur reiknað dæmið. Verðbólgan verður á næsta ári 81 prósent samkvæmt út- reikningum hans, ef ekki verði gripið í taumana með áhrifamiklum efnahagsaðgerðum. Krónan mundi þá falla svo, að gengi Bandaríkja- dollars gagnvart henni hækkaði um 74 prósent á næsta ári. Dollarinn er í dag um555 krónur. Hann yrði í um 570 krónum um næstu áramót. í júlí yrði dollarinn kominn í 840 krónur og í 990 krónur í lok næsta árs, eða9,90 nýkrónur Verðbólgan myndi geysast áfram, svo að launa- hækkanir yrðu 74 prósent samtals á næsta ári, þrátt fyrir þá skerðingu verðbóta, sem felst í Ólafslögum. Þessi víxlgangur hefst nú þegar. Hagfræðingurinn gerir ráð fyrir, að meðalkaup- hækkun 1. nóvember næstkomandi verði 10 prósent. Hann reiknar með, að 1. desember bætist þar ofan á 9,5 prósent kauphækkun. Vegna vaxandi verðbólguhraða yrðu kauphækkanir 1. marz á næsta ári 18 prósent, 15,8 prósent 1. júní, 13,8 prósent 1. september og 12 prósent 1. desember á næsta ári. Þessir útreikningar byggjast á þeim forsendum, að ekki verði gripið til aðgerða gegn verðbólgunni. Auðvitað má ætla, að ríkisstjórnin, sú núverandi eða einhver önnur, láti þróunina ekki afskiptalausa. Að undanförnu höfum við ekki kynnzt öðrum aðgerðum en málamynda,,reddingum”, sem hafa falizt í krukki í laun manna. Ríkisstjórnin segist ætla að koma verðbólgunni á næsta ári niður í 42 prósent. Fjárlagafrumvarp stjórnarinnar byggist á því. Verkefnið er því gífurlegt. Með aðgerðum sínum þarf ríkisstjórnin að koma verðbólgunni úr 81 prósenti, sem í stefnir, niður í 42 prósent, eða sem sagt minnka hana um helming. Verði beitt hinum venjulegum ,,úrræðum”, að krukka í kaupið, yrði ríkisstjórnin að skerða verðbætur um helming allt næsta ár, til þess að verðbólgan verði 42 prósent en ekki 81 prósent. Ráðherrar tala um að stöðva víxlganginn í kerfinu. Þáttur í því gæti verið að setja hámark á verðbætur en bæta hinum lægstlaunuðu kjaraskerðingu með skatta- lækkunum. Skattalækkanir yrðu jafnframt til að draga úr ríkisbákninu, og vinna einnig á því sviði gegn þenslunni, sem sívaxandi ríkisbákn hefur valdið í kerfinu. Margvíslegar aðrar aðgerðir yrðu að koma til. Ekki er verjandi að krukka í kaup launþega, ef aðrir þættir eru látnir ósnertir. Þéim aðgerðum, sem til þyrftu að koma, mætti líkja við „leiftursókn” en yrðu vonandi betur grund- vallaðar en leiftursóknarævintýri sjálfstæðismanna fyrir kosningarnar. Því má spyrja, hvort núverandi ríkisstjórn ætli í leiftursókn gegn verðbólgu, svo að minnka megi hana um helming. Líklegasta svarið er nei. Ríkisstjórnin hefur sýnt, að hún tekur stefnu fjárlaga um verðbólgu ekki mjög alvarlega. Stjórnin boðaði í fjárlagafrumvarpi sínu fyrir yfirstandandi ár 30 prósent verðbólgu, en verðbólgan ætlar að verða 54 prósent á ár. Á sama hátt er líklegast, að stjórnarliðar láti sig litlu varða 42 prósent markið, sem nú er sett, og verði nær 80 prósentunum á næsta ári. Bretar hugleiða að afhenda Kína Hong Kongborg — talið að leynilegarsamningaviðræðurséuþegar hafnartilaðkomaí vegfyrirstraumKínverja með brezk vegabréf frá nýlendunni til Bretlands Rúmlega helmingur þeirra íbúa jarðarinnar, sem enn búa við ný- lenduveldi, er i Hong Kong. Orðróm- ur, sem heýrzt hefur á síðustu mán- uðum um að þeir muni brátt fá frelsi frá gömlu nýlenduherrunum Bretum, hefur þó furðulegt megi teljast í fyrstu, vakið verulegar áhyggjur meðal hinna fimm milijóna íbúa Hong Kong. Allt þetta fólk býr á svaeði sem er ekki nema um það bil 1000 ferkílómetrar. Áður var ekki búizt við þessu fyrr en árið 1997, þegar leigusamningar Breta á mest öllu landsvæði í Hong Kong rennur út. Síðustu mánuði hafa aftur á móti verið vaxandi vanga- veltur um að Hong Kong verði afhent Kina — kínverska alþýðulýðveldinu — innan átján mánaða. Talið er að þetta verði gert með fullu samþykki brezku stjórnarinnar og án nokkurs samráðs við íbúana í Hong Kong. Niu tiundu íbúa Hong Kong eru flóttamenn frá Kína eða börn fiótta- manna. Tilhugsunin um að komast aftur undir yfirráð Pekingstjómar- innar þarf því ekki endilega að vera ýkja skemmtileg tilhugsun fyrir þetta fólk. Hins vegar er staðreyndin sú að peningar hafa ávallt verið í fyrsta sæti í Hong Kong. Þar ríkir enn eitt ERLEND MÁLEFNI Gwynne Dyeer af örfáum raunveruTegum kapítalísk- um efnahagskerfum í heiminum. Það eru einmitt peningar, sem eru helzta röksemdin fyrir því, ef ákveðið verður að Pekingstjórnin fái aftur yfirráð yfir Hong Kong, mun fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Ljóst er áð ákveðið samkomulag um framtíð nýlendunnar verður að nást á miiii stjórnanna i London og Peking fyrir júni árið 1982. Ef svo verður ekki mun efnahagurinn og velferðin hrynja til grunna nær þvi á_ svipstundu. Laun í Hong Kong eru svipuð og i Singapore og aðeins Japanir hafa hærri meðallaun. Menntun og félagsleg velferð er einnig á hærra stigi í Hong Kong en flestum öðrum stöðum i Asíu. Allt byggist þetta á áframhaldandi fjár- festingu bæði aðila innan landamæra Hong Kong og erlendis. Flest fasteignalán og aðrar endur- greiðslur vegna fjárfestinga eru til fimmtán ára í Hong Kong. Leigu- samningur Breta á landinu rennur út hinn 30. júní árið 1997. Þar með mun enginn fjárfesta í Hong Kong eftir hinn 30. júní árið 1982 en þá eru fimmtán ár þar tii leigusamningur gömlu nýienduherranna rennur út. Að vísu er of fljótt að segja að enginn muni fjárfesta eftir þann tíma, því ef ljósir samningar um framtíð Hong Kong verða þá komnir geta fjárfest- ingar auðvitað haldið áfram. Aðeins eitt og hálft ár rúmlega er þar til kemur að 30. júní 1982 og nú þegar má sjá þess nokkur merki að SKATTAMAL SJ0MANNA Skattaf rádráttur fslenzkra sjómanna er miklu minni en gerist hjá grannþjóðunum Vera kann. að hinn sérstaki sjó- mannafrádráttur. er byrjað var að veita sjómönnum fyrir nokkrum árunt hafi verið þeim talsverður búhnykkur í byrjun. Síhækkandi skattar hin seinni ár ásamt því að hið efsta skattþrep byrjar allt of neðarlega, hefur valdið þvi að sjómenn. með óhemju langan vinnutíma, lenda með stóran hluta tekna sinna á 65% sköttum. Halda þeir því aðeins 35% af harðsóttum launum sínum, eftir að þvi marki er náð, og það sent verra er að þeir hafa engan valkost til að neita að vinna þær vinnustundir, er útgerðin óskar eftir, þótt sá vinnutimi fari langt umfram þaðer boðlegt þætti i landi. Ýmsum kann að þykja þær tekjur talsvert háar, sem settar eru hér i dæmin. en það var nauðsynlegt til að geta borið saman við hinar grannþjóð- irnar og tel ég að skattþrepin gagnvart hæsta skatti sýni þaðbest. hve verðlitil laun eru hér á landi. 15.000.000 — hverjir hafa þau laun? Yfirmenn á aflasælum íslenskum fiskiskipum. Danskir 3. stýrimenn. með meðaleftir- vinnu og 8 mánuði á sjó. Þó má geta þess, að þeir eru nú sem stendur 28— 29% undir viðmiðunarstéttum sinunt I landi, og þegar þetta er skrifað hafa 85% þeirra sagt störfum sinum laus- um (ásamt vélstjórum og loftskeyta- mönnum) og munu ganga í land 1. apríl 1981 ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma. Þeir hafa nefni- lega fengið á sig gerðardóm hvað eftir annað, meðan undirmenn tengdir verkalýðsfélögum í landi. samsvarandi ASl. hafa fengið sömu hækkanir og landmenn. Skyldu islenskir farmenn kannast við „geröardóm”? Norskir yfirmenn þurfa heldur ekki mikla eftir vinnu til að ná þessum árstekjum. Þær skattagreiðslur, sem teknar eru í dæm- unum eru miðaðar við einhleyping. með 10% skattafrádrátt I öllum tilvik- Til að forðast misskilning skal það tekið fram að Norðmenn og Danir greiða alla sína skatta og gjöld með einni skatttölu út úr töflubókum (bæjar- eða sveitarfélag viðkomandi fá svo ákveðinn hundraðshlut til sín frá Skattaskrifstofu sjómanna). Ég birti fyrst samanburð á einhleyp- um sjómanni með 10% frádrætti og þess er hefur sömu tekjur i landi ásamt 10% frádrætti. Brúttótekjur Skattur % af heildar- Norskur einhleypingur tekjum sjóm. (nærfart) 15.000.000 Landmaður 7.001.450 46,67% 3.033.408 20.22% — Fiskimaður 5.746.272 38.31% Norskur landm. — Farmaður 6.503.272 43,35% 4.218.480 28,12% 10.000.000 Landmaður 4.023.950 40.24% Norskurfarm. — Fiskintaður 3.021.272 30,21% 1.357.440 13,57% — Farmaður 3.526.272 35,26% Norskur landm. 1.946.000 19,46% 8.000.000 Landmaður 2.832.950 35.41% Norskur landm. — Fiskintaður 2.171.475 27.14% 1.343.328 16.79% Farmaður 2.454.275 30.68% Norskurfarmaður 899.920 11.25%

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.