Dagblaðið - 01.11.1980, Page 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980.
13
SKIN OG SKURIR
hjAspassky
Fyrrum heimsmeistari Mikhail
Botvinnik lét þau orö falla eigi alls
fyrir löngu að hann teldi skákmenn
vanrækja vísindaiega skyldu sína
með því að tefla of mikið en rann-
saka skák þeim mun minna.
Botvinnik var einmitt frægur fyrir
að innleiða vísindaleg vinnubrögð í
skákheiminn — undirbúningur hans
var betri en áður tíðkaðist. Þá voru
mótin færri svo teflendum gafst gott
næði milli hviða til að sanka að sér
fróðleik og undirbúa sig sem best á
allan hátt. Skákir andstæðinganna
voru tættar sundur í smátt, nýjar
hugmyndir í byrjunum rannsakaðar,
endatöfl einnig og allt þar á milli.
En nú er öldin önnur. Skákmeist-
urum gefast fleiri tækifæri til tafl-
mennsku, því hvert mótið rekur ann-
að. Margir þeirra, sérstaklega af
yngri kynslóðinni, þræða mótin hvert
af öðru og gefa sér engan tíma til
hvíldar og rannsókna. Það heitir að
læra af reynslunni. Aðrir fara rólega
í sakirnar, eins og t.d. heimsmeistar-
inn fyrrverandi og góðkunningi okk-
ar Islendinga, Boris Spassky.
Spassky hefur verið fastagestur í
áskorendaeinvígjunum um langan
tíma en flestir skákáhugamenn eru
sammála um að hann mætti að ósekju
vera tíðari gestur á mótum. Spassky
sagði sjálfur í fyrirlestri í Reykjavik
eftir einvígið við Hort 1977 að einn
helsti veikleiki sinn sem skákmanns
væri leti. E.t.v. er hún ástæðan fyrir
því hve sjaldan hann teflir.
Stórmeistaramótið í Tilburg í Hol-
landi var eitt þeirra móta þar sem
Spassky var meðal þátttakenda. Auð-
vitað var fylgst vandlega með tafl-
mennsku hans því hún hefur það orð
á sér að vera bæði góð og skemmti-
leg. Og það fór svo að hvort sem
Spassky tapaði eða vann, þá voru
áhorfendur ekki sviknir.
Vinningsskákir hans urðu 3, tap-
skákirnar 2 og jafnteflin 6. Samtals 6
vinningar og 4.—5. sæti. Hann vann
sigur á Andersson, Ribli og Larsen,
en tapaði fyrir Karpov og Tal. Sigur-
skák hans gegn ungverska stórmeist-
aranum Ribli var einkar smekkleg.
Hvitt: Spassky
Svart: Ribli
Drottningarindversk vörn.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. e3
Þetta rólega afbrigði er talið gefa
lítið í aðra hönd.
4. — Bb7 5. Bd3 d5 6. b3 Be7 7. 0-0
0-0 8. Bb2 c5 9. Rbd2
Algengara er að stilla drottningar-
riddaranum upp á c3.
9. — Rc6 10. Hcl Hc8 11. De2 dxc4
12. bxc4 Dc7 13. Hfdl Hfd8 14. Bbl
h6 15. Rb3
Eins og oft vill verða í stöðum sem
þessari reyna báðir keppendur að
þreifa fyrir sér og mynda veikleika í
herbúðum andstæðingsins. Texta-
leikurinn hefur í sjálfu sér engan til-
gang, en engu að síður fer riddarinn
eitthvað i taugarnar á Ribli.
15. — a5 16. h3 a4 17. Rbd2 Kf8?
Þessi leikur á eftir að verða Ribli
að faili og því er sjálfsagt að gagn-
rýna hann!
18. Re4 Rxe4 19. Bxe4 cxd4?! 20.
exd4 a3 21. Bc3 Ra5
Er svartur gaf eftir á miðborðinu i
19. leik hefur hann haft þessa stöðu i
huga. En nú skellur á stormur.
22. c5! Bxe4 23. Dxe4 bxc5 24. d5!
exd5
Skásta úrræðið er 24. — Kg8, en
eftir 25. dxe6 hefur hvítur yfirburða-
tafi.
25. Dh7! f6 26. Rh4 Ke8 27. Dg8 +
Svartur gafst upp. Ef 27. — Kd7 28.
Dxd5 + Bd6 29. Bxa5 og vinnur.
Spassky sat ekki alltaf réttum meg-
in við borðið í Tilburg, hann átti það
einnig til að tapa glæsilega. Gott
dæmi um það var að finna í skák-
þætti DB sl. laugardag, þar sem Tal
tók hann í karphúsið. Hin tapskák
Spassky var gegn sjálfum heims-
meistaranum og sigurvegara mótsins,
Anatoly Karpov. Þá skák tefldi
Karpov djarft og skemmtilega.
Fórnaði peði og fékk fyrir öfiugt
frumkvæði sem hann síðan nýtti sér
til sigurs.
Hvítt: Karpov
Svart: Spassky
Siklleyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. g4 h6 7. h4! ?
Karpov o.fi. hafa átt i erfiðleikum
með að brjóta varnir svarts á bak
aftur eftir 7. g5 hxg5 8. Bxg5 Rc6
o.s.frv.
7. — Rc6
Hilbner náði fijótlega betri stöðu
gegn Torre á millisvæðamótinu í Rio
1979, með 7. — Be7 8. Hh3 d5 9.
Bb5+ Kf8! En auðvitað kemur 8.
JÓN L. ÁRNAS0N
SKRIFAR UM SKÁK
Hg 1 til greina, eða jafnvel 8. Df3.
8. HgldS
Það er rökrétt að sprengja upp á
miðborðinu, en stök peð eru þó
sjaldnast stöðuprýði.
9. Bb5! Bd7 10. exd5 Rxd5 11. Rxd5
exdS 12. Be3 Be7 13. Dd2 Bxh4 14. 0-
0-0 Bf6 15. Rf5 Bxf5 16. gxf5 a6 17.
Bxc6 bxc6 18. Bc5!
Nú er ljóst að hvítur hefur öflugt
frumkvæði fyrir peðið. Svarti
kóngurinn er strandaður á mið-
borðinu og hvítur undirbýr að opna
tafiið enn frekar með framrás c-
peðsins.
18. — Hb8 19. b4! Hb5 20. Hgel +
Kd7 21. c4 Hxc5
Um aðra leiki er ekki að ræða.
Spassky hyggst nú snúa vörn í sókn.
22. bxc5Bg5 23. f4Df6!?
24. cxd5!
Á þennan einfalda hátt tekst
Karpov að hrinda sókn svarts.
Lakara er hins vegar 24. fxg5 Dal +
25. Kc2 Dxa2+ 26. Kd3 Dxc4+ 27.
Ke3 hxg5! og svartur hefur hættuleg-
ar hótanir.
24. — Dal + 25. Kc2 Dxa2 + 26. Kd3
Dxd2 +
Eða 26. — Db3 + 27. Dc3 Dc5 +
28. Dc4ogvinnur.
27. Hxd2 Bxf4 28. Ha2 cxd5 29.
Hxa6 h5 30. Kd4 h4 31. Kxd5 Hb8
32. f6 gxf6 33. Hxf6 Bg3 34. Hxf7 +
Kd8 35. Hf8 + og Spassky gafst upp.
Bridge-fréttir
Bridgefélag
Akureyrar
Nú er lokið fyrstu keppni Bridge-
félags Akureyrar á þessu starfsári, en
það var þriggja kvölda Thule-
tvímenningur.
Að þessu sinni sigruðu þau Soffía
Guðmundsdóttir og Ævar Karlesson,
eftir góðan endasprett í síðustu um-
ferð, en þegar síðasta umferð hófst
voru þau í 6.-7. sæti, 23 stigum á eftir
efstu pörunum.
Röð efstu para varfl þessi: stig
1. Soffía Guflmundsd.-Ævar Karlesson 391
2. Ragnar Steinbergsson-Gunnar Sólnes 383
3. Ólafur Ágústsson-Grettir Frímannsson 379
4. Július Thorarensen-Sveinn Sigurgcirsson 371
5. Hörflur Steinbergsson-Jón Stefánsson 368
6. Stefán Sveinbjömsson-Sigurflur Búason 367
7. Páll Pálsson-Frimann Frímannsson 362
8. Sveinbjörn Jónsson-Einar Sveinbjömsson 360
9. Stefán Ragnarsson-Pétur Gufljónsson 357
10. Amald Reykdal-Gylfi Pálsson 354
Spilað var í þremur 12 para riðlum
og með meðalárangur 330 stig.
Keppnisstjóri félagsins er Albert
Sigurðsson.
Næsta keppni félagsins er sveita-
keppni, Akureyrarmót, og eru spilarar
beðnir að skrá sveitir sínar hjá stjórn
félagsins. Einnig mun stjórnin aðstoða
og leiðbeina við myndun sveita.
Sveitakeppnin hófst þriðjudaginn
28. október kl. 20 í Félagsborg.
Frá Bridgefélagi
Hafnarfjarðar
Mánudaginn 27. okt. hófst sveita-
keppni félagsins með þátttöku 13
sveita. Spilaðir eru 2 16 spila leikir á
kvöldi með yfirsetu sem gefur 12 stig.
Úrslit leikja urðu:
Aflalsteinn Jörgensen
— Dröfn Guflmundsdóttir 16—4
Dröfn Guflmundsdóttir — Ólafur Gíslason 19—1
Albert Þorsteinsson — Hlynur Helgason 20—0
Albert Þorstcinsson — Ólafur GLslason 4—16
Sævar Magnússon — Krístófer Magnússon 9—11
Sævar Magnússon — Hlynur Helguson 12—8
Krístján Hauksson — Ólafur Torfason 13—7
Krístján Hauksson — Krístófer Magnússon 2—18
Ragiiar Halldórsson
— Jón Gislason 20—0
Ragnar Halldórsson — Ólafur Torfason 6—14
Þorsteinn Þorsteinsson — Ólafur Valgeirsson 3—17
Þorsteinn Þorsteinsson — Jón Gíslason 17—3
Aðalsteinn og Ólafur V. fá 12 stig
fyrir yfirsetu. Staða efstu sveita er þá
þannig:
1.-2. KristóferMagnússon 29
1.-2. Ólafur Valgeirsson 29
3. Aflalsteinn Jörgensen 28
4. Ragnar Halldórsson 26
5. Albert Þorsteinsson 24
Næstkomandi mánudag 3. nóv.
verður 3. og 4. umferð spiluð. Spilað er
í Gaflinum við Reykjanesbraut og hefst
spilamennskan stundvíslega klukkan
hálf átta. Áhorfendur eru sérstaklega
velkomnir.
Bridgefélag
Breiðholts
Á þriðjudaginn var spilaður eins
kvölds tvímenningur og var spilað í
einum tólf para riðli:
Úrslit urðu þessi:
EiflurGufljónsson-Krístinn Helgason 131
Hermann Lárusson-Axel Lárusson 131
Tómas Sigurjónsson-Sigurflur Blöndal 123
Leifur Karlsson-Hreiflar Hanssen 121
Meðalskor 110.
Næstkomandi þriðjudag hefst
þriggja kvölda hraðsveitakeppni og
verður stökum pörum raðað saman í
sveitir áður en spilamennska hefst.
Spilað er í húsi Kjöts og fisks, Selja-
braut 54, kl. hálf átta stundvíslega.
Frá Bridgedeild
Barðstrendinga-
félagsins
Fimmtu og síðustu umferðinni i tví-
menningskeppninni lauk mánudags-
kvöldið 27. október og sigruðu
Þórarinn Árnason og Ragnar
Björnsson með miklum yfirburðum.
En að lokinni keppni var staða 10 efstu
para þessi:
1. Þórarinn Ámason-Ragnar Björnss. 669
2. Magnús Halldórsson-Jósef Sigurösson 609
3. Gunnl. Þorsteinsson-Hjörtur Eyjólfsson 600
4. Kristján Ingólfsson-Jón Björnsson 578
5. Sigurður Krístjánsson-Hermann Ólafsson 572
6. Þórir Bjarnason-Hcrmann Samúelsson 558
7. Ágústa Jónsdóttir-Guflrún Jónsdóttir 553
8. Viðar Guflmundsson-Pétur Sigurðsson 550
9. Gísli Benjamínsson-Jóhannes Sigvaldason 549
10. Einar Ólafsson-Þröstur Einarsson 535
Mánudaginn 3. nóvember hefst
síðan 5 kvölda hraðsveitakeppni.
Spilarar mæti stundvíslega kl. 19.30.
Frá Bridgefélagi
Kópavogs
Fimmtudagskvöldið 23. okt. lauk
þriggja kvölda tvímenningskeppni hjá
Bridgefélagi Kópavogs. Sigurvegarar
urðu Jón Andrésson og Garðar
Þórðarson. Bezta árangri kvöldsins
náðu:
A-riðill stig
Valdimar Þórflarson-Haukur Hannesson 187
Bjami Pétursson-Vilhjálmur Sigurflsson 186
Ármann J. Lárusson-Sverrír Ármannsson 174
B-riflill stig
Guðjón Sigurflsson-Frífljón Margeirsson 203
Fríflrík Guflmundsson-HreinnHreinsson 197
Július Snorrason-Barfli Þorkelsson 180
Röð efstu para í keppninni varð
þessi:
1. Jón Andrésson-Garflar Þórflarson 554
2. Ármann J. Lárusson-Sverrír Ármannsson 551
3. Bjaml Pétursson-Vilhjálmur Sigurflsson 538
4. Valdimar Þórflarson-Haukur Hannesson 534
5. Georg Sverrisson-Rúnar Magnússon 530
6. Sævin Bjarnason-Ragnar Bjömsson 527
Fimmtudaginn 30. okt. hófst 5
kvölda hraðsveitakeppni hjá félaginu.
Spilað er í Þinghól, Hamraborg
11 og hefjast spilakvöldin kl. 20.00.
Tafl & bridge-
klúbburinn
Fimmtudaginn 23. október var spil-
uð fimmta og síðasta umferð i tví-
menningskeppninni. Sigurvegarar urðu
Valur Sigurðsson og Jón Baldursson.
Hæstu skor kvöldsins fengu i A-riðli
Gestur Jónsson og Sverrir Kristinsson,
264 stig, í B-riðli Þorsteinn Erlingsson
ogViggó Gíslason, 254 stig. Lokastaða
10 efstu para er þessi:
1. Jón Buldursson-Valur Sigurðsson 1194
2. Ingvar Hauksson-Orwell Utley 1162
3. Jón P. Sigurjónsson-SigfúsÖ. Árnason 1152
4. Guðbr. Sigurbergss.-Oddur Hjaltason 1142
5. Helgi Einarsson-Gunnl. Óskarsson 1127
6. Bragi Björnsson-Þórh. Þorstelnss 1124
7. Ragnar Óskarsson-Sig. Ámundason 1111
8. Óskar Karlsson-Guflm. Sigursteinsson 1100
9. Aflalst. Jörgensen-Stefán Pálsson 1091
10. Ingólfur Böflvarsson-Gufljón Á. Ottósson 1085
Fimmtudaginn 30. október var spil-
uð fyrsta umferð í hraðsveitakeppni
félagsins.
Staða efstu sveita eftir fyrstu umferð
er þessi:
1. Sveit Gests Jónssonar 631
2. Sveit Sigurflar Steingrimssonar 591
3. Sveit Sigfúsar Arnars Sigurhjartarsonar 561
4. Sveit Ragnars Ólafssonar 558
Fimmtudaginn 6. nóvember verður
■spiluð önnur umferð, spilað verður í
Domus Medica. Spilarar mæti stund-
vislega kl. 19.30.
Bylting
í
bygg-
ingar
iðnaði
þú ert, eða œtlar
\ að byggja...
... þá
kynntu þér
BYGGINGARKERFIÐ
sem sparar tíma og peninga, færanlegir skil-
veggir fyrir heimili, iðnaðar- og skrifstofu-
húsnæði og verzlanir.
Gerum tilboð í uppsetningu
Framleiðandi:
HANNES GUNNARSS0N
Þorlákshöfn.
Simi
Hönnun og einkaleyfisvernd:
nn ocon Ráðgjöf og
99-3620 HÖNNUNSIF