Dagblaðið - 01.11.1980, Qupperneq 16
16
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980.
I
Menning
Menning
Menning
Menning
3
Leiklist
FORTÍÐ - NÚTÍD - FRAMTÍÐ
— spjallað við Brynju Benediktsdóttur, leikstjóra Dags hríðar spor... eftir Valgarð Egilsson
lnnan tíðar verður frumsýnt á Litla
sviði Þjóðleikhússins í Leikhús-
kjallaranum nýtt íslenskt leikverk:
Dags hríðar spor, eftir Valgarð Egils-
son, lækni. Tíðindi herma auk þess,
að hér sé á ferðinni nýstárlegt verk,
þar sem kveði við annan tón en venja
er í innlendri leikritun. Því náði ég
tali af Brynju Benediktsdóttur, sem
leikstýrir verkinu, og lagði fyrir hana
nokkrar spurningar um verkið og þá
ekki síður uppsetningu hennar og
meðleikstjóra hennar, Erlings
Gíslasonar.
— Hvað geturðu sagt um þetta
leikrit?
„Það er töluverður tími liðinn frá
því við Erlingur lásum þetta verk
fyrst. Höfundur sýndi okkur það á
Akureyri, þegar við vorum þar viö
leikhússtjórn, en þá var því miður
hvorki staður, stund né fjármagn til
að setja það upp. Höfundur er reynd-
ar ættaður úr Eyjafirði austan-
verðum, alinn þar upp og m.a. velur
hann sumum persónum sínum málfar
og skaplyndi þess fólks að norðan,
sem hann gjörþekkti i æsku.
Leirkitið er yfirgripsmikið, gífurlegar
andstæður takast í í dramatíkinni, —
það er í sérflokki. Textinn einkennist
af öllu í senn: kitlandi fyndni, guð-
dómlegri ljóðrænu og hráslagalegu
hversdagssnakki.
Leikritið gerist á einum degi — en
spannar hins vegar fortíð, nútíð og
framtið í íslenzku samfélagi. Það er
því skiljanlegt, þegar ég segi að það
sé yfirgripsmikið. Það er gott að fá
tækifæri til þess að vinna verk
höfundar sem liggur svona mikið á
hjarta — sem er svo mikið niðri
fyrir.”
Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri.
velta verkinu fyrir okkur og leita
leiklausna við þess hæfi. Leikið
verður t Þjóðleikhúskjallaranum,
öllum sölum hans og leikarar og
áhorfendur færa sig á milli
leiksvæða. Við reynum að koma
verkinu til skila á mjög ákveðinn hátt
með búningum, gervum og leik-
sköpun, hver leikari er gangandi leik-
mynd.
— Ég er hræddur um að þú verðir
að útskýra þetta dálítið nánar.
„Textinn er á ákveðinn hátt hnit-
miðað táknmál. Á sama hátt fær
hver persóna leiksins ákveðið ytra
tákn, sem er búningur hennar,
andlitsgervi eða leikmáti — þetta ytra
tákn persónunnar undirstrikar eðli
hennar og hjálpar áhorfendum að
vera með á nótunum alveg frá
upphafi, njóta túlkunar þeirra góðu
leikara sem sýninguna skipa án þess
að blandast inn í sýninguna vegna
nálægðarinnar við leikarann. í raun-
inni brjótum við allar hefðbundnar
reglur: þetta er enginn fyrirfram til-
búinn leikstill, fenginn annars staðar
frá, heldur fyrst og fremst leikstíll
fyrir verkið hans Valgarðs.”
— Nú erum við búin að ræöa
þetta verk nokkuð, en þú hefur
hvergi vikið að innihaldi þess og efni.
Um hvað fjallar Dags hriðar spor?
„Ég ætla að steinþegja um
innihaldið — það á að koma áhorf-
endum á óvart. Svo sannarlega.”
-JSJ.-
— Liggur ekki öllum höfundum
mikið á hjarta?
„Þeim islenzku höfundum, sem ég
hef átt þess kost að vinna með, hefur
öllum legið mikið á hjarta, jú.”
— En. . .
„. . . Ég get hins vegar sagt þér,
að ég er orðin hundleið á þessu
skandinaviska hvunndagsvæli um
tilbúin vandamál!”
— Já. . . Við skulum víkja aftur
að Dags hriðar sporum. Af orðum
þínum má skilja, að þessu verki hæfi
enginn venjulegur leikstjórnar- og
leikmáti.
„Við Erlingur Gíslason og Sigur-
jón Jóhannsson, sem gerir leikmynd
og búninga, höfum lengi verið að
Cr Dags hriðar spor eftir Valgarð Egilsson. DB-myndir Gunnar Örn).
Hörkutólasamfélagið
Liöiö hans Lúlla.
Höfundur: E.W. Hildick.
Myndskroyting: Irls Schweitzer.
Þýðing: ÁKhoiður Kjartansdóttir.
Iðunn 1980.
Hver er Lúlli?
I úlli er vfird ifingarstjóri hjá
Nýja miólkurbúiriu, eða fram-
kvæ'ii.iasljini vða iafnvel eigandi.
Það er ekki alveg á hreinu en hitt er
á hreinu, hann er sá albesti í dreifing-
arfaginu. Það kemst enginn í hálf-
kvisti við Lúlla.
Óvinir Lúlla halda þvi fram að:
munnurinn á honum sé eins og rottu-
gildra;
augun í honum séu eins og í geðillum
hreysiketti;
röddin í honum sé eins og þegar hníf-
ur sargar við stein;
hárið á honurn sc eins og útjaskaður
málningarpensill (stífur og sléttur);
framkoman sé svínsleg;
hann sé útsmoginn á borð við sæg af
smádjöflum.
Vinir hans halda því fram að:
munnurinn á honum sé einbeittur og
festulegur;
augun í honum séu skörp og einbeitt;
röddin sé sterk og festuleg;
framkomanséhreinogbein; og
hann sé eldklár í kollinum.
Lyfti Lúlli annarri augabrúninni
getur það þýtt:
vott af nýrri virðingu;
snefil af gamalli tortryggni;
ögn af efa;
brot af vantrú;
glætu af reiði;
neista af furðu; og
bílhlass af algerri undrun.
Staðsettur í
Hafnarfirði
SÍMI52371
KVIKMYNDIR
8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur til leigu í mjög miklu úr-
vali í stuttum og löngum útgáfum, bæði þöglar og með
hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéla,
m.a. Gög og Gokke, Chaplin, Walt Disney, Bleiki
Pardusinn, Star Wars o.fl. Fyrir fullorðna m.a. Jaws, Deep,
Grease, Godfather, China Town o.fl. Filmur til sölu og
skipta. Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla
Kvikmyndamarkaðurinn daga,ki. 1—7.
36521i
Hvað er Liðið?
Liðið hans Lúlla eru strákarnir
sem vinna hjá honum. Tveir í
mjólkurdreifingunni á morgnana,
fjórir í blaðadreifingunni á kvöldin
og það eru sko engir aukvisar sem
komast í Liðið.
Hver og einn einasti strákur sem
vill komast í Liðið hans Lúlla verður
að gangast undir hæfnipróf og það er
sko ekkert grín.
Það þarf; að raða mjólkurflöskum í
vírkörfur eftir kúnstarinnar reglum.
Það þarf; að lesa á mjólkurseðla sem
geta verið svo hrikalega illa skrifaðir
að það er ekki nokkur leið að sjá
hvort á þeim stendur:
Tvær flöskur af nýmjólk á
rússnesku;
Liðinu hans Lúlla og þar er hægt að
finna:
Klikkaðan viðskiptavin;
Venjulegan viðskiptavin;
Heyrnarlausan viðskiptavin;
Útsmoginn viðskiptavin;
Brögðóttan viðskiptavin.
Það þarf: að kljást við grimman
hund. Hund, sem er allt í senn; stór,
kvikindislegur, skítugur, þungur,
fjörugur, stökkvandi, urrandi,
broddóttur, slefandi, bálillur, fingur-
glefsandi, blaðastrákaneglari,
keðjuslitari.
Sá sem fær flest stig útúr
hæfniprófinu heldur áfram og fer í
aðalprófið en það er vikuvinna með
Liðinu hans Lúlla.
Timmi er söguhetjan í bókinni.
Hann er einn af þeim sem gengur í
Borga þér á laugardag — á frönsku;
Settu mjólkina í skuggann — á
kínversku; eða
Rjóminn var súr í gær — á þýsku.
Það þarf; að dreifa mjólkurflöskum i
ímynduð hús og utan við eitt
ímyndaða húsið er tóm fiaska með
miða I. Það þarf að fiska upp miðann
svo hægt sé að sjá, hvaða breytingar
hafa verið gerðar á mjólkur-
pöntuninni.
Það þarf; að innheimta peninga hjá
viðskiptavinunum, sem eru leiknir af
gegnum hæfniprófið, nær því og fer í
aðalprófið — mjólkurdreifinguna.
En ekki er sopið kálið. . . . og svo
framvegis.
Þaö sem cnér finnst
Mér finnst gaman að
skemmtilegum sögum. Svo finnst
mér gaman að fyndnum sögum líka.
En mest þykir mér gaman að
skemmtilega fyndnum sögum og
Liðið hans Lúlla er svona
skemmtilega fyndin saga.
Valdís Óskarsdóttir
Þess vegna má fyrirgefa eitt og
annað. Einsog til dæmis að Lúlli
virðist vera tilfinningalaust hörkutól
sem stjórnar strákunum með svipuð-
um tilburðum og herforingjastjórnir
Suður-Ameríku. En Lúlli er
réttlátur (það er kannski meira en
segja má um herforingjastjórnir) og
hann stendur með strákunum í Lið-
inu sínu.
Og strákarnir þá?
Þeir látast vera hörkutól en innan
undir hörkutólabrynjunni er eitt og
annað sem væri slæmt fyrir hörkutól
að láta í Ijós í svona hörkutólasam-
félagi einsog Liðið hans Lúlla lifir og
hrærist í.
Kannski er égbara aðnöldra að á-
stæðulausu, nöldursins vegna og það
er sko ekki fallegt. Réttast að segja
einsog er — nöldurslaust. Bókin er
skemmtileg, fyndin, fjörug, lifandi
og vel skrifuð og án þess að hafa
hugmynd um frumtexta bókarinnar,
segi ég það sem blákalda staðreynd,
að þýðingin er feikilega vel unnin. Til
fyrirmyndar.
Aftur á móti tók það mig dálitla
stund að átta mig á myndunum í
bókinni. Eftir þeim að dæma eru
strákarnir um það bil tíu ára en það
er tímaskekkja. Strákarnir eru flestir
hverjir fimmtán ára — jafngamiir
sögunni en húnvar skrifuð 1%5.
Og það finnst mér merkilegt nokk.