Dagblaðið - 29.11.1980, Side 6

Dagblaðið - 29.11.1980, Side 6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980. \ 6 Leiklist ÓLAFUR JÓNSSON Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg son: Úlfaldinn eftir Agnar Þórðar- son. Þar var líka um að ræða einhvers lags leiksviðsverk, nema í það sinn dellufarsa úr reykvískri samtíð en ekki alvörugefinn sorgarleik utan úr hinum stóra heimi. Alveg sama sagan: alger vanmáttur höfundar og leikenda á því viðfangsefni sem þeir sameiginlega taka sér fyrir hendur, algert kaeruleysi af útvarpsins hálfu um sina hlutdeild í leikmenningu landsmanna. Ýmsir misgegnir leik- endur að bjástra við vita-vonlaust verk, höfundur sem virtist búinn að missa öll tök á því leikformi sem hingað til hefur þó látið honum best, manni stökk ekki nema í mesta lagi meðaumkunarbros viö farsann sem vera átti. Guð hjálpi öllum oss! Eftir þrjú ný útvarpsleikrit þrjár vikur í röð er maður eiginlega við öllu búinn. Og samt — hvað í ósköpunum skyldi ske á fimmtudaginn kemur? Var ekki á dögunum sagt frá því að nú ætti að leika ellefu ný islensk út- varpsleikrit hvert á fætur öðru? Nóg er að starfa Samt sem áður eru leikarar allir að sögn komnir í verkfall í útvarpinu. Það vill til að þeir hafa haft nóg að starfa að undanförnu að birgja út- varpið upp fyrir verkfallið. En augljóslega þarf að nota vel það hlé sem vonandi verður samt á út- varpsleikjum í verkfaUi leikara. Það er löngu orðið meira en tímabært að taka til endurskoðunar alla stefnu út- varpsins í leiklistarmálum og degin- um ljósara að sú stefna má ekki ráðast af hagsmunum leikara og kröfugerð leikarafélagsins fyrir þeirra hönd. Linna þarf því hneyksli að útvarpsleikjum sé haldið uppi í aukavinnu leikara á öðru starfsviði, leysa þarf kverkatak leikarafélagsins á íslenskum sjónvarpsleikjum ef von á að vera til að þeir komist til þroska. Það þarf í stystumáli sagt að koma upp útvarpsleikhúsi þess umkomnu að gerast sjálfstæður leikUstar-miðill. Til þess þarf auðvitað leikara. Við höfum aftur á móti ekkert við út- varpsleiki að gera til þess eins að halda uppi leikurum. En það er að vísu einasta skUjanlega markmið með útvarpsleikjum eins og Síðustu af- borgun, Úlfaldanum og svo ótal mörgum öðrum. Að svo komnu er ógemingur að taka mark á kröfum leikara um aukningu á innlendum Ieikritum frá því sem nú er, forgang leikarafélags- ins að verkefnum í útvarpi. Það er brýn þörf á miklu róttækari ný- mælum í leikUstardeUdum útvarps og sjónvarps — og umfram allt nýju efni og hugmyndum, nýjum starfs- kröftum og vinnubrögðum, nýrri stefnu. Þangað til það kemst í kring má gjarnan vera verkfaU. Tímapantanir 13010 Sandgerði Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í smíði á stál- festihlutum fyrir tréstaura í Suðausturlinu. Otboðsgögn nr. 80036 verða seld á kr. 10.000 hvert eintak á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins Laugavegi 118, frá og með mánudeginum 1. desember nk. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 10. des. á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útvarp: SlÐASTA AFBORGUN •ftir Sigurð Róbartsson Laikstjóri: Gfsli Atfraðason Auðugur verksmiðjueigandi heimtir son sinn heim úr stríði í fjar- Iægu landi. Sonurinn er útskrifaður sem hetja úr hemum, fyrirmynd ungra manna. Faöir framleiðir í verk- smiðju sinni vopn í sérflokki sem skipt getur sköpum í stríðinu. Ríkis- stjórnin hefur lika beðið hann að margfalda framleiðsluna. Og nú vill pabbi að Villi komi til starfa með sér í fyrirtækinu enda á hann á sínum tíma að taka við þvi öllu saman. En það vill Villi ekki. Hann vill ekki einu sinni skála við pabba og ekki taka meiri þátt en orðið er í viðbjóðslegri styrjöld. Nú fer leikritið að fjalla um annað. Það sýnir sig að Villi karlinn hefur vanist á eitthvert eiturlyfjabrúk í stríðinu og þarf nú að fá meira. Það fær hann á knæpu nokkurri þar sem knæpuhaldarinn kallar sig reglu- föður og lætur kaupunauta sverja sér og reglunni trúnaðareið, en eitrið nefna þeir sakramenti. Þar kynnist hann líka stúlku og lendir hennar vegna næstum því i áflogum við bál- reiðan dóna. Núnú. Næst vitnast að Villi var óttaleg skræfa í stríðinu og hetjudáð hans níðingsverk, frama sinn fékk hann út á nafn pabba. Nú vill faðir hans koma honum á hæli til lækn- ingar. En það vill Villi ekki hafa. Nefnilega hafði Harvey karlinn faðir hans á sínum tíma látið loka móður hans inni á hæli — einkum af þvi að mér skildist hvað hún var væn og góð kona. Var ég búinn að segja að Harvey og svarkurinn systir hans eru svæsnustu kynþáttahatarar? Á heim- ilinu er góð og dygg svört vinnukona og svo kynblendingur, Matti vinnu- maður, sem raunar er bastarður Harveys með svartri ambátt. Það var líka hann sem vísaði Villa á knæpuna og regluföður. í þessum öngum flýr nú Villi til Míru, sem minnir hann á mömmu sálugu og reyndar er að sínu leyti frilla Harveys gamla. Og saman fá þau sér síðasta sakramentið, svo væna sprautu að hún á að duga þeim alla leið þangað sem fegurðin og Til hvers er eiginlega verið að þessu? Það sem manni að endingu blöskrar mest er ekki að samið skuli vera og leikið vont leikrit, annað eins getur nú skeö. Heldur hitt að þetta og annað eins skuli vera allt og sumt sem útvarpið hefur að leggja til innlendra leikmennta, að leikritun og leiklist af þessu tagi mega heita almenn regla í útvarpinu. Fyrir hálfum mánuði hlustaði ég á annað nýtt útvarpsleikrit ettir höfund sem njóta mun meiri virðingar að al- menningsáliti en Sigurður Róberts- Raf magnsveitur ríkisins Agnar Þórðarrfon — „Búinn að missa öll tök á því leik- Slgurður Róbertsson — ,,TH hvers er eiginlega verlð að formi sem hingað til hefur látið honum best” segir þessu?” spyr Ólafur Jónsson. Ólafur Jónsson. hamingjan biða manns. Við svo búið lauk þessu sorglega drama. örbirgð og umkomuleysi Satt að segja fallast manni bæði orð og hendur eftir tvo tíma við út- varpið og leikrit eins og þetta: svo al- gert var umkomuleysi þess gagnvart yrkisefnum sem kannski má með góðvild greina í textanum. Samt er Sigurður Róbertsson höfundur sem verulega stund hefur lagt á leikrita- gerð, ýms leikrit hans leikin í útvarp á undanförnum árum þótt þau hafi ekki fengið annan frama að ég hygg. Vel að merkja virtist þetta leikrit frekar áformað fyrir svið en útvarp, sem að vísu er altitt um útvarpsleiki. Ýmsir stórleikarar voru þar í hlut- verkum: Róbert Arnfmnsson, Rúrik Haraldsson og svo aðrir sem upp- rennilegir þykja: Hákon Waage, Randver Þorláksson, en fjöldi manns tók þátt í leiknum. Og raunar virtist mér meiri alúð og vandvirkni lögð í leikinn en títt er um útvarpsleiki. En það kom nú fyrir lítið — eins og ofanskráð ágrip af efninu kannski gefurtilkynna. Allir i verkfall Blaðberar óskast strax. Upplýs- ingar í síma 92- 7696. Snjólaug. BIAÐIÐ ÚTBOÐ

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.