Dagblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 29.11.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980. 9 Þeir eru ekki ýkja margir mynd- listarmennirnir hér á landi sem fást við að opinbera listræn sannleiks- korn með raunsærri túlkun á manns- líkamanum, nöktum sem fullklædd- um. Einn þeirra er Guðmundur Björgvinsson sem fyrst vakti á sér athygli með sýningu í kjallara Norræna hússins árið 19C78 og sýnir nú verk sín að Kjarvalsstöðum til sunnudagskvölds. Í Norræna húsinu virtist Guðmundur hafa markað sér stefnu af óvenjulegri festu, — konu- líkaminn var yrkisefnið og pastel miðillinn. Þeim kúrs heldur hann á þessari sýningu, en með frávikum þó, aðallega portrettmyndum, svo og kvikum formyndum eða stúdíum gerðum með tússi eða prentlitum, en myndir af því tagi sýndi Guð- mundur á haustsýningu FÍM fyrir stuttu. Svartigaldur Það hefur sjálfsagt mátt nálgast þessar pastelmyndir Guðmundar út frá fleirum en einu sjónarhorni, — t. d. sem formkönnun, eða erótíska hyll ingu. En á þessari sýningu kemur i ljós að svo einfaldar skýringar nægja ekki í öllum tilvikum. Þótt naktar konur engist sundur og saman í myndum hans, þar séu kvenbrjóst, bakhlutar og læri, jafnvel völsi í stærra lagi, þá andar einkennilega köldu frá þessum efnivið, öll ástúð og girnd eru víðs fjarri og áhorfand- inn fær það sterklega á tilfinninguna að hann sé hér viðstaddur formfast Guðmundur Björgvinsson — Sjálfsmynd milli stafs og hurðar. KÖLD NEKT Sýning Guðmundar Björgvinssonar að Kjarvalsstöðum kynferðislegt ritúal eða svartagaldur fremur en hyllingu holdsins. Þetta gera m.a. þeir litir sem Guðmundur heldur mest upp á, — stálgráir eða grábláir, með stöku sterkrauðu ívafi. Heiti margra myndanna benda enn- fremur til þess að þeim sé ætlað að vera boðberar ákveðinna hugmynda um lífið og tilveruna, fremur en lífs- nautnarinnar einskærrar. Myndir af því tagi eru t.d. Samruni kynþátt- anna, Móðir náttúra, myndþrennan Mátturinn og dýrðin, Bláköld bernskan o.fl. Á sviði En í þeim er- það oft svo að annað- hvort er hin myndræna úrvinnsla of langsótt eða of augljós og betur kann ég við það þegar Guðmundur fjallar um ýmsar tilfinningar sem þorri manna hefur kynnst af eigin raun, einsemd, örvæntingu, kvíða, ótta, og þar er helst að geta mynda nr. 32— 40, sérílagi „sviðsmyndanna” af drengjum í ham. Mér skilst að bræður tveir „túlki” svo þær myndir einhvem tímann á sýningartímanum, sem ætti eiginlega að vera óþarfi. Guðmundur gerir margt vel, tekst t.d. að byggja upp ljóðræn augnablik í myndum, sjá nr. 8 og 9, nr. 6 (Það var vor. . .), en samt er eins og öll nákvæmnin laði ekki að, þegar öll kurl eru komin til grafar. Leikni lista- mannsins í notkun pastellita hefur enn aukist frá því 1978, t.d. eru myndir þær sem hann gerir eftir ljós- myndum af þekktu fólki oft sláandi. Þó gætir enn vanmáttar i myndum sem virðast teiknaðar eftir lifandi fyrirsætum, útlínur gerast þá óþarf- legaharðar. Prentlita- og tússmyndirnar eru allt annar kapítuli á sýningunni og fór stórum betur í mig heldur en ofur- raunsæið. Þar virðist Guðmundur -leika af fingrum fram, leggja drög að mannamyndum, hressa upp á minnið, æfa sig í myndbyggingu, en alltaf án þess að gefa of mikið í skyn. Þar gefst okkur tækifæri til að geta í eyðurnar, gerast þátttakendur í sköpuninni. Það er ekki lítils virði. -AI. Ásmundur og Karl Reykjavíkurmeistarar Reykjavíkurmótið í tvímenningi var spilað um sl. helgi. Sigurvegarar með miklum yfirburðum urðu þeir Ás- mundur Pálsson og Karl Sigurhjartar- son og má segja að þeir hafi leitt alla keppnina. Efstu pör urðu annars þessi: 1. Ásmundur Pálsson, Karl Slgurhjartarson 335 2. Guðm Hermannsson, Sævar Þorbjörnss 205 3. Jón Ásbjörnsson, Símon Símonarson 159 4. Guðm. Páll Arnarson, Sverrir Ármannsson 157 5. Jón Baldursson, Valur Sigurðsson 68 6. Eiríkur Jónsson, Páll Valdimarsson 64 Eins og undanfarin ár voru spilin tölvugefin og mikið af skiptingarspil- um. Verða nú sýnd nokkur spil frá keppninni. Hér er spil nr. 1. NoRDl'K AÁ9643 '"8 ■>ÁK854 *76 Ai.mi'ii A DG1087 G96 107 * 1084 Sl'DUR A enginn - ÁKD432 D962 + ÁKD Mörgum þótti sem tölvan hefði brugðizt í þessu spili. Þvi að nokkrir spiluðu sjö hjörtu eða sjö grönd á þessi spil og unnu af því að hjartað féll þrjú og þrjú, þó svo að flestir spiluðu sjö tígla, sem ar rétti samningurinn. Gaf það aðeins meðalskor. Hér kemur spil nr. 2. + K52 T 1075 G3 + G9532 félaga þínum og athuga hvort þú næðir sjö á þessi spil. Þá er komiðað 3. spilinu. Vt.ni ií A10962 .8762 óK AÁD103 Norim.r A ÁDG87 v5 Á >85 *KG984 Ai.'sruR * K43 KDG953 G10 *62 Sl'di'k + 5 104 ÁD976432 *75 Eins og sést var mikið af skiptingar- spilunum og á þetta spil var spilað allt upp í sex tígla doblaða og unna. Þeir vinnast með því að taka tigulkóng ein- spil. Þá kemur hér lokaspilið. VfSTOR A ÁG973 v D832 * 652 * 6 NnwniR + D6 "Á 0 KG974 + ÁK753 ÁUSTÍIR + K1042 •’G 10765 0 83 + 109 Sumju + 85 r>’ K94 OÁD10 * DG842 Vtstur + 932 ^ 3 0 D72 * KD8642 Nortiur + 84 ” ÁK94 0 ÁK84 * 1073 Au.'Tiir + 76 872 0 10963 + ÁG95 Suiiijh A ÁKDG105 DG1065 0 G5 * ekkert Aðeins fjögur pör af fjórtán náðu þessari upplögðu alslemmu. Það væri rétt fyrir þig að segja á þessi spil með Mjög margir fóru í 6 lauf á þessi spil og er ekki hægt að segja að sagntækin sé þá á háu stigi en heppnin var með þeim mörgum því að þau unnust á flestum borðum. Frá Bridgedeild Breiðfirðinga Þegar eitt kvöld er eftir í Butler- keppni félagsins er staðan þessi: 1. Kriutján Ólafsson, Runólfur Slgurflsson 444 2. Albert Þorsteinsson, Siguröur Emilsson 440 3. Magnús Oddsson, Þorsteinn Laufdal 419 4. Jón Stefánsson, Óiafur Ingimundarson 412 5. Kristín Þórðardóttir, Jón Pálsson 409 6. Ester Jakobsdóttir, Erla Sigurjónsdóttir 406 7. Ingibjörg Halldórsd., Sigvaldi Þorsteinsson 397 8. Guðjón Kristjánsson, Þorvaldur Matthiasson 397 9. Böðvar Guðmundsson, Ólafur Gíslason 396 10. Gísli Víglundsson, Þórarinn Árnason 391 Lokaumferðin verður spiluð nk. fimmtudag og hefst kl. 19.30, spilað er í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Staðan 1 sveitakeppni félagsins að loknum 10 umferðum af 13 er þessi: 1. Sveit Sævar Þorbjörnssonar 142 2. Sveit Samvinnuferða 139 3. Sveit Hjalta Elíassonar 129 4. Sveit Jóns Þorvaröarsonar 125 5. Sveit Sigurðar B. Þorsteinssonar 124 6. Sveit Karls Sigurhjartarsonar 115 Næst verður spilað nk. miðvikudag í DomusMedicaoghefstkl. 19.30. Tafl- og bridge- klúbburinn Fimmtudaginn 27. nóvember hófst þriggja kvölda tvímenningur hjá félag- inu. Spilað er með Butler fyrirkomu- lagi. Spilaðerítveimur 14 para riðlum. Sex efstu pör eftir fyrsta kvöldið eru þessi: 1.-2. Bragi Jónsson, Rafn Kristinsson 65 1.-2. Valur Sigurðsson, Páll Valdimarsson 65 3. Orwell Outly, Hermann Lárusson 61 4. Ingólfur Böðvarsson, Guðjón Ottósson 51 5. Vilhjálmur Pálsson, Dagbjartur Pálsson 48 6. Sigurður Stelngrímsson, GIsli Steingrímss. 45 Fimmtudaginn 4. desember verður spiluð fimmta umferð í Butler tvimenn- ingskeppninni. Spilarar mæti kl. 19.10 stundvíslega. Spilað er í Domus Medica. Bridgedeild Skagfirðinga Fjórða umferð tvímenningskeppni Skagfirðinga var spiluð í Drangey, Síðumúla 35, siðastliðinn þriðjudag. í efstu sætum eru nú: 1. Bjarni Pétursson, Ragnar Bjömsson 504 2. Jón Stcfánsson, Þorsteinn Laufdal 497 3. BJöm Eggertsson, Kari Adolfsson 483 4. Guðrún Hinríksdóttir, Haukur Hannesson 467 5. Andrés Þórarínsson, HJálmar Pálsson 467 6. Hjalti Krístjánsson, Ragnar Hjálmarsson 462 7. Sigmar Jónsson, Sigrún Pétursdóttir 450 8. Jón Hermannsson, Ragnar Hansen 449 Lokaumferðin verður spiluð á sama stað þriðjudaginn 2. desember. Bridgefélag Kópavogs Fjórða og næstsíðasta umferðin í hraðsveitakeppninni var spiluð fimmtudaginn 18. nóv. Beztum ár;angri kvöldsins náðu þess- ar sveitir: Bjarni Pétursson 778 Sigurður Vilhjálmsson 702 Sigríður Rögnvaldsdóttir 699 meðalskor 648 stig Staða efstu sveita er þessi: 1. Rúnar Magnússon 2746 2. Ármann J. Lárusson 2739 3. Jón Þorvaröarson 2736 4. Sigurður Vilhjálmsson 2693 5. Jón Andrésson 2685 6. Sverrir Þórisson 2627 Meðalskor 2592 stig Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins 4. umferð í hraðsveitakeppninni var spiluð i Domus Medica mánudaginn 24. nóvember. Staða 6 efstu sveita er nú þannig: 1. Ragnar Björnsson 1858 2. Óli Valdimarsson 1843 3. Ágústa Jónsdóttir 1791 4. Viðar Guðmundsson 1774 5. Baidur Guðmundsson 1742 6. Gunnlaugur Þorsteinsson 1736 Frá Bridgefélagi Vestmannaeyja Um síðustu helgi var spiluð hér í Eyj- um tvímenningskeppni Suðurlands 1980. Alls tóku 14 pör þátt í keppninni, sex frá Vestmannaeyjum, fjögur frá Laugarvatni, þrjú frá Selfossi og frá Bridgefélagi Reykjavíkur kepptu sem gestir þeir Jakob Möller og Hrólfur Hjaltason. Byrjað var á spilamennskunni á föstudagskvöld og spilaðar fimm um- ferðir það kvöld. Að þeim fimm um- ferðum loknum voru Vestmannaeying- arnir Jón Hauksson og Pálmi Lórens- son efstir en á hæla þeim fylgdu Sel- fyssingarnir Sigfús og Vilhjálmur. Hafizt var handa um spilamennsku kl. 10 á laugardagsmorgun enda var stefnt að því að ljúka mótinu fyrir kvöldmat, sem og tókst. Þeir Jón og Pálmi héldu forystunni allt þangað til þrjár um- ferðir voru eftir, þá sigu Sigfús og Vil- hjálmur fram úr og sigruðu nokkuð örugglega. En lokastaðan varð þessi (meðalskor 546): 1. Sigfús ÞórOarson — Vllhjúlmur Pálsson (Bridgefélag Selfoss) 682 2. Jón Hauksson — Pálmi Lórensson (Brldgefélag Vestmannaeyja) 653 3. Sigurgeir Jónsson — BjamhéOlnn Elfass. (Bridgefélag Vestmannaeyja) 597 4. Jakob Möller — Hrólfur Hjaltason (Bridgefélag Reykjavlkur) 565 5. Haukur GuOjónsson — Þorlelfur Slgurláss. (Brldgefélag Vestmannaeyja) 561 6. Lelf österby — Brynjólfur Geslsson (Brldgefélag Selfoss) 552 7. Helgi Bergvlnsson — HJálmar Þorlelfsson (Bridgefélag Vestmannaeyja) 547 Aðrir keppendur náðu ekki meðal- skor. Laugvetningar blönduðu sér ekki í keppnina um efstu sætin að þessu sinni en árangur Vestmanneyinga hefur sjaldan eða aldrei verið betri, eða fjögur af sjöefstu sætum. Þó hefur lík- lega ekkert komið eins á óvart og árangur þeirra Sigurgeirs og Bjarn- héðins sem hrepptu þriðja sætið án mikillar fyrirhafnar. Þetta er því at- hyglisverðara þar sem hvorugur þeirra hefur verið mjög áberandi hvað efstu sæti varðar í keppni hingað til og hafa þeir raunar ekki spilað saman í keppni í allmörg ár. Hallast menn helzt að því að ástæðan fyrir þessari velgengni þeirra sé sú að þeir mættu til leiks með spánýtt kerfi sem reyndist prýðilega í alla staði, þrátt fyrir að vera mjög ein- falt í sniðum. Gengur kerfið undir nafninu „Matsstöðvartigullinn” og þykir líklegt til vinsælda. Keppnisstjóri í þessu móti var Sigur- jón Tryggvason frá Reykjavík og rækti hann sitt hlutverk með prýði. Nú er hálfnuð aðalsveitakeppni Bridgefélags Vestmannaeyja en þar er spiluð tvöföld umferð með þátttöku sex sveita. Eftir fjórar umferðir er staðan þessi: 1. Sveit Valgeirs Kristinssonar 62 2. Sveit Gestgjafans 48 3. Sveit Sveins Magnússonar 43 4. Sveit Guðlaugs Stefánssonar 23 5. Sveit Friöþjófs Mássonar 21 6. Sveit Einars Friðþjófssonar 15 Tvær siðustu sveitirnar eiga einn leik til góða þannig að stigatala þeirra getur breytzt. Sveit Valgeirs skipa auk hans þeir Anton Bjarnason, Gunnar Krist- insson, Magnús Grímsson, Ragnar Helgason og Sigurgeir Jónsson. Sveit Gestgjafans skipa þau Hilmar Rós- mundsson, Jakobína Guðlaugsdóttir, Jón Hauksson, Pálmi Lórensson og Sigfús Sveinsson. Og sveit Sveins Magnússonar skipa auk hans þeir Benedikt Ragnarsson, Bjarnhéðinn Elíasson og Leifur Ársælsson. Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 25. nóv. lauk þriggja kvölda hraðsveitakeppni félagsins með sigri sveitar Baldurs Bjartmarssonar sem hlaut 1383 stig. f sveit Baldurs voru þessi auk Baldurs: Rafn Kristjáns- son, Sigríður Rögnvaldsdóttir og Hannes Jónsson. Næst komu: Sveit Bergs Ingimundarsonar 1308 Sveit Óiafs Garðarssonar 1285 Meðalskor 1296 Næstu þriðjudaga verða spilaðir eins kvölds tvímenningar og er allt spilafólk velkomið meðan húsrúm leyfir. Spilað er í húsi Kjöts og fisks, Seljabraut 54 kl. hálfátta stundvislega. Keppnisstjóri er Hermann Lárusson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.