Dagblaðið - 12.01.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 12.01.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1981. Bilafloli, sem bíður nvrra eigenda. Myndina tók Gunnar Örn við Revkjavikurhöfn. BLÓMAHORNIÐ NephrolepiB Exeltata sverðburkni Sverðburkninn vex á flestum hita- beltissvæðum jarðarinnar. Sem pottablóm er hann auðveldur í rækt- un. Það eru til mörg afbrigði, sum allt frá því að hafa slétt, gróftennt blöð til fintenntra blaða. Til eru dvergafbrigði sem verða ekki hærri en 20 sm en önnur geta myndað allt að metralöng blöð. Margir kannast við að hafa keypt í blómabúð fallegan burkna sem síðan veslast upp þegar heim kemur. Þetta orvakast af áfalli því sem burkninn verður fyrir þegar hann kemur úr þægilega röku lofti gróðurhússins i þurrt stofuloftið. Hægt er að auð- velda burknanum loftslags- breytinguna með því að úða yfir hann tvisvar á dag með úðunarbrúsa. Sverðburknar kunna bezt við óbeina birtu. Forðizt að hafa hann á sólrik- um stað, heldur í norðurglugga eða innarlega í íbúðinni þar sem birtu nýtur. Vökvið þannnig að rakastig moldarinnar sé sem jafnast og úðið oft yfir blómið. Skipta þarf um mold, einkum á ungplöntum, á hverju vori. Notið grófkornaða, næringarríka mold. Þegar plantan hefur rótfest sig á ný er henni gefin næringarupplausn reglulega fram á haust. Skipt er um potta eldri jurta í stórum pottum með nokkurra ára millibili. Fjölga má blóminu með skiptingu um leið og skipt er um pott. Hjá sverðburknanum myndast rengl- ur (angar) sem klippa má af og stinga > mold. -JSB/VG. Ekki birlukrefjandi »j» þess vegna lilvaliA inniblóm. Þolir ekki slerkt sólarljós. Vökvifl þannig aA rakasligið haldisl sem jafnast — úðið yfir blöðin. Vökvið reglulega með nær- ingarupplausn. Þolir ekki of mikinn hita en kann vel við rakl loft. Faríð er í kring- um ársábyrgðina eða eru bflasalar undanþegnir henni? Á hafnarbakkanum í Reykjavík' standa hundruð ef ekki þúsundir bíla sem biða nýrra eigenda. Þetta eru nýir bílar frá hinum ýmsu heimshorn- um hingað komnir til þess aö veita mönnum þægindi og gleði um ókomin ár. En bíll er dýr vara sem menn hugsa sig tvisvar ef ekki þrisvar um áður en þeir kaupa. Það er ekkert grín að kaupa tugþúsunda króna bíl sem siðan reynist illaeða ekki eins vel og vonir stóðu til. S gömlu kaupalögununt er kveðið á um að ábyrgð skuli vera á allri vöru sem seld er. Þau lög eru frá 1922 og hefur margt breytzt síðan. Nú er til dæmis umdeilanlegt atriði hvort ábyrgð skuli vera á nælonsokkum, matvöru eöa öðru slíku. En þegar um er að ræða stóra hluti eins og bila og rafmagnsvörur virðist hins vegar ó- umdeilanlegt að ábyrgð skuli tekin á vörunni í einhvern tíma. Kaupalögin gera ráð fyrir að sú ábyrgð sé eitt ár. I nýjum lögum um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti er enn hert á með ábyrgð- ina. í 29. grein laganna, sem eru frá árinu 1978, segir: „Yfirlýsingu um ó- byrgð mó þvi aðeins gefa að ábyrgð- aryfirlýsingin veiti viðtakanda betri rétt en hann hefur samkvæmt gild- andi lögum." Þetta þýðir með öðrum orðum að þegar fólk kaupir einhverja vöru er á henni ábyrgð í að minnsta kosti ár. Bílar undanþegnir? Bílar eru hins vegar af einhverjum dularfullum ástæðum að því er virð- ist undanþegnir þessu. Viðræður áttu sér stað í viðskiptaráðuneytinu árið 1975 um ábyrgðartíma og samþykktu þá ýmsir aðilar verzlunarinnar að skora á sína menn að koma á ársá- byrgð á varanlegri vöru. Sérstaklega er tekið fram að þessi áskorun nái ekki til bifreiða. En hvaða reglur aðrar gilda um þær er ekki sagt. Lengi var það svo að samkvæmt munnlegu samkomulagi við ráða- menn leyfðist bílainnflytjendum og seljendum að bjóða aðeins hálf árs á- byrgð á nýjum bílum. Hefur þessi undanþága sjálfsagt verið miðuð við æsku bílanna og það hversu menn voru óvissir um þessi undratæki. Nú eru tímar breyttir og bílar orðnir fastir i sessi i þjóðfélaginu. Samt eimir enn eftir af því að menn treysta þeim verr en mörgum öðrum vörum. Bílaumboðin bjóða reyndar mörg árs ábyrgð á bílum sinum en önnur fara í kringum það ákvæði með því að bjóða ársábyrgð eða ábyrgð á bilnum ákveðinn kílómetrafjölda. Eitt um- boðið býður aðeins hálfsárs ábyrgð á tveimur bílategundum. Tvfskinnungur? örn Guðmundsson hjá Bílgreina- sambandinu sagði þó að sér væri ómögulegt annað en aö skilja lögin þannig að full skylda væri á ársá- byrgð og væri líklega hægt að hnekkja þessum samningum um- boöanna með málaferlum. En þar til farið yrði í þau yrði líklega ekkert að gert. Sigríður Haraldsdóttir á skrif- stofu verðlagsstjóra, sem eftirlit á að hafa með lögunum frá 1978, sagði aftur á móti að stofnunin hefði ekki viljað fara út í aðgerðir vegna óvissu um gildi laganna. Eins og áður kom fram kveða kaupalögin á um ábyrgð á öllu en Sigríður sagði það auðvitað sjálfsagt að sú ábyrgð gæti ekki gilt um allt. En hversu vítt hún ætti að ná vissu menn eiginlega ekki. Því á að fara fram könnun á Norðurlöndun- um um það hversu víðtæk ábyrgðar- lög eru þar og hvað lengi ábyrgð er á ýmsum hlutum. Sigríður sagðist hafa skrifað skýrslu um þetta mál og lagt fyrir stna yfirmenn en sú skýrsla hefði ekki enn verið tekin fyrir í verð-' Iagsráði. Áður en hún verður tekin fyrir er ætlunin að athuga málið eitt- hvað betur. Dagblaðið hafði samband við nokkra af bílasölunum í Reykjavík og spurðist fyrir um ábyrgðartíma á bílum frá þeim. Upplýsingarnar sem gefnar voru eru ekki alveg í samræmi við þær upplýsingar sem Bílgreina- sambandið hefur frá sömu um- boðum. En hvorar upplýsingarnar eru réttar skal ekki lagður á dómur hér. Samkvæmt áætlun Félags íslenzkra bifreiðaeigenda er meðal- akstur bíla í Reykjavík um 16 þúsund kílómetrar á ári og algengt hámark er 17—18 þúsund. Bílum úti á landi er ekið heldur minna og er meðalakstur þar í kringum 11 þúsund kílómetrar á. ári. Undir meðalakstri Toyotaumboðið, Vökull (Simca), Ræsir, Ingvar Helgason, Hekla, Glóbus, Töggur og Veltir bjóða ársá- byrgð á bílum sínum. Ár eða 20 þúsund kilómetra akstur, hvort heldur fyrr næst, bjóða Sambandiö og Brimborg (Daihatsu). Ár eða 15 þúsund bjóða Bifreiðar og land- búnaðarvélar (Lada) og Bílaborg (Mazda). Ár eða 12 þúsund km bjóða Jöfur (Skoda) og Vökull (amerískir bílar). Ár eða 10 þúsund kílómetra akstur bjóða Sveinn Egilsson og Egill. Vilhjálmsson. Að síðustu bjóða svo Bifreiðar og landbúnaðarvélar hálfs árs ábyrgð eða 10 þúsund kílómetra akstur á Moskvitch og öðrum rússneskum bílum. öll umboðin bjóða upp á fría uppherzlu og skoðun á ábyrgðartímanum. Á þessari upptalningu sést að heldur betur er farið í kringum lögin. En eftir þeim upplýsingum sem DB fékk frá umboðunum bjóða þau þær ábyrgðir, sem fyrirtækin erlendis bjóða þeim upp á. Það er því í raun erlent fyrirtæki sem ræður því hvort þú færð greitt út fyrir galla á bílnum þínum þegar hann bilar á 11 þúsundasta kílómetra. Hjá sumum fyrirtækjanna er þó tekið fram að ef bíllinn bilaði rétt eftir að ábyrgð væri runnin út væri reynt að sýna liðlegheit. En það gera þá innflytjendur og söluaðilar úr eigin vasa því erfitt getur reynzt að sannfæra erlendu aðilana um mál- stað einhverra íslendinga lengst norður á pól. Sjónarmið bilasalanna er því ósköp skiljanlegt. En hitt er aftur annað mál að mörgum finnst að íslenzk lög eigi að gilda á íslandi, ekki eitthvað sem einhverjir menn úti í heimi ákveða. -DS. Matur fyrir 2,3 milljónir á árinu A.K. skrifar: Þá er hér lokaseðill ársins. Ég er nú bara nokkuö ánægð með hann miðað við að þetta á að vera dýrasti mán- uður ársins (innskot: meðaltal 40.383 g. krónur á mann i mat og hreinlætis- vörur). Það var ekkert keypt í matinn fyrir aöfangadagskvöid, þá var okkur boðið í mat. En að öðru leyti var allur jólamaturinn og áramóta- maturinn keyptur. í liðnum annað er m.a. afborgun af bíl, 150 þús. g.kr., gleraugu, 52 þús. g.kr., og jólagjafir ca 270 þús. g.kr. Fyrr í haúst var búið að kaupa húsgagn og hjól sem fóru i jólapakka fyrir 290 þús. g.kr. Jóla- gjafir fyrir 11 manns eru þannig á 560 þús. g.kr. Ég var að reikna saman heildarkostnað í mat árið 1980 og ’þaö eru hvorki meira né minna en tæpar 2,3 milljónir gamalla króna. DB á ne ytendamarkaði Dóra Stefánsdóttin

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.