Dagblaðið - 12.01.1981, Side 6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1981.
NÁMSFLOKKAR
KÓPAVOGS
Innritað verður alla þessu viku 12.-18. jan í síma 44391 kl.
16—19
Erlend tungumál (byrjendafl. og framhaldsfl.). kr. 200 —
skrautskrift kr. 240 — bíllinn kr. 200 — leðurvinnan kr.
240 — skartgripasmíði kr. 330 (m. efni) — tréskurður kr.;
310 (m. efni) — leirmótun kr. 310 (m. efni) — myndlist kr.
280 — ljósmyndun kr. 240 —- saumar kr. 330 — mynd-
vefnaður kr. 250 — hnýtingarkr.220 — vélritun kr. 300 og
skrúðgarðyrkja kr. 190 (hjónaafsláttur).
3S STILL Esslingen lyftarar
uppgerðir frá verksm. Til afgreiðslu nú þegar. Rafmagns: 1,5 t, 2 t,
2,51 og 3, tonna. Dísíl: 3,51,41 og 6 tonna. Greiöslukjör.
STILL einkaumboð á íslandi "
J^K. JÓNSSON & CO. HF. §, SS2W*.
ÚTBOÐ
Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum i eftirtalið rafbúnaðarefni:
1. Dreifispenna — útboð 181.
2. Strengi — útboð 281.
3. Götugreiniskápa — útboð 381
4. Aflspenni — útboð481
Útboðsgögn fást á tæknideild Orkubús Vestfjarða. Stakkanesi. ísafirði.
Sími 94-3900.
Tilboð samvkæmt lið 1. 2 og 3 verða opnuð miðvikudaginn 25. feb. nk.
kl. 14. Tilboðsamkvæmt lið 4 verða opnuðmiðvikud. 4. marz nk.kl. 14.
Orkubú Vestfjarða, tæknideild
JUDO
Ný byrjendanámskeið hefjast 12. janúar.
Þjálfari: Viðar Guðjohnsen
Innritun og upplýsingar í síma 83295 allri
virkadagafrákl. 13-22.
JÚDÓDEILD ÁRMANNS
Ármúla 32.
„Þeir hafa tvöföld laun-
in sem hæst hrópa”
—segja háskólamenn
,,Laun háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna eru eftir úrskurð Kjara-
dóms kr. 5.500—10.000 og eru
meðallaun þeirra um kr. 7.300 á
mánuði,” segir í tilkynningu frá
launamálaráði Bandalags háskóla-
menntaðra manna, BHM. Furðulegt
sé, að 6 prósent hækkun launa ríkis-
starfsmanná innan BHM hafi orðið
tilefni þess að ráðherrar, forystu-
menn Alþýðusambandsins og ýmsir
fleiri hafi keppzt við að lýsa yfir
hneykslun sinni. „Þessir menn sem
hæst hrópa nú um of mikla hækkun
til „hálaunamanna” hafa hins vegar
að minnsta kosti tvöföld meðaiiaun
háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna
og um 50—100% hærri laun en þeir
hæst launuðu,” segja háskólamenn.
Kjaradómur hafi nú sem oft áður
sýnt íhaldssemi og aðeins dæmt
BHM hluta af þeim hækkunum sem
urðu á almennum vinnumarkaði.
Sem dæmi um hækkanir hópa á al-
mennum markaði, sem hafi svipuð
Þrír hlutu
vígslu ígær
—tveirnýirprestar
ogkonahlaut
krístríboðavígslu
Valdís Magnúsdóttir kennari
var í gær vígð kristniboðavígslu
af herra Sigurbirni Einarssyni
biskup og heldur nú til kristni-
boðsstarfa í Kenya ásamt eigin-
manni sínum, séra Kjartani Jóns-
syni, sem einnig hlaut vígslu i
gær. Þriðji maðurinn hlaut og
vígslu í gær, séra Guðmundur
Karl Ágústsson, settur sóknar-
prestur i Ólafsvík.
Þau Valdís og séra Kjartan
hafa verið kölluð til kristniboða-
starfa í Kenya á vegum Sambands
íslenzkra kristniboðsfélaga. Er
Valdís sjöunda konan sem fer til
starfa á vegum Kristniboðssam-
bandsins en fleiri íslenzkar konur
hafa unnið að kristniboði á veg-
um annarra trúfélaga.
Gísli Arnkelsson, formaður
Sambands íslenzkra kristniboðs-
félaga, lýsti vígslunni í gær.
Vígsluvottar voru þeir sr. Árni
Bergur Sigurbjörnsson, áður
prestur í Ólafsvík, séra Guð-
mundur Óskar Ólafsson, for-
maður Prestafélags íslands, og
séra Jón Dalbú Hróbjartsson
ásamt séra Hjalta Guðmundssyni
dómkirkjupresti, sem þjónaði
fyrir altari ásamt vígsluþega, séra
Guðmundi Karli. Kjartan Jóns-
son predikaði og Marteinn Frið-
riksson og Dómkórinn leiddu
safnaðarsönginn.
Þeir Kjartan og Guðmundur
Karl luku báðir guðfræðipróft frá
HÍ sl. vor. Valdís stundaði
kristniboðanám í Noregi að loknu
kennaraprófi. Þau hjón halda
þegar til Chepareria í Kenya
ásamt dætrum sínum tveimur.
Guðmundur Karl hefur verið
settur prestur í Ólafsvík frá ára-
mótum. Kona hans er Hjördís
Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur
og eiga þau eitt barn. - OV
eöa hærri laun en háskólamenntaðir
ríkisstarfsmenn, megi nefna eftirfar-
andi. Yfirmenn á farskipum hafi
fengið 11% hækkun (laun þeirra séu
nú allt að 20 þús. á mánuði), verk-
stjórar 20% hækkun, blaðamenn 9—
15% hækkun, verkfræðingar á al-
mennum markaði 9%, prentarar,
bókbindarar og mjólkurfræðingar
11%, trésmiðir, múrarar, málarar og
veggfóðrarar 16%, hækkun ákvæðis-
vinnutaxta haft verið 8—9%.
Launamálaráð BHM segist vilja
leiðrétta þann misskilning að samið
hafi verið við BHM eftir samninga
við Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja. „Þetta er alrangt, því þessi 6%
launahækkun var ákveðin með úr-
skurðum kjaradóms frá 9. nóvember
(0,7%) og 31. desember (5,3%). Sér-
stakiega vekur það furðu að fjár-
málaráðherra skyldi segja í útvarpi og
sjónvarpi að samið hefði verið við
BHM, og ætti hann þó að vita
betur,” segja háskólamenn. „f sama
viðtali sagði fjármálaráöherra einnig
að efri hluti launastiga BSRB hefði
litla eða enga hækkun fengið. Þetta
er einnig rangt, því að efsti launa-
flokkur BSRB fær á samningstíma-
bilinu 7,3% hækkun. Þá er það að
skilja á ráðherra að Kjaradómur eigi
að fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar í
launamálum. Sú skoðun kom einnig
fram í forystugrein Dagblaðsins 8.
janúar. Þetta er einnig rangt. Kjara-
dómur á að vera hlutlaus úrskurðar-
aðili í kjaradeilum rikisins og ríkis-
starfsmanna,” segir launamálaráð
BHM.
Ríkisstarfsmenn hafi hingað til
orðið að sætta sig viö óhagstæða úr-
skurði Kjaradóms. Á sama hátt eigi
ríkið nú að sætta sig við úrskurðinn.
Verði samþykkt í ríkisstjórninni að
ógilda úrskurð Kjaradóms um laun
BHM, muni launamálaráö þegar
boða til fundar i kjararáði ríkisstarfs-
manna og verði þar lögð fram tillaga
um, að allir ríkisstarfsmenn í BHM
leggi þegar niður vinnu.
-HH
1
Óþverraveður gekk yfir mestan hluta landsins í gœr — nema
norðanvert landið. Á Akureyri var að minnsta kosti að heyra á
mönnum sem DB átti tal við að ekki vœríyfir neinu að kvarta. Þessi
heiðursmaður, sem Ijósmyndarí DB ók fram á ofaríega á Laugaveg-
inum, hefði vafalaust þegið skárrí tíð. DB-mynd: Gunnar Örn.
Kosning í Bókmenntafélaginu
Á fimmtudaginn lýkur kosningu í
stjórn Hins islenzka bókmennta-
félags. Kosinn verður forseti og vara-
forseti til tveggja ára og tveir menn i
fulltrúaráð til fjögurra ára.
Forseti félagsins nú er Sigurður
Líndal prófessor en varaforseti Óskar
Halldórsson fyrrv. dósent. Úr full-
trúaráðinu ganga að þessu sinni
Ólafur Pálmason bókavörður og
Garðar Gíslason borgardómari. Allir
hafa þeir gefíð kost á sér til endur-
kjörs en kjörgengir eru allir félags-
menn sem búa í Reykjavík og ná-
grenni.
Kosningin er bréfleg og voru kjör-
gögn send út í byrjun desember.
-ÓV
TILBOÐSVERÐ
GUNNAR ÁSGEIRSSON H/F
Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200
HUSQVARNA
HEIMIUS
TÆKJUM