Dagblaðið - 12.01.1981, Síða 8
8
ÚTSALA
á h/jómp/ötum
SAFNARAHÖLLIN
G ARÐASTRÆTI2
Opiðkl. 11—6mánud. tíl fimmtud., kl. 11—
7 föstudaga.
Starfsmaður óskast
til starfa nú þegar á skrifstofu frá kl. 13—17. Starfið er
einkum fólgið í götun og vélabókhaldi. Látið skrá ykkur á
auglþj. DB í síma 27022 eftir kl. 13.
H—123.
fATVINNUMÁLANEFND
! REYKJAVÍKUR
lýsir hér með eftir aðilum, sem hafa áform um að
brydda upp á nýrri framleiðslustarfsemi í
borginni og hafa áhuga á að taka á leigu hús-
næði með einhvers konar iðngarðakjörum í því
skyni.
Umsækjendur skulu gera grein fyrir áformum
sínum í skriflegum umsóknum sem þurfa að hafa
borist skrifstofu Atvinnumálanefndar Reykja-
víkur, Tjarnargötu 11, eigi síðar en 28. febrúar
1981.
Borgarhagfræðingur veitir allar nánari upp-
lýsingar í síma 1—88—00 á venjulegum skrif-
stofutíma.
RYK-&
VATNSSUGA
fyrir verksmiðjur - vörugeymslur
verkstœöi - hótel -
bílabvottastöövar o.f I.
Ath. Gæði
þurfa ekki
aðkosta
meira.
Með sínum mikla sog-
kraftí (2600 mm vatns-
súla) fjarlægir CHIBLI
á mettíma: vatn —
ryk — spæni o.m.fi
•
CHIBLI-sugan hefur 2
öfluga mótora sem
saman eru 1500 wött
Belgurinn er úr ryðfríu
stáli og hjólastellið er
úr alúminíum og á því
eru 4 hjól sem auð-
velda færslu yfir ójöfn-
ur.
•
Hinn ryðfríi belgur
GHIBLI-sugunnar rúm-
ar 58 lítra.
•
GHIBLI-sugan vegur
aðeins 28 kg.
•
Með sugunni eru
margir fylgihlutir
EINKAUMBOÐ
FYRIR
Dansk Steno-Wash ApS
efnaverksmiðjan
otlo/ hf
SKEIFAN 3C, BOX 411,121
REYKJAVÍK: SÍMI 31733
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12 JANÚAR l 981.
Erlenl Erlent
Fjármálaráðherra ísraels segir af sén
(sraelsstjónt
ridartílfalls
—lokatilraun Begins til að halda velli verður gerð í dag.
Verðbólgan í landinu er un 140 prósent
Ríkisstjórn Menachem Begins i að stjórnin hafði samþykkt með 11 að verðbólgan í landinu er nú 138
ísrael riðar nú til falls eftir að fjár- atkvæðum gegn 3 að hækka laun prósent.
málaráðherrann Yigael Hurvitz sagði kennara eins og menntamálaráðherr- Ekki er enn ljóst hvort flokkur
af sér um helgina. í dag mun Begin ann hafði krafizt. Hurvitz var hins Hurvitz, Rafi-flokkurinn, lætur af
gera lokatilraun til þess að halda vegar umhugað um að berjast gegn stuðningi við stjórn Begins. Leiðtogi
stjórninni saman. verðbólgunni og er honum nokkur stjórnarandstöðunnar, Simon Peres,
Hurvitz sagði af sér embætti eftir vorkunn þegar tillit er tekið til þess, segist munu bera fram vantraust á
stjórnina.
Oddvar Nordli forsætisráðherra Noregs varaði mótmælendur úr röðum umhverfisverndarmanna við að ætla sér að Itoma I
veg f.vrir virkjunarframkvæmdirnar i Alta-firði f N-Noregi. Hann sagði að stjórnin mundi ekki þola slikt og yrðu fram-
kvæmdirnar hafnar, hvað sem öllum mótmælum liður. Framkvæmdirnar eiga að hefjast nú um miðja vikuna og er fjölmennt
lið lögreglumanna, svo og mótmælenda komið á staðinn og óttast menn að til alvarlegra átaka kunni að koma.
Erlent
»
Samræmd uppreisn vinstri manna í □ Salvador:
RÚMLEGA 300 MANNS
FÉLLU UM HELGINA
Stjórnarherinn í E1 Salvador segist
hafa brotið á bak aftur sókn vinstri
sinnaðra skæruliða og að a.m.k. 300
manns hafi fallið í bardögum i landinu
síðastliðinn sólarhring.
Skæruliðar hófu mikla og sam-
ræmda sókn gegn herstjórninni í EI
Salvador á laugardagskvöld og réðust
samtímis á lögreglu og stjórnarher í
fjölmörgum borgum og bæjum lands-
ins. Náðu þeir meðal annars á sitt vald
útvarpsstöð í höfuðborginni og hvöttu
almenning þar til að rísa upp gegn
stjórnvöldum og gera allsherjarverk-
fall.
Forseti landsins, Jose Napoleon,
Pólverjar skróp-
uðu á laugardag
— „andsósíalísk öfl” að verki, segja Rússar
Langflestir verkamenn í Póllandi
héldu sig heima á laugardag og urðu
ekki við kröfum stjórnvalda um að
mæta til vinnu. Eining, samband
hinna sjálfstæðu verkalýðsfélaga í
landinu, segir að stjórnvöld hafi í
haust hdtið verkamönnum fimm daga
vinnuviku og telja þau vera að ganga
á bak því loforði sínu nú, þegar þau
bjóða verkamönnum frí annan hvern
laugardag. Stjórnvöld segja að efna-
hagur landsins þoli ekki 40 stunda
vinnuviku.
Verkamennirnir sem ekki mættu til
vinnu eiga á hættu að eins dags laun
verði dregin frá kaupi þeirra vegna
skrópsins. Eining hefur á móti hótað
verkföllum grípi stjórnvöld til slíkra
ráða.
Yuri Zhukov, pólitískur fréttaskýr-
andi Pravda, málgagns sovézka
kommúnistaflokksins, sagði að
„andsósíalísk öfl” í Póllandi settu nú
fram kröfur sem aðeins gætu leitt til
ringulreiðar. Hann sagði að ekki
mætti vanmeta hættuna sem stafaði
frá þessum öflum.
sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi,
að herinn hefði nú öll völd í landinu og
hvatti hann íbúana til að mæta til vinnu
ídag.
REUTER
íranir halda
áframsókn
íranskar hersveitir héldu áfram sókn
sinni í styrjöldinni við Persaflóa og
felldu 500 hermenn íraka í héruðunum
Ilam og Kermanshahan um helgina, að
því er hin opinbera Pars fréttastofa i
íran segir. Opinbera fréttastofan í írak
sagði hins vegar, að íraskar hersveitir
hefðu hrundið árás írana og fellt 461
hermann úr liði Irana á síðastliðnum
sólarhring.