Dagblaðið - 12.01.1981, Síða 14

Dagblaðið - 12.01.1981, Síða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1981. Valgerður Tryggvadóttir rifjar upp mimingar frá fyrstu árum útvarpsins: Þegar framkvæmda- stjóri Sjálfstæðis- flokksins hélt að þulur- inn væri að skensa sig —ogfleiri ævintýri úr þeim stað Þetta ætlar að verða meiri snjóa- veturinn. í verstu snjóalögunum varð ég veðurteppt nálægt Selfossi. Þá datt mér i hug að heilsa upp á Valgerði Tryggvadóttur og biðja hana að rifja upp einhverjar minningar frá árunum sem hún vann hjá útvarpinu. Hún fór að starfa þar 1933, þegar hún var átján ára, en út- varpið þriggja ára. Hún var seinna um langt skeið skrifstofustjóri Þjóðleikhússins, en er nú komin á eftirlaun og býr í fallegu húsi á Ölfusárbökkum ásamt eiginmanni sínum, Hallgrími Helga- syni tónskáldi. Það var notalegt að koma þangað inn úr sköflunum og snjókófinu. Valgerður hefur sjálf oftð öll glugga- tjöldin og saumað gólfteppin í húsinu. Við sátum í eldhúsinu, þar sem er myndarlegur arinn og höfðum það notalegt, þótt raf- magnið dytti út öðru hvoru vegna veðursins. Valgerður er skap- og dugnaðar- kona, ekki myrk í máli og segir meiningu sína umbúðalaust. hún er mikill vinur vina sinna, en meðal þeirra er Vigdís Finnbogadóttir, og barðist Valgerður ötullega fyrir kosningu hennar. Fólk borgaði tvær krónur í einu - ,,Ég man að ég byrjaði með sjötíu og fimm krónur í mánaðarkaup. Ég var á skrifstofunni en af því það var svo liðfátt þurfti maður að hlaupa í allt mögulegt annað, jafnvel gripa í að vera þulur. Stundum var ég í innheimtunni og vann þar undir stjórn Sigríðar Bjarnadóttur sem seinna var aðalgjaldkeri útvarpsins. Hún var mjög samvizkusöm. Af henni lærði ég að fjármunir ríkisins væru þjóðareign og allt yrði að stemma. Það kom fyrir að leitað var dögum saman að einseyringi. Afnotagjaldið af útvarpinu minnir mig að væru tíu krónur og algengt að fólk borgaði þaðsmátt og smátt, svo sem tvær krónur i einu. Ef ekkert var borgað voru tækin innsigluð, og það var það versta, sen' ég vissi að vera send út í slikum erindagjörðum. Að verða að fara inn á heimili og loka fyrir þá einu ánægju sem heimilisfólkið átti. Sérstaklega man ég eftir manni nokkrum, sem bjó með konu sinni í kjallaraholu og þurfti að ganga gegnum þvottahús til að komast til þeirra. Ég gleymi aldrei þrjózkusvipnum á eigandanum þegar ég innsiglaði tækið, hann hefur fylgt mér alla ævi. En aðrir voru meiri borgunar- menn en þeir þóttust vera. Éggleymi aldrei barnmörgum bónda utan af landi sem barmaði sér svo mikið við okkur á innheimtunni að á endan- unm skutum við saman i afnotagjald- ið handa honum. Við urðum nokkuð skrýtin í fram- an veturinn eftir þegar fréttist að sami bóndi hefði orðið fyrir miklum fjárskaða í snjóflóði því okkur hnfði skilizt að hann ætti ekki nema sártfá- ar rollur! Einkum og sér f lagi þóttu mér leiðinlegir... Eins og eðlilegt er á heimili þar sem húsbóndinn er tónskáld barst tal- ið brátt yfir á þann vettvang og Valgerður segir: „Ég er alltaf hrædd Á Fimmtiu ára afmæli rikisútvarpsins. Valgerður Tryggvadóttir og Vigdls Finnbogadóttir i forsetastúku þjóðleikhússins. Þórarinn Guðmundsson stjórnaði útvarpshljómsveitinni en leikur hennar var fyrstu árin oftast scndur beint úr útvarpssal. Þórarinn og Emil Thoroddsen voru fyrstu fastráðnu tónlistarmennirnir við útvarpið og með frá byrjun. um að andúðin sem er svo útbreidd gegn klassískri tónlist i útvarpinu stafi af því að í byrjun haft verið dembt of stórum skammti af henni yfir þjóðina. Það má segja að það hafi verið farið beint úr rímnakveðskap upp í sigilda meistara þeirrar tónlistar, sem hafði þróazt um aldir í Evrópu. Það var stórt stökk! Ég gleymi aldrei þingeyskum bónda sem skrifaði útvarpinu á þessum fyrstu árum og klykkti út með orðunum: „Einkum og sérílagi þykja mér þeir leiðinlegir Bach og Beethoven.” Helgi Hjörvar tók þessa mynd á svölum Landsslmahússins þar sem Valgerður og Dóra Þórhallsdóttir eru að hlusta á Churchill. Hann sést þvi miður ekki á myndinni én er að halda ræðu á Austurvelli, fyrir neðan til hægri. Útvarpið var fyrsti tónlistarskóli þjóðarinnar, en það var eins og það væri byrjað á efsta bekknum. Við þurfum alltaf að flýta okkur svo mikið, íslendingar, við fórum af troðinni mold yfir á parketgólf. Það komu upp raddir um að fólk vildi meiri rímnakveðskap, en það þótti ekki nógu fínt. Sagt var að brezku togarasjómönnunum, sem dorguðu upp I kálgarða, fyndust rímurnar fáranlegar og kölluðu kvæðamanninn „the crazy man in the Icelandic radio.” Slik var minnimáttarkenndin,” segir Valgerður með áherzlu. Tónlist og pólitík Við tölum líka um hvernig pólitísk togstreita hefur loðað við útvarpið frá byrjun. „Menn voru ekki síður Héðinn stóð einn... önnur furðleg tilviljun um líkt leyti er mér minnisstæð. Þá voru bæjarstjórnarkosningarnar. Alþýðu- flokksmenn töpuðu talsverðu og Héðinn Valdimarsson komst einn að. Þann daginn voru ekki spilaðar plötur heldur var útvarpshljómsveitin mætt á staðnum (eins og oftar og leikur hennar sendur beint út til hlustenda.). Og er ekki að orðlengja að þegar afdrif Alþýðuflokksins hafa verið tilkynnt, þá þrumar hljómsveitin af miklum krafti lagið kunna um Njáls- brennu, „Buldi við brestur. . . og Héðinn stóð einn”, undir leik Þórarins Guðmundssonar. Þetta olli miklu upphlaupi og Þórarinn var grunaður um að hafa valið lagið viljandi, enda var hann mjög glettinn, en ekki vildi hann kannast við það.” Þegar Nallinn týndist — eða dularfulla plötuhvarfið „Það hafði lengi verið hitamál,” segir Valgerður „hvort spila mætti Internationalinn (alþjóðasöng verka- lýðsins) i útvarpið 1. maí. í fyrstunni var það ekki leyft, en loksins samþykkti útvarpsráð, eftir nokkurra ára þóf, að það mætti. En þá tók ekki betra við! Þegar til átti að taka fannst ekki platan með þessu umdeilda lagi í safni tónlistardeild- arinnar. Þótti það í hæsta máta dularfullt og ekki einleikið. En eftir nokkra eftirgangsmuni og leit tókst að grafa hana upp og senda verka- lýðssönginn út á öldum ljósvakans, hlustendum ýmist til gleði eða hrellingar.” Hún bætir við að seinna hafi oft verið heitt í kolunum kringum her- stöðvamálið, en allt spjall um það, verði að bíða betri tíma. Það hefði líka verið gaman að heyra um margt fleira úr ævi hennar, en hún hefur dansað við tvo kónga, verið á klausturskóla í Belgíu („betri borgara dætur” voru sendar á slíkar stofnanir að læra mál). Þegar faðir hennar rauf þing, 1932, urðu gifurleg læti og hún komst ekki í skólann i heila viku. En þetta spjall átti bara að vera um útvarpið á fyrstu árum þess og hitt verður að bíða betri tima. -IHH. „Við þurfum alltaf að flýta okkur svo mikið, tslendingar. Við fórum af troðinni mold yfir á parketgólf,” segir Valgerður Tryggvadóttir. DB-mynd: Sigurður Þorri. Valgerður við hljóðnemann um eða fyrir 1940: „Það var svo liðfátt að maður þurfti að gripa í allt mögulegt, jafnvel að vera þulur... ” Sjáið hvar sólin hún hnígur... Sigurður Einarsson, seinna prestur í Holti, var þá fréttamaður, og þar kemur að hann tilkynnir, sem rétt var, að tveir mjög virtir sjálf- stæðismann hafi fallið í kjördæmum sínum. Síðan tek ég efstu plötuna úr bunkanum og legg á fóninn án þess að gá nánar að því hvað á henni er, en það er þá lagið: „Sjáið, hvar sólin húnhnígur. . . ” „Það skiptir engum togum,” heldur Valgerður áfram, „lagið er rétt byrjað þegar hurðinni er hrundið upp og inn á gólf snarast fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hvítglóandi af reiði og sárindum. (Ríkisútvarpið var þá i Landssíma- húsinu við AusturvöU, við hliðina á gamla Sjálfstæðishúsinu). Ekki bætti úr skák þegar hann sá að það var dóttir Tryggva Þórhalls- sonar, sem var við plötubunkann, og hann hellti sér yfir mig. Ég bar hönd fyrir höfuð mér og fullvissaði hann um að þetta væri hrein tilviljun. Þar kom eftir nokkurt þóf, að við sættumst og urðum beztu vinir á eftir, enda var þetta ágætis- maður. viðkvæmir í pólitíkinni þá en nú,” segir Valgerður, „en það hefur varla farið fram hjá neinum að ennþá stendur pólitískur styrr um útvarpið. Þannig er skipt um útvarpsráð eftir hverjar alþingiskosningar, eftir því sem valdahlutföll flokkanna breyt- ast.” Þegar útvarpið var stofnað var Framsóknarflokkurinn einn í ríkis- stjóm, með þrjá ráðherra. Einn þeirra var faðir Valgerðar, Tryggvi Þórhallsson. Og hún kann sögur um það hvernig pólitíkin blandaðist jafn- vel inn i tónlistina. „Rétt eftir að ég byrjaði, ekki löngu eftir að útvarpið tók til starfa, voru kosningar til alþingis. Það var útvarpað meira og minna allan dag- inn og ég lenti í því að vera það sem í dag er kallað plötusnúður, meðan verið var að telja atkvæði, var með stóran bunka af plötum, sem ég spil- aði milli þess sem fréttamenn komu inn með úrslit.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.