Dagblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981.
27
Utvarp
Sjónvarp
i
ÓVÆNTENDALOK-sjónvarpH. 21,40:
Nakin kona birtist prestinum í draumi
■ Fmm _■_3|t rW% ■ A ■
Þátturinn Óvænt endalok er á dag-
skrá sjónvarpsins 1 kvöld að vanda, en
er að mörgu leyti óvenjulegur. Þáttur-
inn sem nefnist Við freistingum gæt þín
var bannaður í Bandaríkjunum.
Þekktir leikarar eru í myndinni, s.s.
John Alderton, sem bezt er þekktur hér
úr brezkum gamanmyndaþáttum og
leikkonan fræga Joan Collins.
Þátturinn fjallar um ungan sveita-
prest, einhieypan að sjálfsögðu, sem
konur jafnt giftar sem ógiftar girnast
mjög. Þær ganga meira að segja svo
langt að reyna að freista hans hvort
sem hann messar í kirkjunni eða á göt-
um úti.
Presturinn biður drottin að styrkja
sig í þessum freistingum, en ekkert
gengur. Konurnar eru jafnvel svo
kræfar að heimsækja manninn á
prestssetrið og færa honum mat og
drykk.
Ekki var það þetta sem hneysklaði
Bandaríkjamenn, heldur það að prestinn
dreymir eina ungu konunaá nóttunni. t
þeim draumum háttar hún sig meðal
annars í sóknarkirkju prestsins. Joan
Collins sem fer með hlutverk ungu kon-
unnar hafði talsverðar áhyggjur af
þessu banni, taldi það eyðileggja frama
sinn í Bandaríkjunum.
Til að bæta fyrir brot sitt sagði ieik-
konan að kynþokki væri til að nota
hann og leikkona verði að hugsa um
framasinn.
-ELA.
LÍFIÐ Á JÖRÐINNI - sjónvarp kl. 20,40:
Þátturinn í kvöld með
þeim skemmtilegustu
—segir þýðandim, Óskar Ingímarsson
Tólfi og næstsíðasti þátturinn um
lifið á jörðinni verður sýndur í kvöld.
Fjallar hann að mestu leyti um apa,
bæði um svokallaða hálfapa og
mannapana, en þeir eru á hærra stigi.
í þeim flokki eru górillur, simpansar
og órangútanar.
Byrjað er á frumstæðu öpunum,
lifnaðarhættir þeirra sýndir og
þróunin rakin upp í mannapana,
alveg að manninum. Endar þátturinn
á því að fjallað er um apann sem fór
úr trjánum út á sléttuna til að veiða
og notaði jafnvel til þess áhöld.
Lokaþátturinn um lífið á jörðinni
fjallar um manninn.
Að sögn þýðandans, Óskars
Ingimarssonar, er þessi þáttur með
þeim skemmtilegustu í mynda-
flokknum, jafnvel enn betri en sá sem
var á undan, sem þótti mjög góður.
-KMU
Þættirnir um lífið á jörðinni eru farnir
að nálgast manninn. t kvöld verður
fjallað um apan'a.
KONUMORDINGIARNIR—sjónvarp kl. 22,05:
Ræningjar ætia
aðkálavitni
—Frábær
gamanmynd
endursýnd
í kvöld verður endursýnd brezka
gamanmyndin Konumorðingjarnir.
Hún fjallar um nokkra glæpamenn
sem komast undan með stóra fjár-
fúlgu úr lestarráni.
Einn þeirra tekur á leigu herbergi
hjá aldraðri konu og þar er fengurinn
geymdur. Svo illa vill til að konan
kemst að leyndarmálinu og því
ákveða ræningjarnir að koma henni
fyrir kattarnef.
Myndin er bráðfyndin og mjög
góð, kvikmyndahandbókin okkar
góða gefur henni t.d. fjórar stjörnur
enda eru aðalieikararnir ekki af verra
taginu, Peter Sellers og Alec Guinn-
ess.
Kvikmyndin var áður á dagskrá
30. júní 1980, kvöldið eftir forseta-
kosningarnar en þá hafa margir verið
of þreyttir eftir erfiða kosninganótt
til að horfa á þessa frábæru gaman-
mynd
(Jr kvikmyndinni Konumorðingjarnir.
John Alderton og Joan Collins I hlutverkum sínum i Óvæntum endalokum i kvöld.
SMIÐJUVEGI9 A - KÓP. - SÍMI44445
• Endurbyggjum vélar • Borumblokkir • Plönum blokkir og head • Málmfyllum sveifarása, tjakköxla og aðra slitfleti m/ryðfríu harðstáli • Rennum ventla og ventilsæti. • Slipum sveifarása. 1
SÍMI 44445
^ FULLKOMIÐ MÓTOR- OG RENNIVERKSTÆÐI J
Orðsending til fbúa á
starfssvæði væntanlegrar
heilsugæzlustöðvar í
Borgarspítala
Athygli er vakin á þvi, að þeir ibúar á starfssvæði heilsu-
gæzlustöðvar í Borgarspítala, sem nú er opnuð, sem halda
vilja sínum heimilislækni áfram en fá ekki þá þjónustu sem
heilsugæzlustöðin ve.itir, verða að tilkynna það á skrifstofu
Sjúkrasamlags Reykjavíkur, Tryggvagötu 28, í síðasta lagi
fyrir 15. janúar nk. Slíka tilkynningu má gefa skriflega eða
símleiðis í síma 18440. Nánari upplýsingar hafa verið
gefnar með bréfi borgarlæknis dags. 17.12. sl.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur.
-
Grétar Gudmundsson
læknír
hefur opnað stofu í Domus Medica.
Sérgrein: Taugasjúkdómar (sjúkdómar í heila, taugum og
vöðvum).
Tímapantanir kl. 9—18 virka daga í síma 11512.
VÉLAVERKSTÆÐI
Egils Vilhjálmssonar H/F