Dagblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent D Hafði kvennamorðinginn fleiri morð á samvizkunni? YORKSHIRE-RIPPERINN HEFUR ÞEGAR JÁ TAÐ eiginkonu hins grunaða hafa verið boðnir tugir mill jóna fyrir ævisögu sína Vörubílstjórinn Peter Sutcliffe sem j nú er í haldi brezku lögreglunnar grunaður um aö vera kvennamorð- inginn Yorkshire Ripper mun þegar hafa játað á sig tólf af þeim þrettán morðum sem kvennamorðinginn í Yorkshire hefur verið talinn ábyrgur fyrir á síðstliðnum fimm árum. Þetta hefur ekki enn verið staðfest opinber- lega en erlend blöð hafa þetta frá 'heimildum innan lögreglunnar. Þessar sömu heimildir greina, að Sut- cliffe hafi einnig játað að hafa framið morð á erlendri grundu. Þaö munu aðeins hafa liðið fáeinir dagar frá þvi að Sutcliffe var hand- tekinn þar til hann. féll saman og játaði að hann væri morðinginn sem gengið hefur undir nafninu „Ripper” á Englandi og valdið meiri skelfingu íbúanna þar undanfarin ár en nokkur annar maður. Hann mun hafa lýst morðunum á þann hátt að það mun hafið yfir allan efa að hann sé morðinginn. Enginn annar en „Ripper” hefði getað lýst þeim svo því lögreglan hefur aldrei látið í ljós, hver einkenni kvenna- morðanna eru sem sýna að sami morðinginn sé á ferðinni i öllum til- fellum. Lögregluvðrður hefur stöðugt verið við heimili Peter Sutcliffe síðan hann var handtekinn. Mynd sem brezka lögreglan lét gera eftir lýsingum þeirra sem sluppu lifandi úr klóm kvennamoróingjans. Hún þykir koma heim og saman við útlit Sutcliffe. Mikill mannfjöldi safnaðist saman fyrir framan húsið þar sem Sutcliffe kom fyrir rétt i siðustu viku og hrópaði ókvæðisorð að sakborningnum þegar lögrcglan leiddi hann inn I húsið. Það er aðeins morðið á vændis- konunni Joan Harrisoii sem Sut- cliffe hefur ekki viðurkennt. Það var framið 20. nóvember 1975 og var annað í röðinni þeirra morða, sem skrifuð hafa verið á reikning „Ripp- ers” Hins vegar mun Sutcliffe hafa játað að hafa framið tvö morð á er- lendri grund og var annað þeirra framið í París, er hann var þar á ferðalagi með konu sinni nokkrum dögum áður en hann var handtekinn. Fjölmiðlar hafa mjög verið á hött- um eftir öllum upplýsingum um þetta mál og hafa eiginkonu Sutcliffe verið boönir tugir miiljóna króna, fáist hún til að skrifa ævisögu sína og faðir Sutcliffe hefur raunar þegar selt fjölskyldumyndaalbúmið fyrir drjúga peningaupphæð. Hætta á átökum í Póllandi: Kania aövarar pólska bændur — „ekkert rúm fyrir gagnbyltingasinna ísveitumlandsins” Vaxandi ólga er nú á nýjan leik i Póllandi og hafa ákveðnar deildir í Ein- ingu, sambandi hinna sjálfstæðu verkalýðsfélaga í landinu, hótað verk- föllum. í borginni Przemysl í suðvestur Póllandi hafa félagar í Einingu hótað klukkustundar aðvörunarverkfalli i dag og fulltrúar bænda og verkamanna í nágrannabænum Rzeszow hafa lýst því yfir, að þeir kunni að grípa til svip- aðra aðgerða á morgun. Meginkrafa þeirra er sú, að stjórn- völd taki upp viðræður við bændur um kröfur þeirra um að sjálfstæð verka- lýðsfélög bænda verði viðurkennd. Leiðtogi Einingar, Lech Walesa, er nú á ferð á Ítalíu í boði verkamanna- sambandsins þar sem hann mun meðal annarra hitta Jóhannes Pál annan páfa aðmáli. Kania flokksleiðtogi hefur aðvarað pólska bændur og sagt, að ekkert rúm sé fyrir gagnbyltingarsinna eða andsósíalisk öfl I sveitum landsins. Begin bodar til kosninga — Verkamannaflokkn- umerspáð sigrí Menachem Begin forsætisráö- herra ísraels hyggst boða til nýrra kosninga í sumar. Ákvörðun hans kemur í framhaldi af afsögn fjár- málaráðherrans Yigael Hurvitz, sem sagði af sér vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hækka laun kennara. Talið er að stjórnarflokkarnir njóti nú ekki öruggs stuðnings nema 58 af 120 þingmönnum. Vcrkamannaflokknum undir for- ystu Simon Peres er spáð öruggum sigri í kosningunum. Meginástæðan fyrir óvinsældum ríkisstjórnar Begins er talin óðaverðbólgan i landinu en hraði hennar hefur aðundánförnu Menachem veriö nærri 150 prósent. Begin. iiffjiaig Hópur mótmælenda fyrir utan þinghúsbygginguna i Washington. ; 3? ■ íspMí Skipan Haigs mótmælt Skipan Alexander Haig i embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur fengið misjafnar undirtektir og hefur talsvert borið á mótmælum fyrir framan þinghúsið í Washington þar sem þingnefnd hefur kannað feril Haigs og þá einkum þann tíma er hann var starfsmannastjóri Hvíta hússins á tímum Watergatehneykslisins. Þingnefndin er kannar feril Haigs hefur nú krafizt þess að fá aðgang að upptökum af samtölum Haigs og Nixons, sem eru í vörzlu þjóðskjala- safnsins. Lögfræðingur safnsins hefur hins vegar lýst því yfir að hann muni ekki láta upptökurnar af hendi fyrr en öllum formsatriðum er fullnægt. Skæruliðar segjast ráða fiórum borgum Vinstri sinnaðir skæruliðar í E1 Salvador létu enn til skarar skríða í gær og réðust þá á tvær borgir í landinu og uppreisnarútvarp þeirra segir að þeir hafi nú fjórar borgir landsins á valdi sínu. Áður höfðu stjórnvöld lýst því yfir að uppreisn þeirra hefði verið brotin á bak aftur. í útvarpi uppreisnarmanna sagði að Santa Ana, önnur stærsta borg landsins, væri á þeirra valdi. Þrír blaðamenn særöust í sprengingu í bif- reiö um fjórtán kílómetra fyrir utan San Salvador igær.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.