Dagblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I (ÍÉTRmdsll Skákmótið í Hastings: Anderson er efstur Svíinn Ulf Anderson er nú efstur á skákmótinu 1 Hastings með 9 vinninga að loknum 12 umferðum. Góðkunn- ingi íslendinga frá því á síðasta Reykja- víkurskákmóti, Torre frá Filipps- eyjum, er 1 2. sæti með 8 vinninga. Einnní helzti keppinautur Andersons á mótinu, sovézki útlaginn Lev Alburt, lék illa af sér 1 jafnteflislegri stöðu í 12. umferð og varð að gefast upp. Bjartsýni ríkjandi varðandi lausn gísladeilunnar: Samkomulag er tafíð f burðarfíðnum láta í UóTbjarteýnfsína Samkvæmt heimildum frá Teheran Reagan, sem tekur við embætti hans 1 í íran eru nú taldar góðar horfur áað næstu viku, létu 1 gær í ljós þá lausn finnist á hinni fjórtán mánaða skoðun sína að viðræðunum hefði löngu gísladeilu Bandaríkjanna og miðað í rétta átt. Þeir þorðu þó ekki frans áður en Carter lætur af em- að fullyrða að samningar tækjust bætti forseta Bandaríkjanna 20. áður en forsetaskiptin verða 1 Banda- janúar næstkomandi. Samkvæmt ríkjunum. Carter og Reagan munu. þessum heimildum hafa samninga- ekki hafa látið i ljós jafnmikla bjart- viðræður þjóðanna gengið vel að sýni varðandi lausn deilunnar áður undanförnu fyrir milligöngu Alsír- og hefur það að sjálfsögðu orðið til manna og munu báðir aðilar málsins þess að auka vonir Bandaríkjamanna hafa slegið af kröfumlsínum. um as lausn deilunnar sé nú loks í Bæði Carter forseti og Ronald sjónmáli. Bandarísku gislarnlr hafa nú verið i haldl 1 tran 1 um fjórtáa aaáaaðl. Bandaríkin: Mafíuforingi dæmdur í 5 ára fangelsi Mafíuforinginn Joseph Bonanno (Joe Bananas) hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi í Bandaríkjunum en veikindi hans kunna að koma í veg fyrir að hann sitji allan þann tíma inni. Bonanno, sem er 76 ára gamall, var ákærður um að hafa reynt að hafa áhrif á rannsóknir ákærukviðdóriistsem beindust að ýmsum vafasömum þáttum í fjármálalífihans. Dómsuppkvaðningu var margsinnis frestað vegna hjartasjúkdóms Bonanno, sem aldrei áður hefur setið í fangelsi. Bomanno, sem einnig var sektaður um 10 þúsund dollara.er talinnaðalfor- ingi hinnar öflugu New York—New Jersey mafiu eftir mikla bardaga innan mafíunnar árið 1964 en bardagar þessir voru kenndir við hann og kallaðir Bon- anno stríðin. Pakistan: Böm notuð sem þrælar Fjölmiðlar í Pakistan hafa afhjúpað óhugnanlegt mál er þeir upplýstu að börn þar i landi hafi verið notuð sem þrælar í vegavinnu og öðrum fram- kvæmdum á vegum hins opinbera. Eitt barnanna, Ali sem nú er fjórtán ára gamall, reyndi að flýja frá þrælk- unarbúðum í Peshawar í norðvestur Pakistan. Hann náðist og var helming- ur tungunnar skorinn úr honum og handleggir og fætur brennimerktir í refsingarskyni. Ali flúði þó aftur ásamt fimm Öðrum bömum og í viðtali við dagblaðið Mus- lim í Islamabad segir hann frá raunum sínum og annarra barna í vinnubúðun- um. i Honum var rænt fyrir sex árum og var hann fluttur til vinnubúðanna. Þar hefur hann síðan verið látinn vinna erfiðisvinnu ásamt öðrum börnum, án þess að hljóta nokkur laun fyrir. ísrael: Þingmaður bedúína myrtur Einn þingmanna ísraelska þingsins, Knesset, var skotinn til bana þar sem hann var á ferð í bifreið sinni í útjaðri Jerúsalem í gær. Þingmaðurinn, Hamad Abu Rabiya fursti, var fulltrúi bedúina í þinginu. Lögreglan hefur sett upp vegatálma og hafið mikla leit að morðingjanum. Að sögn lögreglunnar mun Abu-Rabiya hafa sagt nokkrum vinum sínum fyrir fáeinum vikum að hann óttaðist um líf sitt og mun hann hafa haft í hyggju að ráða tvo lífverði í þjónustu sína. mmmmmm WM-. Fáum minútum cftir að þessi mynd var tekin féll sá hettuklæddi fyrir kúlum lögreglunnar. Gfslinn slapp hins vegar ómeidd- ur. Atvikið átti sér stað i Marseilles I Frakklandi fyrir skömmu þar sem sá hettuklæddi hafði brotizt inn I skartgripaverzlun en lögreglan var fljót á vettvang og umkringdi búðina. Ræninginn reyndi að komast brott með aðstöð þessa glsls, sem myndin sýnir, en lögreglunni tókst að koma 1 veg fyrir þau áform. Styrjöldin vift Persaflóa: segjast vera ístórsókn Talsmaður íranshers sagði i gær að hersveitir þjóðar hans hefðu unnið mikla sigra í styrjöldinni við írak að undanförnu, gersigrað tvær hersveitir fraka, hrakið innrásarherinn af stórum landsvæðum og tekið mikinn fjölda fanga. Þá sagði talsmaðurinn að íranir hefðu í gær skotið niður MIG-herþotu íraka. Eins og oftast áður höfðu írakar 'aðra sögu að segja af gangi styrjaldar- 'innar og sögðust þeir hafa unnið mikla sigra í styrjöldinni að undanförnu. Máli sínu til stuðnings sýndu þeir blaðamönnum þrjátíu skriðdreka sem þeir sögðust hafa tekið herfangi af frönum að undanförnu. Erlendar fréttir Dóttir d’Urso flutti áróður mannræningjanna Dóttir dómarans Giovanni d’Urso eiginkona dómarans skoraði á blöðin sem er í haldi Rauðu herdeildanna á að verða við kröfum mannræningj- Ítalíu, flutti í gærkvöldi áróður anna og sagði, að mannslíf hlyti að Rauðu herdeildanna í lítilli útvarps- vera meira virði en tvær síður í dag- stöð á ítaliu, sem rekin er af rót- blaði. tækum stjórnmálaflokki. Rauðu her- ítölsk stjórnvöld hafa ekki viljað deildirnar hafa .hótað að myrða verða við kröfum ræningjanna og er d’Urso ef helztu fjölmiðlar landsins nú liðinn 48 klukkustunda fresturinn neita að flytja áróður hersveitanna. sem Rauðu herdeildirnar gáfu stjórn- Dóttir dómarans vildi með þessu völdum til að ganga að kröfum gera sitt til að bjarga llfi föður síns og þeirra. Hljómlistarmaðurinn kunni Björn Ulvæus I hljómsveitinni Abba gekk um daginn I hjónaband öðru sinni og fór það fram meö mikilli leynd. Björn, sem er 35 ára, kvæntist hinni 30 ára gömlu Lenu Kállersjö. Björn var sem kunnugt er áður kvæntur Agnethu, söngkonu i Abba. •* Mótmælendur hafa slegið upp tjöldum á virkjunarstaðnum. r OTTAST HORD ÁTÖKÍALTA Rúmlega 500 lögreglumenn eru komnir til Alta-fjarðar í Norður-Nor- egi til að tryggja að virkjunarfram- kvæmdir geti hafizt þar á morgun. Mikill fjöldi mótmælenda úr röðum umhverfisverndarmanna og Lappa eru einnig á staðnum og eru þeir staðráðnir í að koma í veg fyrir framkvæmdirnar. Hyggjast þeir hlekkja sig saman á þann hátt að lögreglan geti ekki fjarlægt þá öðruvísi en að skaða þá. Almenningur I Noregi óttast mjög að afleiðingar átakanna geti orðið alvar- legar. Þetta munu vera mestu lögreglu- aðgerðir í Noregi síðan á stríðsárunum. Oddvar Nordli forsætisráðherra hefur lýst þvi yfir, að mótmælendum verði ekki undir neinum kringum- stæðum liðið að hindra framkvæmd- irnar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.